Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Ólafsfjörður:
Tvö frystihús
verða sameinuð
Gylfi Krisfiánsson, DV, Akureyii
Nú er unnið hörðum höndum að
, því á Ólafsfirði að sameina frysti-
húsin tvö á staðnum, Hraðfrysti-
hús Magnúsar Gamalíelssonar hf.
ög Hraðfrystihús Ólafsfjaröar hf„
en vinna hefur legið niðri í báðum
húsunum að undanfornu.
„Mér sýnist vera góður vilji fyrir
þvi hjá mönnum að af þessari sam-
einingu geti orðið og takmarkið,
sem stefnt er að, er að koma vinnsl-
unni af staö í ársbyrjun í samein-
uöu frystihúsi beggja fyrirtækj-
anna,“ sagði Óskar Þór Sigur-
björnsson, forseti bæjarstjórnar á
Ólafsfirði, er DV ræddi þetta mál
við hann.
Geysilegt atvinnuleysi hefur ver-
ið og er á Ólafsfirði eftir að vinnslu
var hætt í frystihúsunum og munu
um 100 manns vera á atvinnuleys-
isskrá í bænum sem er mjög mikið
í ekki stærra bæjarfélagi. Óskar
Þór sagði að konur, sem margar
hverjar hefðu unnið hálft starf,
væru í miklum meirihluta í þessum
hópi en karlar hefðu yfirleitt haft
fulla vinnu í bænum og á sumum
sviðum hefði meira að segja vantað
karlmenn.
Hann sagði einnig að ef samein-
ing frystihúsanna yrði að veruleika
myndu tveir ísfisktogarar og bátar
leggja upp hjá fyrirtækinu, og það
ætti að nægja ef allt væri eðhlegt.
„Þó höfum við áhyggjur vegna
frekari skerðingar á kvóta á næsta
ári en slíkt kemur verr niður á stað
eins og Ólafsfirði en öðrum þar sem
hér byggist nánast allt upp á
vinnslu sjávarfangs."
Guðmundur Hermannsson, sveitarstjóri Ölfushrepps. „Brúin
breytir ekki miklu fyrir okkur.“ DV-mynd BG
Ölfushreppur:
Áttatíu manns á
atvinnuleysisskrá
- Óseyrarbrúin breytir litlu segir sveitarstjórinn
„Það eru áttatíu manns á atvinnuleysis-
skrá. Það er með þvi mesta sem gerist hér
og meira en undanfarin haust. Þessi árstími
er alltaf erfiður. Bátar eru búnir eða langt
komnir með kvótann og fiskvinnslan því
ekki rekin á fullum afköstum. Við gerum
okkur vonir um að þetta breytist eftir ára-
mót þegar vertíð hefst,“ sagði Guðmundur
Hermannsson, sveitarstjóri Ölfushrepps.
Guðmundur sagði að ef Meitillinn réði
ekki fólk í sama mæh og áður eftir áramót
kæmi það fyrst niður á hinum fjölmörgu
aðkomumönnum sem starfa að jafnaði í
Þorlákshöfn.
„Það er erfiðara að vita hvað tekur við.
Við vitum ekki með hvaða hætti fisk-
vinnslufyrirtækin verða rekin á næstunni.
Staða þeirra er erfið. Það má segja til dæm-
is að þau hafi nánast ekkert greitt af gjöldum
til sveitarsjóðs á þessu ári. Skuldir sjávarút-
vegsfyrirtækja við sveitarsjóð eru nú um
tuttugu og tvær milljónir. Skil hafa verið
góð að öðru leyti.
Hér bindum við töluverðar vonir við fisk-
eldi. Hér eru reknar tvær strandeldisstöðv-
ar og sú þriðja hefur starfsemi innan
skamms en hjá hverri stöð starfa um tíu
manns að jafnaði. Eins er nýtt og afar tækni-
vætt frystihús að hefja starfsemi á næstu
dögum. Við vonum því allt það besta,“ sagði
Guðmundur Hermannsson.
