Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. Sérstæð sakamál Edmund og Rosemarie Glaser gengu í hjónáband áriö 1957. Þá var hann tuttugu og eins árs en hún átján ára. Þau eignuðust börn og vegnaði allvel í lífmu. Þar kom, nær þremur ára- tugum síöar er börnin voru farin að heiman, að Rosemarie fékk starf ut- an heimilisins. Eftir það fór að halla undan fæti fyrir þeim hjónum og þar kom að örlagastundin í lífi þeirra rann upp. Glasershjónin bjuggu í smábænum Mömbris Hohl í sunnanverðu Vestur-Þýska- landi. Þar höfðu þau alið upp börn sín fjögur en fyrir um fimm árum voru þau öll flutt að heiman og þau hjónin, Edmund, sem var klæðskeri, og Rosemarie voru ein eftir á heimil- inu. Um hríö fannst Rosemarie lífið heldur einmanalegt en svo brá hún á það ráð að leita sér vinnu utan heimilisins og ekki leið á löngu þar til hún vildi sem minnst vera heima hjá sér. Þar kom svo að hún fór að koma seint heim á kvöldin og gaf hún manni sinum þá skýringu á því að hún væri farin að stunda leikfimi. Edmund kvartar Er svo hafði gengið um tíma fór Edmund aö hafa orð á því við konu sína hvort hún gæti ekki veriö meira heima við því heimilislífið væri ekki það sem það hefði verið áöur er hún var flestum stundum heima. Rosemarie tók þessum orðum manns síns illa og sagði að honum kæmi ekkert við hvernig hún lifði sínu lífi og þyrfti hún ekki að standa honum nein reikningsskil. Þá virtist hún lítt gefm fyrir félagsskap hans á vissum stundum og eitt sinn er hann spurði hana aö því hvort hann ætti ekki að koma meö henni er hún var að fara í bæinn kastaði hún til höfð- inu og sagði hvasslega að hann skyldi ekki vera að gera sér það ónæði. Edmund kvartar enn meira Edmund tók þessi orð nærri sér og nokkru síðar sagði hann Rosem- arie að sér þætti lífið orðið erfitt og óskemmtilegt og stundum langaði sig mest til þess að svipta sig lífi. „Það skaltu gera tafarlaust,“ svar- aöi Rosemarie þá. Edmund var lengi hugsi eftir þessi orð. Þannig talaði þá til hans konan sem hafði svo lengi búið með honum og börnum hans fjórum. Hvað var nú til ráða? Börnin höfðu veitt því athygli að ekki var allt með felldu á heimili for- eldranna. Óvinsamlegt samband þeirra fór ekki fram hjá þeim og þar kom að þau reyndu að tala um fyrir foreldrum sínum. Ökunnurmaður og handleggsbrot Móðir þeirra, Rosemarie, mun í fyrstu hafa færst undan að ræða málið en loks gaf hún þau svör að hún hefði í raun enga æsku átt. Hún hefði aðeins verið átján ára er hún gekk í hjónaband. Þá hefði henni löngum þótt lífið leitt. Edmund og þau börnin hefðu komið í veg fyrir að hún hefði getað „fundið sjálfa sig“. Eftir þetta mun börnunum hafa þótc ljóst að afstöðu móöur þeirra yrði ekki breytt. Nokkru síöar var Edmund lagður á sjúkrahús. Er hann var kominn þangað fluttist ókunnur maður inn á heimili þeirra hjóna og dvaldist þar í ijarveru hans. Það næsta sem gerð- ist var að Rosemarie handleggs- brotnaði og fór hún þá á heilsuhæli í Neðra-Bæjaralandi þar sem hún var 1 fimm vikur. Rosemarie snýrheim Er handleggsbrotið var gróið sneri Rosemarie heim. Þótti manni hennar þá sem hann bæri vart kennsl á hana, svo breytt þótti hon- um hún. Hún var nú nær aldrei Edmund Glaser, fyrir miðju, með þremur barna sinna. Eiginkonan fór sínar eigin leiðir Gröf Rosemarie Glaser. Hús Glaserhjónanna. heima og virtist eiga óteljandi erindi í bæinn. Og þegar hún var heima var hún nær stöðugt í símanum. Er þannig hafði gengið til um hríð fór hún aö heiman í þrjá daga og gaf þá skýringu að hún ætlaði í heim- sókn til vinkonu sinnar sem bjó í Schweinfurt. Nokkru eftir að hún kom aftur heim fór hún svo enn burt um hríð og í það sinn skýrði hún ekki frá því hvert hún væri að fara. Símhringingin Ekki hafði Rosemarie verið lengi að heiman í þetta sinn er óþekkt kona hringdi til Edmunds og sagði: „Þú veist vel aö konan þín heldur framhjá þér. Reyndar heldur hún við manninn minn. Þau kynntust á heilsuhælinu. Ég er hrædd um að við séum bæði aö sjá á eftir lífsforunaut- um okkar.