Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. Keyrði eins og vélin þoldi - segir björgunarmaöurinn og aflakóngurinn, Siguijón Óskarsson í Eyjum „Þaö fyrsta sem ég hugsaði var að koma mér af stað. Við vorum ný- hættir að draga og vorum að búa ckkur undir að halda sjó um nóttina. Hann spáði stormi. Ég var nýbúinn að gefa upp tilkynningaskylduna þegar skipstjórinn á Jóni Gíslasyni VE hringdi í farsímann. Hann vissi að ég var á þessum slóðum og sagði að Nanna ætti í erfiðleikum. Sjálfur heyröi ég aldrei neyðarkall." Það er Sigurjón Óskarsson, skip- stjóri á Þórunni Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum, sem er að segja frá aðdragandanum að björgum áhafn- arinnar á Nönnu VE. Björgunin hef- ur að vonum vakið mikla athygli og þá ekki síður að þetta er í fjórða sinn sem Sigurjón stjórnar björgun á mönnum úr sjávarháska. Þungur sjór og slæmtútlit „Eftir að boðin komu var sett á fulla ferð eins og vélin þoldi að snú- ast,“ heldur Sigurjón áfram. „Það var lens - suðaustanbræla - sem þó fór vel á. Þetta flýtti fyrir okkur. Við sáum Nönnu aldrei í radar en ég náöi að tala við Leó, bróður minn. Þeir á Nönnu voru þá að fara í björg- unargallana. Hann sagði að útlitið væri slæmt og viö komum okkur saman um að þeir færu í bátana. Þeir gátu ekkert gert, sjórinn þungur og báturinn kominn aö því að sökkva. Þeir sáu ljós á bátnum hjá okkur og héldu fyrst að það væri togari því að við gætum ekki verið komnir svo nærri. Ég átti líka von á að lengra væri í bátinn og var ekki búinn að kveikja á kösturunum þegar þeir sáu til okkar. Eftir að þeir sáu ljósið skutu þeir upp rauðu fallhiífarblysi úr björgunarbátnum. Þá sáum við hvar þeir voru. Við komum fyrst að björgunar- hring sem ghtti á í sjónum og héldum að væri maöur í flotgalla. En það var enginn í hrignum. Við héldum áfram og komum fljótlega að björgunar- bátnum. Það voru tveir í opinu á bátnum og við báðum þá að vera rólega, þetta færi allt vel. Björgunin tókst lika vel enda er ég með úrvals- mannskap þar sem hver þekkir ann- an. Sumir eru búnir að vera með mér í nærri tvo áratugi. Við getum unnið saman orðalaust." Erfiðarmínútur milli vonar og ótta „Við sáum Nönnu aldrei og myrkrið var það mikið að þeir sáu bátinn ekki sökkva eftir að þeir voru komnir í bátana. Þeir sáu Nönnu síð- ast á hhðinni og þá vantaði um tvo metra í að möstrin næmu í sjó. Eftir það sáu þeir neyðarlýsinguna stutta stund og þá hvarf báturinn. Þeir voru i töluverðri hættu meðan báturinn var að sökkva og þeir ekki komnir í bátana. Það var líka heppni að við vorum svona nærri. Næsti bátur hefði verið þrjá klukkutíma á slysstaðinn. Ég átti alveg eins von á að ástandið væri alvarlegt þegar við næðum á staðinn. Það mátti búast við öllu því að við vissum ekki hvernig þeim hefði gengið að komast frá borði. Þegar farsíminn datt út benti það til að báturinn væri farinn niður og eft- ir það var keyrt mihi vonar og ótta. Þetta var erfiður tíma og mikil spenna þessar mínútur. Léttirinn var hka mikih þegar við sáum blysið á lofti því að þá vissum við að í það minnsta einhveijir væru á lífi. Það voru gerðar ráðstafanir til að fá þyrlu en það gekk ekki enda veður slæmt og annað sjóslys vestur á Breiðafirði. Vestmannaeyjaradíó gerði einnig ráðstafanir tíl að senda báta úr Eyjum en það er löng sigling. Það eru að vísu tveir hraðskreiðir björgunarbátar í Eyjum en þeir geta ekkert keyrt í sjólagi sem þessu. Lán- iö var að við vorum aðeins fáeinar mílur í burtu.