Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Page 15
tm 33/J/ !I flUD/.(I3/-.0UA.I
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
M
15
Viðhorf manna til þess hvað sé
eðlilegt og sjálfsagt mótast gjarnan
af því umhverfi sem þeir búa við.
íslendingar lifa og starfa í þjóð-
félagi þar sem frelsi til að hafa
skoðanir og láta þær í ljósi er orð-
inn hversdagslegur veriúeiki. Þess
vegna frnnst okkur jafnsjálfsagt og
að draga andann að sérhver ein-
staklingur geti tjáð hug sinn um
nánast hvað sem hann lystir opin-
berlega. Jafnframt fordæmum við
ótæpilega þá stjómarhætti í öðmm
löndum þar sem slík mannréttindi
era fótum troðin.
„Ég er andvígur því sem þú segir
en ég mun veija upp á líf og dauða
rétt þinn til að halda þvi fram,“
sagði Voltaire. Mikilvægi skoðana-
frelsisins hefur sjaldan verið und-
irstrikað betur en með þessum orð-
um hins franska heimspekings sem
fékk sjálfur að kynnast því hversu
iila valdsmenn þola yfirleitt að sjá
andstöðu við sig á prenti.
Voltaire gerði sér grein fyrir því
að mannlegt frelsi er forsenda
hamingjuríks lífs. En honum var
einnig ljóst að slíkt frjálsræöi
heyrði til undantekninga á þeim
tímum sem hann lifði. Reyndar
blöskraði honum svo ásigkomulag
mannlífsins í þá tíð að honum varð
eitt sinn að orði að hann óttaðist
það allra mest að jörðin væri geð-
veikraspítali alheimsins.
veldi ráðskuðust með þjóðir íslams
eins og geldneyti. Við slíkt mótlæti
er gjarnan leitað huggunar í
trúnni. Enda fór það svo að barátta
þjóða múshma fyrir sjálfstæði og
sjálfsvirðingu varð nátengd endur-
reisn trúarinnar.
Af þeim sökum þykir valdhöfum
ríkja eins og írans líka vel henta
að bera fyrir sig merki íslams til
þess að sameina þjóð sem á ekkert
sameiginlegt nema fátækt, hörm-
ungar - og trúna.
Guðlast hér og þar
Hitt er svo annað mál að of-
stæki í trúarlegum efnum er ekkert
séreinkenni íslams. Flest trúar-
brögð eiga sér ofstækisfiúla dýrk-
endur sem þola hvorki gagnrýni
né frávik frá hinum, að þeirra mati,
eina rétta boðskap.
Ýmsir kristnir menn, sem telja
BibUuna hafa að geyma heUög orð
guðs engu síður en músUmar Kór-
aninn, era jafhviðkvæmir fyrir því
sem kaUast guðlast.
Þessa má enn sjá merki í íslensku
hegningarlöggjöfinni. Þar segir:
„Hver sem opinberlega dregur dár
að eða smánar trúarkenningar eða
guðsdýrkun löglegs trúarbragðafé-
lags, sem er hér á landi, skal sæta
sektum eða varðhaldi."
Þetta er ekki dauður lagahókstaf-
í fjötmm ofstækisins
Frelsi er forréttindi
Þótt leiðin sé löng frá átjándu
öld Loðvíks fimmtánda tfi tuttug-
ustu aldar íslamska klerksins Kó-
meinýs á þessi granur Voltaires
enn frekar rétt á sér nú en þá. Það
frelsi, sem við teljum jafnnauðsyn-
legt hveijum manni og Voltaire
gerði, telst enn tU forréttinda.
Mestur hluti heimsbyggðarinnar
býr við ófrelsi og kúgun, ýmist póU-
tiska eða trúarlega, nema hvort
tveggja sé.
Flest lönd Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku era þannig eins
og vin í eyðimörk ófrelsisins. En
jafnvel þar er mannréttindum
stundum vikið til hUðar af hand-
höfum valdsins og skósveinum
þeirra. Hversu skammt er ekki síð-
an herfjötur ofstækisins drap sum
svoköUuð menningarsamfélög
Vesturlanda í dróma villimennsk-
unnar? Það er vart mannsaldur
síðan sumar þær þjóðir, sem hvað
helst stæra sig nú af frelsi og lýð-
ræði og virðingu fyrir rétti mann-
eskjunnar, steyptu mannkyninu út
í óhugnanlegustu ógæfu sögunnar.
Þessi reynsla ætti að minna okk-
ur á að frelsið er sem viðkvæmt,
fágætt blóm sem auðveldara er að
rífa upp en rækta. Það á ekki síst
við um frelsið tíl að mynda sér
skoðanir og láta þær í ljósi á opin-
berum vettvangi.
Ofstæki íslams
Á okkar dögum eru bækur enn
bannaðar og brenndar. Fylgjendur
ísiams brenna Satansversin.
Stjómvöld í löndum þar sem íslam
hefur sterk ítök banna útgáfu bók-
arinnar. En sum einkafyrirtæki í
lýðræðislöndum kippa einnig að
sér höndum: hætta ýmist við að
selja bókina eða að gefa hana út.
Það er ekki nýtt að ofstækismenn
banni eða brenni bækur sem þeim
er í nöp við. Þótt sumir vilji kenna
slíkt háttalag við miðaldir tíðkast
bókabrennur og bókabönn enn í
dag, jafnvel í svokallaðri háborg
lýðréttindanna, Bandaríkjunum.
