Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 31 ________________________________________LífsstOI Lögleg og ólögleg vímuefni: Aðeins vitað um toppinn á ísjakanum Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrastöðinni Vogi voru 69 ungling- ar á aldrinum 15 til 19 ára lagðir inn til afeitrunar og meðferðar árið 1987, þar af 30 stúlkur. Flestir þessara unglinga voru nítján ára, eða 24, 22 voru átján ára, 11 voru sautján ára, 11 voru sextán ára og ein stúlka var fimmtán ára. Þeir sem til þekkja segja þessa staö- reynd aöeins toppinn á isjakanum enda þarf mikið að ganga á til þess að unglingur fari í afeitrun, eða að foreldrar sendi bam sitt í afeitrun. Þeir gera það ekki fyrr en í síðustu lög. Áfengiö hættulegasta vímuefnið Óttar Guðmundsson, yfirlæknir á Vogi, sagði í samtali við DV að áfeng- ið væri langhættulegasta vímuefmð sem þeir væru að kljást við. Það deyja hér á landi mun fleiri úr áfeng- isneyslu en öllum hinum efnunum samanlagt. „Hinn dæmigerði neytandi ólög- legra vímuefna hjá okkur er ein- stakhngur kominn undir þrítugt. Þetta er ekki bara unglingavandamál heldur helst vandamál þeirra sem eru á aldrinu 25 til 35 ára,“ sagði Óttar. „Innlagnimar hér gefa okkur ákveöna vísbendingu um hversu mikið af ólöglegum vímuefnum er í gangi í samfélaginu vegna þess að það tekur ákveðinn tíma að nota þessi vímuefni þannig að maður þurfi á meðferð að halda. Þó er engan veginn hægt að nefna neinar ákveðn- ar tölur. Þetta er kannski ekki ósvipaö alkó- hólistanum en hann hefur verið það að meðaltah í 10 th 15 ár áður en hann leitar sér meðferðar," sagði Óttar. 322 unglingar í alvarlegri vímuefnaneyslu Areiðanlegasta könnun, sem gerð hefur verið á íslandi um áfengis- vanda unglinga, var gerð á 14 ára unglingum í Reykjavík. Sú könnun sýndi að meðal annars drekka 6,4% 14 ára unghnga brennd vín einu sinni eða oftar í viku. Það þýðir að margt þetta fólk er það sem mun neyta áfengis og annarra efna í enn meira mæh næstu 10 til 15 árin þar til það viðurkennir vandann fyrir sjálfu sér og leitar sér hjálpar. Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur og forstöðumaður Unglingaheimihs ríkisins, hefur dregið ályktanir af ofangreindri könnun, sem er aðferð- arfræðilega einhver sú áreiðanleg- asta sem gerð hefur verið. Hann setti fram tilgátu um fjölda þeirra ungl- inga sem eru í alvarlegum vímuefna- vanda og neyta áfengis tvisvar í viku eða oftar. Samkvæmt því eru 322 unghngar á aldrinum 14 th 19 ára sem eiga í alvarlegum vímuefna- vanda. Óbætanlegur skaöi Verst staddi hópurinn er í mikilli blandaðri neyslu, hefur hætt í skóla áður en skyldunámi lauk, tolhr mjög illa í vinnu, tengsl við íjölskylduna eru ýmist alveg rofin eða mjög erfið. Flest þau ungmenni, sem þannig er ástatt fyrir, eru ekki til samvinnu um að gera neitt í sínum málum. Þessir krakkar geta unnið sér óbæt- anlega skaða á thtölulega skömmum tíma sé ekki hægt að taka af þeim ráðin og fylgja því síöan eftir með viðeigandi meðferð. Hins vegar er stærri hópur ung- menna á aldrinum 16 th 25 ára sem á einnig í mjög miklum vímuefna- vanda þó að líf þeirra margra sé ekki í rúst með sama hætti og að ofan greinir. Flestir þessir einstaklingar nota