“ Er hér var komið sögu hafði Rose- marie sagt lausu starfi sínu, án þess að segja manni sínum frá því, enda var hún þá byrjuð á undirbúningi brottflutnings af heimilinu og skiln- aðar. Er þau hjón hittust næst bað maður hennar hana um að reyna að „byrja upp á nýtt“ en hún svaraði þá kulda- lega að það væri ekki til neins að reyna slíkt. Edmund finnur lausn Er hér var komið þótti Edmund Glaser öll von úti. Þunglyndi hans hafði aukist og hann sá ekki lengur neina von í lífinu. Kona hans hafði farið fram á skilnað eftir langt hjóna- band og hann gat enga góða lausn eygt á vanda sínum. Loks komst hann að þeirri niðurstöðu að eina lausnin væri dauðinn. Hann ætlaði að drepa Rosemarie sem gerst hafði honum ótrú en ráða síðan sjálfan sig af dögum. Edmund undirbjó sig vel. Hann keypti þunga öxi sem hann faldi á heimilinu. Þá kom hann reipi fyrir í bílskúrnum en í því ætlaði hann að hengja sig er Rosemarie væri ekki lengur lífs. Kvöldið örlagaríka Dag einn, er vanlíðan Edmunds haföi verið óvenju mikil og brottfór konu hans nálgaðist, fór hann í langa gönguferð. Hann kom ekki heim fyrr en liðið var á kvöld. Þá settist hann inn í stofu, fór að horfa á sjónvarp og beið þess að kona hans færi að sofa. „Tilhugsunin um skilnaö var óþol- andi,“ sagði hann síðar. „Ég sat þarna í stofunni þar til Rosemarie var búin að slökkva ljósið í svefn- herberginu. Ég ætlaði að drepa hana í svefni því ég vildi ekki að hún þjáð- ist.“ Nokkru eftir miðnætti sá Edmund að ljósið logaði ekki lengur í svefn- herberginu. Þá sótti hann öxina og fór að undirbúa sjálfsmorðið í bíl- skúrnum. Edmund Glaser sló konu sína þrí- vegis í höfuðið með öxinni. Er hann sá að hún var látin gekk hann niður í eldhús og skrifaði á miða: „Ég varð að gera þaö. Hún var búin aö vera mér ótrú ...“ En í staöinn fyrir að fara út í bíl- skúr og hengja sig gekk hann að sím- anum og hringdi á lögregluna. Fjölskyldu- sorgarleikur Mál Edmunds Glasers var tekið fyrir í sakadómi í Aschaffenburg. Það leyndi sér ekki þegar í upphafi réttarhaldanna að sakborningurinn var illa haldinn. Hann talaði grát- klökkum rómi er hann lýsti því sem gerst haföi á heimili hans þann 29. september 1987, þremur áratugum eftir að hann og Rosemarie höfðu gengið í hjónaband. Það vakti strax mikla athygli hve mikla samúð Edmund fékk frá börn- um sínum fjórum. Þau mættu öll í réttinum þá þrjá daga sem um máliö var fjallaö. Það gerðu einnig ýmsir vinir Ed- munds frá Mömbris Hohl og margir úr þessum hópi lýstu yfir samúð sinni og kváðust geta skilið hvers vegna hann hefði gripið til þess ör- þrifaráðs að ráða konu sína af dög- um. Það vakti þó hvað mesta athygli að systir Rosemarie skyldi kyssa Ed- mund á kinnina í réttarsalnum. Dómurinn Ákæran á hendur Edmund Glas- er hljóðaði á morð að yfirlögðu ráði en við slíku afbroti liggur þung refs- Rosemarie Glaser. ing. Er leið á réttarhöldin varð þó æ ljósara hvers stuðnings þessi fimm- tíu og tveggja ára gamli klæðskeri naut hjá börnum sínum íjórum, ætt- ingjum og vinum. Reyndar fór hver á fætur öðrum úr þeim hópi þess á leit að Edmund yrði sýnd miskunn er að dómsupp- kvaðningu kæmi. Hann hefði veriö örvilnaður, þunglyndur og enga leið séð út úr þeim vanda sem aö steðj- aði. Þá hefði hann sagt, eftir að hann var búinn að gefa sig fram við lög- regluna, að hann hefði hætt við sjálfsmorðiö vegna þess að honum hefði orðið hugsað til barna sinna flögurra. Nóg væri komið þótt hann endaði ekki líf sitt í snöru og sæi þau aldrei framar en samband hans við börnin hafði verið gott. í réttinum lýstu börnin flögur yfir því, er þau voru kölluð í vitnastúku, að heimilislíf þeirra hefði verið mjög gott á meðan þau hefðu verið á heim- ihnu. Gáfu þau ýmsar lýsingar sem náðu yfir langt tímabil. Sögðust þau hafa átt góða æsku sem þau ættu góðar minningar um. Rosemarie hefði verið þeim kær- leiksrík móðir. Faðir þeirra hefði að vísu verið strangur en hefði þó alltaf sýnt þeim réttlæti. Svo fór að í sakadómi var tekið til- lit til þeirra óska um mildi sem börn Edmunds Glaser og nánustu vinir og ættingjar báru fram. Hann var dæmur fyrir manndráp, ekki morð. Dómurinn hljóðaði á níu ára fang- elsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.