Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Page 12
12
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
Erlend bóksjá
í leit að skjóli
Bandaríska skáldkonan Mary
Gordon, sem hefur samiö þrjár
skáldsögur (Final Payments, Men
and Angels og The Company of
Women), fjailar fyrst og fremst
um samskipti barna og foreldra
og sambúö karls og konu í verk-
um sínum. í smásögum hennar
er lífið öörum fremur leit að skjóli
í köldum sviptivindum tilverunn-
ar.
Þetta er áberandi í „Temporary
Shelter", sem er fyrsta smá-
sagnasafn hennar. Hér leita sögu-
persónurnar skjóls meö einum
eöa öðrum hætti - ýmist hjá öör-
um svo sem foreldrum eöa ást-
vinum eða þá í lífslyginni sem
reynst hefur mörgum notadrjúgt
haldreipi.
En eins og í lífinu sjálfu varir
ekkert skjól að eilífu. Kaldur
veruleikinn, nakinn sannleikur-
inn, verður yfirleitt ekki umflú-
inn fyrr eða síðar. Og stundum
kann að reynast erfitt að finna
var á nýjum staö.
TEMPORARY SHELTER.
Höfundur: Mary Gordon.
Penguin Books, 1988.
THOMAS COBB
CAN 7EAROPE
ASOW© HS
KSAST AKP SR3F '
£
3UJES?
Gegnsósa
kántrísöngvari
Það er eins konar hefð fyrir því
að kántrísöngvarar, sem syngja
gjarnan um vesældarlegt líf og
dapurleg ástarmál, eigi að vera
óhamingjusamar fyllibyttur ef
ekki hreinir aumingjar. Þannig
fer þá saman viðfangsefniö í
mörgum söngtextunum og líf
kántrísöngvaranna sjálfra.
Bad Blake, söguhetjan í skáld-
sögunni „Crazy Hearf‘, er hefö-
inni trúr. Þetta er fyllibytta um
fimmtugt sem var eitt sinn all-
myndarleg stjarna á kántríhimn-
inum í Nashville, en hefur drukk-
ið frá sér frægö, fjórar eiginkonur
og flesta vini sína. Hann vinnur
sér inn fyrir næstu flösku meö
því að raula í keilusölum og á
öðrum eymdarlegum stöðum.
Spurningin er svo auðvitaö
hvort raularinn, sem hefur hjart-
að á réttum stað, nær að rísa upp
úr eymdinni og höndla ástina
sína í leiöinni.
Þetta er fyrsta skáldsaga höf-
undarins sem mun þekkja vel til
kántríheimsins vestra.
CRAZY HEART.
Höfundur: Thomas Cobb.
Penguin Books, 1989.
Y /r f r • • •• x
Lifanymjoró
Arthur C. Clarke og Stanley
Kubrick sköpuðu í sameiningu þá
merku kvikmynd: 2001: A Space Od-
yssey. Það var árið 1967 - löngu áður
en myndir um geimferðir urðu að
fjöldaframleiðslu tæknibrellara.
Clarke færði kvikmyndahandritið
að 2001 í skáldsögubúning. Nær ein-
um og hálfum áratug síðar samdi
hann framhald sögunnar: 2010: Od-
yssey Two. Og nú er þriðja sagan
komin á markað. Sú gerist einkum
árið 2061, sextíu árum eftir að ein
helsta söguhetja bókanna, dr. Hay-
wood Floyd, reyndi fyrst að ráða gát-
una um svarta steindrangann á
tunglinu.
í þessum sögum Clarkes er gengið
út frá því að æðri lífverur úti í geimn-
um hafi haft áhrif á viðgang mann-
lífs á jörðinni; hafi reyndar þróað
hugsandi menn úr villtum öpum.
Upprunalega sagan lýsir því þegar
menn fá fyrsta sinni um þetta vitn-
eskju. Þeir finna á tunglinu mikinn
svartan steindrang sem er miðill
boöa utan úr geimnum - boða sem
virðast koma frá Júpiter. Manninum
tekst þó ekki að leysa gátuna til fulis
í kvikmyndinn. í sögunni 2010 verða
menn svo vitni að miklum atburðum
við Júpiter sem aö lokum breytist í
sól. Og í nýjustu sögunni kemur
markmið og árangur þeirra umbrota
í ljós.
Þessar bækur Clarkes eru allar
mjög forvitnilegar enda er maðurinn
með afbrigðum hugmyndaríkur og
vel að sér um furður sólkerfisins. í
þessari nýjustu sögu rekur hann
hvernig líf þróast á Evrópu, einu
tungla Júpiters, fyrir áhrif þessara
ósýnilegu stjórnenda framþróunar-
innar sem nota svörtu steindrangana
til að koma vilja sínum í verk.
