Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birfr ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifíng: Sími 27022 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. Hafskipsmáliö: Kröfum um frávísun hafnað í morgun Kröfu verjenda Útvegsbanka- manna og Helga Magnússonar, fyrr- verandi endurskoðanda Hafskips, um að ákæru gegn umbjóðendum þeirra í Hafskipsmálinu yrði vísað frá var hafnaö í Sakadómi Reykja- víkur í morgun. Verjendurnir munu kæra þennan úrskurð til Hæstaréttar. Samkvæmt Jögum á niðurstaða Hæstaréttar að liggja fyrir innan tveggja vikna. Veijendur Hafskipsmanna hafa enn ekki gert athugasemdir en búist er við að þeir geri það þegar mál- flutningur hefst í máhnu í haust. -sme/hlh Hæsti vinningur í getraunum upphafi - tölvuval fyrir 200 krónur Hæsti vinningur frá upphafi ís- lenskra getrauna kom á eina röð síð- asthðinn laugardagn alls 5.583.962 krónur. Vinningsmiðinn var keyptur í sölu- tumi í Hamraborg í Kópavogi, sá sem keypti miöann keypti 20 raða seðh á 200 krónur og lét tölvu sjá um að fylla hann út og reyndist ein röðin vera með tólf rétta. Getraunapotturinn nú um helgina var þrefaldur sprengipottur, 31 fengu 11 rétta og koma 26.700 krónur í hlut hvers og eins. -J.Mar Klrkjubæjarklaustur: Féll af baki og slasaðist LOKI Það er nú líka hægt að reisa píramíta á torgi! Húsbréfafrumvarpiö ekki afgreitt úr nefnd í dag: Meirihluti þingsins vill fresta málinu Húsbréfafrumvarp Jóhönnu Sig- urðardóttur verður ekki afgreitt. úr félagsmálanefnd neðri deUdar í dag eins og stóð þó til. Að sögn Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, formanns nefndarinnar, er ætlunin að reyna að fá fram þau atriði sem enn eru óljós. Sagðist Jón ekki geta sagt tU um hvenær frumvarpiö yrði afgreitt úr nefndinni en það yröi þó að vera fyrir vikulok. Meirihluti félagsmálanefndar vill ffesta máhnu og vísa því tU ríkis- stjórnarinnar. I þeim meirilúuta eru Geir H. Haarde, Eggert Hauk- dal, Kristín Einarsdóttir og Alex- anders Stefánsson. í samtah við DV í morgun kom fram að ekkert þeirra gerði ráð fyrir því að afstaða þeirra myndi breytast við frekari meðhöndlun í nefnd. Því er Ijóst að ekki er meirihluti fyrir frumvarpinu í neðri deUd Al- þingis. Þrir stjórnarhðar, Alexand- er Stefánsson, Guðmundur G. Þór- arinsson og Stefán Valgeirsson, hafa ákveðið lýst því yfir að þeir vUji fresta afgreiðslu þess. Alþýðu- flokksmenn treystu á stuðning stjómarandstæðinga en nú er greinUegt aö þeir vUja frestun málsins. Jón Sæmundur sagði að hér væri um þaö að ræða aö menn væru ein- faldlega i póhtískum leik meö hús- bréfafrumvarpiö. Því neitaði hins vegar Kristín Einarsdóttir harð- lega og sagði að afstaða Kvennalist- ans hefði ekkert breyst frá því Kristin Ástgeirsdóttir hefði gert fyrirvara í starfi nefndar þeirrar er samdi frumvarpið. Júlíus Sólnes sagði að þeir borg- araflokksmenn væru hlynntir hús- bréfakerfi en frumvarp félagsmála- ráöherra væri afskræming á því og því myndi Borgaraflokkurinn styðja frestun. Svipuö skoðun kom fram hjá Hreggviði Jónssyni, þing- manni frjálslyndra hægrimanna, við umræður um frumvarpið. Þá sagði fulltrúi Sjálfstæöísflokksins, Geir H. Haarde, að skynsamlegast væri að fresta frumvarpinu eins og nústæðiá. -SMJ Sannfærður um lausn á húsbréfadeilunni - segir Steingrímur Hermannsson „Þetta verður rætt í dag og ég er sannfærður um að það leysist,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra, aðspurður um hver yrðu örlög húsbréfafrumvarps Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Vegna afstöðu