Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. Lífsstm ff Hrossaskítur og áburður: Sveitalyktin Reykjavíkurborg og íbúar: Umfangs- mikið hreinsun- arátak r i r x að bresta á í görðunum Nú er jörð að mestu komin undan snjónum og fer að verða tími til að bera á húsdýra- eða tilbúinn áburð í görðum. Fyrsta áburðargjöfm er oft miðuð við þann tíma sem sprettan er að hefjast. Áburður er ekki bara til að hjálpa til við vöxt heldur er slíkt eitt frumskilyrða fyrir því að garðagróðurjafnttré, runnar ogtún, fái góða næringu. Þannig er hægt að losna við óþrif og mosa. Brátt fara menn að finna „sveita- lykt“ í þéttbýlinu. Næstu vikur eru tími hrossaskíts og áburöargjafar. DV hefur heimildir fyrir því að verð fyrir minnsta skammt af heimkeyrð- um hrossaskít sé um 2 þúsund krón- ur - en það verð er án dreifingar. Hestamenn fegnir að losna við skítinn Margir leggja leið sína upp í hest- hús og eru slíkir gestir kærkomnir í röðum hestamanna. Sögur Hafa heyrst af fólki áður fyrr, sem laum- aði sér í hauga hestamanna með poka eða kerru til að „stela“ skít. Á meðan földu hestamennimir sig fyrir innan, dauðfegnir að losna við ilmgjafann. Svona misskilnings er að mestu leyti hætt að gæta nú, því garðeigendur gera sér grein fyrir greiðanum sem þeir eru að gera hestafólkinu. DV hafði samband við nokkra hesthús- eigendur sem sögðust vera dauð- fegnir að losna við eitthvað úr sínum haug. Hins vegar sagði einn þeirra í gríni að hann vildi helst að fólk kæmi og mokaði úr básunum hjá sér - en það er önnur saga. Þegar skiturinn er kominn á gras- flöt er gott að snúa honum með hrífu einu sinni í viku. Ef ekki rignir er nauðsynlegt að bleyta hann nokkr- um sinnum því þannig kemst áburð- urinn best til skila. Hrossaskíturinn á jafn vel við í beðum sem á túnum, auk þess sem hann er afar notadrjúg- ur við gróðursetningu. Sama gildir um tilbúinn áburð sem hægt er að kaupa í handhægúm t.d. 5 kílóa pok- um fyrir 2-300 krónur. Samt verður að passa upp á að bera hann ekki á of snemma ef ske kynni að kuldakast gengi yfir, því áburöur flýtir fyrir Flestum hestamönnum þykir gott að fá í heimsókn garðeigendur sem vilja verða sér úti um hrossaskit. DV-mynd GVA vexti. einnig tilvalinn til áburðar. Þannig slíku og dreifa líkt og tilbúnum Garðyrkjumenn telja hænsnaskít mætti verða sér úti um eina fotu af áburði. -ÓTT Á vegum Reykjavíkurborgar og íbúa hennar er fyrirhugað um- fangsmikið samstarf vegna hreinsunaraögerða. Á það bæði viö um hirðingu einkalóða og al- mennra svæða. Eins og á síðast- liðnum árum munu starfsmenn borgarinnar standa fyrir dreif- ingu ruslapoka sem íbúar fá til að setja rusl í af lóðum sínum. Getur fólk þá skilið þá eftir fulla á sama staö og verða þeir síðan sóttir. Um þessar mundir er unn- ið af miklum krafti við aö hreinsa götur og gangstéttir. Að sögn Ólafs Jónssonar, upp- lýsingafulltrúa hjá Reykjavíkur- borg, er nú unnið hörðum hönd- um við aö vélsópa 6-700 km af gangstéttum borgarinnar, auk gatna. „Viö erum með ýmsar framkvæmdir í bígerð og munum ganga til samstarfs við borg- arbúa,“ segir Ólafur. „Við erum aö fara að ræða viö forsvarsmenn allra borgarhluta og ætlum að heyra hvað þeir segja. Auk þess verða lagðar fram hugmyndir okkar sem unnið hefur veriö að.“ Gámar og útigrill „Við ætlum aö leggja ríka áherslu á að fólk gangi um borg- ina eins og heimilið sitt og raun ýmsum aöferðum veröa beitt í því sambandi,“ segir Ólafur. „Hvað varðar sameiginlegt átak byrjum við á vesturbænum dagana 6-12 maí og svo koE af kolfi. Aðalá- herslan verður lögð á laugardag- ana og er ætlunin að hafa útigriU á 1-2 stöðum í hvetju hverfi,“ sagði Ólafur. 