Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. Úflönd Grænlendingar fastSr fyrir Fyrstu lotu samningaviöræðna milli Evrópubandalagsins (EB) og græn- lensku heimastjómarinnar um þaö hve mikið skip EB megi veiða viö Grænland næstu fimm ár er lokið í Jakobshöfn án árangurs. Yfirsamningamaöur heimastjómarinnar, Lars Vesterbirk, sagöi í sam- tali við grænlenska útvarpið að heimastjómin standi fóst á þvi að EB fái engan rækjukvóta næstu fimm ár vegna þess að Grænlendingar verði að hugsa um sína eigin fiskimenn fyrst. Á móti stendur EB tíl boða að veiða meira af öðmm fiski en hingaö til. Vesterbirk leggur áherslu á það aö heimastjórnin krefjist að minnsta kostí sömu greiöslu og áöur, um eitt hundraö og fimmtíu milljóna ís- lenskra króna á ári, fyrir veiðar EB. Einnig hafa Grænlendingar notið tollfrelsis fyrir vömr sínar á markaði EB. Yfirsamningamaður EB, Ramon de Miguel, frá Spáni, segir hins vegar að EB krefjist þess að fá rækjukvóta hjá Grænlendingum í staðinn fyrir borgunina og tollfrelsið. Samninganefndirnar hittast aftur í Brussel í lok maí. Reiknað er með að skrifað verði undir samkomulag í Kaupmannahöfii 28. júní. lowa kemur heim Hér sést sprengingin i byssuturni númer tvö, rétt ettir að hún varð. Sprengingin varð fjörutíu og sjö manns að bana. Þessi mynd er tekin af sjónvarpsskjá. Hún er hluti af myndbandi sem áhugamaður var að gera um borð. Símamynd Reuter Orrustuskipið Iowa kom í gær til heimahafnar sinnar í Norfolk í Virg- iníuríki. Fjörutíu og sjö manns biöu bana um borð í skipinu síðastliðinn miðviku- dag eftir að gífúrleg sprenging varö í exnum af þremur byssuturaum skipsins. Á mótí skipinum tóku um fimm þúsund vinir og ættingjar áhafh- armeðlima. Sjóliðamir voru með svört armbindi. Þeir stóðu í réttstöðu í hvítum einkennisbúningum sinum er skipið renndi í höfn. Þessi sorgarathöfn breyttist þó í gleðistund er hundruð ættingja fóru um borð í skipið til að faðma drengina sína að sér. í dag er ráögert að Bush forseti flytji ávarp við minningarathöfn í Nor- folk. Múmía finnst Tvö þúsund ára gömul múmía fannst í Egyptalandi á föstudag. Símamynd Reuter Tvö þúsund ára gömul mumía, vafin í klæði og þurrkuð blóm, fannst í guilsleginni kistu í borginni Fayoum í Egyptalandi síðastliðinn fóstudag. Haft var eftír Ali el-Kholi, erabættismanni í fomieifaráðuneyti Egypta- lands, að múmian, sem var af konu, hefði haft lítið barn, son sinn að talið er, við hlið sér. Það voru bandarískir fornleifafræðingar sem fundu kistuna. Kholi sagði að múmían hefði fundist innan um nokkur grísk-rómönsk grafhýsi í Fayoum, um eitt hundrað kílómetra suðvestur af Kairó. Kashoggi neitar sakargiftum Adnan Kashoggi, saudi-arabiski milljaröamæringurinn, sem var hand- tekinn í Bern síðasthðinn þriðjudag, neitar staðfastiega ásökunum Banda- ríkjamanna gegn honum og berst nú fyrir því aö veröa losaður úr fang- elsi, aö sögn lögfræðings hans sem er bandarískur. Svissneska lögreglan handtók Kashoggi að beiðni bandarískra yfir- valda, sem eru að raimsaka svindl Markosar, fyrrum forseta Fihppseyja, og Imeldu konu hans. Kashoggi hefur verið kærður i New York fyrir að hafa aðstoðað Markos- hjónin við aö fela ólögleg viöskipti. Bandarísk yfirvöld undirbúa nú formlega beiðni um framsal. Reuter DV Skotið á börn ísraelskir hermenn skutu á og særðu þrjátíu og átta Palestínumenn, flesta börn og táninga, á Gazasvæð- inu í gær. Palestínumenn og starfs- menn arabískra sjúkrahúsa segja að hermennirnir hafi hafið skothríö á mótmælendur sem köstuðu gijóti. Grímuklæddir unghngar höfðu einn- ig sett upp vegatálmanir og skrifað slagorð á veggi. Meðal þeirra sem særðust var eitt fjögurra ára barn, tvö sex ára börn og eitt átta ára. A vesturbakkanum hefur ísraelska lögreglan kvatt til yfirheyrslu þijátíu og fimm ísraelska landnema sem Palestínumenn hafa sakað um að hafa ætt um arabískt þorp með of- beldi og