Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Síða 3
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. 3 dv Viðtalid ísumarbústað fyrir jólin 7 Nafn: Sigþór Sígurjónsson. Afdur: 40 ára. Staða: Hótelstjóri á Hótel Borg. „Ég mun reyna aö komast í ijúpu í ár eins og flest undanfarin ár. Ég hef gaman af veiöum og renni einnig fyrir silung og lax. Við erum svo vel í sveit sett að eiga sumarbústað í Biskupstung- um og þar erum við öðru hverju, bæði sumar og vetur, ekki síst rétt fyrir jól. Við tökum vanalega eina helgi í bústaðnum fyrir jólin til aö slappa af og hafa það huggu- legt. Þaö eru ómissandi ferðir," segir Sigþór Sigurjónsson sem ráöinn var hótelstjóri á Hótel Borg fyrir skömmu. Úr Reykjavík Sigþór er fæddur og uppalinn í Reykjavík, bjó lengi á Klepps- holtinu. Foreldrar Sigþórs eru Sigurjón Jónasson matsveinn og Kristín María Sigþórsdóttir sem er látin. Hann á einn albróður, Hörð, aðstoðarhótelstjóra á Hótel íslandi, og tvö hálfsystkini, Ósk og Jónas Prans. Sigþór er kvænt- ur Kristínu Sophusdóttur hjúk- runarfræðingi og eiga þau tvö böm, Sophus Auðun, 16 ára, og Kristínu Mariu, 11 ára. ÁSögu Sigþór hefur verið lengi í veit- ingabransanum. „Þegar ég var unglingur vann ég á sumrin sem messagutti á skipum Sambandsins, Hafrafelli og Amarfelli. Ég fór nokkuö snemma í framreiðslunám á Hót- el Sögu þar sem ég byijaði 1965. Hótel- og veitingaskólann kláraði ég 1968 og var síðan mest af mín- um starfstíma á Sögu eða frá 1968 til 1980 með mjög stuttum hléum. Þar var ég aðallega í Grillinu. Þaö er ekki mikiö af mér aö segja fyrr en 1980 þegar ég fór til Dan- merkur. Konan mín fór þangað í framhaldsnám í hj úkrun og ég fór auðvitað með. Þá fékk ég tæki- færi til að kynna mér ýmsa hluti. Ég tók nokkur námskeiö í rekstr- arfræði fýrirtækja í Verslunar- háskólanum í Kaupmannahöfn og var auk þess veitingastjóri á veitingastaönum „Langehnie Pa- villionen“ rétt hjá hafmeyjunni á Löngulínu. Þegar ég kom heim 1982 tók ég að mér starf aðstoðar- framkvæmdastjóra hjá Gildi hf. en þaö fyrirtæki sér um allan veitingarekstur á Hótel Sögu. Þar var ég til síðustu áramóta en þá tók ég við framkvæmdastjóra- stöðu á skeramtistaðnum Broad- way. I september síðastliðnum byrjaði ég síðan sem hótelstjóri Hótel Borgar.“ Erilsamt starf „Ég hef ekki mikinn tíma aflögu þar sem starf hótelstjóra er kre- íjandi og erilsamt. Hann hefur yfirumsjón með öllum rekstri hótelsins frá A-Ö. Ég hef gaman af tafli þegar tækifæri gefst og fylgist stundum meö fótboltanum en það er ekki hægt aö kalla mig mikinn íþróttamann.“ -hlh • HUSQVARNA UPPPVOTTAVÉLAR • HUSQVARNA UPPÞVOTTAVÉLAR • HUSQVARNA UPPÞVOTTAVÉLAR CARDINAL EXCLUSIV Sænskar Fyrsta einkunn fyrir uppþvott, þurrkun og hljóð. 12-13 manna. Sparnaðarkerfi: 15 mín + upp- hitun. Stillanleg grind. Ljós inni í vélinni. CARDINAL POPULÁR DISCO SSSi Sp,,„aa»terfi: 20 min + upp- hitun. Frábær vél á góðu verði. