Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 27
27 LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. Hinhliðin Gunnar Þórðarson telur Sophiu Loren vera faliegustu konu sem hann hefur séð. Stefni að því að verða eldri - segir Gunnar Þórðarson hljómlistarmaður Gunnar Þórðarson hljómlistar- maður tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fjórða sinn í ár. Að þessu sinni er Gunnar með lagið Sóley sem Katla María og Björgvin Halldórsson syngja. Gunnar telur að fyrirkomulag keppninnar í ár sé mun síðra en undanfarin ár. „Það á að gefa öllum kost á að vera með sem vilja,“ segir hann. „Auk þess heföi það skapað meiri stemn- ingu og þar af leiðandi skemmti- legra fyrir landann." Gunnar sagði að lag sitt væri rólegt með miUi- tempói, eins og hann oröaði það. Þegar hann var spurður hvort hann myndi vinna keppnina var svarið: „Ábyggilega ekki. Ég vona bara að fólk hafi gaman af þessu.“ Gunnar Þórðarson sýnir á sér hina hliöina að þessu sinni. Fullt nafn: Gunnar Þórðarson. Fæðingardagur og ár:4. janúar 1945. Maki: Toby Herman. Börn: Ég á fimm börn á aldrinum frá átta mánaöa upp í tuttugu og eins árs. Bifreið: Toyota Corolla árgerð 1988. Starf: Hljómlistarmaður. Laun: Upp og ofan. Ég vinn tarna- vinnu líkt og sjómenn. Áhugamál: Tónlist, lestur góðra bóka, sérstaklega ævisagna, kvik- myndir og ferðalög. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Þrjár tölur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að fara út að ganga og geri það oft. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Hanga og gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Japanskur mat- ur finnst mér mjög góður en sjálfur er ég ekki góður í því að elda mat. Uppáhaldsdrykkur: Appelsínusafi. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Maradona. Uppáhaldstímarit: Keyboard og Economist. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Þær eru margar en ætli ég segi ekki Sophia Loren. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Andvígur. Hvaða persónu langar þig- mest að hitta? Brian Wilson. Uppáhaldsleikari: Dustin Hoffman. Uppáhaldsleikkona: Jane Fonda. Uppáhaldssöngvari: Steve Wonder. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Gor- batsjov. Hlynntur eða andvígur hvalveiðum íslendinga: Hlynntur. Hlynntur eða andvígur bjórnum: Mér er nokkuö sama um hann. Hlynntur eða andvígur veru varn- arliðsins hér á landi: Andvígur. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Eg horfi ekki mikið á sjónvarp en ætli ég horfi ekki meira á Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer mjög sjaldan út að skemmta mér en ætli ég nefni ekki veitingahúsið Óperu. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ég stunda lítið íþróttir en ég held með ÍBK. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Verða eldri. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég hef ekki tekið sumarfrí í þrjú ár. -ELA FYLLINGAREFNL Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýrnun, frostþítt og þjappast vel. Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. ;i m&émmwmr». Sævarhöfða 13 - sími 681833 BLIKK-LJÓS Á LÖGREGLUBIFREIÐAR Tilboö óskast í 24 stk. forgangsbúnað (þver-ljós m/tilheyrandi á þak bifreiða). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboðum skal skila á skrifstofu vora eigi síðar en kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 30. mars nk. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 - SÍMI 26844 Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Breyting á landnotkun ,,Víkingssvæðis“ á Réttarholti Tillaga að landnotkunarbreytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 er hér með auglýst samkv. 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964. Svæðið, sem er á horni Hæðargarðs og Réttarholts- vegar, staðgr. r. 1.817.4, breytist úr útivistarsvæði í íbúða- og útivistarsvæði vegna fyrirhugaðra bygg- inga ibúða aldraðra. Uppdráttur og greinargerð verða til sýnis hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl. 8.30-16.00 alla virka daga frá mánudegi 13. mars til mánudags 24. apríl 1989. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.15 mánudag- inn 8. maí 1989. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3 105 Reykjavík I) á morgun, 12. mars, frá kl. 13-18 í húsi lækna- og tannlæknadeildar að Vatnsmýrarvegi 16 HÁSKÓLI ÍSLANDS býður alla lands- menn velkomna til kynningar á starfi sínu. í samvinnu við aðra skóla er sérstök áhersla lögð á að kynna framhalds- skólanemum hinar ýmsu námsleiðir innan Háskólans sem utan, hérlendis og erlendis. Kynningarnefnd Háskóla íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.