Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 16
16
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
Vísindi
Konur ljúga meira en karlar
Lengi hefur verið vitað að sumt
fólk er haldið sjúklegri löngun til að
segja ósatt. Lygunum er þá beitt við
öli tækifæri og oft algerlega að tilefn-
islausu. Flestir nafntoguðustu lygar-
ar sögunnar hafa verið karlar en ný
rannsókn sýnir að þessi sjúkdómur
leggst miklu oftar á konur.
Lygar eru algengar hjá fólki sem
hefur orðið uppvíst að glæpum. Ný-
lega voru þúsund ungir afbrotamenn
rannsakaðir sérstaklega í leit að
sjúklegari þörf fyrir að segja ósatt.
Um 10% karla í hópnum reyndust
haldin lygaþörfmni en 25% af konun-
um.
Við nánari rannsóknir á fólki sem
ekki hefur brotið af sér kom svipuð
niðurstaða í ljós: Sjúkleg lygaþörf er
algengari hjá konum en körlum. Sál-
fræðingamir sem stóðu að rann-
sókninni leita nú að skýringum á
þessu án þess að finna nokkra sem
getur talist örugg.
Yfirleitt er lygaþörf rakin til áhrifa
frá uppeldi. Þessi þörf kemur sterk-
ast fram hjá þeim sem hafa fengið
strangt uppeldi og lent í útistöðum
Algengara er að konur séu haldnar sjúklegri lygaáráttu en karlar.
við foreldra sína. Lygarar eru líka
oft gáfaðri en fólk er flest en hafa
ríka þörf fyrir að upphefja sjálfa sig.
Þessi einkenni skýra þó ekki hvers
vegna lygaáráttan leggst ekki jafnt á
bæði kynin. Líffræðilegar skýringar
hafa engar fundist þannig að sál-
fræðingarnir hallast helst að því að
erfiðleikar í uppeldi leggist þyngra á
konur en karla. Konurnar séu við-
kvæmari og því hafi áfóll í æsku
dýpri áhrif á þær en karlana.
Molar
Rörtil
gámaflutninga
Meðan Japanir og Þjóöverjar
vinna að smiöi ofurhraðlesta,
sem ná allt að 500 kílómetra
hraða á klukkustund, hafa Sovét-
menn fengið aöra hugmynd um
þungaflutninga á landi.
Þeir gera nú tilraunir með gríð-
armikið rör sem á að flytja gáma.
Gámamir era reknir áfram af
þrýstilofti. Þessi tækni hefur
lengi verið notuð tii að koma
skjölum og smáhlutum milli
staða innanhúss en ekki til flutn-
inga á stærri hlutum.
Tilraunir era þegar hafnar með
þennan flutningsmáta í Sovét-
ríkjunum. Flutningakerfið sem
þeir ætla að koma upp á að geta
flutt um þrjár milljónir tonna á
ári. Enn hefur ekki verið skorið
úr hvort þessi aðferð er hag-
kvæmari en flutningar með lest-
um en vonir standa til að svo
reynist.
Plastogpappír
í einnota úr
Japönsk ' rafeindafyrirtæki
keppa nú grimmt um stöðugt
vaxandi markað fyrir einnota úr.
Hugmyndin er að vísu gömul og
einnota úr hafa veriö framleidd
um árabil. I Japan hefur hug-
myndin þó verið útfærð á nýjan
hátt og mun ódýrari en áöur hef-
ur tekist.
Nýju úrin eru gerð úr plasti og
pappír. Verðið er mjög lágt enda
era úrin fjöldaframleidd í prent-
vél. Úrverkið sjálft er úr plasti
og því er komið fyrir á pappírs-
armbandinu um leið og það er
prentað í öllum regnbogans lit-
um.
Vinber stynja þegar þau vantar
vatn.
Vínber
hrópaávatn
Þegar vínber þjást af vatnss-
korti gefa þau frá sér hljóð. Stun-
ur þeirra era aö visu ekki á sömu
tíðni og þau hljóð sem manns-
eyrað greinir en hljóðin koma
greinilega fram á mælitækjum.
Hijóð vinbeijanna eru eins kon-
ar smellir með rpjög hárri tíðni.
Taliö er að hljóðin stafi af örs-
máum loflbólum sem myndast í
æðum plantnanna þegar þær fá
ekki nægilegt vatn.
Þessi uppgötvum kemur vin-
bændum aö góðum notum því
með réttum búnaði geta þeir
hlustað eftir vatnsþörf vinbeij-
anna. Hljóðin má nota til aö stýra
sjálfvirku úðunarkerfi sem vö-
kvar plöntumar þegar þær kalla
eftir vatni.