Hitt er svo annað mál að þessi bók
ber þess nokkuð merki að verið sé
að teygja lopann umfram það sem
efni standa til. Hún er þannig á engan
hátt jafnfrumleg og áhugaverð og
upphaflega sagan. Þótt bækur Clark-
es séu ávallt forvitnilegar veldur
þessi óneitanlega nokkrum von-
brigðum.
2061: ODYSSEY THREE.
Höfundur: Arthur C. Clarke.
Grafton Books, 1989.
Barist við írska skúrka
Tom Clancy sló í gegn svo um
munaði með fyrstu spennusögu
sinni, The Hunt for Red October.
Ástæðan var ekki síst sú hversu vel
honum tókst að þræöa saman tækni-
legar upplýsingar um hernaðarleg
máiefni og spennandi, trúverðuga
frásögn af eltingaleik í Atlantshaf-
inu.
Þeirri sögu fylgdi hann eftir með
Red Storm Rising. Þar var söguþráð-
urinn í stórkallalegra lagi en sagan
var engu aö síöur búin ýmsum sömu
kostum og fyrsta bókin.
í þriöju spennusögu sinni fer Clan-
cy út í aðra sálma. Söguhetja hans,
leyniþjónustumaðurinn Ryan, á hér
í höggi við írska hryðjuverkamenn
sem vilja koma honum og fjölskyldu
hans fyrir kattamef. Þeir telja sig
hafa til þess æma ástæðu: sem sé þá
að Ryan gerði að engu tilraunir
þeirra til að ræna breska ríkisarfan-
um og fiölskyldu hans. Fórst Ryan
þetta vel úr hendi einsömlum gegn
margvopnuðum hryðjuverkamönn-
um, enda aðlaöur fyrir vikið eftir að
hafa hresst upp á sálartetrið í Kalla
prinsi og sjarmeraö Elísabetu drottn-
ingin.
Clancy hefur hér sem fyrr kynnt
sér vel söguefnið. Hann skrifar af
þekkingu um írska hryðjuverka-
menn, hugsunarhátt þeirra og
vinnubrögð. Og söguþráðurinn er út
af fyrir sig spennandi þótt hann sé
harla lygilegur á köflum. Fer ekki
hjá því að hér skorti stundum það
jarðsamband sem gerði fyrstu
spennusögu höfundarins svo sann-
færandi.
PATRIOT GAMES.
Höfundur: Tom Clancy.
Berkley, 1988.
Metsölubækur
Bretland
Söluhœstu kiljurnar:
1. Tom Wolle:
THE BONFIRE OF THE VANITIES.
2. John Mortimer:
SUMMER'S LEASE.
3. Aeron Clement:
THE COLD MOONS.
4. Stephen Donaldson:
A MAN RiDES THROUGH.
5. Virglnla Andrews:
FALLEN HEARTS.
6. Arthur C. Clarke:
2061: ODYSSEY THREE.
7. Noel Barber:
THE WEEPINQ AND THE LAUGH-
TER.
8. Maeve Binchy:
FIREFLY SUMMER.
9. Dick Francis:
HOT MONEY.
10. Clive Barker:
CABAL.
Rit almenns eðlís:
1. Barry Lynch:
THE BBC DIET.
2. Rosemary Conley:
COMPLETE HIP & THIGH DIET.
3. Madhur Jaffrey:
FAR EASTERN COOKERY.
4. THE UTTERLY; UTTERLY AMUS-
ING.. .COMIC RELIEF BOOK.
5. Rosemary Conley:
HIP & THIGHT DtET.
6. P.J. O’Rourke:
HOLIDAYS IN HELL.
7. Michael Green:
THE BOY WHO SHOT DOWN AN
AIRSHIP.
8. Dlan Fossey:
GORILLAS IN THE MIST.
9. Christabel Bielenberg:
THE PAST IS MYSELF.
10. Farley Mowat:
WOMAN IN THE MIST.
(Byggt é Tha Sundsy Tlmes)
Bandaríkin
Metsöluklljur:
1. Larry McMurtry:
LONESOME DOVE.
2. Rosamunde Pllcher:
THE SHELL SEEKERS.
3. Judith Michael:
INHERITANCE.
4. Tom Wolle:
BONFIRE OF THE VANITIES.
5. Robin Cook:
MORTAL FEAR.
6. Nelson DeMille:
THE CHARM SCHOOL.
7. Jonathan Kellerman:
THE BUTCHER’S THEATER.
8. Anne Tyler:
THE ACCIDENTAL TOURIST.
9. Wllliam Dlehl:
THAI KORSE.
10. Dick Francis:
HOT MONEY.
