Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. 23 dv___________________________________Vísnaþáttur Hulda á Marbakka - Jón á Bægisá Þáttastjóri eyðir nú um stundir tíma sínum mest í að lesa dagblöð og ævisögur. Upp úr hinu síðar- nefnda hefiu- hann, auk ánægjunnar, eina og eina vísu, sem hann getur ekki alltaf stillt sig um að hnupla. Ein af síðustu kauptíðarbókum er „Við byggðum nýjan bæ“, minningar Huldu Jakobsdóttur er Gylfi Gröndal hefur skráð. Bær hennar er, eins og allir vita, Kópavogur, en hún er dótt- ir Reykjavíkur. Þetta er hin læsileg- asta bók, líklegast hvorki sagt of né van. Þó er slíkt alltaf álitamál þegar íjallað er Um viðburðaríka tíma og skapríkt fólk á í hlut er sjálft hefur staðið í stríðinu. Bókin er þakkar- verð heimild um sjónarmið þeirra sem vel þekkja til. Aðrir reyndir menn og fræðagarpar telja sitt fram síðar og hafa vonandi við gögn úr blöðum og skjalasöfnum að styðjast. Hulda á Marbakka er sjómanns- dóttir úr Reykjavík, f. 1911, missti föður sinn ung, en tókst þó að ganga menntaveginn, varð stúdent og hélt síöan áfram eftir því sem efni og ástæður leyfðu, enda kom snemma í ljós að mikið bjó í þessari stúlku. Maður hennar er, eins og flestir vita, Finnbogi Rútur Valdimarsson, al- þingismaður og brautryðjandi í Kópavogi. Hún á, eins og flestir ís- lendingar, til skálda og hagyrðinga að telja, móðurafl hennar var Ár- mann Jónsson, f. 1853 að Hólahólum á Snæfellsnesi, eignaður Jóni bónda Hallssyni en frekar talinn sonur séra Jóns skálds á Bægisá. Hulda birtir þessa vísu meðal annarra eftir Ár- mann, afa sinn: Ekki finnst mér lífið létt, langar þó að stríða, þar mig hefur sjálfur sett sjóli allra lýða. Og: Fljóðs á blíðu finn ég stans, fagna hlíðir einu: Óðum líður ævin manns ekki er að kvíða neinu. Og um dóttur sína orti hann: Hvert sem fer um lönd og lá liljan hvera sunnu, brjóstum sér og örmum á auðnan beri Gunnu. „Liljan hvera sunnu“ á auðvitað að vera kvenkenning, en hvernig hún er hugsuð veit ég ekki. Ætli miðrím- ið ráði hér ekki ferðinni eins og svo oft fyrr og síðar. Móðir Huldu Dóttir Ármanns og móðir Huldu hét Guðrún Sesselja, albróðir hennar var Kristinn, menntaskólakennari í Reykjavík. Guðrúnu er lýst sem hlé- drægri dugnaðar- og gáfukonu. Hag- mælt hefur hún verið og birtir Hulda tvær vísur eftir móður sína: Væn er hún Esja vorin á vafin sólarljóma, nú er hún öll af ísi grá orpin vetrardróma. Hún orti og til dótturdóttur sinnar: Þó að eitthvað mótdrægt mæti máttu þola, því hvað stoðar að kjökra og vola? Eins og áður er nefnt lætur Hulda að því liggja í framhjáhlaupi á einum stað að langafi hennar, Jón á Hóla- hólum, hafi gengist við einum af svo- kölluðum hálfrefum Jóns prests og skálds sem oftast er kenndur við Bægisá. Gaman hefði verið að vita meira um það því ef það væri rétt væri eitt af góðskáldum okkar lang- afi fyrrverandi bæjarstjóra okkar Kópavogsbúa, sem óneitanlega verö- ur að teljast einn af kvenskörungum okkar tíma. Ekki flíkar Hulda