Þrátt fyrir að sjávarútvegsfyrirtæki skuldi
sveitarsjóði Ölfushrepps umtalsverðar fjár-
hæðir sagði sveitarstjórinn að fjárhagsstað-
an væri vel við unandi og góð ef hún er
borin saman við mörg önnur álíka sveitarfé-
lög. íbúar í Ölfushreppi eru um 1.500 og þar
af búa 1.250 manns í Þorlákshöfn.
„Ég hef ekki mikla trú á að Óseyrarbrúin
breyti svo mjög fyrir okkur. Það eru frekar
hin byggðarlögin, Eyrarbakki og Stokks-
eyri, sem koma til með að njóta góðs af
brúnni - vegna hafnarinnar hér. Þó má vel
vera að ferðamenn komi hingað í ríkari
mæli en áður. Á sameiningu sveitarfélag-
anna á svæðinu hef ég enga trú. Samvinna
hlýtur áð aukast með bættum samgöngum.
Það er venja stjórnmálamanna að tala um
sameiningu sveitarfélaga þegar illa árár.
Sveitarfélögin hafa verið til í 1100 ár og
verða áfram,“ sagði Guðmundur Her-
mannsson sveitarstjóri. -sme
Dagfinnur Stefánsson hættur millilandaílugi:
Eins og strákur í matrósafötum
Dagfinnur Stefánsson flugstjóri tók við blómvendi frá Jóhannesi Markús-
syni viö komuna til Keflavíkur eftir að siðasta ferðin var farin. Jóhannes
hætti í september sl. DV-mynd S.
„Æth ég taki ekki til í bílskúrnum,“
sagði Dagfinnur Stefánsson flug-
stjóri sem fór sína síðustu mihi-
landaferð sem flugstjóri á laugardag-
inn. „Ég er ekki búinn að gera mér
grein fyrir að ég sé hættur enda býst
ég við að ég fái mér einkaflugvél og
fljúgi hér innanlands. Flugið er eins
og fíkniefni, það er vanabindandi,"
sagði Dagfinnur.
„Nú er stríðsframleiðslan í flug-
stjórum að hætta, Jóhannes Markús-
son hætti í september og Skúli Magn-
ússon hættir eftir tvo eða þrjá mán-
uði.“ Dagfinnur fór með sonardóttur
sína með sér í síðustu ferðina og fékk
hún að fara með afa í Disneyworld
og á fleiri skemmtilega staði. „Við
skemmtum okkur vel saman,“ sagði
Dagfinnur.
Áhrif frá flugveliinum
Hann ákvað að gerast flugmaður
strax á unga aldri enda alinn upp á
Hringbrautinni móti Þjóðminjasafn-
inu. „Flugvöllurinn hafði áhrif á
mig. Ég fór til Bandaríkjanna nítján
ára og lærði flug og fékk vinhu ári
seinna hjá Loftleiðum. Fyrsta árið
var ég í síldarleitarflugi og það var
skemmtílegasta flugið á ferh mínum.
Ég var mjög ungur og leit út eins og
strákur i matrósafótum í flugbún-
ingnum," sagði Dagfinnur.
Fyrsta flugið til útlanda fór hann
árið 1948. „Eg var í innanlandsflugi
þegar vantaði flugmann í Kaup-
mannahafnarflug. Þeir sögðu að ég
yrði að reyna, létu mig lenda vélinni
þrisvar á Reykjavíkurflugvehi og
farþegarnir biðu á vellinum á meðan.
Baron Moore vár með mér í ferð-
inni. Hann var frægur flugstjóri, var
í skóla með Lindberg. Hann var hér
á landi til að koma upp milhlanda-
fluginu fyrir Lofleiðir. Þá var flogið
á Sky Master og ég man að þegar við
vorum komnir á loft sagði Baron
Moore mér aö taka við og settist sjálf-
ur afturí til að skrifa ævisögu sína.
Ég flaug út og heim aftur.“
Skrifar ævisögu?
Dagfinnur hefur sjálfur ekki tekið
ákvörðun um hvort hann gefl út sína
ævisögu enda segist hann hafa
gleymt að skrifa dagbók. En flug-
tímabókina á hann og getur séð hvar
hann var á hvaða tíma. „Maður hef-
ur upplifað mjög margt. Ég lenti í
Geysisslysinu en ég þakka guði og
forsjóninni hvaö ég hef verið far-
sæh,“ sagði hann ennfremur.
