Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR ll. MARS 1989. 47 Skák Þrumuleikur. Ef 19. - exd5, þá 20. Rf5 og hótar máti á g7 og biskupn- um, með vinningsstöðu. 19. - Rxd5 Eða 19. - Bxd5 20. exd5 og nú er ekki hægt að valda e6 með góðu móti. 20. Rxe6! g6 21. Rxd8 Dxd8 22. exd5 Hxc2 23. Habl Zsofla hefur unnið hrók fyrir riddara og á sigurvænlega stöðu. Hún heldur áfram að tefla vel og von bráðar vinnur hún annan skiptamun! 23. - Bh4 24. Dh3 Bc8 25. Bg4 Bxg4 26. Dxg4 Rxb3 27. g3 Be7 28. f5! a5 29. fxg6 hxg6 30. Dh3! Hxb2 31. Hxb2 a4 32. Hf2 Rc5 33. Hdfl f5 34. g4 Re4 35. Hg2 0,g Tsjernín gafst upp. Skák Jón L. Árnason Karpov í Linares Anatoly Karpov tókst ekki að komast upp að hlið Vassily Ivant- sjúks á stórmótinu í Linares, sem lauk um síðustu helgi. Karpov varð að láta sér vel líka jafntefli við Jan Timman í lokaumferðinni í 43 leikj- um. Ivantsjúk gerði jafntefli við Portisch í aðeins 15 leikjum og stóð einn uppi sem sigurvegari, með 7,5 v. úr 10 skákum. Karpov hreppti 2. sætið með 7 v. Jóhanni Hjartar- syni gekk afleitlega í seinni hluta mótsins, tapaði sex síðustu skák- unum og hafnaði í neðsta sæti. Sigur Ivantsjúks kom mjög á óvart, enda er hann aðeins 19 ára gamall. Það er heldur ekki á hveij- um degi sem einhver nær að skáka Karpov, sem á að baki fleiri móta- sigra en nokkur annar skákmeist- ari. Sl. laugardag sáum við vinnins- skák Karpovs gegn Jusupov, þar sem Karpov fléttaði laglega í mið- taflinu og tryggði sér unnið enda- tafl. Svo líflega tefldi Karpov þó ekki jafnan í mótinu. Flesta vinn- inga sína halaði hann inn í hróks- endatöflum, sem hann tefldi óað- flnnanlega. Lítum á hvernig hann lék Ljubojevic. Eftir staðlaða byrjun - uppskiptaaíbrigði drottningar- bragðs - verða stórfelld mr.nna- kaup. Karpov stýrir taílinu beint yfir í hróksendatafl, þar sem hann á greinilega betri stöðu vegna heil- brigðari peðastöðu. Framvindan verður skemmtileg, þegar Ljubojevic hyggst arka með kóng sinn yfir á drottningarvænginn, þar sem hann lendir skyndilega í háska. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Ljubomir Ljubojevic Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. e3 Rbd7 7. Bd3 Be7 8. Dc2 0-0 9. Rf3 He8 10. 0-0 Rf8 11. Habl Re4 12. Bxe7 Dxe7 13. b4 a6 14. a4 Bf5 15. Re5 Had8 16. Hfcl Rg6 17. Bxe4 Bxe4 18. Rxe4 dxe4 19. Rxg6 hxg6 20. b5 cxb5 21. axb5 Hd6 22. bxa6 bxa6 23. Da4 Dd7 24. Dxd7 Hxd7 Það er aðdáunarvert að fylgjast með því hvemig Karpov vinnur úr þessari stöðu. Péðastaða hans er afar traust og hann getur sótt að veikum peðum svarts. Fyrst bindur hann svörtu hrókana við að valda a-peðið og síðan fer kóngurinn í átt að e-peðinu. 25. Hc5 Ha7 26. Ha5 Kf8 27. Hb6 Hea8 28. h4 Ke7 29. Kh2 Kd7 30. Kg3 Kc7 31. Hb2 Hb7 32. Hc5+ Kb8 33. Ha2 He7 34. Kf4 Kb7 35. Hb2+ Ka7 36. Hc6! Kóngur svarts hefur farið erind- isleysu yfir á drottningarvænginn og nú er hann á flæðiskeri staddur. Hvitur hótar 37. Hhb6 a5 38. Hb5 o.s.frv. og ná a-peðinu. Ekki geng- ur 36. - Hb7, vegna 37. Hxa6+ Kxa6 38. Ha2+ og síðan falla peðin á kóngsvæng. 