Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. Sœlt veri fótkið!... Bnsski gít- arleikarinn Trevor Lucas, sem fyrr á árum var i f orystusveit breskra þjóðlagarokkara, lést fyrir skömmu í Ástraliu, 46 ára að aldri. Lucas, sem á sínum tíma var í Fairport Convention og Fotheringa, er talinn hafa látist af hjarta- slagi. Hann var giftur einni þekktustu þjóðlagasöngkonu Breta á árum áður, Sandy Denny, en hún léstsviplega 1978. Eftirþaðflutti Lucastil Ástralíu og fékkst við kvik- myndaframleiðslu undir það síðasta... Roliing Stones eru nú saman komnir á eyjunni Barbados til að hljóðrita enn eina hljómplötuna i safnið en hvenær gripurinn kemur út er ekki vitað enn... Það eru fleiri en bjórglaðir íslendingar sem opna nýja veitingastaði um þessar mundir. Bill Wyman, bassaleikari Rolling Stones i aldarfjórðung eða svo, opnar búllu í London og í aprii verð- ur staðurinn skreyttur ýmsu glingri frá fyrrgreindum ferli Wymans með Stones. Nafn búllunnar kemur kunnuglega fyrir sjónir Stones aðdáenda, eða Sticky Fingers. Og heimil- isfangið er 9 Philmore Gard- ens, Kensington... Bandaríski rokkarinn John Cougar Mell- ancamp sendir frá sér nýja plötu á næstunni og heyrst hefurað hann hafi valið henni nafnið Big Daddy. Sá hængur er þó á þessari nafngift að hljómsveitin fræga með sama nafni, Big Daddy, ku ekki vera yfir sig hrifin. Og sagan segir að mótleikur hennar í stöðunni haldi Cougar Mellancamp sig við nafnið Big Daddy, verði að nefna nýjustu plötu sina John Cougar Mellan- camp!... Svona nafnastrið þekkist úr poppinu frá fyrri tið; þegar David Bowie gaf út plötuna Low hér um árið svaraði Nick Lowesam- stundis með því að gefa út litla plötu með nafninu Bowil... Aðalsamkeppnin milli bandarískra útvarps- stöðva snýst nú um að upp- götva gömul Iftt þekkt lög og gera þau að smellum. Skýringin er sú að útvarps- stöð vestur i Kaliforníu lukk- aðist það á dögunum að koma nokkurra ára gömlu lagi i efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Þetta var lagið When l’m With You með Sheriff... sniðugt... -SþS- Nýjarplötur dv The Jeff Healey Band - See The light Með gítar í kjöltu Það væri synd að segja að gítar- leikarinn JeíTHealey og félagar hans hefðu verið áberandi í erlendum músíkblöðum. En það htla sem ritað hefur verið um þá er á einn veg: fram er komið tríó sem rétt er að leggja eyrun við. Og það eru ekki aðeins gagnrýnendur sem hrósa Healey og hljómsveit hans. Ekki er annað að sjá en að Stevie Ray Vaughan og BB King séu meðal aðdáenda. Og reynd- ar ekki að ástæðulausu. Á plötunni See The Light fer ekki á milii mála að Jeff Healey er vænsti blúsari sem kann öll brögöin til að fá rafgítarinn til að hljóma angurvært og trega- blandið þegar það á við og hvassan og ákveðinn þar sem það hentar. Hið ágætasta blúsrokk sem sagt, þótt ekki sé um nein tímamótatilþrif að ræða. Það er nefnilega ekki nóg að beita eyrunum einum til að átta sig á kost- um Kanadamannsins Jeffs Healey. Maður verður að sjá hann líka. Hea- ley hefur verið blindur frá því í frum- bernsku og því aldrei séð nokkurn mann leika á gítar. Hann fann því upp sína eigin tækni til að leika. Lét gítarinn hvíla í kjöltu sér og spilaði á hann eins og hljómborð. Með því móti náði hann upp tækni sem fáir eða engir geta leikið eftir honum. Lögin á See The Light koma víða að. Blue Jean Blues’ er til að mynda fengið að láni frá ZZ Top. John Hiatt á tvö. Meirihlutinn er þó eftir Jeff Healey sjálfan. Þokkalegustu laga- smíðar þótt lög annarra séu óneitan- lega minnisstæðari en þau frum- sömdu. Hitt skal hafa í huga að Jeff Healey er ungur enn og á áreiðanlega eftir að ná sér á strik sem lagahöf- undur ekki síður en gítarleikari. í