unnið skemmdarverk í síð- ustu herferð þeirra gegn palestínsk- um mótmælendum. Hermenn komu á vettvang áður en landnemamir fóru en lögreglan segir að þeir hafi ekki haft heimild til að handtaka óbreytta borgara. Hermennirnir náöu þó nokkrum bílnúmerum og sagt er að fáeinir hafi játað að hafa staðið að skemmdarverkunum. Op- inberlega vísa landnemarnir öhum ásökunum á bug. Reuter Þessi litla palestínska stúlka var ein af mörgum börnum sem hlutu skotsár í gær er ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur á Gazasvæðinu. Símamynd Reuter Breytt afstaða Vestur-Þjóðverja Gcur HeígaBon, DV, Reersnæs: Vestur-þýska ríkisstjórnin virö- ist hafa breytt afstöðu sinni til upp- setningar nýrra skammdrægra eldflauga. Kristílegir demókratar, flokkur Kohis kanslara, hafa fram að þessu stutt Bandarikjamenn í því aö nú sé kominn tími til að skipta um og setja enn tæknilega fullkomnari flaugar í stað þeirra gömlu en í Vestur-Þýskalandi eru áttatíu og átta skammdrægar kjamorkueldflaugar sem taldar eru úreltar. Hans Dietrich Genscher utanrik- isráðherra, frá flokki frjálslyndra, hefur lýst þvi yfir að hann vonist eftir áframhaldandi viðræðum við Sovétmenn um þriöju núlhausn- ina, það er að segja burtu með allar eldflaugar bæði i austri og vestri. í tengslum viö þær breytingar, sem Kohl gerði á ríkisstjóm sinni á dögunum, var og hætt við ýmsar óvinsælar aðgerðir og áætlanir, meðal annars var ákveðið að engar nýjar eldflaugar yrðu settar upp í bráö og reiknaö er með að Kohl hafi með þeirri áætlun sinni reynt að auka á vinsældir sínar og kristi- legra demókrata fyrir kosning- araar til vestur-þýska þjóðþingsins sem fram eiga að fara 1992 enda ekki talin vanþörf á. Bonnstjómin hefur auk þess far- ið fram á að nýir samningar hefjist hið bráðasta við Sovétríkin sem leiði vonandi til þess að jafnmargar meöaldrægar kjamaflaugar verði í Austur- og Vestur-Evrópu en núna eru mun fleiri slíkar hjá Sovét- mönnum. Kohl áttí langt símtal við George Bush, forseta Bandaríkjanna, nú um helgina og reyndi að útskýra fyrir honum þessa nýju afstöðu Vestur-Þjóðveija. Niðurstöður símtalsins urðu þær að nú í dag fljúga Genscher utanríkisráðherra og Gerhard Stoltenberg, hinn nýi vamarmálaráðherra Vestur- Þýskalands, tíi Washington til þess að sjá svo um aö allir séu njeö hár- réttar upplýsingar og útskýringar áöur en Kohl birtir opinberlega endanlega afstöðu Bonnstjórnar- innar í eldflaugamálinu nú á fimmtudaginn. Olía til aðalraforkuversins Dælt var olíu úr frönsku olíuflutn- ingaskipi til stærsta raforkuversins í Líbanon í morgun. Rafmagnsskort- ur hefur verið um lengri tíma um allt landið og lítið vatnsrennsli vegna stríðsins þar. Franska olíuskipið hafði beðið í viku fyrir utan Líbanon áður en leyfi fékkst til að dæla olíu úr því til lítils raforkuvers í Jiyeh fyrir sunnan Beirút en það svæði er á valdi múha- meðstrúarmanna. Aöalraforkuverið, sem fékk olíu í morgun, er hins veg- ar á svæði kristinna. Búist er við að rafmagn komist fljótlega á i Libanon á ný eftir að heimilað var að dæla olíu úr frönsku olíuflutningaskipi til aðalraforkuversins í landinu. Þar hefur verið rafmagns- og vatnsskortur undanfarnar vikur vegna borgara- stríðsins og hefur fólk þurft að sækja vatn út á viðavang. Hér er ein að fylla krúsir með vatni úr holu sem myndaðist þar sem eldflaug féll. Símamynd Reuter Frakkar segjast hafa fengið sam- þykki hinna fjögurra fastafulltrúa Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir íhlutun framkvæmdastjóra samtakanna, Javier Perez de Cuell- ar, til að binda enda á borgarastríðið á Líbanon. Utanríkisráðherra Frakklands, Roland Dumas, greindi frá þessu í gærkvöldi í franska sjón- varpinu en hann gat þess ekki hvað framkvæmdastjórinn yrði beðinn um að gera. Frakkar höfðu áður stungið upp á að hann færi sjálfur til Beirút. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.