Aralvatnið
að gufa upp
Aralvatnið í Sovétríkjunum var
eitt sinn fjórða stærsta vatn í heimi
en það hefur nú hrapað niður up
mörg sæti. Árið 1960 náði það ynr
nærri 64 þúsund ferkílómetra en nú
hafa 27 þúsund ferkílómetrar þomað
upp. Það er land á stærð við fjórðung-
inn af íslandi.
Helsta ástæðan fyrir þessu er að
ánum, sem runnu í vatnið, hefur að
stórum huta verið veitt annað og þær
notaðar í áveitur. Á ökrunum gufar
vatnið upp og kemur aldrei í Aral-
vatnið sem einu sinni var áfanga-
staður þess. Landið í næsta nágrenni
viö vatnið þomar nú óðum upp og
er að breytast í eyðimörk.
Yfirborð vatnsins hefur lækkað um
13 metra frá árinu 1960 og saltmagn-
ið í því hefur þrefaldast. Landið, sem
komiö hefur undan vatninu, er þakið
salti. Þar þrífst enginn gróöur og salt-
ið fýkur um með vindum og leggur
sífellt stærra svæði í auðn. Saltfokið
er talið skipta tugum þúsunda tonna
á ári.
Um hundraö kílómetra breitt belti
við norður- og austurströnd vatnsins
er orðið að auðn vegna ágangs salts-
ins og vitað er að salt frá vatninu
hefur borist um þúsund kúómetra.
Festar fisktegundir sem vora í vatinu
era nú útdauðar. Fyrir þremur ára-
tugum höfðu um 60 þúsund manns
lifibrauð sitt af veiðum úr Aralvatni
en nú er enginn íbúi eftir í mörgum
fiskveiðibæjum á bökkum þess.
Vísindamenn segja að um næstu
aldamót verði ekkert eftir af vatninu
nema lítill saltpollur. Úr þessu virð-
ist fátt geta komið í veg fyrir að það
gufi upp því landbúnaðurinn í ná-
grannahéraöunum þarf til sinna
nota allt vatn sem rennur í nágrenn-
inu. Helsti möguleikinn virðist vera
sá að leiða vatn um langan veg frá
Síberíu en það er óhemju dýr lausn.
f vegginn með
vekj araklukkuna
Átt þú erfitt með að vakna á morgn- þig langar mest til að þruma vekjara- að sofa? Ef þessi löngun grípur menn
anna? Kemur það ekki oft fyrir að klukkunni í vegginn og halda áfram á hveijum morgni - og svefnpurkan
lætur efdr henni - þarf að end-
umýja vekjarakiukkuna daglega og
það er of dýrt gaman.
Þjóðverjar hafa því hannað nýja
gerð af vekjaraklukkum sem eru
búnar þeim ágæta kosti að eigandinn
getur grýtt hávaðaseggnum í næsta
vegg af öllu afli án þess að á sjái.
Gripurinn er meira að segja gæddur
þeim eigninleika að erfitt er að
stöðva hringinguna nema með því
að kasta klukkunni í eitthvað fast.
Slík tilþrif nægja yfirleitt til að vekja
flesta.
Vinsælasta afbrigöið af nýju vekj-
araklukkunni er í laginu eins og fót-
bolti. Svörtu dílamir á boltanum eru
í sambandi við sjálft úrverkið og
stöðva hringinguna við þrýsting. Ef
slegið er duglega á boltann hættir
hlukkan að hringja. Flestir vakna við
barsmiðina.
Þeir sem ekki era hrifnir af fót-
Vísindi
Þannig hefur Aralvatnið verið að
dragast saman siðustu áratugina.
Um aldamótin verður það horfið.
bolta geta vahö sér aöra bolta. Vekj-
araklukkan hefur veriö sett í golf-
kúlu en minni má boltinn helst ekki
vera. Handboltar og tennisboltar eru
líka vinsælir.
Framleiðandi vekjaraklukkunnar
sinnir líka sérþörfum. Sumum verð-
ur fyrst hugsað til yfirmannsins 1
vinnunni þegar þeim gengur illa að
vakna. Fyrir þá er gerö sérstök brúða
í mynd yfirmannsins og klukkunni
komið fyrir í henni. Svefnpurrkum-
ar geta þá byijaö daginn á að níðast
hrottalega á yfirmanni sínum.
Þeir era líka til sem vilja sparka
konunni sinni út úr rúminu þegar
þeir vakna. Fyrir þá býður klukku-
smiðurinn eftirlíkingar af eiginkon-
um svo hægt sé að hlífa þeirri sem
er af holdi og blóði. Ef þannig stend-
ur á er hægt að fá eiginmenn með
sama búnaði.