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16 Sími 680780 GÓLFEFNAMARKAÐURINN. SUÐURLANDSBRAUT 26. S- 91-68 19 50. Teppabúé verslun reisí á göm og traustum grunni, vers sem þú getur treyst. Ástæðan er TEPPATRAUST. Viö hugsum um þarfir yngstu kynslóöarinnar meö leikaöstööu fyrir þau, á meöan geta foreldrarnir skoöað vöruúrval okkar í ró og næöi. PETTA KÖLLUM VIÐ TEPPATRAUST ! TEPPABOÐIN VERÐ SEM TREYSTA MA: ÞJÓNUSTUBIFREIÐAR: TeppabúÖin hf.. býöur fyrst og fremst gæöateppi á samkeppnisfæru veröi. Kaupirðu teppi hjá Teppabúöinni hf. og finnursamateppi ódýrarainnan 15daga hjá annarri verslun á Stór- Reykjavíkursvæðinu, þá greiðum viö þér mismuninn. SKILARÉTTUR: Þaö geta veriö margaráslæöursem valda því aö þú kemst ekki aö heiman. Þetta vitum við. Teppabúðin hf. hefur tvær þjónustubifreiöar til taks á Stór- Reykjavíkursvæðinu ásamt sölumanni með úrval sýnishorna til aö heimsækja þig. Þú getur því í ró og næði heima valiö teppi sem hentar þér. Pantiö tíma í síma 68 19 50. Kaupirðu teppi hjá Teppabúðinni hf. sem þér finnst engan veginn passa viö innbúið þegar heim er komiö, geturðu skilaö því innan 3ja daga og valið þér nýtt teppi aö sama verðmæti. Eina skilyrðið er, að ekki má skila teppi sem lagt hefur verið, fest niöureöa veriö skoriö í. VÖRULÝSING: Öll þau teppi sem viö hjá Teppabúðinni hf. bjóöum eru rækilega merkt meö ítar- legum vörulýsingum og verði. Þú getur því fullvissað þig um efnissamsetningu og notkunarmöguleika teppanna. MALTAKA OG TILBOÐ: 6.ÆÐAPRQFANIR: Ef óskaö er, sendirTeppabúöin hf. hæfan mann í máltökuna og gerirtilboö í gólfteppi ákomiö. Þannig veistu heildarkostnaðinn fyrirfram. RÁÐGJÖF í HEIMAHÚSUM: Teppabúðin hf. hefur umboö fyrir hin viðurkenndu dönsku WESTON teppi sem öll eru rækilega gæðaprófuö. Teppi sem svara kröfum nútímans í allar vist- arverur. Leitaöu aö WESTON þegar þú lítur inn. Teppabúðin hf. sendirtil þín ráögjafa, sem aöstoöar þig viö aö finna hvaöa gólfefni hentar þér best. Þetta á m.a. viö um verö, gæði, mynstur og liti. VK? LÁNUM ÞÉR STÓRAR PRUFUR: Teppabúðin hf. lánar þér heim stórar prufur svo þú sjáir betur hvernig teppiö samræmist litum og húsbúnaöi heimilis- ins. TEPPAHÚÐUN! ALGER NÝJUNG: Þótt allflest gólfteppi séu óhreininda- varin og jafnvel blettavarin vita allir aö teppi óhreinkast meö tímanum og þurfa hreinsun fyrr eöa síðar. Þetta viöurkennum viö annaö væri hræsni. Þér býöst aö gera fastan þjónustusamning um endurhúðun alls teppisins eöa hluta þess um ókomna framtíö. Þannig helst teppiö þitt í fullkomnu ástandi mun lengur en ella og endist einnig 20 - 50% lengur. HREINSIVELALEIGA: Teppabúöin hf. leigir einnig út frábærar teppahreinsivélar og býöur viöeigandi hreinsiefni ásamt ráðleggingum með þeim. EINSTÖK GREIÐSLUKJÖR: Teppi eru ódýr valkostur en þó oft umtalsveröfjárfesting. Þaðgeturþvíreynst þægilegt aö fá aö dreifa greiöslum jafnt til nokkurra mánaöa. Teppabúðin hf. býöur EUROKREDIT og VISA RAÐGREIÐSLUR (óverötryggö lán og án affalla) til allt aö 11 mánaða. Aö sjálfsögðu erum við svo meö sveigjanlega samningsstefnu fyriraðra en korthafa og gefum líka góöan staögreiðsluafslátt ásamt gólfpakka - afslætti. LEIKAÐSTAÐA FYRIR BÓRNIN:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.