nein- um skáldskap eftir sjálfa sig, en ljóð- elsk er hún og gáfuð. Vísur Tryggva Magnússonar í bók Huldu á Marbakka eru stökur eftir henni óskylda enda kveðst hún lengi hafa haldið vísum til haga og skrifað í sérstaka bók. Hér gríp ég nokkrar er hún tilgreinir eftir Tryggva Magnússon, teiknara, hst- málara og leikara. Einni þeirra sleppi ég og rugla röð hinna. Tryggvi var fæddur um aldamótin og lést sex- tugur. Hann var mikill hæfileika- maður, en auk listagyðjanna var hann um of handgenginn Bakkusi, og naut sín því ekki alltaf sem skyldi. Kunnastur mun hann vera fyrir teikningar í barnabækur og farsælt samstarf við Pál Skúlason sem gaf lengi út grínblaðið Spegilinn en þar var Tryggvi lengst af hugkvæmur og snjall teiknari: HUSGAGNAVERSLUN Sófasett hornsófar stakir sófar hægindastólar Glæsilegt litaúrval NUTIÐ Faxafeni 14 Sími 680755 HÚSGÖGN Allar vísur Tryggva í bók Huldu eru um alþingismenn. Völd og óðöl veiðandi, virðing þjóðar deyðandi, rangan gróða reiðandi, ríkissjóðinn eyðandi. Veslingana veikjandi, vindlingana reykjandi, fornum vana feykjandi, fætur Kana sleikjandi. Framhjá sannleik fljúgandi, fjárhlut manna sjúgandi, kvöð og banni kúgandi, hver á annan ljúgandi. Lifa í ölvi og óhófi, öllum hvölva manndómi, sundur mölva siðgæði, svona bölvuð kvikindi. Hér mun eins og oftar rímgleðin meiru hafa ráðið um einkunnir og efni en sannfæring, því misjafnir hafa mennimir jafnan verið á Al- þingi sem annars staðar, og margir þeirra reynst höfundi vísnanna öðruvísi en hann lýsir þeim, kannski flestir góðkunningjar hans, sumir vinir. Vísnaþáttur Þessi vísa er og eftir Tryggva, tekin úr annarri bók: Á rótum hangi rotið þang þó ríði í fang þess alda. Hýðir vanga á hamradrang hríðin stranga og kalda. Til er mikill fjöldi vísna eftir Tryggva Magnússon, t.d. á ég einhvers staöar fjölritaða Kristsrímu, útgefna í pésa, líklega í óleyfi að honum látnum. Lokavísur Ljúkum þættinum með tveimur vísum eftir Jón skáld á Bægisá. „Hamingja heimsins var honum stundum hverful", segir Andrés Björnsson í formála sínum við úr- valskver hans, sem Menningarsjóð- ur gaf út 1956. Vísurnar hér teknar af handahófi. Jón var fæddur í Sel- árdal í Arnarfirði 1744. Heillaósk til barns, Magnús hinn mikli, og síðari vísan, ort löngu síð- ar, minnst látins vinar. Ungi Magnús ár og síð eins og blómstur dafni, laðist að honum lukkan fríð, lánið fylgi nafni. Við svo stóran missi manns mínir þankar vakna. Lifandi drottinn, lát mig hans lengi ekki sakna. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi Stmkt síhkdjbiöbfflð OG HEÍTAR SIEKUR FYRIR1190 KR. Nú hefur hin þekkta sænska síldarmatselja KERSTIN HANSSON útbúiö fyrir okkur glæsilegt síldarhlaöborð. Sildarævintýriö stenduryfir hvern dag frá kl. 12 til 14. Aukþess veröa m.a.á boöstólum heitar steikur og súpur. Allt þetta fyrir 1.190 kr. 18-22: Glæsilegir heitir og kaldir réttir. Kaffiveitingar allan daginn. SKRUÐUR fiöte/Sö^u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.