Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. 25 Iþróttir PMT keppenda í „háloftunum" í stökkkeppninni DV-mynd gk andar leikunum: Gylfi Kífistjáiisson, DV, Akureyri: „Aö mínu mati tókust þessir leik- ar mjög vel, okkur gekk vel sem stóðum að framkvæmdinni og ég held að allir séu ánægðir með hveimigtil hefur tekist,“ sagði Gísii Kristinn Lorenzson, formaður Andrésar andar nefndaiinnar, eftir að 14. Andrésar andar leikunum lauk á Akureyri á laugardag. Gísli, sem leiddi um 120 manna starfslið leikanna, var kampakátur í móts- lok, enda full ástæða til, glæsileg- run leikum var iokið og rúmlega 600 keppendur og um 200 farar- sfiórar og foreldrar \dðs vegar af landinu héldu ánægðir til síns heima. Það er meira en að segja það að halda slíka leika, þeir krefjast gíf- urlegrar skipulagsvinnu en þeir sem standa að Andrésar andar leikunum eru orðnir sjóaðir í fram- kvæmdinni og allt gengur eins og í sögu. Keppendum Qölgar hins vegar frá áti íil árs og Gísli var spurður hve lengi væri hægt- að iaka viö Oeh-um. „Nú verðum við aö segja stopp. Þaö er búið aö ákveöa það í Andrés- ar nefnditmi að hækka neðri ald- ursmörkin og það veröur gert þannig aö frá árinu 1991 veröur aðeins keppt í aldurstlokkum 8-12 ára. Þetta verðum við hrelnlega að gera vegna þess hvernig máiin hafa Lorenzson, þróast og hve keppendum hefur íjöigað tnikió. Gísli, sem hafði viöurnefhið „yflrönd'1 í Hltöarfjalli dagana sern mótið stóð yfir, var þreyttur en ánægður í mótslok. Pramkvæmd mótsins er gerð með einstökum glæsibrag og t..d, mixmir verðlauna- afliending á ekkert frekar en slíkan athurð á ólympíuleikum. Verö- launahalar ganga undir tónlist og lófataki að verðlaunapallinum þar sem þeir taka við sigurlaununum og yflr þeim logar eldur leikanna. Stórkostleg framkvæmd. enda ber mönnum saman um að Andrésar andat' leikarnir séu einstakur við- burður í íþróttalífinu hér á landi. • Gisli Lórenzson, önnum kafinn við að undirbúa verðlaunaafhendingu á Andrésar andar leikunum. DV-mynd gk „Mjög vel staðið að þessu móti“ - sagði Birkir Sveinsson þjálfari frá Neskaupstað Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er mjög skemmtilegt mót og vel staðið að framkvæmd þess á allan hátt,“ sagði Birkir Sveinsson frá Neskaupstað en hann mætti sem þjálfari og fararstjóri með 24 keppendur á Andrésar leikana. „Ég keppti á þessum mótum á sínum tíma sjálfur en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað sem þjálfari og fararstjóri. Krakkarnir hafa verulega gaman af þessu, þeir kynnast mörgum og njóta þessara daga hér virkilega. Við eram mjög ánægð með hvemig var komið fram við okkur héma. Við komum of seint vegna tafa í flugi en það var bara beðið með að byija þangað til við mættum. Framkvæmdin á þessu móti er virkilega góð,“ sagði Birkir. Birkir Sveinsson, þjálfari og fararstjóri frá Neskaupstaö. DV-mynd gk Hkureyrar l þó háðu harða keppni í öllum greinum _ Akureyri. Stúlkur, 9 ára: Sigríður Jóna Ingadóttir, Akureyri. Drengir, 9 ára: Sturla Már Bjarnason, Dalvík. Stúlkur, 10 ára: Eva Bragadóttir, Dalvík. Drengir, 10 ára: Börkur Þórðarson, Siglufirði. Stúlkur, 11 ára: Diana Guðmundsdóttir, Ólafsfírði. Drengir, 11 ára: Jóhann Amarson, Ak- ureyri. Stúlkur, 12 ára: Hjálmdís Tómasdóttir, Neskaupstað. Drengir, 12 ára: Hjörtur Arnarson, Reykjavík. Stökk: 9 ára: Jóhann Möller, Siglufirði, 23-22 metra, 142 stig. 10 ára: Þorvaldur Guðbjörnsson, Ólafs- firði, 22-20,5 metra, 136 stig. 11 ára: Ólafur Valtýr Rögnvaldsson, Siglufirði, 22,5-23 metra, 147,2 stig. 12 ára: Magnús Magnússon, Akureyri, 24,5-23,5 metra, 150,7 stig. Ganga (frjáls aðferð): Drengir, 12 ára: Amar Pálsson, Isafirði. Drengir, 8 ára og yngri: Ingólfur Magn- ússon, Siglufirði. Stúlkur, 10 ára og yngri: Sigríður Haf- hðadóttir, Siglufirði. Drengir, 9-10 ára: Haíliði Hafliðason, Siglufirði. Stúlkur, 12 ára: Thelma Matthiasdóttir, Ólafsfirði. Stúlkur, 11 ára: Sigrún Þorleifsdóttir, Ólafsfirði. Drengir, 11 ára: Albert Arason, Ólafs- firði. Ganga (hefðbundin aðferð): Drengir, 8 ára og yngri: Baldur H. Ing- varsson, Akuréyri. Stúlkur, 10 ára og yngri: Sigríður Haf- hðadóttir, Siglufirði. Drengir, 9-10 ára: Hafliði Hafliðason, Siglufirði. Stúlkur, 11 ára: Sigrún Þorleifsdóttir, Ólafsfirði. Drengir, 11 ára: Albert Arason, Ólafs- firði. Stúlkur, 12 ára: Thelma Matthíasdóttir, Ólafsfirði. Drengir, 12 ára: Hlynur Guðmundsson, ísafirði. sagði Albert Arason • Albert Arason. DV-mynd gk Gyifi Kriajánsson, DV, Afcureyrt Albert Arason frá Ólafsflröi, sem sigraöi í göngukeppni í 11 ára flokki með frjálsri aðferð, er orðinn nokk- uð vanur að taka við verðlaunum á Andrésar andar leikum því að hann sigraði nú í göngukeppni þriðja áriö í röð. „Eg æfi fimm sinnum í viku, svona klukkutíma í einu. í keppn- inni núna var erfiðast að eiga við Gísla Harðarson frá Akureyri en ég vann hann með 20 sekúndum. Svona mót er ofsalega skemmti- legt, þaðer gaman að keppa og hitta svona marga krakka," sagði þessi efnilegu göngumaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.