Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. Iþróttír Frétta- stúfar Pólverji horfinn Pólski knatt- spymumaðurmn Andrzej Rudy hvarf á Ítalíu á laugardaginn þegar pólska lands- liðiö lék æfingaleik gegn úrvali úr ítölsku 1. deildinni i Mílanó. Hann fékk leyfi til að fara út af hóteli liðsins á föstudag og kom ekki aftur. í ítalska sjónvarpinu var leitt að því getura að hann hygðist sækja um hæh sem póli- tískur flóttamaður í Austurríki eða Vestur-Þýskalandi. Rudy er talinn efnilegasti knattspymu- maður Póllands og GKS Katowice hafði nýlega keypt hann frá Slask fyrir upphæð sem samsvarar 110 þúsund dollurum en það er hæsta kaupverö á pólskum leikmanni milli innlendra félaga. Þess má geta að leiknum sjálfum lauk með jafntefli, 2-2. Þjálfarinn i langt bann j John Neumann, þjálfari gríska ” i- körfuknattleiks- félagins PAOK Sal- oniki, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann af Alþjóða körfuknattleikssambandinu. Néumann réðst á dómara í Evr- ópuleik milli PAOK og Rauðu stjörnunnar í Belgrad og skellti honum í gólfiö. PAOK hefur jafn- framt verið vísað úr keppninni og Rauðu stjörnunni dæmdur sigur en atvikið átti sér stað í upphafi framlengingar í síðari leik félaganna. Markahrókar í Englandi j 1 Þessir kappar hafa átt mestri vel- i '° t gengni að fagna framan við mark andstæðinga sinna í ensku fyrstu deildinni til þessa: 14 Alan Smith, Arsenal 11 Dean Saunders, Derby 11 Alan Mclnally, Aston Vilia 9 Tony Cascarino, Millwall 9 Paul Williams, Charlton Faria iformi Hollensku Evrópumeistaramir PSV hafa greinilega gert góð kaup í brasilíska miðherjanum Rom- ario Faria. Hann skoraði í sínum fyrsta leik á dögunum og á laug-. ardag bætti hann um betur með þrennu í 5-2 sigri á RKC í úrvals- deildinni. PSV er komið með sex stiga forskot, hefur 23 stig en Volendam, Fortuna Sittard og Haarlem 17, Ajax, Twente og Fey- enoord 16. Ajax vann Feyenoord 2-1 á útivelli í gær og bætti þar með enn stöðu sína eftir að hafa byrjað hræðiiega í haust. O’Leary í sátt Jackie Charlton, landsliðsein- valdur íra, hefur hundsaö David O’Leary, vamarmanninn sterka frá Arsenal, frá því hann tók við völdum fyrir hálfu þriðja ári og ekki einu sinni yrt á hann orði. En um helgina brá svo við að Charlton valdi O’Leary 1 fyrsta sinn í landsliöshóp hjá sér, fyrir HM-leikinn viö Spánverja á mið- vikudag. „Ég hef enn ekki hug- mynd um hvers vegna Charlton hefur sniðgengiö mig en viö eig- um örugglega eftir aö ræöa sam- an í vikunni og þá fæ ég einhvem botn í þaö,“ sagði O’Leary í gær. Ballesteros þénar Spánverjinn Severiano Balleste- ros krækti sér í 144 þúsund doll- ara í Japan í gær þegar hann sigr- aði í Taiheiyo Masters mótinu sem fram fór í bænum Gotembá. Hann lék á 281 höggi, Japaninn Yasuhiro Funatogawa, sem vann þetta mót í fyrra, varð annar á 283 og þriöja sætinu deildu Spán- verjinn Jose-Maria Loazabal og Japaninn Yoshiyuki með sér á 285 höggum. Klinsmann brotinn og Katanec rekinn af velli - er Stuttgart steinlá gegn Kaiserslautem, 6-1 Stuttgart tapaöi gegn Kaiserslaut- ern, 6-1, á útivelli og var sá ósigur hrikalegur liðinu sem náði þó skammvinnri forystu, 0-1, með marki Gaudino. Kohr jafnaði og fylgdi á eftir markahríð en á undan var Katanec vikið af velli en hann á að hafa sett olnbogann í andlit eins leikmanna Kaiserslautern. Dómarinn sá ekki atvikið en fór að bendingu línuvarð- ar sem var fjarri vettvangi. Er þarna var komið varð fjandinn laus á hlið- arlínu milli varamannabekks Stutt- garts og vallarvarða og áhorfenda en Ari Haan gekk fremstur í flokki. Flugeldar flugu í átt að bekk Stór- garðsmanna og mátti