áfengi sem aðalvímugjafa en neyta einnig oft annarra vímuefna með áfengisneyslunni. Vímuefna- neyslan er farin að hafa verulega neikvæð áhrif á líf þeirra. Að sögn Snorra Welding hjá Krýsu- víkursamtökunum er stór hluti þessa fólks thbúinn að þiggja aðstoö í sínum málum eða er fáanlegur til þess með markvissum þrýstingi frá sínu nánasta umhverfi en viðeigandi meðferðarúrræði eru ekki fyrir hendi. í skýrslu frá Krýsuvíkursamtök- unum segir eftirfarandi: „Krýsuvíkursamtökin eru tilbúin th að sinna þörfum þessa hóps með markvissri meðferð gegn neyslu fíkniefna, skólastarfi og endurhæf- ingu á vernduðum vinnustað í Krýsuvík. Skólahúsið gefur einnig góða möguleika á að taka viö mjög erfiöum vímuefnaneytendum sem jafnvel þarf að svipta sjálfræði tíma- bundið og hafa í gæslu í lokaðri með- ferð fyrstu vikurnar.“ Svipaö á íslandi og í Norður-Evrópu Til að átta sig á vandanum hér á landi má benda á að vímuefnaneysla á íslandi er svipuð og víðast annars staðar í Norður-Evrópu. Sem fyrr segir er áfengið aðalvímugjafinn og í raun eina viðurkennda vímuefnið. Neysla róandi lyfja er einnig lögleg innan vissra marka sem eru á í sam- vinnu læknastéttarinnar og neyt- enda. Ólögleg vímuefni eru einnig mjög algeng hér á landi. Algengustu efnin eru örvandi lyf, sem eru am- fetamín og kókaín, og kannabisefni og ofskynjunarefni. Hins vegar eru sterk verkjalyf eins og heróín og morfín ekki eins útbreidd hér á landi og erlendis. Á ahra síðustu árum hafa menn blandað saman kókaíni og basískum efnum svo hægt sé að reykja þau. Slíkt kókaín, sem hægt er að reykja, nefnist crack. Víman eftir reyking- arnar er talin æðislegri en önnur kókaínvíma. Menn hér á landi eru dauðhræddir um að þetta efni sé á leiðinni hingað til lands vegna þess að þetta er sagt eitt mest ávanabind- andi ííknhyf sem th er. Á kafl í vímuefnum Til að gefa einhverja mynd af þess- um efnum, sem hér um ræðir, veröur birt tafla sem segir hvemig þessi efni hta út, hvernig þau virka og hvað þau geta verið skaðleg heilsunni. Ytri einkenni ættu að benda þeim sem ekki neyta ólöglegra vímuefna á hvernig fólk htur út og hagar sér þegar þaö er á annaö borð komið á kaf í vímuefhi. Taflan sýnir í raun aðeins hvernig hvert efni virkar út af fyrir sig en ekki þegar áfenginu er einnig bland- að saman við. Þá aukast áhrifin og afleiðingarnar th muna. Þó að ein- hver nákominn hafi þessi einkenni þarf það ekki endhega að vera vegna fíkniefnaneyslu. En grunurinn magnast ef þar við bætist að viðkom- andi er sífeht meira að heiman og viröist ahtaf í fjárþröng á sýnhegrar ástæðu. -GKr (Heimildir: Krýsuvíkursamtökin, 2. tbl. 5. árgangur SÁÁ blaðsins, Heim- ilislæknirinn og ýmsir bæklingar. Efni eða lyf Áhrif Ytri einkenni Fráhvarfseinkenni Dæmi um langtímaáhrif Amfetamín, þar með talið methedrin og dexamfetamín Efnið verkar örvandi. Neytandinn Þyngdartap, víkkuð sjáöldur. Amfetamínneytandanum fmnst Ofsóknarbrjálæði og ofbeldi, (oft kallað spítt). verður lika órólegur og á erfitt með að sitja og standa kyrr og svefn- þörfin minnkar til mikilla muna. svefnleysi, niðurgangurog skjálfti. hann vera tilfinningalega frosinn. Á þessu stigi er algengt að fíknin nái yfirhöndinni aftur og neytandi upplifirað