Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 14
14
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Sorp og skolp á vergangi
Losun á sorpi og skolpi hefur lengi verið til skammar
á höfuðborgarsvæðinu. Nánast engin vinnsla hefur ver-
ið á úrgangsefnum, síðan Reykjavíkurborg gafst upp á
framleiðslu skarna í sorpeyðingarstöð í Ártúnshöfða.
Og nýjustu ráð til úrbóta hafa reynzt umdeilanleg.
Komið hefur í ljós, að sameining skolps í stórar dælu-
stöðvar hefur hingað til gert illt verra við strendur höf-
uðborgarinnar. Volgt og ósalt skolpið vellur úr útfalls-
rörunum 50 metra frá landi og stígur upp á yfirborð
sjávar, þar sem það myndar víðáttumikla flekki.
í hvassviðri fýkur skolpið síðan aftur upp á land, svo
sem gerzt hefur nokkrum sinnum í vetur. Heilbrigðis-
yfirvöld sveitarfélaga og ríkis virðast ekki enn hafa tek-
ið eftir þessum vanda og hafa komið meira eða minna
af flöllum, þegar þau háfa verið spurð um hann.
Einnig hefur komið í ljós, að svokallaðar hreinsunar-
stöðvar, sem settar hafa verið upp við Kirkjusand og
Skúlagötu, eru í rauninni ekki neinar hreinsunarstöðv-
ar, heldur fyrst og fremst söxunarstöðvar og dælustöðv-
ar. Þannig hefur blekkingu verið haldið á lofti.
Borgaryfirvöld verja sig með því að segja, að eftir fög-
ur ár verði útstreymi skolpsins komið 400 metra frá
landi í stað 50 metra. Þetta sé afar dýrt verk, svo sem
upp á eina Öskjuhhðarkringlu eða ráðhús. Meiri til-
kostnaður muni koma niður á lífskjörum borgarbúa.
Gegn þessu má fullyrða, að það sé í þágu hfskjara
borgarbúa að fara dýrari leið, ef hún nær betri ár-
angri. Lagt hefur verið til, að borgin setji upp alvöru
skolphreinsistöð úti í Engey. Það er langtum dýrara en
borgin er nú að gera, en gæti leyst vandann að mestu.
Ekki er betra ástandið í sorphirðu höfuðborgarsvæð-
isins. Ruslhaugarnir í Gufunesi hafa lengi verið til há-
borinnar skammar. Nú er ætlunin að setja upp stöð, er
flokki sorp í grófum dráttum og bindi það í bagga, sem
verði urðaðir með tiltölulega snyrtilegum hætti.
Margir telja, að fyrirhuguð sorpböggun sé of gamal-
dags í samanburði við miklu nákvæmari flokkun, sem
komið hefur verið á í sumum nágrannalöndum okkar.
Er böggunin þó spor í. yétta átt, því að hún skilur tré
og málma frá sorpinu og gerir kleifa. endurvinnslu.
Aðalvandinn er, að svæðisbundin andstaða hefur
komið í veg fyrir, að sorpböggunin og sorpurðunin verði
á heppilegustu stöðunum, böggunin í nágrenni Rauða-
vatns og urðunin á Kollafjarðarsvæðinu. Er því málið
að komast í ógöngur í Hafnarfirði og Krýsuvík.
Bent hefur verið á, að sorpböggun á Hellnahrauni í
Hafnarfirði sé ofan á einu af mestu og beztu grunn-
vatnssvæðum landsins. Það sé óskynsamlegt, því að
vatn sé ein dýrmætasta auðlind íslands og gæti senni-
lega orðið mikilvæg útflutningsafurð í náinni framtíð.
Þegar hafa menn áhyggjur af vatnsskorti vegna mik-
illar þenslu í fiskeldi á strönd Reykjanesskaga. Fiskeld-
isstöðvar nota mikið af fersku vatni. Farið er að tala
um, að stofna þurfi vatnsverndarfélag og takmarka
fjölda stöðvanna vegna skorts á heppilegu vatni.
Vel getur verið, að sorpböggun spilli ekki neðanjarð-
arvatni. En talsmenn hennar hafa ekki sett fram neinar
sannfærandi röksemdir um það. Yfirvöld í Hafnarfirði
vilja stöðina, meðal annars af því að hún flýtir upp-
byggingu iðnaðarsvæðis á hinu sama Hellnahrauni.
Þótt vandamál sorps og skolps séu nú tekin fastari
tökum en aður á höfuðborgarsvæðinu, er ástæða til að
efast um, að nógu hart sé gengið fram í umhverfisvernd.
Jónas Kristjánsson
Úlfaldalest undir kornklyfjum kemur inn í Kabúl eftir veginum milli höfuðborgarinnar og Jalalabad. Matvæla-
skortur í borgunum er viða mikill.