einstakra þing- manna Framsóknarflokksins er ljóst að enginn meirihluti er fyrir sam- þykkt frumvarpsins í neðri deild. - Munt þú beita þessa þingmenn Framsóknar flokksaga? „Þetta verður rætt í þingflokkun- um í dag. Það kemur þar í ljós,“ sagði Steingrímur. - Þú lýstir því yfir þegar þessi ríkis- stjórn var mynduð að þú myndir boða til kosninga ef nýr meirihluti skapaðist um eitthvert hinna stærri mála. Á sú yfirlýsing við um þetta mál? „Þetta er ekki þess háttar mál. Það Ung kona slaðaðist mikið er hún féh af hestbaki nálægt Kirkjubæjar- klaustri um hádegisbilið í gær. Þegar læknir kom á staðinn var konan meðvitundarlaus. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd austur og flutti hún konuna á Borgarspítaiann. Þyrlan lenti við spítalann rétt fyrir klukkan hálfþrjú. Tahð var að konan heföi m.a. hlotið höfuðáverka. 1 Að sögn læknis á Klaustri er konan alvön hestamanneskja en hún var gestkomandi á bæ nálægt Klaustri. -ELA Brynja Gunnarsdóttir, Islandsmeistari í gerð sætra kokkteila, ásamt Haf- steini Egilssyni þegar úrslit lágu fyrir í gærkvöldi. DV-mynd GVA Verkfall háskólamanna: „Þetta var mjög erfið keppni enda var ég að keppa við þaulreynda bar- þjóna sem margir hveijir hafa keppt oft erlendis. En þetta var skemmti- legt,“ sagði Brynja Gunnarsdóttir sem sigraði í íslandsmeistarakeppn- inni í gerð sætra kokkteila sem hald- in var í Súlnasal Hótel Sögu í gær- kvöldi. Sigurkokkteihinn ber heitið Sól og sumar. Brynja, sem er 23 ára gömul og var langyngst keppenda, er fyrsta konan í sögu Barþjónaklúbbsins sem ber sigur úr býtum í þessari keppni sem hingað til hefur verið eitt höfuövígja karlamanna. Hún mun taka þátt í heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Mexíkó árið 1991. Keppendur í gærkvöldi voru 21. Þegar formlegum viðræðum há- skólamanna og samninganefndar ríkisins var shtið um helgina var ákveðið að taka upp óformlegar við- ræður. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir þetta gert til að koma á viðræðutorgi í stað þess pír- amíta sem viðræðurnar hafi verið í th þessa. Það kom í ljós á samningafundi um Veörið næsta sólarhring: Bjart en kalt -1 Bjart veður verður víðast hvar á landinu. Hiti verður nærri frost- marki. Hlýjast verður sunnan- lands. Einhver úrkomuvottur gæti orðið nyrst á landinu. -1 -3 -2 yr ^J-10 • * , 2vl T T í Á M K A N A a ORIENT BIIALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 var um það að ræða að annar meiri- hluti samþykkti frumvarp sem ríkis- stjómin eða einhver þeirra flokka, sem standa að henni, gæti ekki sætt sig við. Okkur hefur alltaf verið ljóst að með jöfnum atkvæðum í neðri deild gætu einhver mál fallið. Það er engin ríkisstjóm sem leggur höfuð sitt á höggstokkinn fyrir slíkan hlut eins og í þessu máh. Það lá meira að segja fyrir að þetta frumvarp færi ekkj^ í gegn nema stjórnarandstaðan styddi það. Svo menn eru þá bara að afhenda henni fallöxina." - Þannig að það er ekkert að veði í þessu máh annað en það höfuð sem Jóhanna hefur lagt á höggstokkinn. „Já, ef hún gerir það. Það er jafn- vafasamt hjá einstökum ráðherra og ríkisstjóminni sjálfri að gera slíkt," sagði Steingrímur. -gse Sigraði með sól og sumri OfOVHlÍGgar VÍðrsðlir helgina að deiluaðilar hafa ahs ekk- ert nálgast og dehan stendur eins fóst og hugsast getur. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við DV í morgun að hann teldi óformlegar viðræður manna í milli vera eina möguleikann th að koma einhverri hreyfmgu á máhð. S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.