Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. LOKAÐ I DAG eftir hádegi, 14. nóv., vegna jarðarfarar Guðmundar Bergmann. Gneisti hf., véismiðja, Laufbrekku 2, Kópavogi BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖÐUR Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á skurðdeild Borgarspítala v/Þorfinnsgötu 14. Um er að ræða stöðu deildarstjóra og tvær stöður hjúkrunarfræðinga. Á deildinni er ein skurðstofa og uppvöknun. Starfsemin er fjölþætt og þjónar 18 rúma legudeild. Um er að ræða iítinn og notalegan vinnustað sem býður upp á góða vinnuaðstöðu, sjálfstæð vinnubrögð og góð samskipti fólks. Menntun í skurðhjúkrun og/eða reynsla á skurðstofu æskileg. Nánari uppl. veittar af Kristínu Óladóttir hjúkrunarframkvæmdastjóra í síma 696357 og á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, starfs- mannaþjónustu, í síma 696356. ER BÍLLINN ILAGIFYRIR VETURINN? VETRARSKOÐUN FYRIR 4 CYL. &CHRYSLER 0SKODA mPEUCEOT Sklpt um kertl og platínur Vólarstilling Kúpling stillt Olía mæld á vél Rafgeymir mældur og pólar hreinsaðir Mældur frostlögur Bensín- og loftsía athuguð ísvara bætt á rúðusprautur Hurðarskrár og lamir smurðar Silikonbornlr þóttikantar á hurðum Athugaður stýrisbúnaður Hemlar athugaðir Hjólbarðar athugaðir Þurrkublöð athuguð Ljósastilling Reynsluakstur Kerti, platínur og loftsía innifalin í verði. VERÐ AÐEINS KR. 4.900,- JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2, VERKSTÆÐI, SÍMI 42600, OPIÐ MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRÁ KL. 8-17, FÖSTUDAGA FRÁ KL. 6-15.30. Fréttir Bændur á Austurlandi berjast við riðuveiki Þessi mynd gæti heitið: Síðasta vorið. Nú er þessi ær fallin ásamt þúsund- um annarra í þeirri von að aftur megi rækta hér heilbrigðan stofn að heilsa nýju vori. Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum: Riðuveikin hefur lengi herjað á sauðfé á Austurlandi. Sú stefna var mótuð fyrir nokkrum árum að skera niður fé á þeim bæjum þar sem riöa kom upp. Nú í sumar var ákveðið að ganga lengra og skera niður allt fé á allstóru svæði, girða það af og freista þess þannig aö komast fyrir þennan vágest fyrir fullt og allt. Þetta svæði nær frá Reyðarfjarðarþotni upp á Hérað um sveitamörk Skrið- dals og Vallahrepps og þaðan með Lagarfljóti í sjó. Innan þessa svæðis eru fjórir hreppar á Héraði, Vellir, Egilsstaðir, Eiðaþinghá og Hjalta- staðaþinghá. Önnur byggðarlög eru Borgarfjörður og Njarðvík, Seyðis- fjörður, Mjóifjörður, Norðfjörður, Eskifjörður og Helgustaðahreppur og Reyðaríjörður norðan megin. Nú eru aðeins um 3000 fjár á þessu svæði og verður það fellt næsta haust. Alls verður þá þúið að slátra um 35 þúsund fjár á Austurlandi vegna riðunnar, þar af um 14.000 í Breið- dal. Enn er fé á fimm þæjum þar í sveit. Þorsteinn Kristjánsson hjá Búnað- arfélagi Austurlands hefur séð um samninga við bændur á þessu svæði. Nú eiga þændur verk fyrir höndum að sótthreinsa öll útihús og um- hverfi þeirra. Sagði Þorsteinn að. mikils væri um vert að það væri vel og samviskusamlega af hendi leyst. Á því gæti oltið hvort sigur hefði endanlega unnist í baráttunni við þennan vágest. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig riðan smitast og þess vegna ekki hægt að fullyrða neitt um hvort, hvenær og hvar hún kemur upp. Reynslan virðist þó henda til að nið- urskurður sé vænleg leið í barátt- unni. Til dæmis var skorið niður fyr- ir átta árum á Brú á Jökuldal og enn hefur veikinnar ekki orðið vart þar. Hólar í Hjaltadal: Minkar beittir brögðum ÞórhaHnr AsmimdsBOn, DV, Sauöárkróki Á annaö hundrað minkar í loð- dýrabúi Bændaskólans á Hólum hafa veriö beittir brögðum síöan síðla sumars þegar umhverfiþeirra var myrkvaö. Er þetta annað árið sem þetta er gert og er fyrirmyndin dönsk. Danir hafa gert þetta und- anfarin þijú ár í þeim tilgangi að dýrin feldi sig fyrr þannig að