36. - Hh8 37. Ha2 a5 Ekki 37. - Hxh4+ 38. Kg3 Hh5 vegna laglegs samspils hvítu hrók- anna: 39. Hcxa6+ Kb8 40. Ha8 + Kc7 41. H2a7+ Kd6 42. Hd8+ Ke6 43. Ha6+ KÍ5 44. Hd5+ He5 45. Hxe5 mát! 38. Hxa5+ Kb7 39. Hca6 Hxh4+ 40. Kg3 Hh5 41. Ha7+ Kc6 Eina varnartilraunin. Hann ætl- ar að svara 42. H5a6+ með 42. - Hxa5. , 42. H5a6+ Kb5 43. Hxe7 Hg5+ 44. Kh2 Kxa6 45. Hxf7 Og Ljubojevic gafst upp. Peðin falla eitt af öðru. -JLÁ Bridge 5. Flugleiðir 105 6. Eiríkur Hjaltason 104 7. Modern Iceland 103 Spilamennska fellur niður mið- vikudaginn 8. mars vegna undan- keppni íslandsmótsins í sveita- keppni, en spilað verður 15. mars. Bridgefélag Breiðfirðinga Að loknum 42 umferðum af 55 hafa Anton R. Gunnarsson og Hjördís Eyþórsdóttir náð forystunni, en Hall- grímur Hallgrímsson og Sveinn Sig- urgeirsson eru ekki langt undan. Staða efstu para er þannig: 1. Hjördís Eyþórsd- Anton Gunnarsson 713 Hallgrímur Hallgrímss.- Sveinn Sigurgeirss. Halldór Jóhannesson- 689 Ólafur Jónsson Gestur Jónsson- 483 Friðjón Þórhallsson Daði Björnsson- 474 Guðjón Bragason Pétur Jónsson- 404 Sigurður Njálsson Þorsteinn Kristjánsson- 386 Guðjón Kristjánsson Ingibjörg Halldórsd- 372 Sigvaldi Þorsteinss. 371 Fimmtudagskvöldið 9. mars fellur spilamennska niður hjá félaginu vegna undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni, en áfram verður haldið þann 16. mars. Bridgefélag Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar: Lokið er aðalsveitakeppni félagsins og úrslit urðu þessi: 1. Trésíld 140 2. Kristján Björnsson 136 3. Aðalsteinn Jónsson 133 4. Eskfirðingur 119 5. Gísli Stefánsson 94 Næstu tvo þriðjudaga verður spiluö firmakeppni hjá félaginu. Bridgeféiag ísafjarðar Áætluð spilakvöld hjá BÍ1989 9.3. Tvímenningur 16.3. Tvímenningur, aðalfundur 23.3. Tvímenningur, páskaegg 30.3. Einmenningur 6.4. Einmenningur 13.4. Einmenningur 20.4. Sveitakeppni 21.4. Sveitakeppni 22.4. Sveitakeppni 23.4. Sveitakeppni 27.4. Tvímenningur 4.5. Tvímenningur 11.5. Tvímenningur 18.5. Hraðsveitakeppni 25.5. Hraösveitakeppni 26.5. Vestfjarðamót, sveitakeppni 27.5. Vestíjarðamót, sveitakeppni 28.5. Vestfjarðamót, sveitakeppni IþróttapistLll Ekki út í biáinn að krefjast afreka áhorfendur létu sig sjaldnast vanta í hallirnar. Fjölmenntu meira að segja í húsin í Reykjavík þar sem þeir hafa nú hins vegar ílestir snú- ið sér að öðrum hugðarefnum. Á blómaskeiðinu léku hér útlend- ingar sem kunnu margir hveijir ýmislegt fyrir sér í íþróttinni þótt sumir hafi sjálfsagt verið fremri í annarri iðju en þeirri sem markast við kappvöllinn. í fyrra lauk íslandsmótinu meö eftirminnilegri reisn og réð þar miklu ótrúlega spennandi einvígi milli Hauka og Njarðvíkinga. Fram að þeim leikjum höfðu þær raddir gerst háværar að nú væri svo kom- ið að hingað þyrfti útlendinga að nýju til að auka veg körfuboltans. Hvað olh því að þessar hugmynd- ir urðu undir á sjálfu ársþingi körfuknattleiksmanna er mörgum ráðgáta. Ófáa grunar hins vegar að ein- hver vorgalsi hafi hlaupið í mann- skapinn yfir þessum viðureignum Hauka og Njarðvíkinga og margir . hafi því séð vöxt íþróttarinnar í hillingum. Að mínum dómi er nú timabært að reyna aftur