Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Síða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988.
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988.
21
Iþróttir
Frétta-
stúfar
• Adrian Heath.
Heath til Espanol
Spænska knatt-
spyrnuliöið Espanol
frá Barcelona keypti
í gær sóknarmanninn
Adrian Heath frá Everton fyrir
um hálfa milljón punda. Heath
samdi um aö leika meö hðinu út
þetta keppnistimabil og að gengið
yrði frá tveggja ára samningi i
vor ef vel gengi.
Fyrrum félagi hans hjá Ever-
ton, Gary Lineker, leikur með
nágrannaliðinu Barcelona. For-
ráðamenn þess félags neituðu í
gær að til stæði að selja hann
þrátt fyrir að honum hafl gengið
illa að skora það sem af er keppn-
istímabilinu. Barcelona væri hins
vegar alltaf opið fyrir góðum til-
boðum. ekki aðeins i Lineker
heldur í aðra leikmenn félagsins.
Tyrkir æfir
Segja má að allt Tyrkland logi af
reiði yfir þeirri ákvörðun Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA,
að dæma 5-0 sigur Gaiatasaray
yfir Neuchatel Xamax frá Sviss í
Evrópukeppni meistaraliða
ógildan. Tyrknesk blöð birtu um
helgina síma-, telex- og telefax
númer UEFA og síðan hefur
hringingum og skeytasendingum
frá Tyrklandi til höfuðstöðvanna
í Genf ekki linnt. Talsmaður
UEFA sagði í gær að símakerfið
þar heíði látið undan álaginu.
UEFA úrskuröaði á fóstudaginn
að leikurinn skyldi leikinn aftur
vegna óláta áhorfenda og að Gal-
atasaray skyldi leika næsta
heimaleik sinn í Evrópukeppni í
300 km flarlægð frá bækistöðvum
sínum.
44 vitaspyrnur
Þaö þurfti 44 vítaspyrnur til að
knýja fram úrslit í leik Argentin-
os Juniors við Racing Club í arg-
entínsku 1. deildinni í knatt-
spymu um síðustu helgi. Þar var
tekin upp sú regla í haust að víta-
spymur réðu úrslitum ef lið væru
jöfn að loknum venjulegum leik-
tíma. Þegar Mario Videla, vam-
armaður Racing Club, spyrnti
framhjá marki Argentinos í 44.
spymu var ljóst að lið hans hafði
tapað, 19-20, i vítakeppninni en
staðan í leikslok var 2-2! Mark-
vörður Argentinos, Carlos Goy-
en, var í sviðsljósinu því hann
varði tvær spyrnur og skoraði
einnig tvisvar.
Gunnar meö Leikni
Gunnar Öm Gunnarsson, sem
hefur leikið með Víkingum síð-
ustu árin, hefur verið ráðinn
þjálfari kriattspymuliðs Leiknis
úr Breiðholti, sem leikur í 3.
deild. Gunnar Örn hætti að leika
með Víkingum á miðju síöasta
sumri. Leiknir hefur einnig feng-
ið til sín Ingvar G. Jónsson sem
var þjálfari og leikmaður með
Skallagrími sl. sumar.
Herrakvöld
hjá Fram
Ómar Ragnarsson verður á með-
al gesta á herrakvöldi Fram sem
verður á föstudagskvöldið. Fleiri
gestir munu mæta og fluttar
verða misgóðar ræöur. Herra-
kvöldið verður í félagsheimili
Fram viö Safamýri og hefst
klukkan 19.30.
Iþróttir
Markafjöldinn í l.deild handbolta
140
130
120
110
100 -
90
0
■ Skoruö mörk
□ Fengin mörk
Valur Víkingur Stjarnan Grótta ÍBV
KR FH KA UBK Fram
Grótta sækir Vals-
menn heim í kvöld
- og þrír aðrir leikir 11. deild
Fyrsta deildin í handknattleik
karla heldur sínu striki í kvöld en
þá eru fjórir leikir á döfinni.
Hæst ber líklega leik íslandsmeist-
ara Vals og Gróttu að Hlíöarenda.