Atlaga að Jalalabad til að
útlagastjóm komist heim
Fyrir mánuði var brottflutningi
Sovéthers frá Afganistan að Ijúka.
Um þær mundir efndu stjórnmála-
leiðtogar andspyrnuhreyfmganna
sjö, sem myndað höfðu bandalag
gegn hemámsliðinu og skjólstæð-
ingum þess, til hefðbundainnar,
afganskrar ráðgjafarsamkomu sem
nefnist shura í bækistöðvum sínum
í Pakistan. Skyldi shura samkvæmt
upphaflegu áformi standa í þrjá
daga og ljúka með einingu land-
flótta Afgana um útlagastjórn.
Raunin varð að flokkadrættir og
illdeilur gerðu að verkum að shura
stóð með hléum í hálfan mánuð,
og leiddi berlegar í ljós en nokkru
sinni fyrr, hve sundurleitar and-
spymuhreyfmgarnar eru. Sjö
hreyfingar múslíma af trúflokki
shiíta með bækistöðvar í íran neit-
uðu að sækja shura, vegna þess að
þeir töldu skipuleggjendur í Pakist-
an af trúflokki súnnía ætla sér allt-
of lága fulltrúatölu. Þar á ofan
gengu fulltrúar hreyfinga, sem
stefna að veraldlegu ríki í Afganist-
an að átökum loknum, út af fundi
shura um skeið, vegna ágreinings
við hreyfingar heittrúarmanna,
sem gera vilja landið að trúarríki,
íslömsku lýðveldi.
Erjur andspyrnuhreyfinganna á
shura í Pakistan urðu vatn á myllu
Najibs hershöfðingja og stjómar
hans í höfuðborginni Kabúl. í stað
þess aö þeir spádómar rættust, að
stjómin þar og her hennar leystust
upp jafnskjótt og Sovétmenn væru
á bak og burt, tókst Najib að stappa
stálinu í sína menn. í stað borgara-
legrar ríkisstjórnar er komið 20
manna herráð með Najib í forsæti.
Vopnum hefur verið útbýtt til tug-
þúsunda félaga i stjórnarflokkn-
um, Lýðræðisflokki alþýðu í Afg-
anistan. Þá efndi Najib til sam-
komu ættflokkahöfðingja af yfirr-
áðasvæði stjómarhersins og hafði
þar þann meginboðskap aö flytja,
að úr því erlendur her væri horfmn
úr landinu bæri Afgönum að láta
af bræðravígum og setjast að samn-
ingaborði um friðsamlega lausn
ágreiningsmála og endurreisn
stríðseyddra byggða.
Útlagastjórnin, sem mynduö var
á endanum á shura í Pakistan, er
skipuð leiðtogum andspyrnuhreyf-
inganna sjö sem bækistöðvar hafa
þar í landi. Hún hefur leitað eftir
yiðurkenningu en hvergi fengið.
Áköfustu stuðningsmenn banda-
lagsins, svo sem Pakistan, Banda-
ríkin og Saudi Arabía, segjast ekki
geta viðurkennt bráðabirgðastjóm
þess fyrr en hún sé tekin til starfa
á afgönsku landi. Bandaríkjastjórn
hefur meira að segja neitað að láta
bráðabirgðastjómina fá í hendur
dreifingu vopnabirgða, sem hún
lætur í té til afnota fyrir skæruher-
ina innan Afganistans, sem einu
nafni nefnast mujahedin. Skipting
bandarískra vopnasendinga milli
þeirra verður áfram í höndum
leyniþjónustu Pakistanhers.
Þessar ástæöur liggja til að
skæruherimir hafa nú lagt til höf-
uðatlögu gegn einni af stærri borg-
um í Afganistan, Jalalabad. Þar
væri tilvalið aðsetur fyrir bráða-
birgðastjórnina. Jalalabad er rúma
100 km frá landamærunum að Pa-
kistan og stendur á aðalleiðinni
milli Khyberskarðs viö þau landa-
mæri og Kabúl.
Hernaðarstaðan í Afganistan er
nú þannig að her stjórnar Najibs
heldur öllum helstu borgum og
ræður miklu af norðurhéruðunum.
Erlendtíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Mujahedin hafa aðeins eitt sinn
tekið héraðshöfuðborg, Kunduz í
fyrra, en hörfuðu þaðan aftur eftir
rán og hervirki. Hefðbundin aðferð
í innanlandsátökum í Afganistan
er ekki að leggja til stóratlögu að
borgum heldur halda þeim í
herkví, þar sem setuhðið gengur
smátt og smátt umsáturshernum á
hönd. Með því er eyðileggingu og
blóðsúthellingum haldið í lág-
marki.