Dagfinnur hefur komið til flestra
landa í heiminum nema Sovétríkj-
anna og hann stefnir á að skoða þann
heimshluta sem farþegi áður en langt
um líöur.
- En hvað er svona spennandi við
flugmannsstarfið?
„Hér áður fyrr heihuðu ferðalögin.
Þetta er hrífandi starf og maður lét
sér ekki detta í hug að starfið myndi
gefa af sér peninga í þá daga. Ég held
i irsl tfi l iati’ fc tói'jóva ir.rs ,;
að ungir menn í dag sæki fremur í
starfið vegna launanna. En starfið
er fyrst og fremst hvetjandi, maður
vinnur sjálfstætt og tekur eigin
ákvarðanir. Það verður erfitt að
sætta sig við hið jarðbundna líf aft-
ur,“ sagði Dagfinnur Stefánsson sem
á að baki þijátíu þúsund flugtíma.
-ELA
Sandkom
Sannleikurinn um
Framsókn
ívelheppn-
aðriræðusinni
á þingi fram-
sóknarmanna
urn helgina
sagði Jón Bald-
vin Hannibals-
sonskemmti-
legasöguí
stjórnmála-
bráttunnisem
skýraáttiþað
vopnahlésem
núríkir.Árið
1948 var forsetabaráttan í Bandaríkj-
unum óvenju hörð ogmenn spöruðu
ekki hin breiðu spjót. Harry Trutnan
barðist þá við Dewey og var að lokum
komlð á fundi þar sem fy lkingarnar
sættust. Efhr fundinn sagði Truman
við blaðamenn að þaö heíði orðið aö
samkomulagi að ef repúblikanar
hættu að breiða út lygi um hann þá
ætlaði hann að hætta að segja sann-
leikann um þá. Nu erbara spurning-
inn: Ætlar Jón Baldvin að hætta að
segja sannleikann um framsóknar-
menn?
Handtaka
séra Gunnars
Ámynd hérí
DV um síðustu
helgi mátti sjá
skemmtilcgu
uppákomulyr-
irframan l-'rí-
kirkjunaþegar
„handtaka séra
Gunnatv vtir
scttásvið.
Gunnarvarð
ekkert mjög
hrifinnafþess-
arimyndeftir
allt saman og hefur ákveðið að hún
veröi ekki á forsíðtmni á væntanlegri
bók. Þess má geta að upphaflega hug-
myndin varðandi þessa myndatöku
var sú að séra Gunnar yrði dreginn
í burtu aftveim íllefldum lögreglu-
þjónum. Þá hefur hann ákveðið að
brey ta nafninu á bókinni en hún átfl
einfaldlega að heita Séra Gunnar.
Ekki fylgir sögunni hvert endanlegt
nafnhennarverður.
Stöðuverðir
Tveirhug-
rakkirstöðu-
verðir brugðu
sér upp í Há-
skólann i vik-
unnien þareru
ftestirólöglega
siaðsettirbíle.r
áfermetrahér
álandi.Ákaf-
inn við að sekta
varsvoinikill
aöþeirhlupu
frásínumeigin
bil í gangi og opnum upp á gátt.
Nokkrir viðskíptafræðinemar sáu
sér leik á boröi og tóku bílinn trausta-
taki og keyrðu hann upp á Suðurgötu
þar sem þeir skildu hann eftir í gangi
og raeð ljósmn. Stöðu verðirnir þurftu
að fá hús vörð í Norræna húsinu til
að keyra sig í leit að bílnum. Hatrn
fannst að lokum en viðskiptafræði-
nemar segja að þetta hafi verið aðvör-
un. Næst verði stöðuverðirnir að leita
að bilnum á bílapartasölum.
Húsogbíó
Þessierfeng-
inaðlániúr
l'naliogcr
þeim ril hug-
hreyslingar
scmstandaí
húsakaupum:
lleyrðuelskan
mín.eigumvið
ekkibaraaðslá
þessuuppí
kæruleysi og
takapeningana
semviðhöfum
safnað saman til íbúöarkaupanna og
bregðaokkuríbíó.
Umsjón: Slgurður Már Jórtsson
í Háskóla