600 nýjum ruslastömpum var komið fyrir í borginni í fyrra. Ef fólk vEl koma einhverju rusli frá sér áður en hreinsunaraðgerðir ganga í garö er hægt að ganga að ruslagámum viö Meistaravelli, við Sigtún, við Sléttuveg, við Jað- arsel og Rofabæ. -ÓTT Vorverkin í garðinum: Kominn tími til að klippa greinar leggjast niður og rífa börkinn Séu runnar ekki mjög hávaxnir er heppilegt að standa við gagnstæða „öxl“ á runnanum - færa sig svo yfir og klippa hinum megin frá. Klippunum á að beina niður á við. Sé þetta gert verður runninn strýtulaga með rúnnuð- um kolli - þannig nær Ijósið best til plantnanna sem jafna sig svo fljótt sjálfar. DV-mynd GVA - Á vorin, þegar trén hafa enn ekki laufgast, er þægilegast að klippa þau. Greinabygging þeirra er þá mjög augljós og ársvöxtur frá fyrra ári sést vel. Um þessar mundir er því nycg heppilegt að khppa tré og runna. Það verður þó aö gæta þess að tijágróður sé ekki farin að skjóta út brumi þegar klippt er. Það er ein- mitt kosturinn við vorklippingu að þá er ekki hætta á að skaða brum og lauf skyggir ekki á. Kalsprota er þá Uka auðvelt að sjá. Algengustu runnategundir hér á landi eru gljávíðir, brekkuvíðir og alaskavíðir. Auk þess er mikið um viðju og birki. Ársvöxtur runnateg- unda er oftast á bilinu 50-150 sentí- metrar. Þetta á t.d. við um alaska- víði. Miðað viö þennan vöxt er óhætt að kUppa um 50 cm. Hvað á að klippa? Það sem fyrst og fremst á að kUppa eru kalsprotar. Þá er auðvelt að þekkja á því að þeir eru ljósari en sá hluti greina sem lifir. Þegar þetta er gert er best að nota litlar kUppur. Þegar runnar eru klipptir á að ein- beita sér að „öxlum þeirra“ - ská- hallt niður á við til beggja hUða því þar er vöxturinn mestur. Plöntumar vaxa mest þama því sólarljósið nær þannig til þeirra. Með því að kUppa axUmar verða mnnamir strýtulaga með rúnnaðan koU. Síðan sjá plönt- umar sjálfar um að verða sem þétt- astar aftur og hekklaga. Ef hægt er að koma því við (ekki við mjög háa mnna) er gott að standa að klipping- unni „hinum megin frá“ og beina kUppunum niður á við. Stór tré verða stundum of þétt. Þá vaxa greinar í veg fyrir hver aðra og eru eiginlega í samkeppni. Grein- ar, sem er „ofaukið", á því að fjar- lægja svo vaxtarstefna trjánna verði sem eðUlegust. Ef greinar em svo sverar að kUppur vinna ekki á þeim verður aö taka sögina fram. Þá er best að saga greinina í hluta. Þungar af stofninum þegar þær em að falla niður. Auk þess á að saga alveg aö stofninum - stubbar eiga ekki að sjást. Opnum sárum má svo loka með því að setja oUumálningu yfir. Þess ber þó að geta að 'birki er ekki ráð- legt að saga fyrr en að a.m.k. mánuði liðnum. Ef smágreinar vaxa úr sámm á tijám, svokallaðar illhærar, er ráð- legast að klippa þær af því þær taka mikla næringu frá tijánum. Margs konar verkfæri Margir garöeigendur láta duga að eiga einar klippur. En það er samt ástæða til að hafa nokkrar stað- reyndir í huga þegar verkfæri em keypt. Litlar annarrar handar kUpp- ur með bogadreginni egg eru vel faUnar fyrir greinar sem era aUt að 10 mm á þykkt og fyrir rósarunna. Sé eggin bogadregin (með kjamma) er Util hætta á að greinamar skreppi út úr kUppunum. KUppur fyrir báöar hendur, eins og flestir kannast við, era ýmist með skörðóttum eða beinum blöðum. Þær henta fyrir graskanta, hekk og tré. Skörðóttu blöðin auðvelda mjög kUppingu á greinum. Vélsagir eiga helst rétt á sér í stór- um görðum. Það verður að fara var- lega með slík verkfæri - passa að böm séu ekki nálægt. Auk þess er bent á að nota ekki verkfærin í rign- ingu eða bleytu svo leiði ekki út. Þegar vélsagir eru stilltar á að slökkva á þeim, stilla og setja aftur í gang. KUppur fyrir sverar greinar eru einnig til í verslunum, svo og sköft meö kUppum á sem hægt er að lengja. Þannig er hægt að klippa greinar á háum tijám. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.