litlu muna að leikurinn yrði flautaður af. Kohr Þaö fór heldur illa fyrir þeim rallköppum. Indriða Þorkelssyni og Birgi Viðari Halldórssyni, en þeir höfðu ætlað sér að taka þátt í rall- keppni í Frakklandi um helgina. Eft- ir vikuundirbúning viö að gera leið- arlýsingar og undirbúa keppnisbif- reiðina fyrir átökin á sérleiöum, sem lágu vítt og breitt um vinekrur Frakklands, lentu þeir í sorglegu skoraði aftur, Hartmann bætti við marki en skömmu síðar var Klins- mann felldur innan vítateigs en ekk- ert fékkst fyrir það annað en gríðar- legt áfall hjá Stuttgart því Klinsmann var borinn fótbrotinn af velli. Eftirleikurinn var auðveldur í kjöl- far þessa og Kohr bætti enn við marki og þeir Hoos og Enig settu hvor sitt markið. Þetta er mikið áfall í toppbarátt- unm hjá Stuttgart en liðið á leik í Múnchen gegn Bæjurum í þessari viku. Að sögn Bild átti Ásgeir góðan leik, fékk 3 í einkunn. Bæjarar unnu sinn leik í svarta- þoku um helgina, 2-0, og skoruðu Wegmann og Pflugler sem gerðu mörkin. Mark Pflugler geta fáir lýst óhappi. Þegar allt var tilbúið og þeir félagar voru á leið á rásstað ók franskur ökuníðingur á keppnisbíl þeirra og gjöreyðilagði hann. Til að bæta gráu ofan á svart stakk þessi franski ökufantur af frá vettvangi en náðist síðar um daginn. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir reynir þátttöku í keppni á erlendri grund á stuttum tíma . Aðeins einu en það varð til er þokan var sem svörtust. Bremen-Bochum...............2-0 Dortmund-Númber.............4-0 Gladbach-Frankfurt..........2-1 Hanover-Uerdingen...........0-5 Leverkusen-Karlsruhe........1-0 Hamborg-Mannheim............5-1 Stuttgarter-StPauli.........2-2 Staðan Bayern.........13 7 6 0 26- 7 20 VfB Stuttgart..13 8 1 4 24-15 17 HamburgSV......14 7 3 4 26-17 17 Gladbach.......14 6 5 3 20-17 17 Núrnberg.......14 3 2 9 12-27 8 Hanover........13 1 5 7 12-26 7 Frankfurt......13 2 2 9 6-21 6 sinni hefur hann náð að leggja af stað og þá bilaði keppnisbíllinn stuttu síð- ar. Einu sinni kviknaði í bílnum og einu sinni mætti aðstoðarökumaður- inn ekki þegar leggja átti af stað. Það þyrftu að vera til sérstök bjartsýnis- þrautseigjuverðlaun fyrir svona menn. -BG/ÁS Sviss: Luzern komst áffram í bikarnum Luzem, lið Sigurðar Grét- arssonar í Sviss, komst áfram í bikarnum um helgina en fé- lagið lagði þá 2. deildar liðið Zug að velli, 2-0. „Við náðum að skora í tví- gang þótt þeir heföu pakkað í vöm. Það var bara spilað á eitt mark og þeir hjá Zug geröu ekkert til aö sækja fyrr en við vorum komnir í 2-0. Völlurinn var mjög þungur og aöstæður hinar verstu. Við vorum engu aö síöur með þetta á hreinu og sigurinn var aldrei í hættu,“ sagöi Sigurð- ur Grétarsson í samtali við DV í gær. Sigurður átti ágætan leik gegn Zug, gerði margsinnis usla í vöm 2. deildar liösins en skoraði þó ekki. Luzem, sem er á toppnum í svissnesku deildinni, spilar um næstu helgi í deildar- keppninni og mætir þá Lausanne. -JÖG Ófarir í landi Fransmanna - rauövlnsbelgur klessukeyrði bíl íslenskra rallmanna Verður erffitt verk - segir nýi landsliösþjálfarinn í sundi „Eftir þau kynni, sem ég hef fengið af íslensku sundfólki, blasir við gapið sem er á milli þeirra bestu og hinna sem á eftir koma. Ég mun því leggja mikinn þunga á að auka breiddina meðal íslenskra sundmanna,” sagði Conrad Cawley í samtali við DV í gær. Cawley þessi var nýverið ráðinn í stöðu landsliösþjálfara íslands í sundi og kom hann til landsins um helgina. „Eg geri mér grein fyrir að þetta verður erfitt verk. Það hefur verið vöxtur í sundinu á íslandi síðustu árin og þvi til sönnunar eru keppend- urnir