11. Eric Can Lustbader:
ZERO.
12. Joan Collins:
ROCK STAR.
13. Danielle Steel:
KALEIDOSCOPE.
14. Toni Morrison:
BELOVED.
15. D.C. Fontana:
VULCAN'S GLORY.
16. Stephen King:
THE TOMMYKNOCKERS.
Rit almenns eðlis:
1. D.J. Trump/T. Schwartz:
TRUMP: THE ART OF THE
DEAL.
2. Bernie S. Siegel:
LOVE, MEDICINE & MIRACLES.
3. Gwenda Blalr
ALMOST GOLDEN.
4. M. Scott Peck:
THE ROAO LESS TRAVELEO.
5. James Gleick:
CHAOS.
6. Paul Kennedy:
THE RISE AND FALL OF THE
GREAT POWERS.
7. Joseph Campbell, Bill Moyers:
THE POWER OF MYTH.
8. Tom Peters:
THRIVING ON CHAOS.
9. Joseph D. Plslone/R. Woodley:
DONNIE BRASCO: MY UNDER-
COVER LIFE IN THE MAFIA.
10. James M. McPherson:
BATTLE CRY OF FREEDOM.
11. Ann Rule:
SMALL SACRIFICES.
(Byggt é N«w Yort Times Book Rovlsw)
Danmörk
Metsölukiljur:
1. Herbjörg Wassmo:
HUDL0S HIMMEL. (1).
2. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERENE. (3).
3. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN. (2).
4. Jean M. Auel:
HESTENES DAL. (4).
5. Isabel Allcnde:
ÁNDERNES HUS. (5).
6. Milan Kundera:
TILVÆRELSENS ULIDELIGE
LETHED. (7).
7. Richard Adams:
PIGEN I GYNGEN. (9).
B. Leil Davldsen:
UHÆLUGE ALUANCER. (10).
9. Klrsten Thorup:
HIMMEL OG HELVEDE. (8).
10. Isabel Allende:
KÆRLIGHED ÚG M0RKE. (6).
(Tölur Innsn svlgs tékna röft bókpr vlkunn
é undan. Byggt á Polltlken Sandag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
AERON CLEMENT
- I HE
Hetjusaga
greifingja
Öllum á óvart hefur skáldsaga
um greifingja, sem eru rándýr af
maröarætt, óröið metsölubók í
Bretlandi. Þetta er The Cold Mo-
ons eftir Aeron Clement, mikinn
áhugamann um náttúrvemd.
Hann fór að skrifa söguna þegar
hann varð að láta af störfum sem
forstjóri fyrirtækis af heilsu-
farsástæðum. Clement fylgist ná-
iö með þeim dýrum sem lifa villt
í Carmarthenshire í Wales, þar
sem hann bjó til dauöadags í jan-
úar síöastliðnum. Honum fannst
mannskepnan ofsækja dýrin, al-
veg sérstaklega greifingjana, og
samdi söguna til þess að vekja
athygli á vanda þeirra.
í The Cold Moons lýsir Clement
flótta hóps greifingja undan
veiðimönnum sem eru staðráðnir
í að útrýma þeim vegna ótta um
að þeir beri með sér smit sem
reynist húsdýrum hættulegt.
Eins og í bestu dýrasögum gefur
hann einstökum greifingjum
sterk persónueinkenni og -vekur
bæði samúð og spennu hjá les-
andanum.
THE COLD MOONS.
Höfundur: Aeron Clement.
Penguin Books, 1988.
Karlmannslausar
íkuldaogtrekki
Sally Burton hefur fram til
þessa einkum unnið sér það til
frægðar aö vera ekkja drykk-
felldrar kvikmyndastjörnu, Ric-
hard Burtons, sem lést árið 1984.
En nú hefur hún látið til sín taka
á nýju sviði: samið sína fyrstu
skáldsögu.
í þessari frumraun sinni á sviði
skáldsagnagerðar fiallar Saily
Burton á gamansaman hátt um
tvær konur, Lovísu og Kötu, sem
búa í sama fiölbýlishúsi en þekkj-
ast þó ekki. Báðar verða þær við-
skila við sambýhsmenn sína eftir
margra ára sambúð og eiga erfitt
með að jafna sig á því. Þær reyna
þó að vinna bug á karlmannsleys-
inu, fyrst sín í hvoru lagi en síöan
sameiginlega eftir að þær kynn-
ast. Þótt þær hafi ekki erindi sem
erfiði í því efni, komast þær stöll-
ur brátt aö raun um aö þær eiga
bara vel saman og geta haft það
huggulegt karlmannslausar.
THE BARREN PATCH.
Höfundur: Sally Burton.
Penguin Books, 1989.