Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989.
Frjálst, óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlA'S SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1 >27079, SlMI (1)27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virká daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. _
Spilling valdsins
Heimurinn hefur fylgst meö ævintýralegum uppgangi
Japana undanfarna tvo áratugi. Japanir hafa hlotiö
frægð og aðdáun fyrir frumkvæði sitt og framfarir í
efnahags- og atvinnumálum. Framleiðsla þeirra hefur
slegið í gegn og framleiðni er með ólíkindum. Evrópu-
menn hafa undrast þá miklu tækniþróun sem átt hefur
sér stað í Japan og sótt þangað fyrirmyndir og hugvit.
Bandaríkin, sem löngum hafa verið í fararbroddi í ný-
sköpun og arðsemi, eru orðin eftirbátar Japana og sækja
einnig í smiðju til þeirra, bæði hugmyndir og verklag.
Þennan árangur hafa Japanir gjarnan þakkað stöðug-
leika í stjórnmálum og víst er að þar hefur einn flokkur
stýrt þjóðarskútunni af myndugleik og raunar hefur
aldrei verið spuming um völd hans. Frjálslyndi flokkur-
inn hefur tögl og hagldir í Japan og verða Japanir þó
ekki sakaðir um einræði eða kosningasvik. Lýðræðið
er þar í hávegum haft. Baráttan um völdin í Japan fer
fram innan Frjálslynda flokksins og það er hann og
hann einn sem hefur kjörið og ráðið stjórn lands-
ins.
En ekki er allt sem sýnist og undanfarnar vikur og
mánuði hafa borist fréttir um stórfellt mútumál í Jap-
an, þar sem hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum
hefur verið bendlaður við mútuþægni. Stórfyrirtækið
Recruit virðist hafa haft þorra mikilsmetinna stjórn-
málaforingja á bandi sínu og á valdi sínu, með leynileg-
um peningagreiðslum til þeirra og eiginkvenna þeirra.
Allt er það fólk tengt Fijálslynda flokknum og í áhrifa-
stöðum. Nú hafa böndin borist að sjálfum forsætisráð-
herranum, Takeshita, og virðast dagar hans taldir í
embættinu.
Það ber að sjálfsögðu vott um innri styrk lýðræðisins
og skiptingu valdsins í Japan að lögregluyfirvöld og
stjórnarandstaða geti flett ofan af æðstu mönnum og
að það skuli takast án þess að flokkurinn eða valdið
geti bælt þær uppljóstranir niður. Mútuþægni er sjálf-
sagt ekki litin jafnalvarlegum augum þar í landi eins
og hér mundi gerast. En engu að síður eru mútur ólög-
legar og mál þetta veldur ekki úaðrafoki nema vegna
þess að jafnvel Japanir sjá siðleysið og tengslin milli
mútuþægninnar og áhrifanna sem hún hefur.
Þetta hneykslismál er lýsandi dæmi um hið spillta
vald. Um ágimdina og fégræðgina og freistingarnar sem
draga ábyrga menn niður í svaðið. Auðvitað hafa for-
ystumenn Fijálslynda flokksins látið freistast vegna
vissunnar um að vera óhultir á sínum valdastólum.
Þeir héldu að þeir kæmust upp með svik og baktjalda-
makk og óheiðarleg afskipti sín af málefnum Recruit í
skjóli valdanna. Hneykslið í Japan er áminning til allra
þeirra sem veljast til trúnaðar og ábyrgðar. Það er að-
vörun til allra hinna um að gæta sín á valdinu og valds-
mönnunum. Græðgin á sér engin takmörk og engin
landamæri. Hún fer ekki í manngreinarálit.
Recruit hneykslið í Japan mun ekki breyta því að
Japanir verða áfram stórveldi í heimi viðskipta og efna-
hagsmála. En þetta mútumál er áfall fyrir orðstír þeirra
og sýnir fram á að það er lítill fengur í ríkidæminu
þegar mannorð forystumannanna er flekkað spillingu
og mútum. Æran er ekki metin til fjár. Það er ekki nóg
að hafa gnægð peninga og komast til valda í skjóli þeirra
ef þeir hinir sömu menn, sem auðinn skapa, gerast sek-
ir um misnotkun hans og skara eld að eigin köku. Þá
fer glansinn af.
Ellert B. Schram
Að sjálfsögöu bjóst þjóðin við að þessir menn létu hendur standa fram úr ermum. Einhver ráð hlutu þeir að
hafa, segir greinarhöfundur.