Seltirningar hafa komið mjög á óvart
það sem af er íslandsmótinu. Lið
þeirra markast af mikilli baráttu og
oft á tíðum vel útfærðum leik. Víg-
staða Valsmanna er hins vegar sú
besta í deildinni og lið þeirra hefur
verið ægilegt heim aö sækja til þessa.
Leikur liðanna hefst klukkan 18.15.
í Höllinni eigast við lið Fram og
Eyjamanna og er sá leikur gríðarlega
mikilvægur báðum í botnslagnum.
Sá leikur hefst klukkan 20.
Noröan heiða leika KA-menn við
Stjörnuna og má ætla að norðan-
menn taki nú á en þeir lágu heima í
síðasta leik gegn Fram. Stjarnan hef-
ur hins vegar unnið tvo leiki í röð
og er lið Garðbæinga til alls líklegt
eftir rysjótt gengi í fyrstu umferðun-
um. Leikur þessara aðila hefst
klukkan 20.
í Firðinum mætast heimamenn og
Blikar, einnig klukkan 20. Blikar
hafa sótt á brattann það sem af er
mótinu en lögðu þó Fram að velli í
Laugardalshöll fyrir nokkru. Víst er
að þeir bíta rækilega frá sér í kvöld.
FH-ingar munu verða vígreifir að
sama skapi en þeir lágu fyrir Víking-
um um helgina.
JÖG
Runar komið í
hóp efstu liða
Heimundur Sigmundsson, DV, Noregi:
Runar, lið Steinars Birgissonar og
Snorra Leifssonar, er komið í 4.-5.
sæti 1. deildarinnar í handknattleik
eftir 25-20 sigur á Sandefjord. Þetta
er mjög góður árangur þar sem
Runar lék í 2. deildinni í fyrra.
Steinar var annar markahæsti
leikmaður Runar með 7 mörk en
Valur fór
létt með
Stúdenta
Valsmenn unnu auðveldan sigur á
Stúdentum, 98-54, þegar félögin léku
í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik
á Hlíðarenda í gærkvöldi.
Eins og búast mátti við höfðu Vals-
menn mikla yfirburði en þó munaði
aðeins 12 stigum í hálfleik, 45-33.
Eins og oft áöur var leikur ÍS ekki
upp á marga fiska og leikmenn liðs-
ins gerðu mistök sem ekki ættu að
sjást í efstu deild.
Bárður Eyþórsson var stigahæstur
Valsmanna, skoraði 21 stig, og
Hreinn Þorkelsson kom næstur með
16. Valdimar Guðlaugsson skoraði
mest fyrir ÍS, 14 stig, og Páll Arnar
gerði 11.
-SK
Snorri náði ekki aö skora. Hann hef-
ur ekki komist enn á fullt skrið í lið-
inu eftir að hann handarbrotnaði
seinni part sumars.
Stavanger hefur náð þriggja stiga
forystu, er með 16 stig eftir 10 um-
ferðir. Fredensborg/Ski og Bækkela-
get koma næst með 13 stig og síðan
Runar og Urædd með 11 stig.
1 O
X
Körfuboltí
/ Staðan /
Flugleiðadeild:
A-riöill:
Njarðvík.....13 13 0 1163-927 26
Valur........14 9 5 1201-1043 18
Grindavík... 14 7 7 1118-1047 14
ÍS...........14 1 13 877-1343 2
Þór..........14 1 13 1044-1334 2
B-riðill:
Keflavík.....13 11 2 1124-919 22
KR...........13 10 3 1064-980 20
Haukar.......13 6 7 1162-1083 12
ÍR...........13 6 7 992-1004 12
Tindastóll... 13 3 10 1076-1161 6
1. deild kvenna:
Keflavík .5 5 0 308-211 10
KR .6 5 1 294-260 10
ÍS .6 4 2 302-283 8
ÍR .7 4 3 382-365 8
Haukar .6 2 4 260-204 4
Njarðvík .7 2 5 251-284 4
Grindavík .7 0 7 287-377 0
„Arnljótur hef ur fall
ist á tilboð okkar“
- segir framkvæmdastjóri gríska félagsins Iraklis Saloniki
„Viö höfum gert Arnljóti Davíössyni ákveðiö tilboð sem
hann hefur fallist á fyrir sitt leyti en við eigum eftir aö
ræða við félag hans, Fram. Eftir þær viðræður verður fyrst
ljóst hvort af þessu verður, ef Fram setur fram háar kröfur
þurfum við að leita annað - en Arnljótur er geysilega efnileg-
ur knattspymumaður sem á framtíðina fyrir sér og ég vona
svo sannarlega að allir aðilar nái saman þannig að hann
gerist leikmaður með okkur,“ sagði George Gsamouchlidis,
annar tveggja framkvæmdastjóra gríska 1. deildar liðsins
Iraklis Saloniki, í samtali við DV í gærkvöldi.
