Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. 17 Öryggið mest í Landsbankanum Skorri skrifar: Einhver sómakær kona skrifar les- endabréf í DV hinn 12. þ.m. og hefur þungar áhyggjur af sparifé sínu og annarra í Landsbankanum. Þar sem ég er og hef verið, eins og þessi bless- aða áhyggjufulla kona, sparifjáreig- andi og viðskiptamaður Landsbank- ans alla tíð og þakka því að hluta hvað ég á orðið mikla peninga, hlýt ég því að stinga niður penna til að reyna að hugga þessa konu sem hef- ur orðið rík eins og ég á viðskiptum sínum við bánkann. í fyrsta lagi get ég bent konunni á að innstæður okkar í Landsbankan- um eru hvergi tryggari, allar eigur íslenska ríkisins standa þar á bak við sem er ekki raunin hjá neinum hinna svokölluðu einkabanka eða fjármál- fyrirtækja sem mest hafa ginið fram- an í fólk. - Ekki má gleyma fyrirtæk- inu Ávöxtun sem bauð sparifláreig- endum gull og græna skóga, en þeir tapa nú stórum fjárhæðum sem gleyptu agnið. í öðru lagi hefur Landsbankinn greitt hæstu raunvexti af innstæðum á sínum sérkjarareikningum, hærri en nokkur annar banki í landinu, og því hefur enginn sérkjarareikningur hinna bankanna staðið, t.d. Kjörbók- inni á sporði. Þess vegna vona ég sannarlega að blessuð konan hafi haft aurana sína inni á Kjörbók Landsbankans eins og ég hefi alltaf gert. í þriðja lagi get ég upplýst og hugg- að þessa sómakonu með því að full- yrða að bankastjórar Landsbankans hafa engin bankalög brotið varðandi SÍS. Bankinn stendur fóstum fótum hvað varðar öll útlán til þeirra aðila. Við megum ekki gleyma því að SÍS er stærsta fyrirtækið í landinu, á mestar eignir og skuldar mest! - Þetta verðum við að vita, heiðurs- konan og ég. Svo að endingu, vegna þess að blessuð konan er að skora á okkur sparifjáreigendur sem eigum sum okkar mikla peninga að flytja þá eitt- hvað annað, vii ég sérstaklega vara við slíku. Landsbankinn er og hefur alla tíð verið banki allra landsmann- á, og við erum hvergi öruggari með okkar innstæður en einmitt þar. Og að auki ávaxta þær sig alltaf best í Landsbankanum. Farðu svo strax í fyrramálið þegar þú vaknar, elskan mín, niður í Landsbanka og fáðu uppgefin ávöxt- unarkjör bankans á sérkjarareikn- ingum, eins og t.d. Kjörbókinni, og ávaxtaðu aurana þína þar. - Þá getur þú sofið örugg og áhyggjulaus, jafn- vel þótt þú sért ein í rúminu. ■'JfM ■ m ■ ■ Kottur, svartur og hrakinn Kona hringdi: Það er köttur sem hefur verið á flækingi hér í nágrenninu, sem er nánar tiltekið á svæðinu við KR- heimilið og þar í kring og allt aö Vegamótum. Þetta er svartur kött- ur með hvíta höku og hvítar tær. Hann hefur verið nokkur styggur og er áreíðanlega fyrrum heimil- isköttur - en hann er orðinn nokk- uð hrakinn og illa til reika. Ég hef verið að gefa honum og hann er því að venjast fólki á ný hann Ég vil en auðvitað væri best að kæmist til síns eiganda. éinnig geta þess að það er eins og sjáist í far eftir hálsband á þeim svarta þannig að einhvern tíma hefur hann haft fast heimili. Ég vil nú auglýsa eftir eiganda sem hægt væri að benda á viðveru- slóðir þessa hrakta, svarta kattar. Hringja má í síma 21805 og fá frek- ari upplýsingar. Skrifstofur Sambands íslenskra samvinnufélaga í Reykjavík hafa nú verið fluttar af Sölvhólsgötu 4 í nýja Sambandshúsið á Kirkjusandi. Deildirnar sem um er að ræða eru: Búvörudeild 3. næð Fjárhagsdeild 4. hæð Sjávarafurðadeild 4. hæð Forstjóraskrifstofa 5. hæð í næsta mánuði flytur Skipadeild frá Undargötu 9a og verður á 1. og 2. hæð Sambandshússins. Verslunardeild er áfram í Holtagörðumog Búnaðardeild í Ármúla 3. Símanúmer skiptiborðs Sambandsins er69 8f 00. Sérstakt símanúmer Sjávarafurðadeildar er69 82 00. SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA SAMBANDSHÚSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVÍK ÞVOTTAVELAR Lesendur Staða lögreglumanns Laus er til umsóknar staða lögreglumanns við emb- ætti undirritaðs, með aðsetri á Raufarhöfn. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Staðan veitist frá 1. júní 1989. Allar upplýsingar gefa Þröstur Brynjólfsson yfirlög- regluþjónn og Daníel Guðjónsson varðstjóri í síma 96-41630. Sýslumaður Þingeyjarsýslu bæjarfógeti Húsavíkur. Halldór Kristinsson. Blindhæð framundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! méumferðar Vráð VERÐ KR. 7.225 V PR. MANN (miðað við 4ra manna fjölskyldu) eða alls kr. 28.900,- stgr. AFSLÁTTUR KR. 1.000,- fyrir hvert barn undir 1 árs 5 KG • HEITT OG KALT VATN • 14 PRÓGRÖMM • TVÖ SPARNAÐARKERFI • ÍSLENSKUR LEIÐARVÍSIR SENDUM í PÓSTKRÖFU Skipholti 7, símar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.