heegt sé að nota þau við kennslu á flokk- un feldgæða. Undanfarið hafa ein- mit staðið yfír námskeið í vali líf- dýra á Hólum. Sl. föstudag lauk á Hólum viku- löngu námskeiðahaldi þar sem ráöunautum og bændum var kennt val lífdýra. Hvert námskeið stóð í 2 daga og sóttu þau 12 ráðunautar og um 50 bændur alls staöar af landinu, flestir þó að norðan og austan. Danskur sérfræðingur var aðalleiðbeinandi á námskeiðunum en einnig önnuðust leiðsögn Álf- heiður Marinósdóttir, kennari við Hólaskóla, Magnús B. Jónsson, kennari á Hvanneyri, og Valdís Einarsdóttir, búfiræðikandídat frá Lambeyrum í Dalasýslu. Að sögn Jóns Bjamasonar, skóla- stjóra á Hólum, er þaö aö velja góð lífdýr án efa eitt af því allra mikil- vægasta í loðdýraræktinni og veröa því þessi námskeið að teljast hið mesta þarfaþing. T.d. hafa Dan- ir gert sér góða grein fyrir þessu og þar þykír sjálfsagt að hver loð- dýrabóndi sæki slík námskeiö. En óneitanlega er þessi aöferð til að ná námskeiöunum á hentugum tíma, þ.e. með því að plata minkinn þannig að hann haldi að veturinn sé kominn og feldi sig fyrr, dálitið skondin. Ekki er laust viö að hún minni á söguna af strákunum í brúarvinnunni sem að loknum dansleik aðfaranótt sunnudags smelltu hlerunum fyrir gluggana á skúr félaga síns er einnig hafði verið á ballinu. Þetta varð tíi þess að vinurinn svaf allan næsta dag og vaknaði ekki aftur fyrr en hann var ræstur til vinnu á mánudags- morgun. Selfoss: Bygging nýju lögreglu- stöðvarinnar gengur vel Þaö var víða skjól fyrir fugla á Djúpavogi. DV-mynd Siguröur. Djúpivogur: Mikið um sjaldséða fugla Siguröux Ægissan, DV, Djúpavogi: Mikiö hefur veriö um sjaldséða fugla hér á Djúpavogi það sem af er haustinu. Eru það flækingar sem hafa lent í óveðri á ferð sinni til suð- lægari landa og þannig borist af leiö. Þá er eitthvað um fargesti líka. í byrjun október var hér íjallkjói og sveimaði um aUt þorpið, gæfur sem lamb. Hann er frábrugðinn okkar kjóa bæði í því að vera minni og með tvær geysilangar fjaðrir aftur úr stél- inu. Síöar komu hér ýmsir smáfuglar eins og laufsöngvarar, gransöngvar- ar, hettusöngvarar, glókollar og gló- brystingar. Þá var um tíma stór hóp- ur gráþrasta (70-80 fuglar) í skóg- ræktinni hér fyrir innan þorpið og fylgdi þeim mikill hópur svartþrasta (20-30 fuglar). Auk þessa voru hér grágrípur og silkitoppar, vepjur og einn hegri var fyrir nokkrum dögum í Álftafirði. Margir þessara fugla geta lifað af veturinn, eins og þrestimir aliir og hinir stærri fuglar en hinna smærri bíður dauðinn einn þegar fer að snjóa. Þess vegna er reynt að ná þeim og koma þeim í hendur manna á Náttúrufræðistofnun íslands, sem vinna þannig ýmsar upplýsingar. Vafasamt er hvort hegri getur lifað hér eystra því að leirur allar hverfa í klakabönd þegar hða tekur á vetur. Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Vel gengur með byggingu lögreglu- stöðvarinnar á Selfossi sem er að Hörðuvöllum 1. Byggingarhraði er eðlilegur eins og þau komust svo vel að orði sýslumannshjónin, Katrín Karlsdóttir og Andrés Valdimarsson, þegar ég leitaði frétta hjá þeim. Það á að flytja í húsið í júní-júlí á sumri komanda og er gott útlit með að svo verði. Sigfús Kristinsson, Selfossi, er traustur byggingameistari, vand- virkur og orðheldinn. Fyrirhugað er að tengja saman sýsluskrifstofuna inn í hina nýju lög- reglustöð og þar fær sýsluskrifstofan nokkuð gott húsnæði. Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt í Reykjavík, teiknaði lögreglustöðina eins og ver- iö hefur með mörg stór hús hér og finnst fólki að pláss nýtist vel. Fanga- klefar verða fimm, svo veröur skrif- stofuhúsnæði lögreglunnar og önnur aðstaða en þess má geta að lögreglan hér býr nú við slæm húsakynni ef hús skyldi kalla svo nauðsyn er á að nýja byggingin komist sem fyrst í gagnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.