Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 5
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989: 5 Fréttir skamms greitt í stöðumæla fyrir tvo tíma í senn, Hugað að breytingum á stöðumælum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arráðsmaður og formaður Skipu- lagsnefndar Reykjavíkurborgar, lagði til á borgarráðsfundi sl. þriðju- dag að kannað yrði hversu kostnað- arsamt það yrði og hve langan tíma það tæki að breyta stöðumælum þannig að hægt yrði greiða stöðu- gjald fyiúr einn eða tvo tíma í senn í stað þess að greiða fyrir einungis einn tíma í einu eins og nú er. „Það er nú komin eins árs reynsla á núverandi fyrirkomulag stöðu- mælagjaldsins en á þessum tíma hef ég oft orðið var við þá ósk manna að fá tækifæri til að greiða fyrir lengri tíma í senn,“ sagði Vilhjálmur. „Það er mjög algengt að erindi manna í miðbæinn taki lengri tíma en eina klukkustund. Sem dæmi um slík erindi má nefna jarðarfarir, við- töl við bankastjóra, ferðir á hár- greiðslustofur og búðaferðir. Ég held því að hér sé um að ræða eðlilegar breytingar sem fyrst og fremst taki mið af þörfum og óskum vegfarenda sem erindi eiga í miðbæinn.“ Tillaga Vilhjálms gerir ráð fyrir því að þessar breytingar muni ekki verða til þess að hækka stöðumæla- gjaldið. -KGK Þrír varnargarðar við Markarfljót Vegagerðin er nú að gera um 100 metra langan vamargarð í Markar- fljóti. Garðurinn er gerður til þess að fljótið renni réttu megin við Litla- Dímon. Innan skamms verður ráðist í að gera tvo um 300 metra langa varnar- garða neðar í Markarfljóti. Varnar- garðarnir eru gerðir á vegum Land- græðslu og Vegagerðar. Garðarnir verða gerðir til að varna grónu landi á vesturbakka Markar- fljóts. Kostnaður vegna þeirra garða er áætlaður um tvær milljónir króna og verður kostnaður vegna þess tek- inn af því fé sem varið er til fyrir- hleðslu. -sme Enn er mok- veiði á loðnu- miðunum „Það er mokveiði á loðnumiðunum og síðan í gærkveldi hafa skipin til- kynnt um afla samtals 21 þúsund lestir. Þau eru mörg fleiri að fylla sig og tilkynna sig svo á eftir. Segja má að landað sé um allt land eða frá Siglufirði, austur og suður um, allt til Faxaflóahafna," sagði Ástráður Ingvarsson hjá Loðnunefnd í samtah við DV síðdegis í gær. Þá voru komnar 735 þúsund lestir af loðnu á land og eftir að veiða 187 þúsund lestir af kvótanum. Ástráður sagðist ekki vera í minnsta vafa um að loðnukvótinn næðist á vertíöinni. Hann sagðist spá því að hægt yrði að veiða loðnuna alveg fram í apríl. -S.dór Fynr 7.034 krónur á mánuði til Benidorm og Costa del Sol í mai og júni. Og þjónustutrygging í kaupbæti! Það er ótrúlega hagstætt að ferðast með Veröld til Benidorm og Costa del Sol í maí og júlí. Vaxtalausu raðgreiðslurnar okkar tryggja þér hagstæðustu afborgunarmöguleika sem fáanlegir eru á íslandi og gera öllum kleift að komast í fríið í sumar. Ein íslenskra ferðaskrifstofa bjóðum við þjónustutryggingu sem tryggir þér betri aðbúnað í fríinu. Okkar þekking er þér til góða og við biðjum barnafólkið að athuga hjá okkur bamaafsláttinn. BEMDORM EUROPA CEþiTER Ijölskyldustaðurinn á Benidorm 2 vikur í júní: 138.400,- samtals fyrir hjón með 2 börn COSTA DEL SOL BEMAL BEACH Frábær fjölskyldustaður 2 vikur í júní: 35.775,- f. manninn m.v. hjón m. 2 böm. * 5 fullorðnir í íbúð m/2 á Europa Center í 2 vikur í maí og júní með 6 mánaðarlegum greiðslum Barnaafsláttur Veraldar ber af! ffHBAMIflSTÖfllN AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 91-622200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.