Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. Fréttir Fegurðarsamkeppni Islands: Stúlkurnar eru í stöðugum æfingum „Þetta gengur allt saman mjög vel. Stúlkurnar eru í stöðugum æfingum fyrir útslitakeppnina sem verður haldin þann 15. maí á Hótel íslandi. Linda Pétursdóttir, fegurð- ardrottning íslands og alheims- feguröardrottning, mun koma hingaö til lands og krýna arftaka sinn,“ sagöi Gróa Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsam- keppni islands. Undirbúningur keppninnar felst meðal annars í þvi að þátttakend- umir eru í líkamsrækt og ljós- böðum, auk þess sem þær fá þjálf- un í að ganga og koma fram. Þær sem koma utan af landsbyggöinni haía dvaliö í bænum undanfamar helgar og í næstu viku munu þær tínast í bæinn ein af annarri og dvelja í hötúöborginni uns keppnin er afstaöin. Alls taka tíu stúlkur þátt í Feg- urðarsamkeppni íslands. Þær em: Elva Hrund Guttormsdóttir, feg- urðardrottning Suðurnesja, Guð- björg Hilmarsdóttir, fegurðar- drottning Vestijarða, Guðrún Ey- jólfsdóttir, feguröardrottning Vest- urlands, Hugrún Perla Heiöars- dóttir, fegurðardrottning Suður- lands, Hildur Dungal, ijósmynda- fyrirsæta Reykjavíkur, Hugrún Linda Guðmundsdóttir úr Reykja- vík, Linda Ólafsdóttir, ljósmynda- fyrirsæta Suðurnesja, Theódóra Sæmundsdóttir úr Reykjavík, Steinunn Geirsdóttir, fegurðar- drottning Norðurlands, og Oddný Ragna Siguröardóttir fegurðar- drottning Austurlands. -J.Mar Akureyri: Kveikt í Þorsteini Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; Eldur kom upp í togaranum Þor- steini EA um miðjan dag í gær og hailast menn að þvi aö þar hafi verið um íkveikju aö ræða. Eldurinn virðist hafa komiö upp í skápum á gangi aö vistarverum skipverja. Slökkviliðinu gekk greiðlega að eiga við eldinn og skemmdir urðu ekki miklar. Togarinn Þorsteinn, sem er í eigu Samherja hf., hefur legið bundinn við bryggju á Akureyri mánuðum saman en hann skemmdist mikið fyrir rúmu ári í hafís úti fyrir Norð- urlandi. Halldór Ásgrímsson: Misskilningur Það er alrangt að við séum að framkvæma verkfallsbrot. Sjávarút- vegsráðuneytinu er skylt að loka hafsvæðum þar sem smáfiskur er ef við fáum upplýsingar um slíkt,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráöherra viö DV um ásökun BHMR-manna um verkfallsbrot ráðuneytisins vegna reglugerðar um lokun hafsvæða. „Ráðuneytiö hefur fengið upplýs- ingar frá veiðieftirlitsmönnum á veg- um þess og hafsvæðum hefur því verið lokað. í mörgum tilfellum þarf ekki fiskifræðinga til aö segja til um hvort um smáfisk sé aö ræöa eða ekki. Hér er því um tiltölulega ein- falt mál að ræða. Það er enginn að ganga í þeirra störf og þess vegna ekki um verkfalisbrot að ræða. Þetta er leiðindamisskilningur. En ég vil ekkert tjá mig um hvort það þarf til- sögn fiskifræðings til að afturkalla reglugerð um lokun hafsvæðis." -ÓTT Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráöherra, heilsar Páli Halldórssyni, (or- manni Bandalags háskólamenntaðra ríkisstafsmanna. DV-mynd: GVA Svavar Gestsson: Ekki heyrt aðra eins fjarstæðu „Áður var HÍK búið að mótmæla því að samræmdu