Arnljótur mun leika vináttuleik með
Iraklis gegn júgóslavnesku félagi í dag
en heldur síðan áleiöis heim og er vænt-
anlegur til landsins á morgun. Hann
hefur dvalið hjá félaginu við æfingar í
eina viku.
Sá um kaupin á
Sigurði Grétarssyni
Gsamouchlidis hefur átt veg og vanda
að því aö fá Arnljót til Iraklis. Hann sá
um kaupin á Sigurði Grétarssyni, sem
lék með Iraklis veturinn 1984-85, og
segist vera mikilí vinur hans síðan og
ræða við hann í viku hverri. Sigurður
sé frábær knattspyrnumaður og það
hafi verið félaginu mikið áfall að missa
hann til Sviss á sínum tíma.
Sá Arnljót hita upp í Istanbúl
„Ég var staddur í Istanbúl þegar ís-
land mætti Tyrklandi í haust og í leik-
hléinu sá égAmljótleika sér með knött-
inn, skjóta á mark og spila létt með
hinum varamönnunum. Ég hreifst af
honum og fór á hótel íslenska liðsins
eftir leikinn, ræddi við Atla Eðvaldsson
þar sem ég var einnig spenntur fyrir
honum, og hann sagði mér meira frá
Arnljóti. Ég hringdi síðan í Sigurð Grét-
arsson og fékk nánari upplýsingar frá
honum.“
Sannfærður um að
áhættan borgar sig
„Það er mikil áhætta að fá til félagsins
leikmann sem maður hefur ekki séð til
í leik en ég sannfærður um að hún borg-
ar sig. Arnljótur á framtíðina fyrir sér,
ég er ekki viss ura að hann fari beint í
aðalliðið og reikna með að hann þurfi
smátíma til aðlögunar fyrst. Þjálfarinn
er mjög ánægður raeð hann og ætlar
að meta endanlega getu hans í leiknum
á morgun (í dag),“ sagði Grikkinn.
Iraklis hefur gengið miög vel það sem
af er keppnistímabilinu og er í öðru
sæti grísku 1. deildarinnar, stigi á eftir
öðru liði frá Saloniki.
-VS
• Arnljótur Daviðsson er á mörkunum með að verða neesti atvinnu-
maöur íslands i knattspyrnu.
UEFA-bikarinn:
Stuttgart í
óskastöðu
vann Groningen, 3-1, í Hollandi
Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi:
Ásgeir Sigurvinsson og félagar í
Stuttgart eru nánast öruggir með
sæti í 8-liða úrslitum UEFA-bikarsins
í knattspymu eftir 3-1 útisigur gegn
hollenska liðinu Groningen í gær-
kvöldi.
Stuttgart fékk dauðafæri strax á 8.
mínútu þegar Júrgen Klinsmann átti
skalla rétt framhjá marki Groningen.
Tíu mínútum síðar var Karl Allgöw-
er ekkert að tvínóna við hlutina -
átti þá þrumuskot af 30 metra færi,
yfir markvörðinn og í netið, 0-1.
Þremur mínútum eftir það stóö Ás-
geir einn og óvaldaður fyrir framan
markið eftir glæsilega skyndisókn en
honum tókst hið ótrúlega, hitti ekki
markið með hægrifótar skoti.
