Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989: 5 Fréttir skamms greitt í stöðumæla fyrir tvo tíma í senn, Hugað að breytingum á stöðumælum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arráðsmaður og formaður Skipu- lagsnefndar Reykjavíkurborgar, lagði til á borgarráðsfundi sl. þriðju- dag að kannað yrði hversu kostnað- arsamt það yrði og hve langan tíma það tæki að breyta stöðumælum þannig að hægt yrði greiða stöðu- gjald fyiúr einn eða tvo tíma í senn í stað þess að greiða fyrir einungis einn tíma í einu eins og nú er. „Það er nú komin eins árs reynsla á núverandi fyrirkomulag stöðu- mælagjaldsins en á þessum tíma hef ég oft orðið var við þá ósk manna að fá tækifæri til að greiða fyrir lengri tíma í senn,“ sagði Vilhjálmur. „Það er mjög algengt að erindi manna í miðbæinn taki lengri tíma en eina klukkustund. Sem dæmi um slík erindi má nefna jarðarfarir, við- töl við bankastjóra, ferðir á hár- greiðslustofur og búðaferðir. Ég held því að hér sé um að ræða eðlilegar breytingar sem fyrst og fremst taki mið af þörfum og óskum vegfarenda sem erindi eiga í miðbæinn.“ Tillaga Vilhjálms gerir ráð fyrir því að þessar breytingar muni ekki verða til þess að hækka stöðumæla- gjaldið. -KGK Þrír varnargarðar við Markarfljót Vegagerðin er nú að gera um 100 metra langan vamargarð í Markar- fljóti. Garðurinn er gerður til þess að fljótið renni réttu megin við Litla- Dímon. Innan skamms verður ráðist í að gera tvo um 300 metra langa varnar- garða neðar í Markarfljóti. Varnar- garðarnir eru gerðir á vegum Land- græðslu og Vegagerðar. Garðarnir verða gerðir til að varna grónu landi á vesturbakka Markar- fljóts. Kostnaður vegna þeirra garða er áætlaður um tvær milljónir króna og verður kostnaður vegna þess tek- inn af því fé sem varið er til fyrir- hleðslu. -sme Enn er mok- veiði á loðnu- miðunum „Það er mokveiði á loðnumiðunum og síðan í gærkveldi hafa skipin til- kynnt um afla samtals 21 þúsund lestir. Þau eru mörg fleiri að fylla sig og tilkynna sig svo á eftir. Segja má að landað sé um allt land eða frá Siglufirði, austur og suður um, allt til Faxaflóahafna," sagði Ástráður Ingvarsson hjá Loðnunefnd í samtah við DV síðdegis í gær. Þá voru komnar 735 þúsund lestir af loðnu á land og eftir að veiða 187 þúsund lestir af kvótanum. Ástráður sagðist ekki vera í minnsta vafa um að loðnukvótinn næðist á vertíöinni. Hann sagðist spá því að hægt yrði að veiða loðnuna alveg fram í apríl. -S.dór Fynr 7.034 krónur á mánuði til Benidorm og Costa del Sol í mai og júni. Og þjónustutrygging í kaupbæti! Það er ótrúlega hagstætt að ferðast með Veröld til Benidorm og Costa del Sol í maí og júlí. Vaxtalausu raðgreiðslurnar okkar tryggja þér hagstæðustu afborgunarmöguleika sem fáanlegir eru á íslandi og gera öllum kleift að komast í fríið í sumar. Ein íslenskra ferðaskrifstofa bjóðum við þjónustutryggingu sem tryggir þér betri aðbúnað í fríinu. Okkar þekking er þér til góða og við biðjum barnafólkið að athuga hjá okkur bamaafsláttinn. BEMDORM EUROPA CEþiTER Ijölskyldustaðurinn á Benidorm 2 vikur í júní: 138.400,- samtals fyrir hjón með 2 börn COSTA DEL SOL BEMAL BEACH Frábær fjölskyldustaður 2 vikur í júní: 35.775,- f. manninn m.v. hjón m. 2 böm. * 5 fullorðnir í íbúð m/2 á Europa Center í 2 vikur í maí og júní með 6 mánaðarlegum greiðslum Barnaafsláttur Veraldar ber af! ffHBAMIflSTÖfllN AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 91-622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.