prófm færu fram en mótmælir því nú að þau fari ekki fram. Það er því kominn tími til að menn átti sig því um hvað verið er að ræða,“ segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra um nýútgefna reglugerð sem heimilar niðurfellingu samræmdra prófa. „Þegar um verkfallsbrot er að ræða gengur einn maður í verk annars þannig að ég hef ekki heyrt aðra eins fjarstæöu ef veriö er að tala um slíkt brot. Ég tek þessa ákvörðun vegna ástandsins í skólunum sem á rætur sínar að rekja til vinnudeilu. Ég er neyddur til þess vegna aðstæðna. Skólastjórar hafa óskað eftir því aö þessi heimild sé gefm þannig að ég sé mig neyddan til að framkvæma þetta.“ -ÓTT PáU Hálldórsson: „Ráðuneytin eru að firemja verkfaBlsbrot“ „Ég tel að með því að gefa út reglu- gerðir, sem draga úr áhrifamætti verkfalls, séu mennta- og sjávarút- vegsráöuneytið að fremja verkfalls- brot,“ sagði Páll Halldórsson, for- maður BHMR. „Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð sem lokar ákveðn- um hafsvæðum, m.a. til að hindra smáfiskadráp. Undir venjulegum kringumstæðum hefði verið farið fram á það við Hafrannsóknastofnun að beita svokölluðum skyndilokun- um. Reglugerð eins og þessa, sem ráðuneytið hefur gefið út, er svo ekki hægt að afturkalla nema með tilsögn fiskifræöinga. Ég tel aö ráöherra hefði getað farið fram á undanþágu við Félag íslenskra náttúrufræöinga - hvort það hefði verið leyft er svo annað mál. Svipað er Svavar Gestsson mennta- málaráðherra aö gera. Hann tekur samræmdu prófin af meö því aö opna heimild til þess með breyttri reglu- gerð. Þetta minnkar áhrifamátt verk- falls kennara. Þetta er aðgerð sem miðar að því aö þrýstingur vegna verkfallsins minnki.“ -ÓTT Úrsögn 160 manna úr Borgaraflokknimi barst inn á aðalstjómarfúndinn um helgina: Við tókum þetta sem „Við erum ánægð eftir laugardag- inn því að fundurinn tókst betur en nokkur þorði að vona. Menn eru auövitað leiðir yfir að missa þá Inga Bjöm og Hreggviö, þaö eru sárindi yfir að missa tvo ágæta félaga úr flokknum,” sagöi Júlíus Sólnes, for- maöur Borgaraflokksins, er hann var spuröur um fjölmennan fund flokksins með trúnaðarmönnum og aðalstjóm sem fram fór á laugardag. Á fundinn bars listi yflr rúmlega eitt hundrað og sextíu manns sem sagði sig úr flokknum í kjölfar klofn- ingsins. Júlíus sagöi að fundinum hefði borist skeyti með nöfnum en menn hefðu ekki tekiö það alvarlega. „Við fengum sent símskeyti, sem mér finnst ákaflega klaufalegt hjá þessum stuðningsmönnum og ég skil ekki hvað það hefur átt að þýða. Ef þeir hafa ætlaö að hleypa upp fundinum þá tókst þaö ekki,“ sagöi Júlíus. „Það em á milli þrjú og fjögur þús- und félagar í Borgaraflokknum og þó þeir hafi tínt til einhver nöfn yfir nokkra stuðningsmenn þá skiptir þaö engu. Hitt er merkilegt að þeir Ingi Bjöm og Hreggviður hafa náð í flokksskrár Borgaraflokksins og haft með sér yfir í nýju herbúðimar. Hins vegar kom í Ijós er við skoðuöum list- - segir formaður flokksins, Júlíus Sólnes ann að á honum voru skráð nöfn bama þeirra sjálfra og við sáum böm frænda annars þeirra sem býr í Ástr- alíu og maður spyr