Á 33. mín. skoraði Mauritio Gaud-
ino eftir aukaspyrnu Allgöwers, 0-2,
og gerði síðan sitt annað mark á 40.
mínútu eftir stungusendingu frá
Allgöwer.
Þórsarar
steinlágu
Ægir Mar Kárason, DV, Suöumesjum;
Grindvíkingar rúlluðu Þórsurum
upp í Flugleiöadeildinni í körfu-
knattleik í gærkvöldi. Lokatölur
urðu 114-76 eftir aö staðan í hálfleik
hafði veriö 61-32.
Fyrstu 6 mínútumar var leikurinn
í jafnvægi en eftir að Steinþór son
og Ástþór höfðu skorað nokkrar 3ja
stiga körfur vóru úrslitin ráðin.
Stig UMFG: Guðmundur 25, Stein-
þór 20, Jón P. 17, Ástþór 15, Rúnar
13, Ólafur 9, Guðlaugur 6, Hjálmar
5, Dagbjartur 2 og Sveinbjörn 2.
Stig Þórs: Konráð 23, Eiríkur 15,
Guðmundur 13, Björn 9, Stefán 6,
Þórir Jón 4, Kristján 4, Aðalsteinn 2.
Leikmenn Groningen komu
ákveðnir til síðari hálfleiks en kom-
ust lítt áleiðis gegn sterkri vörn
Stuttgart. Á 65. mínútu var Katanec
borinn af leikvelli eftir að hafa snúið
sig illa og var þar skarð fyrir skildi
í liði Stuttgart.
Skrúfjárni og kveikjurum kast-
að inn á og boltar sprengdir!
Þegar korter var eftir munaði litlu
að dómarinn flautaði leikinn af
vegna óeirða áhangenda Groningen
sem staddir voru fyrir aftan mark
Stuttgart. Dósir, kveikjarar og stærð-
ar skrúljárn komu fljúgandi frá þeim
inn á völlinn og þeir sprengdu tvíveg-
is keppnisbolta!
Meijer náði að minnka muninn í
1-3 á 82. mínútu með skalla eftir
hornspyrnu en öruggum sigri Stutt-
gart varð ekki ógnað. Þjóðverjarnir
voru mun betri aðilinn og áttu sigur-
inn skilið. Ásgeir var með allan tim-
ann þrátt fyrir meiðsli og lék vel.
Guðni lék með varaliði
Spurs í gærkvöldi
- æföi með aðalliðinu 1 gærmorgun
Guðni Bergsson, landsliðsmaður úr
Val, lék í gærkvöldi vináttuleik með
varaliði enska 1. deildar félagsins
Tottenham Hotspur gegn utandeilda-
liðinu St. Albans. Hann hélt utan á
mánudag og æfði í fyrsta skipti með
aðalliði félagsins í gærmorgun.
,,Ég lék í minni gömlu stöðu í vörn-
inni og var nokkurn tíma að venjast
samherjum sem ég hafði ekki leikið
með áður en gekk að ég held ágæt-
lega.-Við höfðum nokkra yfirburði
og unnum 3-1 en þó kom mér styrk-
leiki mótherjanna talsvert á óvart.
Leikurinn fór fram á velli þeirra sem
er svipaður og gengur og gerist
heima,“ sagði Guðni í samtali við DV
í gærkvöldi.
Leikið í Ipswich á laugardag
Tottenham leikur við Ipswich á
Portman Road í Ipswich næsta laug-
Thorstvedt undir mark-
slána hjá Tottenham
• Guðni Bergsson vakti athygli hjá Tottenham
fyrir að æfa og leika i angóruuilarbuxum í gær!
Á sama tíma og enska stórveldið
Tottenham sýnir landsliðsmannin-
um íslenska, Guðna Bergssyni,
áhuga sækjast þeir eftir norska
• landsliðsmarkverðinum Erik
Thorstvedt að sögn norskra dag-
blaða. Segir norska pressan að for-
ráðamenn Tottenham hafi hug á að
gera Thorstvedt dýrasta leikmann í
norskri knattspyrnusögu en liðiö
hefur boðið sænska liðinu Gautaborg
miklar fúlgur fyrir kappann.
