Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 40
40
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988.
Sviðsljós
Stórt bfkini á nú að hylja viðkvæm-
ustu hluta líkamans næsta sumar.
Að öðru leyti má sýna mikinn hluta
líkamans á ströndinni. Eins og þið
sjáið þá er skyrtan utan yfir Japanski hönnuðurinn Hanae Mori
gegnsæ og hentar vel til að skýla hannaði þennan frumlega sam-
likamanum þegar heitast er. Þessi kvæmisklæðnað, allavega er
strandfatnaður er hannaður af mynstrið nokkuð öðruvísi en mað-
Caivin Klein. ur á að venjast.
Handklæðaklæðnaður er senni-
lega alveg nýtt fyrirbrigði sem
vafalaust margir þurfa að velta
fyrir sér. Þessi klæðnaður er ör-
ugglega mjög þægilegur. Til þess
að handklæðið haldist nú örugg-
lega uppi er því haldið saman með
rennilás. Hönnuður þessa frum-
lega klæðnaðar er Marc Jacops.
Kjóll, nei samfestingur, i sam-
kvæmið. Bill Bass hinn bandaríski
hannaði þennan silkisamfesting.
Bað- og samkvæmisklæðnaður:
Leyfilegt að
sýna líkamann
Þær konur sem þurft hafa að láta fjarlægja annað brjóstið geta nú far-
ið ófeimnar niður á strönd þar sem búðareigandinn Maria Niino sýndi
eigin framleiðslu á sundbol sem felur alveg þetta lýti.
Hvað eiga baðfatnaöur og sam-
kvæmisklæðnaður sameiginlegt?
Margir myndu eflaust segja aö það
væri ósköp lítið. En það má
kannski líta til þess, þó að það sé
ekki beint viðeigandi á þessum árs-
tíma, að þeir sem bregða sér á sól-
arströnd í leyfinu leggja mest upp
úr baðfatnaði og samkvæm-
isklæðnaði. Það er þaö sem menn
þarfnast á ströndinni á daginn og
baUstöðunum á kvöldin.
Margir heimsþekktir hönnuðir
hafa nú verið að senda frá sér hug-
myndir sínar um þennan fatnað
næsta sumar og eru flestir sam-
mála um að bíkinibaðfötin munu
áfram verða við lýði en þó meö
öðru sniði en hinar svokölluðu
pjötlur. Bíkinibrjóstahaldararnir
munu verða í stærri kantinum
enda er sú kenning uppi við að það
sé mjög óhoflt að veifa brjóstunum
framan í sólina allan liðlangan dag-
inn. Þau verða víst krumpuð eins
og aflt annaö viö of mikla sól. Bux-
Marc Jacops hannar strandfatnað í svipuðum dúr og Calvin Klein nema
bíkiniin hjá honum eru heldur minni og litríkari.
umar eru einnig að stækka af sömu
ástæöum. Og flestir hönnuðir
hanna nú skyrtur eða bofl yfir
sundfatnaðinn sem andar vel í
gegn.
Vel varinn
Það er sem sagt enn leyfiiegt að
sýna sem mest af líkamanum á
sólarströndinni en hann verður
engu að síður að vera vel varinn.
Maria Nino, kaupmaður í Tokyo,
kemur tfl móts við þær konur sem
þurft hafa að gangast undir bijósta-
aðgerð vegna krabbameins. Hún
hefur hannaö sundboli sem fela
eiga þetta lýti.
Calvin Klein er mjög stílhreinn í
sinni baðfatahönnun en Marc
Jacops sýnir fltríkari strandfatnað.
Samkvæmisklæðnaðurinn er
mjög frjáislegur og þægilegur. Pils-
in eru þunn og víð og henta því á
heitum dögum. Síddin á þeim er
nokkuð mismunandi en fer aldrei
mikið upp fyrir hné. Bolimir era
léttir og flegnir, það segir að
minnsta kosti bandaríski hönnuð-
urinn Perry Ellis. Kjólamir em
einnig þægilegir og fltríkir. Bill
Bass hannaði aflsérstakan sam-
festing sem í fljótu bragði virðist
vera dragsíður samkvæmiskjóll en
við nánari athugun kemur í ljós að
þetta er fleginn pokabuxnasamfest-
ingur. Svo má segja frá því að jap-
anski hönnuðurinn Hanae Mori
gerist allfrumlegur við hönnum
samkvæmisfatnaðar. Kokteildress-
in em með venjulegu sniði, síð pfls
og glitrandi skyrtur. En hið frnrn-
lega er mynstrin sem em á pflsun-
um. Það em svokölluð hnefa-
munstur sem skýra sig væntanlega
sjálf á meðfylgjandi mynd.
-GKr.
Léttur og þægilegur klæðnaður
fyrir næsta sumar. Pilsin eru eins
og sjá má hnésíö en þaö mun
vera það nýjasta fyrir næsta sum-
ar. Hattarnir eru ætlaðir til aö skýla
andlitunum. Fatnaðurinn er hann-
aður af Perry Ellis.
Tíska