Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. Útlönd Námsmenn í setuverkf all Námsmenn hrópa slagorð fyrir utan Alþýðuhöllina í Peking á laugardag á meðan leiðtogar landsins héldu minningarathöfn um Hu Yaobang, fyrr- um leiðtoga flokksins, innandyra. Simamynd Reuter Háskólastúdentar í Peking hófu í morgun setuverkfaU til aö leggja áherslu á kröfur sínar um lýðræð- islegar umbætur eftir viku mikilla umbrota í háskólum um allt Kína. Um tvö þúsund stúdentar við háskólann í Peking, virtasta há- skóla landsins, sniðgengu tíma til að hlusta á ræður og lesa vegg- spjöld um lýðræði á háskólasvæð- inu. Hópar stúdenta frá öðrum há- skólum streymdu að skólasvæðinu til að vera viðstaddir fjöldafund eftir hádegi í dag. Fulltrúar stúdenta sögðu að aö minnsta kosti þrír aðrir háskólar í Peking tækju þátt í verkfallinu. Þeir vissu ekki hve margir háskól- ar um allt landið tækju þátt í verk- fallinu. „Verkfall er okkar síðasta úr- ræði. Við verðum að taka þátt í verkfallinu af öllu hjarta. Ef við fáum ekki frelsi og lýðræði munum við ekki hætta verkfallinu,“ stóð á veggspjaldi í háskóla alþýðunnar. Námsmenn í Peking sögðust myndu sniðganga kennslustundir um óákveðinn tíma. í síðustu viku tóku um eitt hundrað þúsund námsmenn þátt í mótmælum í miðborg Peking. Kveikjan að þessum mótmælum var dauði Hu Yaobang, fyrrum leiðtoga Kommúnistaflokksins, sem var hrakinn frá völdum árið 1987. Hu hafði verið mikill talsmað- ur umbóta. Opinberir fjölmiðlar brugðust við mótmælunum og óeirðum í tveim- ur borgum með því að lofa meira lýðræði en með þeim hraöa sem flokkurinn myndi ákveða. Dagblað alþýðunnar, málgagn Kommúnistaflokksins, varaði einnig við því að öngþveiti gæti orðið dýrkeypt fyrir þá þróun í átt til nútímans sem nú ætti sér stað í landinu. Zhao Ziyang, leiðtogi flokksins, lét óróaim ekki aftra sér frá því að fara í gær í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu. Zhao, sem er valdamikill innan umbótaarms flokksins, virðist hafa sloppiö við árásir stúdenta, sem aðrir háttsettir flokksmenn hafa orðið ótæpilega fyrir barðinu á nú síðustu daga. Dagblað alþýðunnar segir í for- síðuleiðara í dag að það sé ófrávíkj- anlegt markmið flokksins og ríkis- stjórnarinnar að koma á „sósíal- ísku lýðræði" (félagshyggjulýð- ræði). „En lýðræði þarf tíma til að verða til og slípast og því er ekki hægt aö ná í einu skrefi," segir í blaðinu. „Félagslegt rót og óregla verða til þess eins að gefa litlum hópi fólks færi á því að koma á óreglu og hindra þróun í átt til nútímans,“ sagði ennfremur í blaðinu. Til að leggja áherslu á skilaboðin birti Dagblað alþýðunnar mynd á forsíðu af verslun sem hafði verið rænd íóeirðum á laugardagskvöld. Óeirðir urðu í tveimur borgum á laugardagskvöld en engan sakaði í þeim. Nokkrir voru handteknir. Reuter Hermenn draga á brott mótmælanda á Pushkintorginu i Moskvu í gær. Þúsundir manna söfnuðust þar saman til að minnast þeirra sem féllu i átökum við hermenn í Tíflis í Georgíu fyrir tveimur vikum. Símamynd Reuter Mótmæli í Moskvu í Tíflis í Georgíu var í gær minnst þeirra tuttugu sem myrtir voru af hermönnum í óeirðunum þar fyrir tveimur vikum. Og í Moskvu var efnt til