Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. Líkamsrækt Hvers vegna gefast svo margir upp í líkamsræktinni? Öll viíum við aö líkamsrækt er stór þáttur í heilbrigðum lífsstíl. En þótt viö séum meövituð um hollustu þess að rækta líkamann þá er ekki þar með sagt að okkur öllum takist að gera líkamsþjálfun að sjálfsögðum hlut í daglegu lífi. Það reynist mörg- um hægara sagt en gert. Það leikur enginn vafi á gildi lík- amsræktar fyrir einstaklinginn. Við höfum ekki komist hjá því að læra að góð hreyfing og líkamsrækt hefur góð áhrif á líkamlegt og ekki síður andlegt ástand okkar. Regluleg hreyfing og þjálfun líkam- ans hefur mjög jákvæð áhrif á starf- semi hjartans og æðakerfisins, eykur styrk og þol, er góð leið til að halda aukakílóunum í skefjum, slakar á spennu og eykur andlega og líkam- lega velhðan og þar með sjálfsáht og styrk viðkomandi. Þá minnka lík- umar á "nútíma sjúkdómum", eins og hjartveiki, sykursýki, háum blóð- þrýstingi, offitu, beingisnun og hða- gigt- Alltof margir gefast upp "Líkamsræktaræðinu" sem byrj- aði á áttunda áratugnum hefur síður en svo linnt nú þegar níundi áratug- urinn er að líða. Segja má að þetta hafi byrjað með því að Kaninn fór að trimma. Árið 1980 voru 30 milljón skokkarar í Bandaríkjunum og Bret- landi og þeir eru flestir enn að eða fleiri bæst í hópinn. Eróbikkdansinn hefur og breytt lífi margra kvenna og sífellt íjölgar heilsuræktarstöðv- um. Á síðustu árum hefur fram- leiðsla á ýmsum vamingi tengdum íþróttum og líkamsrækt orðið að gíf- urlegum iðnaöi og sífellt fleiri eiga lífsafkomu sína undir þessari starf- semi. En þrátt fyrir gífurlega stökkbreyt- ingu og breytt hugarfar í þessa átt vantar mikið upp á að þorri fólks stundi hkamsrækt sem virkilega kemur því að gagni- Flestir æfa eitt- hvað eða hafa að minnsta kosti ein- hvern tíma gert það. En það er ein- mitt málið. Allt of margir æfa eða hreyfa sig í köstum og svo ekkert í nokkra mánuði á eftir. Þvilíkt kemur ekki að miklu gagni, getur reyndar haft óæskileg áhrif. Aöeins um 25 prósent fólks á Vest- urlöndum æfir reglulega svo ámm skiptir. Fjölmargir æfa svo í skorp- um, eins og að bent er á að ofan, og hætta svo í langan tíma. Tahð er að um 70 prósent þeirra sem hefja nýja tegund líkamsþjálfunar haldi hana ekki út nema í nokkra mánuði. En hvers vegna er það svo? Er almenn- ingur bara svona latur? Eða er það eitthvað viö æfingarnar sjálfar? Get- ur verið að margir byrji á öfugum enda og gefist því upp? Lífsstíll og persónuleiki skiptir máli Vitaskuld eru ástæðurnar marg- ar og margt sem spilar þarna inn í. Fyrst ber að líta á lífsstíl þess sem hefur líkamsþjálfun. Það hefur mikið að segja hvernig önnur dagleg hegð- an er. Manneskja, sem segja má að lifi óhohu lífi, er líklegri til að gefast upp í líkamsþjálfuninni en mann- eskja sem hfir hefibrigðu lífi. Þeir sem reykja tilheyra til dæmis þeim hópi. Þeir hætta fyrr leikfiminni en reykingunum. Einnig þeir sem eiga við offituvandamál að stríða. Þótt lík- amsþjálfun sé veigamikiU þáttur í því að brenna fitu þá hætta margir úr þeim hópi þjálfun og æfingum áður en árangur kemur í ljós. Persónuleiki og skapgerð hefur Uka sitt að segja. Ákveöni, áhugi og viss ögun þarf að vera til staðar. Manneskja, sem ákveður það ein að gera líkamsþjálfun að mikUvægum hlut í sínu lífi og tekst það í lengri tíma, býr yfir þeim eiginleikum. Þetta er mannéskjarsem getur staðið við hlutina og sýnir í verki hvaö hún getur og viU. Félagslegirþættir Félagslegir þættir hafa líka áhrif á það hvort einstaklingurinn endist í líkamsþjálfun og því að halda uppi heilbrigðum hfsstU.Kannanir sem gerðar hafa verið í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að það er frekar vel efnað og mennt- að fólk sem stundar reglulega lík- amsþjálfun. Sérstaklega er bent á menntunarþáttinn. Það er aö segja, vel menntaöir einstaklingar eru enn betur meðvitaðir um mikUvægi hreyfingar og þjálfunar en þeir ómenntuðu. Þá er einnig lögð áhersla á aö upp- örvun frá fjölskyldunni og vinum hafi áhrif. Ef íjölskyldumeðlimum Heilsumolar Ef þú vilt lifa vel og lengi skaltu minnka kaloríuinnihald fæðunnar um helming á fimm árum. Þetta eru ráð frá dr. Roy Walford í há- skólanum í Kaliforníu. Hann hefúr gert rannsóknir á rottum sem stað- festa að helsta orsök sjúkdóma og hrömunar