Atlagan að Jalalabad nú er því
talin runnin undan rifium pakis-
tönsku herforingjanna sem sjá
mujahedin fyrir vopnum og griða-
staö. Pakistanska herstjórnin ótt-
ast að langvinn innanlandsátök í
Afganistan breiðist með tímanum
yfir landamærin til Pakistans. Þar
dvelja þrjár milljónir afganskra
flóttamanna, og tækju andspyrnu-
hreyfingarnar að berjast innbyrð-
ist myndi þess gæta í flóttamanna-
byggðunum. Þar að auki eru ætt-
bálkatengsl yfir landamærin, svo
pakistanskir borgarar gætu fljótt
dregist inn í sllk átök. Loks er á
þaö að líta að heimfór flóttafólks
til Afganistans getur aðeins átt sér
stað ,að vorlagi. Þá eru síðustu for-
vöð að gróðursetja í von um upp-
skeru sem nægi til vetrarforöa.
Fréttamenn í Pakistan hafa eftir
kunnugum mönnum í herstjóm-
inni þar og sendimönnum erlendra
ríkja í Islamabad að talið sé að í
her stjórnarinnar í Kabúl séu um
100.000 manns og 30.000 vopnaðir
flokksmenn að auki. Sovétmenn
hafa búið hann vel að vopnum, þar
á meðal flugvélum. En baráttuk-
jarkur óbreyttra liðsmanna er
óviss, taki herinn aö fara halloka.
í liðsveitum mujahedin em.álitin
vera 50.000 manns að staðaldri und-
ir vopnum og tveir eða þrír tugir
þúsunda að auki sem taka þátt í
bardögum þegar mikið er tahð við
Uggja.
Vopnabúnaði mujahedin er mjög
misskipt. Leyniþjónusta pakist-
anska hersins hefur hlaöið undir
Gulbuddin Hekmatjar, foringja
einnar hreyfingar heittrúarmanna.
Var ætlun Zia, fyrrum einræðis-
herra í Pakistan, að efla Gulbuddin
til valda í Afganistan með öllum
ráðum.
Bandarískir fréttamenn segja að
fulltrúar Bandaríkjastjórnar í Pak-
istan hafi komið því til leiðar að
forgangur Gulbuddins að vopnum
og fé sé ekki jafnyfirgnæfandi og
áður, en þó hljóti menn hans enn
Qórðung allra bandarískra vopna-
sendinga.
Mujahedin sveitir háðar Gulbuddin
eru einmitt fiölmennar í héraðinu
umhverfist Jalalabad og eiga sem
því svarar mikinn þátt í umsátinni
um borgina. En það gerir líka að
verkum að vera má að vörnin reyn-
ist harðari en ella. Sveitir Gulbudd-
ins hafa gert sér að reglu að taka
enga fanga heldur drepa jafnharð-
an hvern þann stjómarhermann
sem þær ná á sitt vald. Vitneskja
um þetta hvetur ekki menn í setu-
liðinu í Jalalabad til að hlaupast
undan merkjum einn og einn né
gefast upp hópum saman.
Þegar brottflutningi Sovéthers
frá Afganistan lauk skoraði Sovét-
stjórnin á þá bandarísku að beita
áhrifum sínum til að stuðla aö frið-
argerð milli stríðandi afla í
landinu. Bush forseti tók lítt undir
þessa beiðni, og ljóst er aö Banda-
ríkjastjóm hyggst öllu til kosta að
efla mujahedin til sigurs. Það sést
best af að þeir fá í hendur banda-
rísk hátæknivopn fyrstir erlendra
manna.
Stinger eldflaugin, sem einn mað-
ur skýtur af jörðu niðri, gerði mik-
inn usla í þyrluflota Sovétmanna í
Afganistan. Nú hefur Bandaríkja-
stjóm sent þangað glænýtt vopn,
sem miðað er utan úr himingeimn-
um.
Þetta er sprengjuvarpa með 120
millímetra hlaupvídd. Bandarískur
fréttamaður, nýkominn frá muja-
hedin í Afganistan, sagði í breska
útvarpinu BBC í vikunni að hann
teldi að þessu vopni væri beitt í
umsátinni um Jalalabad.
Sprengjuvörpunni má miða af
ótrúlegri nákvæmni, svo ekki
skakkar nema fáum metrum á
margra kílómetra færi. Galdurinn
við þessa nákvæmu miðun er sá
að hún fer fram með milligöngu
gervitungls eftir digitalunnu korti
í höndum skyttunnar. Atriði varð-
andi gerð þessa vopns hafa til þessa
verið meðal best varðveittu hern-
aðarleyndarmála í Bandaríkjun-
um. Nú er það sent til Mið-Asíu ef
verða mætti til að gera flugvöllinn
við Jalalabad ónothæfan og ein-
angra þar með setuliöið í borginni
gersamlega frá umheiminum.