Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 38
54
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
LífsstOI
Páskaferðir innanlands:
Farið tii Akureyrar, Þórsmerkur,
Snæfellsness og ísafjarðardjúps
Ýmsir hugsa sér til hreyfings um
páskana. Ferðamöguleikar innan-
iands eru í sjálfu sér óþrjótandi þó
þeir geti verið háðir færð á vegum
að einhverju leyti þar sem páskarnir
eru snemma í ár. Heimsóknir til ætt-
ingja og vina, feröir í sumarbústaði,
skíðaferðir, vélsleða- og jeppaferðir
upp um fjöll og firnindi og svo mætti
iengi telja af því sem hægt er að taka
sér fyrir hendur.
Þeir sem vilja fara í skipulagðar
páskaferðir innanlands annaðhvort
á vegum Flugleiða, Útivistar eða
Ferðafélagsins geta valið um margs
konar ferðir.
Arnarflug er ekki með neinar
skipulagöar helgarferðir en mun
fljúga til allra áfangastaða félagsins
um páska eins og venja er og fjölga
ferðum ef þörf er á. Flugfélagið tekur
að sér að bóka hótel fyrir fólk á
áfangastöðum sínum ef óskað er.
--—
Skíðaferð til Akureyrar er einn ferðamöguleikinn innanlands um páskana. Fimm daga ferð, innifalið flug, gisting
í fjórar nætur og aðgangur að skíðaiyftum, kostar tæpar 30.000 þúsundir fyrir tvo.
t Fermingargjöfin í ár:
Enskunám í Englandi
Það hefur færst mjög í vöxt á síö-
ustu árum að fermingarbörnum hef-
ur verið gefið tungumálanámskeið í
Bretlandi í fermingargjöf.
Á sama tíma hefur fólki, á öllum
aldri, fjölgað sem heldur til Bretlands
til að bæta við tungumálakunnáttu
sína. Málaskólar í Bretlandi eru
mýmargir og flestar ferðaskrifstofur
hafa umboð fyrir einhverja slíka. Það
er einnig hægt að fara á eigin vegum,
til dæmis er hægt að fá í breska
sendiráðinu upplýsingar um mála-
skóla í Englandi og hringja svo sjálf-
ur í skólana. Með því móti er hægt
að spara þá þóknun sem ferðaskrif-
stofumar taka fyrir viðvikið.
Fermingamar hefjast um næstu
helgi og því ákváð DV að skoða að-
eins hvað enskunámskeiðin kosta.
Lágmark tvær vikur
Lengd námskeiðanna er mjög
Á kortinu má sjá hvað fjögurra vikna dvöl í tungumálaskóla í Englandi kostar fyrir fermingarbarn. Innifalið í verði
er: fiug, gisting á einkaheimili, fullt fæði, 15-25 tíma kennsla á viku og akstur til og frá flugvelli.
Skíðaferðir til Akur-
eyrar og ísafjarðar
Flugleiðir verða með skíðaferðir
til Akureyrar og ísafjarðar um pá-
skana eins og venja er. Flug, gisting
í tvær nætur og lyftugjald kostar í
Akureyrarpakkanum 9.897 krónur
fyrir manninn sé gist í tveggja
manna herbergi, aukanóttin er á 2000
krónur fyrir manninn. Sams konar
pakki til Isafjarðar kostar 9.269 krón-
ur og aukanóttin kostar það sama
og á Akureyri.
Leikhúsferð til Akureyrar kostar
10.897 krónur fyrir manninn, inni-
falið er flug og tveggja nátta gisting
í tveggja manna herbergi.
Feröir
Helgarpakki til Egilsstaða og
Homafjaröar er á 9.019 krónur og
aukanóttin er á 1.380 krónur.
Helgarferð frá Akureyri, Egilsstöð-
um, ísafiröi til Reykjavíkur kostar í
kringum 9000 þúsund krónur sé mið-
að við sömu forsendur og hér fyrir
ofan en hver aukanótt er á 1700 krón-
ur.
Það skal tekið fram að enn er nóg
af lausum sætum í öllum þessum
ferðum.
Ferðafélag íslands
Ferðafélagið hyggur á fjögurra
daga ferð á Snæfellsnes um páskana.
