Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. 3 Fréttir Reykjavíkurborg lánar Val 20 mUIjónir: Félagið háð samþykki borgarinn- ar fyrir öllum framkvæmdum Borgarráö hefur samþykkt aö veita Knattspyrnufélaginu Val 20 miUjóna króna lán til tíu ára. Lánið er verðtryggt og ber aðeins þrjú pró- sent vexti. Hluti lánsins er vegna skuldbreytinga. Fjárhagsstaða Vals var orðin mjög erfið og er vonast til að með þessu láni takist að vinna félagið út úr þeim erfiðleikum sem það hefur átt í. Borgarráð setti það skilyrði fyrir lánveitingunni að forráðamenn Vals samþykktu að ekki yrði ráðist í nein- ar stærri framkvæmdir nema með samþykki borgaryfirvalda. Þetta staðfestu þeir Sigurjón Pétursson borgarráðsmaöur og Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Júlíus vildi taka skýrt fram að þessi lánveiting myndi ekki skerða framlag borgarinnar til annarra félaga og ekki heldur hafa áhrif á aðra möguleika hinna félag- anna til aö sækja aðstoð til Reykja- víkurborgar. Þorsteinn Haraldsson, gjaldkeri aðalstjómar Vals, sagðist ekki vita til þess að Valur hefði strangari skil- yrði en önnur félög. Það væri öllum kunnugt að íþróttafélögin gætu ekk- ert framkvæmt á sínum svæðum nema með samþykki borgaryfir- valda. Þorsteinn sagði að mikill dugnaður hefði verið í Valsmönnum og þeir framkvæmt á sínu svæði af miklum krafti. Hann sagði aö Valur ætti talsvert fé inni hjá opinberum aðilum vegna framlaga þeirra til bygginga á vegum Vals. Hann sagði aö of mikið hefði verið gert úr erf- iðleikum félagsins og að það væri ekki á flæðiskeri statt. Þorsteinn sagði eignir Vals vera mjög miklar og mun hærri en skuldir félagsins. -sme NÝJUNG í BÍLAVIÐSKIPTUM! Það er loksins í lofti á landinu okkar góða, snjó- skaflar að hopa og lóan komin. Og viðerum komniríV#lskapog ætlum að hristaaf okkur grýlukertin og bjóða upp á nýjung í bílavið- skiptum áíslandi, nýjung sem við köllum ▼•■-verð - ▼•1-greiðslukjör. OG NÚ ER ÞAÐ SÁ AMERÍSKI VORVERÐ Kr. 958,900.- DODGE ARIES LE Kr. 1,080,400.- 4ra dyra VORAFSLÁTTUR Kr. 70.000.- VORVERÐ Kr. 1,010,400.- - J ATH. TILBOÐIÐ STENDUR AÐEINS ÞESSA VIKU! Allir bílar á ▼•■<•!■ eru af árgerð 1989. Við tökum allar tegundir eldri bíla I skiptum en Dodge Aries og aðrir Chrysler bílar eru sér- staklega velkomnir i skiptum og þá getum við lánað allan mismuninn i allt að átján mán- uði. Líttu við og þú sannfærist! tJ JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 DODGE ARIES LE - vinsælasti ameríski billin á íslandi ár eftir ár - og engin furða - sjáðu hvað er innifalið í verðinu: 2,2 lítra 4 cyl vél • Sjálfskipting (gólfskipting) • Aflstýri • AM/FM " Stereo útvarp með stöðvarminni og 4 hátölurum • Litað gler • Lúxus velour innrétting • Stólar að framan o.fl. o.fl. Staðgreiðsluverð DODGE ARIES LE Kr. 1,028,900.- 2ja dyra VORAFSLÁTTUR Kr. 50.000.- JÖFUR— ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.