“ Tuttugu og sjö mönnum bjargað Þegar Eyjamenn eru spurðir um Sigurjón eru svörin öll á einn veg: „Þetta er traustur náungi.“ Þeir lýsa honum líka sem rólegum manni, yfirveguðum og svolítið spaugsöm- um. Vestmannaeyingar hafa þó lítið af honum að segja í daglegu lífi og skýringin er sú að „hann er alltaf úti á sjó“. Eins og aðrir aflamenn er hann manna harðastur við sjósókn- ina. Sigurjón og menn hans á Þórunni Sveinsdóttur hafa alls bjargað 27 mönnum úr sjávarháska. Hann dró netabátinn Katrínu VE af strandstað í Meðallandsbug. Þar var föðurbróir hans skipstjóri og með honum þrír menn þegar báturinn náðist á flot. Hinir voru komnir í land. Björgun Katrínar vakti mikla athygli og þótti djarflega að verki staðið. Árið 1974 bjargaði Sigurjón ellefu mönnum af Bylgjunni RE þegar hún sökk viö loðnuveiðar undan Suður- ströndinni. Enn var Sigurjón fyrstur á vettvang með mönnum sínum þeg- ar eldur kom upp í humarbátrium Jóhönnu Magnúsdóttur árið 1983. Þar björguðust fimm menn. Af Nönnu björguðust síðan sjö menn nú á þriöjudagskvöldið. Lánsemi Sigurjóns við björgun þykir ganga kraftaverki næst en sjálfur segist hann ekki eyða tíma í að hugsa um orsakir sem engin leið er að finna. „Tilviljun ræður sjálf- sagt mestu en ég vh ekki neita að æðri máttarvöld geti hagað málum svona,“ segir hann þegar gengið er eftir skýringum. „Mistök" að vera á staðnuin Thvhjanir - eða eitthvað annað - áttu líka sinn þátt í að áhöfnin af Nönnu bjargaðist. „Ég hafði verið 30 milum austar með netin og var nýbú- inn að færa þau vestur á kantinn við Kötlugrunnið," segir Sigurjón. „Bróðir minn, sem er skipstjóri á Bylgjunni VE, hafði verðið þar áður en færði sín net vestur fyrir Eyjar þegar fréttir bárust af fiskiríi þar. Ég var að hugsa um að fara þangað líka en gerði það ekki án þess að ég geti sagt af hverju ég hætti við. Það er tilvhjun sem ræður þessu.“ ,Ég hélt að það væri fiskur við Kötlu- grunnið en fékk svo ekki kvikindi þar. Ég veðjaði rangt á fiskinn eins og oft gerist en ef ég heföi ekki látið netin fara þama þá hefði Nanna ver- ið ein við Kötlugrunnið. Ég veit svo sem ekki hvort þetta er bara thvhjun eða hvort eitthvað annað ræður. Ég vil í það minnsta ekki neita því aö eitthvað annað geti ráðið en um það er erfitt að fullyrða. Mig óraði alls ekki fyrir þessu þegar ég lagði netin. Áður en ég fór í þennan róður heimsótti Leó mig og okkur bræður sem eru skipstjórar hér í Eyjum. Ef hla hefði farið mátti segja að hann hefði komið til að kveðja okkur. Þannig er hægt að leika sér við að lesa úr atvikunum eftir á en ég eyði ekki miklum tíma í að hugsa um þessa hluti. Ég er rólegur yfir þessu öhu - tek því sem að höndum ber og reyni að gera mitt besta.“ Ein skýringin á því að hve oft Sig- urjón hefur bjargað mönnum úr sjávarháska er sú að hann sækir sjó- inn stíft og er jafnan með seinustu mönnum í land. Sigurjón ber ekki á móti þessari skýringu. „Þegar þetta gerðist voru flestahir Eyjabátar komnir í land,“ segir hann „Við vor- um á úthegu og höfum haldið sjó þar sem netin eru hverju sinni. Þessi slys hefur þó ekki alltaf borið að í slæmu veðri þannig að tilviljanirnar ráða held ég meiru.