Hvað svo?
Formaður eins þingflokksins
sagði um daginn að menn vissu það
almennt ekki á Alþingi hvað ætti
að gera, hvort heldur væri stjóm
eða stjórnarandstaða. Með hans
eigin orðum hljóðaði það þannig:
„Menn vita ekki sitt ijúkandi ráð.“
Sennilega eru þetta sönnustu orð
sem formaður nokkurs þingflokks-
ins hefur sagt á þessu misseri. Það
er því engin furða þó að þingmenn
hengshst yfir málum, sem þeir vita
jafnt og aðrir að skipta engum
sköpum, og bíði eftir að komast í
sitt langa sumarfrí. Þeir vita jú
ekki sitt ijúkandi ráð og þá er best
að gera sem allra minnst.
Að bjarga þjóðinni
Þeim Steingrími Hermannssyni
og Jóni Baldvin lá svo á í septemb-
er sl. að þeir þurftu að taka ríkis-
stjóm Þorsteins Pálssonar af lífi í
beinni útsendingu á Stöð 2. Svo var
þjóðarvandinn mikill ogaðkallandi
að ekki mátti nokkurn tíma missa
fyrir athafnasama menn eins og þá
tvo.
Þeir gátu að sjálfsögðu ekki beðið
lengur eftir úrræðalausum for-
manni Sjálfstæðisflokksins og
sundurlyndum og ennþá úrræða-
lausari þingflokki hans. Nú varö
að mynda nýja stjóm sem réðist
að vandamálunum og bjargaði
þjóðinni frá aösteðjandi vanda. Til
hðs við sig fengu þessir vösku
menn síöan Ólaf Ragnar Grímsson.
Aö sjálfsögðu bjóst þjóðin viö aö
þessir menn létu hendur standa
fram úr ermum. Einhver ráð hlutu
þeir að hafa. Annað gat ekki verið
um að ræða og ekkert annað gat
afsakað þau sinnaskipti sem urðu
hjá leiðtogunum Steingrími og Jóni
Baldvin eftir gleðskapinn á Dior-
kvöldinu á Hótel íslandi með af-
töku ríkisstjómar í sjónvarpssal í
beinu framhaldi.
Nú er hðiö meira en hálft ár frá
því að þeir félagar, Jón og Stein-
grímur, tóku við með fulltingi Ól-
afs Ragnars og ekkert bólar á úr-
ræðum. Engum dylst að það hahar
undan fæti en ekkert gerist. Maður
veltir fyrir sér hverjar þær ráðstaf-
anir vora sem ekki máttu bíða í
september 1988 sem enn hafa ekki
séð dagsins Ijós í apríl 1989. Það
eina sem þessi ríkisstjóm hefur
gert er að hækka skatta. Þó þannig
að ríkissjóö á áfram að reka meö
halla. Varla var skattahækkunin
svona aðkahandi að kreföi líf ríkis-
stjómar.
Stjórnarandstaðan
Sfjómarandstaðan virðist heldur
ekki vera með neinar lausnir. í
sjálfu sér er varla hægt að lá henni
það. Einu sinni var því haldiö fram
að hlutverk stjómarandstööu væri
að koma með breytingartillögur
eða aörar thlögur en ríkisstjórn á
hveijum tíma. Sé miðað við þessa
skhgreiningu er ofur eðhlegt að
stjómarandstaðan komi ekki með
neinar thlögur. Hún getur einfald-
lega ekki komið með breytingarth-
lögur eöa aðrar thlögur meðan rík-
KjaUarinn
Jón Magnússon
lögmaður
isstjómin kemur ekki meö neinar
tillögur. Maður á jú altént að mega
gera ráð fyrir að ríkisstjóm á
hverjum tíma hafi eitthvert frum-
kvæöi.
Nú eru stjómarandstööuflokk-
arnir orönir fjórir og vita sjálfsagt
ekkert betur sitt rjúkandi ráð þó
að þeim hafi fjölgað um einn í mán-
uðinum. Kynbundni flokkurinn
virðist hafa tapað áttum og vera á
mikihi niðurleið skv. skoðana-
könnunum.
Ég held að Kvennahstinn hafi náð
hámarki fylgis síns i fyrra þegar
engum duldist úrræöaleysi þáver-
andi stjómarflokka. Nú hefur hins
vegar komiö í ljós að kynbundni
flokkurinn er jafnúrræðalaus og
aörir.