sex sem fóru á ólympíuleika. Það má ekki horfa frám hjá því að íslendingar era smáþjóð og því er fjöldi íslenskra keppenda þar ein- stakur. Það má ætla að það veröi ekki auösótt að halda uppsveiflunni sem verið hefur í sundinu hér síð- ustu árin. Það er nauðsyn að jákvæð þróun viðhaldist í sundheiminum íslenska og bæta þarf við þann hóp einstaklinga sem sem hefur verið mest áberandi í sundlífinu síðustu árin. Ég mun ekki ana að neinu þótt ég viti að nauðsynlegt sé að vinna í þessu af krafti og taka strax til starfa. Maður verður að leggja línurnar með réttum hætti í þjálfun þegar hliðsjón er höfð af framtíðinni," sagði Cawley viö DV. Hann sagðist ennfremur eiga eftir að skoða aðstæður frekar og að ræða meir og betur viö íslenska sundfólkiö en hann fylgdist með bikarmeistara- mótinu í 2. deild um helgina. Þá vildi Cawley þakka Guðfinni Ólafssyni, formanni sundsambands- ins, og sundsambandinu í heild fyrir að gefa sér tækifæri til að vinna að þessu áhugaverða og spennandi verkefni: „Ef viö náum vel saman ættum viö að geta náð langt með íslenska sund- fólkið,” sagði Cawley. -JÖG Conrad Cawley, nýi landsliðsþjálfarinn i sundi, fylgdist með sundköppum á fullu skriði í Sundhöil Hafnarfjarðar um helgina en þar var þá bikarmót. DV-mynd Eiríkur Rætt að ríkissjónvarpið fái að sýna meira efni - segir formaður HSÍ varðandi fund aðila í sjónvarpsmálinu Ekki hefur enn fengist lausn í sjónvarpsmálinu svonefnda en það heldur áfram aö geijast. Fundur var haldinn um helgina þar sem málin voru rædd af forvígismönn- um HSÍ, ráðamönnum íþróttaefnis og fjármálstjórum beggja ljósvaka- stöðva, RÚV og Stöðvar 2, og full- trúum frá samtökumfyrstu deildar félaga: „Samþykkt var að gefa ekki nein- ar yfirlýsingar í kjölfar fúndarins en mjög jákvæð viðbrögð komu fram hjá öllum aðilum um að leysa þessi mál,” sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í sam- tali við DV í gær. „Viö í stjóm HSÍ leggjum þunga á að fram fáist far- sæl lausn og vilji aöilanna er fyrir hendi um að skoöa alla þá mögu- leika sem kunna að koma upp á yfirborðið. Þá lýstu fulltrúar beggja stööva yfir vilja til að greiða sanngjamt verð fyrir sýningar á þessum leikjum sem um ræðir. Annað er ekki hægt að segja á þessu stigi en ég vona vitanlega aö þetta leysist sem allra fyrst,” sagði Jón ennfremur. „Þaö er verið að ræða það aö rík- issjónvarpiö fái heimild til að sýna meira eftú en verið hefur,“ svaraöi formaðurinn, aðspurður hvort sá möguleiki væri enn fyrir hendi að hlutur Sjónvarpsins ykist varðandi sýningar á þessu efni. „Hugmyndin er sem sé að endur- skoða samninginn milli Stöðvar 2 og samtaka fyrstu deildar félag- anna. Samkomulagið hefur raunar ekki verið staðfest enn af HSÍ vegna þess ákvæðis um bikarkeppni karla sem þar er og þær greiöslur sem í boði eru vegna hennar. Ég vil hins vegar taka það fram að það er ekki verk HSÍ að semja um út- sendingar á leikjum í sjálfri 1. deildinni heldur í verkahring sam- taka liöanna sem þar spila. Um- ræöu um samninginn verður vit- anlega fram haldiö næstu dagapna milli þessara aðila sem funduðu um málin nú um helgina.“ „Þess má geta í sambandi viö sýningar á þessu efni í sjónvarpi,” sagði Jón, „aö margir hafa hrhigt í okkur síðustu dagana og farið þess á leit að leikimir yrðu einnig sýndir í ríkissjónvarpinu. Þetta fólk taldi í samtah við okkur hjá handknattleikssambandinu aö rétt væri aö veita báðum stöðvum aö- gang aö efninu en einnig að rétt væri að greiöa sanngjamt verö fyr- ir sýningar á leikjunum og raunar ööru innlendu íþróttaefni í sjón- varpi.” -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.