mótmæla vegna morðanna. Fyrstu erlendu fréttamennimir, sem fengið hafa að koma til Tíflis eftir að hermenn notuðu barefli og eiturgas til að brjóta á bak aftur mótmælaaðgerðimar þar, segja aö svæðið þar sem mótmælendur féllu sé þakið blómsveigum. Átta hundmð manns, þar af margir ættingjar hinna látnu, stóðu með kyndla innan um blóm og myndir af fómarlömb- unum á tröppum stjómarbyggingar- innar þar sem herinn hafði bundið enda á friðsamlega næturvöku átta þúsund manns. Vakan hófst síðast- hðinn mánudag, daginn eftir að viku- löngu útgöngubanni var aflétt í borg- inni. Nokkur þúsund manns söfnuðust saman í Moskvu í gær til að mót- mæla morðunum í Tíflis. Hermenn réðust til atlögu gegn mannfjöldan- um og yfirvöld tilkynntu aö fjörutíu og sjö hefðu verið handteknir. Reuter Pólland: Walesa hvetur til stillingar Fulltrúar Samstöðu og pólsku stjómarandstöðunnar hittust í gær til að velja frambjóðendur sína fyr- ir fyrstu hálf-fijálsu kosningamar í Póllandi síðan 1947. Borgaranefndin, sem í eiga sæti um eitt hundrað og fimmtíu full- trúar frá Samstöðu og stjómarand- stöðunni, hittist í háskólanum í Varsjá til að setja saman lista með allt að tvö hundmð sextíu og einum frambjóðanda fyrir kosningarnar í júní, þar sem kosnir verða fjögur hundruð og sextíu þingmenn í neðri deild og eitt hundrað öld- ungadeildarþingmenn. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hvatti frambjóðendur til að sýna stilhngu og tryggja friðsamleg um- skipti yfir í lýðræði í landinu. „Núna er tími fyrir rólega, skipu- lagða vinnu, ekki skæruliðahern- að,“ sagði Walesa. Reuter V/MIKLATORG SÍMI 621055 Cherokee Laredo turbo, dísil, 1986, ekinn 37.000 mílur, m/öllu. Verð 1.400.000. M. Benz 200 1986, ekinn 58.000 km, sjólf- skiptur, sóllúga, álfelgur. Verö 1.650.000. Einnig M. Benz 260 E (verö 2.800.000) Subaru st. 4x4 1986, ekinn 63.000 km, l-blár. Verö 690.000. Ford Sierra 1600, ekinn 32.000 km, stein- grár. Verö 550.000. M. Benz 1922, 1985, ekinn 250.000 km. Verö 2.900.000. Viö seljum vörubilana BÍLASALA GUÐFINNS SÍMI 621055 Austumki: Fjöldamorðingi Snorri Valsscn, DV, Vín: Sleitulaust hefur verið unnið aö rannsókn moröanna á Lainz- sjúkrahúsinu og hefur þar margt athyghsvert komið í ljós. Meöal annars mun ein kvennanna, Wal- traud Wagner, hafa starfað sem vændiskona í mörg ár, baiði við símavændi og á næturklúbb. Var Waltraud afskaplega vinsæl þar meðal gesta. Lögreglan leitar nú að minnisbók hennar með nöfnum og heimilisfóngum fastra við- skiptavina hennar. Þá hefur aðalvitnið í máhnu, Dorah Ferrara Avendano, sagt frá því aö á næturvöktum hafi oft ver- ið haldinn gleöskapur. Hún giskar á að meðaltali þrisvar f mánuöi síð- ustu árin. Hafi vin veriö haft um hönd og læknar, hjúkrunarkonur og sjúkraliöar hafi öll tekið þátt í þessu, Einnig er lögreglan að rannsaka grunsamleg dauðsfóll á öörum deildura sjúkrahússins. Er þar um að ræöa konu á elliheimili sjúkra- hússins sem sannað er aö dó af of stórum lyfjaskamrati og sjötíu og fjögurra gamlan mann sem dó á enn einni deild sjúkrahússins. í báöum tilfellum kæröu aöstand- endur sjúkhnganna fáum dögum eftir dauða þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.