“ Tilkynninga- skyldanhefur engum bjargað Sigurjón segir að þegar skipskað- ar verða eins og þegar Nanna fórst komi Tilkynningaskylda Slysa- vamafélagsins að engum notum. „Tilkynningaskyldan hefur reyndar aldrei bjargað nokkmm manni,“ seg- ir Sigurjón. „Við hana er notuð rás 16 sem á að vera alþjóðleg neyðar- bylgja. Ég vil þó fuhyrða að 80% af flotanum hlusta aldrei á þá bylgju vegna þess að þar er aldrei þögn. Menn koma inn á bylgjuna rétt til að tilkynna sig og slökkva svo. Þetta er með öllu gagnslaust og sjálfur tók ég ekki þátt í skyldunni í mörg ár. Þá komu þeir frá Slysa- varnafélaginu og báðu mig að vera með því ég væri sá eini sem ekki svaraði. Ég er enn mjög gleynrinn á að th- kynna mig en það væri hægt að vekja okkur sauðina upp á neyðarbylgj- unni ef einhver entist til að hlusta á hana vegna hávaða. Það er gallinn á kerfinu að menn gera það ekki. Ég er ekki á móti skyldunni sem slíkri en skipulagsins vegna er hún gagnslaus. Hún er líka mjög seinvirk þannig að ekkert fréttist af bátstapa fyrr en aht er um seinan. Þetta kerfi reyndist gagnslaust þegar Hehiseyin fórst hér við Eyjar. Sama var þegar Hafrún frá Eyrarbakka fórst. Þá var ekkert gert fyrr en lík fannst rekiö og þegar búið var að finna út hver það var. Strandstöðvar, eins og hér í Eyjum, gegna hins vegar miklu hlutverki þegar óhöpp verða á sjó. Án þeirra gæti verið erfitt að koma boðum á mihi og svo reyndist nú þegar Nanna fórst. Farsíminn er líka mikið örygg- istæki." Glæfralegar breytingar á bátnum Nanna var í eigu Leós bróður Sigurjóns. Báturinn kom nú eftir áramótin úr gagngerum endurbótum í Póhandi. „Það er greinilegt að þess- ar breytingar voru veiki punktur- inn,“ segir Sigurjón. „Mér þannst það óneitanlega glæfralegt að sjá hvað báturinn var siginn í sjó og lágt upp í dráttarlúgurnar. Það hafa ein- hverjir útreikningar verið vitlausir því að báturinn átti að vera mun hærri í sjó. Síðan voru í skutnum tankar fyrir sjö þúsund lítra af olíu og það var of mikið. Hönnunin var ekki eins og upphaflega var ætlað og báturinn lá illa við brotum að aftan. Ég hef sjálfur lent í því að fá sjó inn um lúgur og var þá nærri búinn að missa bátinn. Ég veit hvað þetta er veikur punktur á þessum bátum. Svona yfirbyggðir bátar fara tæplega niður nema sjór fari inn um lúgurn- ar. Það sést best á loðnuskipunum hvaö hægt er að leggja á yfirbyggða báta. Hlaðnir eru þeir algerlega á kafi. Eins og sjólagið og tíðin hefur verið hér viö Eyjar nú á loðnuvertíðinni hefur oft mátt þakka fyrir að loönu- bátamir kæmust til hafnar eins og þeir eru hlaðnir. Ég hef heyrt í þeim „Ég hef ekki þurft að hvarta undan i hljóðið þegar þeir eru að reyna að komast að landi með aht á kafi. En þetta er veiðimannaeðlið í okkur. Það er hugsað um það eitt að komast með sem mest th hafnar." Aflakóngur og þrælahöfðingi Þórunn Sveinsdóttir er að einum þriðja í eigu Sigurjóns en hina hlut- ina á faðir hans, Óskar Matthíasson. Þeir eru báði kunnir aflamenn. Óskar varð fjórum sinnum aflakóng- ur og Sigurjón hefur náð þeirri tign tíu sinnum. „Jú, þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur,“ segir Sigurjón þegar talið berst að aflasældinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.