sé ofneysla matar. Segir hann að fiúlvaxta fólk borði of mik- ið og því sé betra aö minnka við sig mat eða öUu heldur fækka kal- oríunum. Þetta á að minnsta kosti við um þá sem vilja lifa lengi, frísk- ir og sprækir. Og hver viU það ekki? Sælkerum er bent á aö það fer langtum verr með tennumar að borða Utinn sykur oft heldur en ef neytt er mikils sykurs í einu og þá sjaldan. Ef núldur ostur er borðað- ur á eftir sætindunum er tönnun- um einnig hlíft. Konum, sem stunda mikið lík- amsþjálfun, hættir tíl skorts á vita- mininu B2. Það vítamín fæst úr fæðu eins og eggjum, hfur, mjólk og fiski. Skokk hefur ekki aðeins góð áhrif á skrokkinn og andlega velhðan heldur einnig á sköpunargáfuna. Sú er uppgötvun bandarískra sái- fræðinga sem rannsakað hafa mál- iö. Nemendur voru látnir þreyta próf sem reyndi á sköpunargáfu þeirra. Hluti nemendanna var lát- inn skokka í tuttugu mínútur tvo daga í viku í átta vikur. Eftir þann tíma vom ailir látnir taka aftur sams konar próf. Þeir sem höföu veriö látnir skokka sýndu gífurleg- ar framfarir og fóru langt fram úr þeim sem höfðu setiö á rassinum. eða vinum finnst sem viðkomandi sé skyndilega farinn að eyða of miklum tíma í "spriklið", þá er ekki beinlínis um uppörvun að ræða og hklegra að gefist verði upp. Og ef besti vinur eða maki er "antisportisti" og kýs að hggja öll kvöld uppi í sófa, reykjandi og horfandi á sjónvarpið, þá er trú- legt að sá hinn sami sé ekki hrifinn þegar "sportistinn" fer af stað. Þá er um að gera að reyna að fá letingjann með; reyna að fá hann til að huga betur að líferni sínu. Og svo er það auðvitað þetta sí- fellda tímaleysi. Sú er líklega algeng- asta "skýringin" á því hvers vegna hætt var í leikfiminni eða veggtenn- is. Þá hefur viðkomandi ekki tekist að breyta um hugarfar; gera líkams- þjálfun að sjálfsögðum þætti í sínu lífi, rétt eins og aö bursta tennurnar kvölds og morgna. Hér er það spurn- ingin um vilja og hvað er sett á odd- inn. Hvers vegna er alltaf tími til að drekka kaffi með kunningjunum og spjaha lon og don en ekki tími til að hreyfa sig dáhtið? Sumir kvarta undan því að það sé engin garður eða aðstaða í nágrenn- inu til að hlaupa í, engin sundlaug nálægt hvaö þá heilsuræktarstöð. Slíkar kvartanir eða skýringar eiga Þaö er ýmislegt sem hefur áhrif á þaö hvort fólk endist I þeirri þjálfun sem þaö hefur tekið til við. Það skiptir til dæmis heilmiklu hvort viðkomandi fær uppörvun eða ef makanum eða vinunum finnist likamsræktin tilgangsiaust rugl. yfirleitt ekki við rök að styðjast. Það er alls staðar hægt að gera einhverjar æfingar, þótt ekki væri nema á stofu- gólfinu.Það eru gæðin en ekki mag- nið sem skiptir míáli og að um reglu- legar æfingar séu að ræða. Oftbyrjað á vitlausum enda Enn fleiri skortir þolinmæði. Ef tíu kílóin hafa ekki runnið af fyrstu tvær vikurnar þá er gefist upp. Flest- ir byrja með aht of miklum látum; svo miklum aö þeir hreinlega hætta. Þeir hafa ofboðið skrokknum. Enda er talað um að þá sé verið aö byrja á vitlausum enda. Byrjunin er að fræðast. Hvers vegna er líkamsþjálf- un og hreyfing nauðsynleg likaman- um? Hvað á sér stað í hkamanum? Þeir sem hafa ef til vhl ekki stundað neina þjálfun í mörg ár en hafa svo tekið sig th með góöum árangri, eru oft einstakhngar sem hafa einnig breytt um aðrar daglegar venjur. Hér er aðallega átt við mataræöi en einn- ig til dæmis hætt reykingum. En eins og að framan er lýst eru það fjölda margir aðrir þættir sem hafa þar áhrif. Enn hefur ekki verið minnst á þjálfarann. Tökum sem dæmi konu sem drífur sig eftir tíu ára hreyfing- arleysi og fer í leikfimi tvisvar í viku. Þetta hefur veriö mikill sigur fyrir hana og upplifun að fara af stað aft- ur. Þessari konu er dýrmætt að fá uppörvun og umhyggju frá þjálfar- anum. Ef þjálfarinn sýnir því áhuga hvemig henni sem og öðram nem- endum gengur þá eru meiri líkur á aö hún gefist ekki upp. Hún fer án- ægðari út úr hverjumrtíma en ef þjálfarinn skeytir um htt nema sjálf- an sig. Og svo er að vona að hún finni sjálf góð áhrif þessarar nýju hegðun- ar og ekki sakaði að hrósa henni fyr- ir bætt útlit og dugnað. U^SVEFNPOKAR TROLLHETTA ID -10*C* Verð kr. 5.980,- SPEIDERN Verð kr. -15* C* 7.500,• SVEFNPOKARNIR FÁST Í ÚTILlFI mhs muF ^ Glæsibæ, sími 82922 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.