því hlutverki stendur hann nú þegar framarlega og ef marka má orð starfsbræðra hans getur svo farið að hann standi fremstur sakir sinnar óvenjulegu tækni áður en langt um líöur. Fari svo að John Mayall og The Bluesbreakers nái góðri aðsókn á hljómleikum sínum í Reykjavík síðar í mánuðinum þá skora ég á tónleika- haldara að reyna að fá Jeff Healey og félaga til að koma í heimsókn og taka lagið. Þeir eiga, heyrist mér, ekkert síður erindi en Mayall. Menn eiga nefnilega ekkert endilega að þurfa að hafa verið í’ðessum bransa í hundrað ár til aö eiga erindi hingað norður í kuldann og trekkinn. ÁT Roy Orbison - The All Times Greatest Hits Safnplata til sóma Eins og við er að búast þegar jafn frægur tónlistarmaður og Roy Orbi- son kveður táradalinn, streyma á markaðinn minningaplötur eftir hann. Margar eru óttalegt rusl; göml- um lögum með Orbison skrapað saman í hasti, allt til aö reyna að verða fyrstur og græða sem mest. Aðrar safnplötur eru vel úr garði gerðar og öllum til sóma, bæði útgáf- unni og eins minningu Orbisons. Og sú plata eða þær plötur sem hér eru til umfjöllunar, The AU Time Greatest Hits of Roy Orbison falla undir þann flokk. Hér er safnað saman öllu því mark- verðasta sem Orbison sendi frá sér gegnum árin; notast er við uppruna- legar upptökur, en nútíma tækni að sjálfsögðu og útkoman er glæsileg. Plötur þessar eru reyndar ekki nýútgefnar sem slíkar, þetta albúm kom fyrst út 1974 en kemur nú út að nýju. Fyrir þá sem vilja heyra öll bestu lög Roy Orbison, lög eins og Only The Lonely, Crying, Running Scared, Blue Bayou og Oh Pretty Woman, eins og Orbison flutti þau á sínum tíma er þetta rétta platan. -SþS- Roy Orbison Elvis Costello - Spike Ástsæll snillingur á ferð Elvis Costello er tvimælalaust meðal allra frumlegustu og hreint út sagt skemmtilegustu tónlistar- mönnum samtímans. Maður kemur aldrei að innantómum kofunum á nýrri plötu frá Costello; þvert á móti þær eru troðfullar af spennandi efni, bæði í tónlist og textum. Og troð- fullar í bókstaflegri merkingu þvi til að mynda eru á þessari nýju plötu 14 lög, alls rúmar 60 mínútur að lengd, en venjulegar breiðskífur slefa þetta upp í 45 mínútur þegar best lætur. Costello hefur aldrei verið gjarn á að fara troðnar slóðir í tónlist sinni og tekur ekki upp á því á þessari nýju plötu. Hann er þó ekki gjörólík- ur því sem hann hefur verið á síð- ustu plötum en meöal nýjunga, sem hann bryddar upp á á þessari plötu, er töluverð notkun blásturshljóð- færa og dugir ekki minna en The Dirty Dozen Brass Band til að sjá um rörin. Annars bregöur ýmsu fyrir í lögum Costellos eins og fyrri daginn; það er alltaf stutt í sveitastrákinn í hon- um og svo má heyra bítlatakta í nokkrum lögum enda er 'Paul McCartney einn af samstarfsmönn- um Declan Patrick Alloyur Mac Manus á plötunni. Nafnið góða er raunverulegt nafn Costellos og notar hann það jöfnum höndum á plötunni og Costellonafnið, Fleiri nafntogaðir menn koma við sögu á plötunni og þar má nefna þá Allen Toussant, Jim Keltner, Roger McGuinn og T Bone Burnett auk eig- inkonu Costellos, Cait O’Riordan, sem áður var liðsmaður The Pogues. Ekki á ég von á að sjá mörg lög af þessari plötu á vinsældalistum en eitt á þó góða möguleika, lagið Ver- onica sem þeir semja saman Costello og Paul McCartney. Þar með er ekki sagt að það sé besta lag plötunnar, ööru nær, enda vin- sældalistar harla klénn mælikvarði á gæði tónhstar. Flest lög Costellos eru af allt öðru sauðahúsi, miklu margbrotnari og dýpri; tónlist sem þarf tíma og athygli til að njóta að fullnustu. Ekkert minna en bestu meðmæli duga. Hlustið. -SþS- Elvis Costello

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.