eina björgunin virðist að hefja neyslu é nýjan leik. hugsanlegur dauði vegna of stórra skammta. Kannabisefni, sem er marijúana og hass (oft kallað gras Slakará sál og likama, skerpir Rauð augu, víkkuð sjáöldur, höfgi, Kannabisefni eru vanabindandi en Nærminnið minnkar stórlega og eða skítur). skynjun og veldur skapbrigðum. í kannabisvímunni koma í Ijós ýmis einkenni sem eru áberandi í fari stundum augljós einkenni. oft ráða ytri aöstæður eins og fé- lagsskapur, lífsmunstur og annað hvort kannabisneyslan verður að menn eiga erfitt með aó festa sér í minni andlit, nöfn, símanúmer og þess háttar. Alvarlegustu ein- og lífsháttum neytandans. ávana og skapar þau vandmál sem getahlotistafhenni. kennin, sem sjásteftir langvinnar reykingar, tengjast persónuleika- breytingum. Þetta ástand er nefnt „amotivations syndrómíð" en flestireru sammála um að þeirsem reykja kannabisefni að staðaldri verði áberandi daufir, framtakslitlir og vanti allan metnað. KÓKAÍN (stundum kallaðsnjór). örvar taugakerfið, eykur skynhrif Vikkuð sjáöldur, skjálfti, ölvun, Fráhvarf við kókaínneyslu er sam- Fleiður i nösum ef fólk tekur efnið og veldur stundum ofskynjunum. ofskynjanir og svefnleysi. bærilegt amfetamínfráhvarfi og ví man sömuleiðis. Kókaínið er aó öllu jöfnu talið hættulegra vimu- efni en amfetamín vegna þess að flestirtelja að kókain verki hraðar og skemur og menn verði mun fíknari í kókain en amfetamín. í nefið, kláði leiðirtil opinna sára. Ópíumefni, sem eru ópíum, morfín, heróín, methadon og Linar likamlegan og andlegan Þyngdartap, höfgi, skapsveiflur, Fráhvarfseinkennin eru ákaflega Lystarleysi sem leiðirtil vannær- petidín. sársauka, veldur tímabundinni vel- svitaköst, drafandi rödd, þrútin alvarleg. Mikil vanlíðan, spenna, ingar, mjög litil mótstaða gegn líðan eöa sælu. augu og fölvi. verkir i kvið, sviti og ör hjartsláttur. sýkingum, blæðingaóregla hjá konum og hætta á dauða vegna ' ofstórraskammta. Ofskynjunarlyf: LSD og meskalín (oft nefnt sýra). Óútreiknanleg. Venjulega ofskynj- Víkkuð sjáöldur, svitaköst, skjálfti, Endurhvarf eða flassbakk er ein- Hætta á óábyrgri hegðan. Enda anir sem geta verið þægilegar og breytt hegðun, stundum sótthiti kennilegt fyrirbæri sem þekkist þótt svo virðist að efnið sé ekki ógnvekjandi. og ofkæling. eftir notkun lysergína. Flassbakkið fýsir sér i þvi að löngu eftir að öll vímuáhrif eru horfin upplifirein- staklingurinn á nýjan leik ofskynj- anir sem líkjast þeim sem hann fékk í vímunni. Yfirleitt er um að ræða ofskynjanir, litadýrð og ann- að þess háttar. vanabindandi getur einn skammt- ur valdið langvarandi andlegum óróa. Baritúrsýrulyf, semeru svefnlyf. Höfgi og værö. Drafandi rödd og ruglingslegt tal, Ruglingur á svefnvenjum, tvísýni, skortur á líkamlegri samhæfingu og jafnvægistruf lanir. hugsanlegur dauði vegna of stórra skammta, sérstaklega í sambandi við áfengisneyslu. Rokgjörn efni: „sniff" (gufum af lími eða hreinsiefnum Veldur ofskynjunum, svima, tíma- Augljóst ruglingslegt ástand, víkk- Hætta á heila-, lifrar- eða nýrna- andaðaðsér). bundinni velliðan og stundum öngviti. uð sjáöldur og roði í andliti. skemmdum, hætta á köfnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.