sig hvort hann hafi verið með í ráðum. Eitt nafn á listanum er nafn sjúklings sem ligg- ur í dái á sjúkrahúsi. Við hringdum í konu, sem var á listanum, og hún brást ókvæöa við, sagðist ekkert vera farin úr flokknum né heldur hafa gefið leyfi til að láta setja nafn sitt á listann." - Er listinn þá falsaður? „Ég veit þaö ekki en þarna eru nokkur nöfn stuöningsmanna AI- berts sem vom með í upphafi en hættu síöan afskiptum af flokknum og sögðu þá þegar að þeir yrðu ekki með áfram. Ég veit því ekki hvaða tilgangi þessi listi átti að þjóna. Mér finnst einkennilegt að hringja í fólk i öörum stjómmálaflokki og nauöa í því aö segja sig úr flokknum. - Hvað töldu menn á fundinum um þennan lista? „Viö höfðum öðrum málum að sinna og tókum þetta sem grín. List- inn var lagður tfl hliðar og viö höfð- um ekki miklar áhyggjur af hönum.“ Hylltu Aðalheiði - En talsvert var rætt um efnahags- Július Sólnesi mikið starf framundan hjá Borgaraflokksmönnum. stefnu ríkisstjórnarinnar? „Jú, við gerðum ítarlega áætlun um stjórnmálaástandið og horfur í efnahagsmálum og í grófum dráttum hvað viö leggjum til. Við lítum svo á að ríkisstjómin hafi gengið sér til húðar og það sem hún reynir að gera er gagnslítið. Það þarf að grípa til miklu markvissari aðgerða í efna- hags- og atvinnumálum." - Nú var Aðalheiður Bjarnfreös- dóttir sérstaklega hyllt á fundinum. Skýtur það ekki skökku við þar sem hún er talin stuðningsmaður stjórn- arinnar? „Einn flokksmaður benti á að Aðal- heiöur stæði alltaf föst á sínum skoð- unum og sinni sannfæringu og undir það tóku fundarmenn. Hins vegar er því ekki aö leyna aö menn eru ekk- ert sammála Aðalheiði og hennar skoðunum í skattamálum sem fram komu í vetur." Meginþorrinn trúr áfram - Er Borgaraflokkurinn tílbúinn í kosningar? „Ég held þaö úr því sem komið er. Þaö er búið að koma okkar málum á hreint með því að skipa nýja fram- kvæmdastjórn. Meginþorri þeirra sem hafa starfað með okkur er trúr grín okkur áfram. Við sjáum ekki á bak nema sárafáum sem hafa starfað með okkur. Þaö var vitað fyrir fundinn að formaður kjördæmafélagsins í Reykjavík myndi draga sig í hlé og hann var 1 framkvæmdastjóminni og reyndar annar aöili líka. Við kus- um því nýja framkvæmdastjóm og þá kemur nýr formaður inn fyrir kjördæmafélagið í Reykjavík, vara- maðurinn, Auður Jakobsen. For- maöur nýju framkvæmdastjómar- innar verður Jón Gunnarsson úr Reykjavík, Eggert Steinsen og Krist- ín Karlsdóttir koma þar inn.“ - Þarf flokkurinn ekki að fara að styrkja sig ef til kosninga kæmi? „Við þurfum það og kyngjum því þegar boðið verður til þe'irra. Við látum þá kjósendur um það hvemig vegur okkar verður. Við eram hægt og sígandi að styrkja stöðu okkar í kjördæmunum og það tekur óratíma ef flokkurinn á að veröa eitthvað í líkingu við það sem gömlu flokkamir em. Ef við ætlum að verða til áfram eigum við mikið starf framundan og ég vona svo sannarlega að svo verði. Ég segi bara í fullri hreinskilni að ég bið guð að hjálpa þessari þjóð ef hún ætlar að hlíta stjórn gömlu fjór- flokkannaáfram." -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.