Raunar segir Terry Venables, stjóri
Tottenham, að liðið hafi nú að fullu
gengið frá kaupum á Norðmannin-
um.
Eiríkur var fyrir ári síðan á leið til
Arsenal en þá fékkst ekki atvinnu-
leyfi og mátti Norðmaðurinn því
sætta sig við að verja mark í Svíþjóð.
JÖG
ardag í deildakeppni varaliðanna og
Guöni reiknar með þvi að spila þann
leik. Fyrir leikinn í gærkvöldi var
gengið frá öllum pappírum og leyfi
fengið hjá Val, KSÍ og enska knatt-
spyrnusambandinu þannig að Guðni
gæti leikið.
Mjög góðar viðtökur
„Allar viðtökur hér hafa verið mjög
góðar og ég bý á hóteli ásamt nokkr-
um leikmanna Tottenham. þar á
meðal Paul Gascoigne og Paul Stew-
art, sem félagið keypti í sumar. Hér
er líka Spánverjinn Amar sem Tott-
enham er meö á leigu frá Barcelona
og hann spilaði með í kvöld en 15
manna hóp aðalliðsins var haldið
fyrir utan leikinn þar sem það spilar
í deildabikarnum annað kvöld. Það
vakti mikla athygli hérna þegar sjálf-
ur íslendingurinn mætti á æfingu og
í leik í sérstökum angóruullarbuxum
til að halda á sér hita. Hér eru menn
vanir að vera léttklæddir í vetrar-
kuldanum, í stuttbuxum og þunnum
bol!" sagði Guðni Bergsson.
-VS
• Brynjar Valdimarsson meö sigur-
launin en auk bikara fékk hann 65
þúsund krónur.
Brynjar krækti sér í
65 þúsund krónur
Úrslitaleikurinn í opna Suðurnesjamótinu í snóker fór fram á biiliardstofunni
Ballskák á dögunum. Til úrslita léku Viðar Viðarsson, fyrrverandi íslandsmeist-
ari, og Brynjar Valdimarsson, núverandi íslandsmeistari. Viðureign þeirra var
æsispennandi og fengu áhorfendur að sjá snóker eins og hann geiist bestur hér
á landi og jafnvel víöar.
Viðar sigraði í fyrsta rammanum en tii að sigra í leiknum varð að vinna fjóra
ramma. Brynjar vann síðan næstu tvo ramma en í íjórða rammanum var áber-
andi glæsilegur varnarleikur í fyrirrúmi. í lokin var aðeins svarta kúlan eftir á
borðinu og gekk á ýmsu. Fór svo að lokum aö Brynjar sigraði og staðan því
orðin 3-1 fyrir hann. Viðar gafst ekki upp og sigraði í næstu tveimur römmum
og því varð sjöundi ramminn úrslitarammi. Brynjar sýndi þar snilldartakta.
Náði hann stuði sem gaf honum 107 stig og er það hæsta skor sem náðst hefur
í sjónvarpsútsendingu hér á landi. Brynjar sigraði því 4-3 og fyrir sigurinn fékk
hann 50 þúsund krónur og 15 þúsund að auki fyrir hæsta skor á mótinu. Fyrir
annað sætið fékk Viðar Viðarsson 30 þúsund krónur.
Gleraugnaverslun Keflavíkur og Billiardstofa Suðurnesja voru bakhjarlar að
mótinu sem tókst í alla staði mjög vel. -SK
Guðmundur aftur
til Blikanna
- lelkur á ný meö Breiðabliki næsta sumar
Þrír „gamlir jaxlar“ hafa myndað
nýtt meistaraflokksráð hjá Breiða-
bliki með það að markmiði að rífa
liðið upp úr þeim öldudal sem það
hefur verið í síðustu ár. Það eru þeir
Hákon Gunnarsson, Benedikt Guð-
mundsson og Ólafur Björnsson en
líkur eru á að Ólafur, sem hefur ver-
ið fyrirliði Blikanna um árabil, hætti
að leika sjálfur með liðinu. Benedikt
hætti á miðj u síðasta sumri og Hákon
fyrir tveimur árum.