Borgaraflokkurinn veit ekki
hvort hann á að vera í ríkisstjóm
eða utan hennar. Þegar hefur þessi
hringlandi leitt til þess að flokkur-
inn hefur klofnað og stofnandinn,
Albert Guðmundsson, gaf honum
langt nef áður en hann hélt th Par-
ísar. Það er líklega í fyrsta skipti
sem skaparinn rís gegn skepnunni
þó að hitt sé altítt.
Hætt er við að Borgaraflokkurinn
eigi ekki marga hfdaga í íslenskri
pólitik eftir þetta, th þess skortir
hann bæði stefnu og mannskap í
forustu! Klofningsbrotið fijáls-
lyndir hægri menn er enn óráðin
gáta. Hætt er þó við að þeir bæti
engu viö það safn sem annars er
að finna á því úrræðalausa Alþingi.
Og þá er það Sjálfstæöisflokkur-
inn. Skoöanakannanir sýna aö svo
kann að fara aö hann nái aftur sín-
um fyrra styrk. Það gerist greini-
lega meðan ekkert heyrist frá
flokknum og hann opinberar ekki
það sem hann ætlar að gera. Sem
er í sjálfu sér ekkert að opinbera.
Þegar þeir Steingrímur og Jón
Baldvin töldu sig vera að taka Þor-
stein Pálsson af lífi hefur þeim
sjálfsagt ekki boðið í gran aö þeir
væra einmitt að gefa honum nýtt
og betra tækifæri. Sennhega stend-
ur Þorsteinn ekki í stærri póhtískri
þakkarskuld við nokkra aðra menn
en þá Steingrím Hermannsson og
Jón Baldvin sem höfðu, meðan þeir
sátu í ríkisstjóm með honum,
óskapast yflr úrræðaleysi hans og
flokks hans. Þegar á þá reyndi kom
í ljós að úrræði þeirra vora minni
ef eitthvað var.
En vinni Sjálfstæðisflokkurinn
sigur, svo sem skoðanakannanir
bera með sér, hvað þá? Gerir flokk-
urinn eitthvað sem hann lét ógert
í síðustu ríkisstjóm? Stöðnunaröfl-
in era sterk í flokknum, svo sterk
að þau réðu almennt ferðinni í síð-
ustu ríkisstjórn sem flokkurinn sat
í og þeirri sem sat þar á undan.
Mér er næst að halda aö vinni Sjálf-
stæðisflokkurinn sigur setjist hann
að nýju í ríkisstjórn með Fram-
sóknarflokknum og aftur verði
haldið út í óvissuna með hefö-
bundnum skyndhausnum. Því aö í
samstarfi við Framsókn veit Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki sitt ijúkandi
ráð frekar en aðrir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins
vegar betri möguleika th að marka
þjóðmálastefnu sem hefur eitthvert
gildi fyrir þjóðmálabaráttuna í dag.
Til þess hefur hann bæði grand-
vaharstefnu og mannafla. Vandinn
er bara sá að stöðnunaröfhn í
flokknum samþykkja ekki stefnu
þá sem flokkurinn byggir á. Kyrr-
stöðuöfhn era því miður á miklu
fleiri stöðum en í landbúnaðinum.
Það skortir kjark
Ég held að höfuðvandi íslenskra
stjómmála í dag sé sá að stjóm-
málamennina skorti kjark til að
segja þjóðinni eins og er. Skortir
kjark til að taka þær ákvarðanir
sem verður að taka ef við viljum
varðveita lífskjör og koma á stöð-
ugleika í þjóðfélaginu. Þjóðina
skortir líka vilja th að koma hlut-
um áfram með öðrum hætti en ver-
ið hefur. Hún er bundin í viðjar
kjarklausrar forustu á mörgum
sviöum. Fólks sem er ekki reiðu-
búið aö fara nýjar leiðir heldur tel-
ur einfaldast að troða þær hinar
margtroönu slóðir þó að aðstæður
séu gjörbreyttar. Þessir menn eru
nefnhega ekki að leita eftir forustu
th að koma einhverju í verk.
Jón Magnússon
„Maöur veltir því fyrir sér hverjar þær
ráöstafanir voru sem ekki máttu bíða
1 september 1988 sem enn hafa ekki séð
dagsins ljós 1 apríl 1989.“