og kanna hvort koma útlendinga hleypi ekki þörf- um ferskleika i íþróttina. Körfu- boltinn hefur að mínum dómi verið í of miklum öldudal hin síðustu ár þótt hann búi við reisn í sumum byggðarlögum. Má nefna Suðurnesin og Sauðár- krók í því sambandi en þar er áhugi á iþróttinni gríðarlegur. Það er vonandi að áhugi á þessum stöðum endurspegh hug ahralandsmanna til körfuknattleiksins er fram líða stundir. En til að svo megi fara þarf breytingar. Jón Örn Guðbjartsson '1 Um helgina eru tvær þýðingar- miklar viðureignir í íslenskum handknattleik. Þá eigast við FH og SKIF Krasnodar annars vegar og Valur og Magdeburg hins vegar. Leikir þessir eru hður í Evrópu- mótunum í handknattleik en þar skipum við íslendingar gjarnan veglegan sess ár hvert þótt langt sé nú um hðið síðan viö lékum til úrshta. Það gerði mulningsvélin hér um árið með eftirminnilegum hætti. Nú er sú „maskína" óðum að færast í sitt fyrra form ef marka má afrek í neðri deildum. B-lið Vals, sem grundvallast á mulnings- vélinni gömlu, vann sinn riðil i þriðju deildinni fyrir nokkru og fær fyrir bragðið sæti í 2. deild á næsta leikári. En það er nú önnur saga. Valsmenn sterkir Ekki er að efa að áhorfendur ílykkjast á pallana um helgina hl að fylgjast meö þessum tveimur Evrópuleikjum. Þjóðin er enda al- sæl meö árangur sinna manna í Frakklandi og hana þyrstir sjálf- sagt í frekari frægðarverk á al- þjóðlegum vettvangi. Að mínu viti er ekki út í bláinn að kreíjast afreka af íslandsmeist- urum Vals í leikjunum tveimur gegn Austur-Þjóðveijunum. Lið Hhðarendapilta er grundvallaö á mörgum þeim frábæru leikmönn- um sem spiluðu til úrshta gegn Pólverjum nú nýverið í Frakk- landi. Varla er þvi veikan hlekk að finna í Valshðinu gangi landslið- skappinn Sigurður Sveinsson heill til skógar á sunnudag. Meira að segja markvörðurinn, Páll Guðnason, virðist ætla aö leysa Einar Þorvarðarson af hólmi nær hnökralaust þótt ef th vill sé of snemmt að spá fyrir um fram- göngu hans í erfiðum leikjum þegar reynslan getur ráðið úrslitum. Þungurróður Gera má ráð fyrir að róður FH- inga verði þungur gegn sovéska mótherjanum Krasnodar en Sovét- menn eiga nú bestu handknatt- leiksmenn heims. Hins vegar ber að líta á að fá lið spila jafnáhrifaríkan sóknarleik og Hafnfirðingar þegar sá gálhnn er.á þeim. Vörnina verður hins vegar að bæta. Liðið fékk á sig 27 mörk gegn vængbrotnum Víkingum nú í vik- unni og í tveimur leikjum gegn Baia Mare í Evrópukeppninni fyrr í vetur fékk hið unga lið á sig 58 mörk, þar af 39 í fyrri viðureign- inni. Ekki er að efa að Viggó Sigurðs- son, þjálfari FH-inga, hefur ráö undir rifi hverju og kann hann að finna réttu leiðina tii að leggja björninn að velli, jafnvel svo ræki- lega að lið Hafnfirðinga vinni sér áframhaldandi þátttökurétt í keppninni. Aukum litrófið Fyrir fáeinum árum stóð körfu- knattleikur í blóma hér á landi og Jón Kristjánsson mun hafa í mörg horn að líta um helgina en þá leikur lið hans, Valur, við Magdeburg frá Austur-Þýskalandi. FH-ingar spila við SKIF Krasnodar frá Sovétríkjunum. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.