Þeir Sigurður Þorsteinsson og Guð-
mundur Helgason Verða þjálfarar
Breiðabliks á næsta keppnistímabili
en ekki hefur þó enn verið gengið frá
samningum við þá.
Guðmundur Þ. Guðmundsson,
miðjumaðurinn öflugi sem lék með
Völsungi í 1. deildinni sl. sumar, er
genginn til liðs við Breiðablik á nýjan
leik og leikur með liðinu í 2. deild-
inni á næsta ári.
Guðmundur lék með Blikunum í
nokkur ár áður en hann fór til Völs-
unga sl. vor. Hann lék mjög vel með
Völsungum í sumar og var kjörinn
knattspyrnumaður ársins hjá liðinu
og Blikunum er því mikill fengur í
honum. Eins og DV hefur áður sagt
frá eru miklar líkur á að þeir endur-
heimti einnig Þorstein Geirsson sem
lék með Leiftri sl. sumar.
Duffield
þjálfar KS
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Mark Dufiield mun þjálfa lið
KS frá Siglufirði í 3. deild knatt-
spymunnar næsta sumar og
leika einnig með liðinu.
Mark hefur gert nokkuð við-
reist undanfarin ár. Hann lék
fyrst með Þrótti frá Neskaupstað
og síðan KS, þá KA og Víði í 1.
deild og kom aftur til KS1987. Sl.
sumar spilaöi hann síðan meö
Skagamönnum í 1. deildinni.
Mark er 24 ára og á að baki leiki
með öllum landsliðum, 16 ára, 18
ára, 21 árs og a-landsliði.
Ekki er vafamál aö koma hans
til KS mun styrkja liöið en Skaga-
menn tapa aö sama skapi sterk-
um leikmanni. Siglfirðingar féllu
í 3. deildina í haust efdr sex ára
dvöl í 2. deild og ættu að eiga
góða möguleika á að vinna aftur
sæti sitt í fyrstu atrennu.
Naumur sigur
Dýrlinganna
Southampton vann nauman
sigur á 4. deildar liði Scarboro-
ugh, 1-0, í enska deildabikarnum
í knattspymu í gærkvöldi. „Dýrl-
ingarnir" fá nú Tottenham í
heimsókn í 4. umferð keppninn-
ar. Bradford tryggði sér einnig
sæti þar með því að vinna Scunt-
horpe, 1-0, á útivelli.
í 2. deild gerðu Birmingham og
Leeds markalaust jafnteili og
Blackburn tapaöi óvænt fyrir
Shrewsbury, 0-1. Úrslit í FA-
bikamum: Brandon - Doncaster
1-2, Carlisle - Telford 4-1, Crewe
- Stafford 3-2, Sheff. Utd - Mans-
fleld 2-1, Tranmere - Preston 3-0,
Wrexham - Runcorn 2-3.
-VS
Rúmeninn
kemur í
Leiftur
Nú er ljóst að rúmenski knatt-
spymumaöurinn Arthur David
mun leika með Leií'tri frá Ólafs-
íiröi í 2. deildar keppninni næsta
sumar en nokkuð er síðan Leift-
ursmenn komust í samband við
hann, eins og DV hefur áður
skýrt frá.
David er 25 ára gamall miðju-
maöur og hefiir verið búsettur í
Bandaríkjunum síðustu árin en
hann var nálægt þvi að leika
landsleiki fyrir fyrra heimaland
sitt. -VS
til IA
Vaigeir Barðason, knatt-
spymumaður frá Akranesi, er
genginn í raðir 1. deildar liðs ÍA
á nýjan leik. Hann lék sl. sumar
með KA á Akureyri í 1. deildar
keppninni. Valgeir er mjög raark-
sækinn sóknarmaöur og skoraöi
grimmt fyrir Skagamenn áður en
hann hélt norður og ætti aö vera
þeim góður liðsauki fyrir næsta
timabil. -VS