Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 13
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
13
Uppáhaldsmatur
Tóm ást
- úr eldhúsi Kolbrúnar Halldórsdóttur
„Þaö verður alltaf uppi fótur og fit
á mínu heimili þegar ég er beðin að
gefa uppskrift. Ég kann nefnilega
ekki að elda en Gústi er listakokkur
og eldhúsiö er hans deild í heimil-
ishaldinu,“ sagði Kolbrún Halldórs-
dóttir, framkvæmdastjóri Bandalags
íslenskra leikara og fyrrum útvarps-
og sjónvarpsmaður, er DV bað um
uppáhaldsuppskrift hennar. Gústi er
sambýhsriiaður Kolbrúnar og það
var hann sem gaf henni uppskrift -
í þetta sinn handa lesendum DV.
Fyrirsögnin Tóm ást er fengin úr
samnefndu leikriti sem Herranótt
frumsýndi sl. þriðjudag. Tóm ást er
eftir Sjón en það var Kolbrún sem
leikstýrði verkinu og tók það hana
átta vikur að gera klárt fyrir frum-
sýningu.
„Á þeim tíma var nú lítið um að
maður gæfi sér tíma til að nærast á
venjulegan máta, með því að inn-
byrða fæðu, heldur var það skapandi
og skemmtileg vinna sem hélt í mér
lífinu," sagði KoUa. „Nú er komið að
því að bæta Ukamanum upp það sem
hann fór á mis við þennan tíma og í
gær gaf Gústi mér þessa dýrindis
pasta-rúUu, sem mér fyndist aö gæti
nú bara alveg heitið Tóm ást - það
er að minnsta kosti exotiskara en ít-
ölsk pastarúfia fyllt með spínati...“
Kolbrún gaf síðan eftirfarandi
skýringar á réttingum: „Pastarúlla
er sérstök tegund af ítölskum pasta-
rétti og hún er venjulega fyUt með
spínati og ricotta osti (hann fæst ekki
á íslandi svo við notum bara kota-
sælu í staðinn). Til að gera rúlluna,
sem ítaUr kalla „rotolo", þarf að
fletja út pastadeigið í stóran ferning
(ca 50x50 sm) og síðan er fyllingunni
smurt á feminginn í þunnu lagi og
herlegheitunum svo rúllað þétt upp.
Loka þarf vel fyrir endana svo fyU-
ingin gubbist ekki út við suðu, síðan
er rúUunni pakkað í grisju (t.d. blei-
ugas) og bundið um á nokkrum stöð-
um með seglgami. Þetta þarf að sjóða
í hæfilegu magni af söltu vatni í um
það bU fjörutíu mínútur. Þá er rúllan
tekin upp úr, grisjan tekin utan af
og rúUan skorin í eins sm þykkar
sneiðar og borin fram strax með
bræddu smjöri og ítölskum parmes-
anosti stráð yfir.“
Hráefni í deigið
200 gr hvítt hveiti
2 egg og salt
Fyllingin
1 kg ferskt spínat eða 'A kg frosið
30 gr smjör
225 gr kotasæla
30 gr rifinn parmesanostur
salt og pipar
Sósan
75 gr smjör
fáein basilikumlauf eða salvía
Og yfir allt 60 gr parmesanostur.
Aðferðin
Fyrst er rétt að búa til fyUinguna.
Þvoið og sjóðið spínatið. Pressið svo
úr því allan safa, saxið frekar fínt
og blandið saman við brætt smjörið.
Kælið svolítið og blandið kotasæl-
unni saman við ásamt parmesan osti,
salti og pipar.
Þá er það deigið. Fyrst setur maður
hveitið í haug á borðinu, býr til holu
í það og í holuna fara eggin og saltið,
örhtið vatn (kannski 10 dropar af
ólífuoUu). Þá er bleytan í holunni
unnin upp í hveitið smám saman og
mjög varlega með fingurgómunum.
Þegar allur vökvinn er blandaður
hveitinu er deigið hnoðað. Berið
hveiti á hendurnar meðan það er
gert. Þegar búið er að hnoða þetta
vel saman er búin til kúla, hún sett
í skál, stráð yfir hana örlitlu hveiti
og síðan settur rakur klútur yfir og
látið standa þannig í fimmtán mínút-
ur.
Þá er hægt að fletja út deigið. Það
er gert með kökukefh og reynt að
hafa ferninginn sem þynnstan (ca 1,5
mm) og um leið eins jafnan og hægt
er. Síðan er fyUingin sett á deigfern-
inginn eins og ég lýsti hér að framan
og rúUan soðin.
Þetta má ekkert bíða á borðinu,
verður að bera strax fram eins og
alla pastarétti og smjörið verður Uka
að vera sjóðheitt, þannig verður
þetta einstaklega lystug og hæfilega
létt máltíð. Verði ykkur að góðu!“
-ELA
jr
SKRUFUDAGUR
Kynningardagur Vélskólans verður
haldinn laugardaginn 11. mars í Sjó- mannaskólanum við Háteigsveg. Allir velkomnir. Vélskóli íslands.
íbúð/hús
Óskum eftir að taka á leigu íbúð/hús, 3ja herb. eða
stærri/á tímabilinu 20.3 til 1.4 '89 til að nota við
upptökur á kvikmynd. Við ábyrgjumst 100% um-
gengni. Lysthafendur sendi inn tilboð til DV, merkt
,,B-14", í síðasta lagi fyrir miðvikudag.
Lopi - Lopi
3ja þráða plötulopi, 10 sauðarlitir, einnig bláir, rauð-
ir og grænir litir. Ullarband, ódýrt. Sendum í póst-
kröfu um landið.
Lopi, ullarvinnsla,
Súðarvogi 4, Rvík.
Sími 30581.
Kolbrún HallHnrsdóttir býður upp á Tóma ást úr eldhúsinu.
DV-mynd Brynjar Gauti
HÖFUM OPNAÐ
Stórverslun í FAXAFEN114
^ ^ brautir &
^ff^gluggatjöld hff
83070,82340.
J