Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. 11 dv______________________________________________________________________ Úflónd Olíurannsóknir í Egyptalandi: Stjórnvöld opna landamærin Stjórnvöld í Egyptalandi vinna nú að því að efla olíuvinnslu og olíu- rannsóknir í landinu til að auka tekj- ur ríkissjóðs. Þau bjóða erlendum íyrirtækjum tækifæri til að auka umsvif sín í Miðausturlöndum. Að sögn embættismanna í olíumála- ráðuneytinu búast stjómvöld við að veita allt að 20 leyfi tii erlendra fyrir- tækja til að stunda olíurannsóknir á þessu ári. t Helsta útflutningsafurðin Olía er helsta útflutningsafurð Egypta og veitir ríkissjóði milljarða í tekjur á ári hveiju. Tekjumar af olíuútflutningi hröpuðu þó um mitt árið 1986 þegar verð á olíu snarlækk- aði á alheimsmörkuðum. Árið 1984 námu olíuútflutnings- tekjur Egyptalands 2,6 milljörðum dollara en lækkuðu niður í 697 millj- ónir tveimur árum síðar. í fyrra var ástandið ögn betra, verð á oliu hækk- aði og útflutningtekjumar námu 1,5 milljörðum dollara. í hringiðu stjórnmála Frá því að Hosni Mubarak tók við forsetaembættinu árið 1981 hefur hann unnið að því að koma Egypta- landi á nýjan leik inn í hringiðu stjómmála í Miðausturlöndum og taka þátt í viðleitni ýmissa ríkja til að koma á friði milli Israela og Pales- ínumanna. Önnrn- arabaríki snera baki við Egyptum fyrir tíu árum þegar þeir skrifuðu undir friðarsáttmála við ísraela en yfirvöld reyna nú að ná til olíufyrirtækja í arabalöndum sem og vestrænna fyrirtækja. Nokkur hinna 20 leyfa, sem veitt verða er- lendum olíufyrirtækjum, verða veitt kúvaitska olíufyrirtækinu en það er eina olíufyrirtæki í arabalandi sem kannar olíu í jörð í Egyptalandi. Standa í röðum Að sögn olíumálaráðherra Egypta- lands, Abdel-Hadi Kandeel, verja er- lendar þjóðir 1,4 milljörðum dollara í olíurannsóknir í Egyptalandi á ári hveiju. Mörg erlend fyrirtæki stunda nú olíurannsóknir þar í landi. Má þar til dæmis nefna British Petroleum, bandaríska fyrirtækið Conoco og Nor Petrol í Noregi. Ráðamenn vest- rænna fyrirtækja segja að þeir telji meiri olíu að finna í jörð í Egypta- landi. „Erlend oliufyrirtæki bíða í röðum eftir að fá leyfi til olíurannsókna í Egyptalandi," sagði einn ráðamanna vestræns olíufyrirtækis í samtali við Reuterfréttastofuna. „Við teljum að góðar líkur séu á að enn meiri olíu sé þar að finna - þess vegna eram við þar. Mikil mannfjölgun Þótt nokkurt jafnvægi ríki á stjóm- málavettvanginum í Egyptalandi á ríkisstjóm Mubaraks fullt í fangi með að fæða þjóð sína. Erlendar skuldir, sem áætlaðar era um 43 milljarðar dollara, era að sliga ríkis- sjóð og mannflölgun er gífurleg í þessu landi sem er þéttbýlast araba- landa. í Egyptalandi búa nú um 54 milljónir manna og meira en ein milljón bama fæðist þar á ári hverju. Embættismenn í Egyptalandi segja að orkuþörf innanlands aukist um 12-14 prósent á ári hveiju og telja nauðsynlegt að byggja fleiri vatns- orkuvirki. Það eina sem stendur þeim fyrir þrifum er skortur á fjár- magni. Úrvinnsla jarðgass eykst Að sögn egypskra embættismanna mun úrvinnsla jarðgass aukast rnn 15 prósent árið 1989 og hafa mörg fyrirtæki í landinu snúið sér að notk- un jarðgass í stað annarra orkugjafa. Stjómvöld reyna nú að þróa notk- un hinna gífurlegu jarðgasbirgða landsins til að minnka síaukna inn- lenda þörf fyrir olíu og auka þannig útflutning. Yfirvöld hafa skrifað und- ir samning við ítalskt olíufyrirtæki um að auka mikið vinnslu jarðgass við norðurósa Nílar. Við ósa Nílar era ríkustu jarðgas- svæði Egyptalands og veitti ríkis- stjómin nýlega 164 milljónum doll- ara til vinnslu á jarðgasi. Sextán bor- holur era nú þegar í notkun þar og búast yfirvöld við að 22 aðrar verði teknar í notkun næstu tvö ár. Árið 1988 nam úrvinnsla jarðgass 5,4 milljón tonnum sem er aukning Orkuþörf innanlands i Egyptalandi eykst um 12-14 prósent á ári og telja ráðamenn að nauðsyn sé á að byggja fleiri vatnsorkuver. Þessi mynd er af einu slíku i Aswan. upp á 1,4 milljónir tonna frá árinu veita jarðgasinu til iðnaðarsvæða sjóði Egyptalands ofviða eins og 1987. En það vantar fjármagn til að þar sem þörfin er mest. Það er ríkis- stendur. Reuter C^UUÍtf/ ÍTÖLSK GLÆSIHÖNNUN Ertu að hugleiða kaup á þvottavél, kæliskáp eða örbylgjuofni? Þá liggur beint við að skoða CANDY-línuna, sem er í senn glæsileg og á góðu verði. Þvottavélar: 3 kg. vél kr. 37.800 stgr. og kr. 39.800 m.afb. 5 kg. vél kr. 45.125 stgr. og kr. 47.500 m.afb. 5 kg. vél með þurrkara (Alice) kr. 55.000 stgr. og kr. 57.900 m.afb. Uppþvottavélar: Kr. 42.655 stgr. og kr. 44.900 m.afb. Kæliskápar: Margar gerðir frá kr. 27.455 til 56.525 stgr. Örbylgjuofnar: Frá kr. 22.700 til kr. 37.810 stgr. CŒHi Borgartúni 20 og Kringlunni og umboðsmenn um land allt. BEFGIAND HF. KYNNIR RÉTTU SUMARGRÆJURNAR Sölusýníng Skípholti 33, símí 678990, skrífstofa Skípholtí 25, sími 629990. OPIÐ ALLA DAGA 10 - 18 Frestur er að renna út fyrir pantanir sem eiga að afgreiðast í maí HJÓLHÝSI - TJALDVAGNAR - SUMARHÚS - FERÐAVÖRUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.