Að ekki sé minnst á að fyrir aðeins
um fimmtíu árum vora bækur
ýmissa höfuðsnillinga heimsbók-
menntanna hrenndar á báli í sum-
um stórborgum Evrópu við mikinn
fógnuð þátttakenda og áhorfenda.
Það er nefnilega viða grunnt á of-
stækinu.
En Kómeiný hefur gengið skrefi
framar. Hann hefur hvatt sanntrú-
aðra múslíma til þess að taka höf-
und bókarinnar Satansversin af lífi
fyrir guðlast. Kristnir Vestur-
landabúar, einnig þjóðir sem fyrir
skömmu, sögulega séð, kyntu elda
helfararinnar miklu, undrast eðli-
lega slíka viliimennsku. Og það allt
út af einhverri skáldsögu, jafnvel
þótt hún fjalli um Múhameð og
Abraham og hina heilögu bók ís-
lams, Kóraninn.
Trú og stjómmál
Trúarþörfin hefur fylgt mann-
inum frá myrkum árdögum. Trú-
arbrögðin era svar við þeirri innri
þörf mannsins. Hún er gjarnan
mikilvægur þáttur daglegs um-
hverfis einstaklingsins allt frá fæð-
ingu. í flestum þjóðfélögum gengur
Laugardags-
pistill
Elías Snæland
Jónsson
aðstoðarritstjóri
trúin í arf frá einni kynslóð til ann-
arrar. í hinum fijálsari ríkjum er
trúin öðra fremur persónulegt mál
hvers og eins. En viða er trúin
einnig pólitískt afl. Það á við um
kristna trú fyrr á öldum og reyndar
enn í mörgum kaþólskum löndum.
Og það á við um íslam.
Stjómmálamenn hafa gjaman
beitt trúnni fyrir sig til að ná póli-
tískum markmiðum. Fyrr á öldum
mátti vart greina á miÚi hins and-
lega og veraldlega valds í Evrópu-
ríkjum. Trúin þjónaði þá ríkjandi
valdastétt. Lúterska siðbótin var
ekki síður stjómmálaleg en trúar-
leg og leiddi til heiftarlegra póli-
tískra átaka og umbyltinga. Og enn
í dag beisla ýmsir stjómmálamenn
á Vesturlöndum þá orku sem felst
í trúarhita kristinna manna til að
knýja vagn sinn til póhtískra
áhrifa.
Endurreisn íslams
í ljósi sögunnar þarf enginn að
undrast þá samtvinnun trúar og
stjómmála sem birst hefur svo ljós-
lega í andstöðu múslíma við Sat-
ansversin - né heldur hversu stór-
yrt og tilfinningaþrungin mótmæl-
in era.
Múhameð var hæði andlegur og
veraldlegur höfðingi. Múslímar
trúa því bókstaflega að hann hafi
fært .þeim orð guðs í Kóraninum.
Sú eingyðistrú, sem Múhameð boð-
aði, ýtti eldri trúarbrögðum til hlið-
ar. Kóraninn varð ekki aðeins trú-
arleg forskrift að daglegu lífi
múslíma heldur einnig pólitískt
sameiningartákn. Undir merki ís-
lams reis á sögulega séð örskömm-
um tíma eitt af voldugustu og
merkilegustu stórveldum sögunn-
ar. Það teygði arma sína frá Ind-
landi í austri til Spánar í vestri,
stóð langtum ffamar kristnum evr-
ópskum samfélögum í menningar-
legu tilliti og átti merkan þátt í að
varðveita fyrir heimsbyggðina
foman hellenskan menningararf.
Þegar stórveldi múslíma hrundi
fylgdi í kjölfarið lángt tímabil
hnignunar og sundrungar sem full-
komnaðist í niðurlægingu ný-
lendutímans þegar evrópsk stór-
ur. Þvert á móti var þessum lagaá-
kvæðum beitt fyrir fáeinum árum.
Þá var eigandi Spegilsins dæmdur
í sekt fyrir að hafa birt guðlast í
blaðinu. Sá dómur var staðfestur
af Hæstarétti.
Á síðustu árum hafa orðið jafnvel
heiftarlegar deilur um meint guð-
last í skáldverkum hér á landi.
Hver man ekki eftir fárviðrinu sem
geisaði um Félaga Jesú hér um
árið og náði alla leið inn í sali Al-
þingis? Og skemmst er að minnast
þess að saksóknara þótti ástæða til
að láta fulltrúa sinn skoða sérstak-
lega kvikmyndina „Síðustu freist-
ingu Krists“ áður en hún var sýnd
hér á landi til þess að ganga úr
skugga um að þar væri ekki á ferð-
inni guðlast í skilningi íslenskra
laga.
Með þetta í huga hlýtur sú spum-
ing að vakna hver yrðu viðbrögð
valdhafa hér á landi ef íslenskur
höfundur tæki sig til og skrifaði
um Jesú Krist og Biblíuna með
hliðstæðum hætti og gert er um
Múhameð og Kóraninn í Satans-
versunum. Auðvitað yrði höfund-
urinn óhultur með líf og limi, enda
um þijár aldir síðan hætt var að
dæma menn til dauða á íslandi fyr-
ir guðlast. En það kæmi vissulega
á óvart ef mál yrði ekki höfðað gegn
höfundinum samkvæmt ákvæðum
hegningarlaganna um guðlast.
Við hljótum að sjálfsögðu að
styðja einarðlega rétt Salmans
Rushdies til að segja skoðun sína á
prenti og mótmælum afdráttar-
laust hótunum múslíma í hans
garð. En um leið er okkur hollt að
líta í eigin barm.
Elías Snæland Jónsson