Lagt verður af stað á skírdag og þann
sama dag veröur ekið að Görðum í
Staðarsveit og gist þar. Öðrum degin-
um verður varið í göngu á Snæfells-
jökul. Þriðja deginum verður eytt í
skoðunarferð með ströndinni og
vestur fyrir Jökul og síðasta daginn
er svo haldið til Reykjavíkur. Þessi
ferð kostar 6.050 krónur.
Ferðafélagið skipuleggur tvær
ferðir í Þórsmörk og Langadal um
bænadaga og páska. Brottfor í fyrri
ferðina er á skírdag en í þá seinni á
laugardaginn fyrir páska. Haldið
verður tfl Reykjavíkur á annan í
páskum í báðum ferðunum. Fimm
daga ferðin kostar 4.750 en þriggja
daga ferðin kostar 4.050 krónur.
Skíðagönguferð
í Landmannalaugar
Brottfór er á skírdag en þá verður
ekið með farþega upp í Sigöldu en
þaðan ganga þeir 25 kílómetra leið á
skíðum yfir í Landmannalaugar og á
annan í páskum verður gengið til
baka sömu leið.
Dvalið verður þrjá daga í Land-
mannalaugum og verða skipulagðar
skiðagönguferðir um nágrennið alla
dagana. Þessi ferð kemur tfl með að
kosta 7.650 krónur.
Útivist
Útivist efnir tfl nokkurra ferða
um páskana. Brottför í lengri ferðir
félagsins er á skírdagsmorgun en í
þær styttri á laugardagsmorguninn.
Farið verður i þriggja og fm#m daga
ferð um Snæfellsnes og kdStar sú
styttri 4.700 og sú lengri 7.8$) krón-
ur. Hápunktur beggja ferðanna er
gönguferð á Snæfellsjökul, en einnig
verður boðið upp á styttri og lengri
skoðunarferðir um strendur og íjöll
Snæfellsnessins.
I Þórsmörk verður einnig farið í
þriggja og fimm daga ferðir. Og kosta
þær 5.700 krónur sú lengri en sú
styttri 4.450 krónur. Skipulagðar
verða gönguferðir um Mörkina alla
dagana.
Það er ágætis kostur aó sameina tungumálanám og sumartrí.
mismunandi þó er yfirleitt ekki gert
ráð fyrir að dvalið sé skemur en tvær
vikur en síðan er hægt aö vera eins
lengi og hver vill en verðið ræðst að
sjálfsögðu af þessum tveimur þátt-
um.
Yfirleitt dvelja þeir sem fara í mála-
skóla á einkaheimilum og eru þar
ýmist í hálfu eöa fullu fæði.
Þó eru nokkrar ferðaskrifstofur
sem bjóða upp á dvöl á heimavistar-
skólum, má þar til dæmis nefna
ferðaskrifstofuna Sögu sem býður
upp á dvöl í Buckswood skólanum
ásamt ferðskrifstofunni Úrval en
þeir bjóða upp á Beaumont sumar-
búðirnar sem staðsettar eru víðs veg-
ar um England.
Inni í skólagjaldinu eru yfirleitt
innifahn námsgögn. Mikið er lagt
upp úr hálfs- og heflsdags skoðunar-
ferðum um næsta nágrenni skólanna
en þær eru jafnframt innifaldar í
verðinu. Sem dæmi má taka að þeir
sem dvelja í Englandi eiga flestir
kost á dagsferð tfl London.
Nemendur úr öllum
heimshornum
Kennslustundir á viku eru yfir-
leitt 15-25, breytilegt eftir skólum,
auk þeirra er boðið upp á alls konar
fyrirlestra um breskt þjóðlíf ásamt
alls kyns íþrótta- og tómstundaiðju.
Ef óskað er koma fulltrúar frá skól-
unum og ná í nemendurna út á flug-
völl og sjá um að koma þeim á fyrir-
hugaðan áningarstað. Hins vegar
þarf að greiða fyrir þessa þjónustu
aukalega.
Námsdvöl á erlendri grund getur
verið ævintýri líkust. I skólunum
kynnast nemendurnir jafnöldrum
sínum frá öllum heimshornum og
eignast þannig vini úti um allan
heim.