Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. Fréttir íslandsmótið í tvímenningi í brldge var um helgina: Naumur sigur óvenju harðan Nýkrýndir íslandsmeistarar í tvímenningi, Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnússon, taka við viðurkenningum úr hendi forseta Bridgesambandsins, Jóns Steinars Gunnlaugssonar. DV-mynd S Úrslit íslandsmótsins í tvímenn- ingi í bridge fóru fram um helgina á Hótel Loftleiðum. Sjaldan eða aldrei hefur baráttan verið eins hörð um titilinn eins og að þessu sinni en ungu landsliðsmönnunum, Aðal- steini Jörgensen og Ragnari Magnús- syni, tókst að tryggja sér nauman sigur, skoruðu 166 stig yfir meðal- skor. Fast á hæla þeirra, nokkuð óvænt, komu ísfirðingamir Arnar Geir Hinriksson og Einar Valur Kristjánsson meö 159 og gamal- reynda parið, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Öm Arnþórsson, hafn- aði í þriðja sæti meö 151 stig yfir meðalskor. í upphafi keppninnar virtist svo sem pörin úr Islandsmeistarasveit Pólaris ætlaðu að koma sterkt út, þau héldu fyrst í stað efstu þrem sætun- um. En fljótlega fóm fleiri pör að blanda sér í baráttuna. Er líða tók á seinni hlutann vom þrjú pör sem virtust ætla að berjast um titilinn, Guðmundur Páll Amarson og Þor- lákur Jónsson, Aðalsteinn og Ragnar og ísfirðingamir Amar Geir og Einar Valur. Á tímabili náðu ísfiröingamir 30 stiga forystu. En í lokin gáfu Guð- mundur Páll og Þorlákur nokkuð eftir á meðan Guðlaugur og Öm blönduðu sér í baráttuna með því að skora grimmt. Fjögur pör í baráttunni Fyrir síðustu umferðina komu fjög- ur pör til greina sem íslandsmeistar- ar, staðan var þá þannig; 1. Aðalsteinn Jörgensen-Ragnar Magnússon 168 2. Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Amþórsson 149 3. Amar Geir Hinriksson - Einar Valur Kristjánsson 144 4. Guðmimdur Páll Amarson - Þor- lákur Jónsson 144 Svo skemmtilega vildi til aö í loka- umferðinni áttust við Ragnar og Að- alsteinn og Guðlaugur og Öm. Líkur vom því til þess að úrslit myndu ráðast á því borði. Svo fór aö viöur- eign þeirra var mjög jöfn, Guðlaugur og Öm unnu hana með tveimur stig- um en Aðalsteinn og Ragnar náðu að tryggja sér titilinn með því að fara í mjög hörð þijú grönd með aðeins 23 punkta á milli handanna sem stóðu. Amar Geir og Einar Valur eftir slag náðu 15 stigum í plús og tryggðu sér þar með annað sætið. Par utan af landsbyggðinni hefur sjaldan eða aldrei náð svo góðu sæti á íslands- móti í tvímenningi. í fyrsta sinn Ragnar og Aðalsteinn vom að vinna sinn fyrsta íslandsmeistaratit- il í tvímenningi en líklega ekki sinn síðasta. Þeir em báðir mjög ungir að ámm, Aðalsteinn rétt rúmlega þrít- ugur og Ragnar nokkmm áram yngri og er langt síðan svo ungir menn hafa unnið titilinn. Nýbúið er að velja þá félaga í íslenska landslið- ið í bridge sem fara mun á Evrópu- mót í Turku í Finhlandi í sumar og er þessi titill gott veganesti fyrir þá fór. Aðeins einn kvenmaður náði í úr- slitakeppnina, Hjördís Eyþórsdóttir sem spilar með Antoni R. Gunnars- syni. Þau náðu fimmta sætinu í lokin með því að ná ævintýralega háu skori í lokasetunni, 44 stigum í plús. Lokastaða efstu para varð að öðm leyti þannig: 1. Aðalsteinn Jörgensen - Ragnar Magnússon 166 2. Amar Geir Hinriksson - Einar Valur Kristjánsson 159 3. Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Amþórsson 151 4. Guðmundur Páll Amarson - Þor- lákur Jónsson 130 5. Hjördís Eyþórsdóttir-Anton R. Gunnarsson 78 6. Ásgeir Ásbjömsson-Hrólfur Híaltason 69 7. Ólafur Lárusson - Hermann Lár- usson 68 8. Jón Stefánsson-Sveinn Sigur- geirsson 54 9. Sævar Þorbjömsson-Karl Sigur- hjartarson 43 10. Hrannar Erlingsson-Matthías Þorvaldsson 21 ÍS Talsverð ólæti urðu fyrir utan samkomuhúsið í Ólafsvík er dansleik lauk þar aðfaranótt sunnudags. Um hundrað manns safnaðist saman og hófust rysk- ingar manna á meðal. Ung kona slasaðist á handlegg er hún varð á milli tveggja óláta- belgja og var hún flutt á heilsu- gæslustöðina. Lögreglan í Ólafs- vík, sem var með fullskipað lið fyrir utan samkomuhúsið, þurfti að taka nokkra úr umferð. Að sögn iögreglunnar liefur nokkuð borið á ólátum undan- farnar helgar enda mjög margt utanaðkomandi manna á staön- um. Menn sjá þó fram á rólegri daga nú þegar vertíö lýkur. -ELA á Lögreglan á EgOsstöðum tók nýlega ölvaðan Ökumann á Jök- uldalsheiði. Þungt Eæri var á heiðinni og hðu nokkrar klukku- stundir frá því að maöurinn var tekinn og þar til hægt var að taka blóðprufu af honum. Niðurstöður blóðprufunnar leiddu í ljós að maðurinn hafði sett í sig nokkuð afáfengi. Ökumaðurinn hafði lagt á stað frá Vopnafírði og barst tilkynn- iitg til lögreglunnar um að liann væri ekki allsgáöur. -sme Akureyri: Gylfi Kriatjánason, DV, Akoreyit Strax í næsta mánuði munu framkvæmdir hefjast við 6 hæða verslunar- og skrifstofubyggingu sem risa á við Hafnarstræti 97 í göngugötunni þar sem Bókabúð- in Huld hefur veriö til þessa. Þegar hafa nokkrir aðilar tryggt sér aðstöðu í husinu sem sumir kalla „Kringlu" Akur- eyringa. í húsinu er gert ráð fyrir að veröi ýmsar verslanir og skrif- stofur og er gert ráð fyrir að fyrstu verslanimar í húsinu verði teknar í notkun seint á þessu ári. Þingmaður án launa Hér í eina tíð lögðu sumir þing- menn sig í framkróka um að spara fyrir hönd Alþingis. Því til sönnun- ar er stundum tekið dæmi af Jóni frá Gautlöndum. Hann átti um langan veg að fara til þings og tók sér far meö strandferðaskipi frá Húsavík í upphafi þings áleiöis til Reykjavíkun Ferðin tók tvær vikur því komið var við á flestum höfnum og alltaf át Jón úr mal sínum til að spara Alþingi fæðisútgjöld með- an á ferðinni stóð. Hvort hannfékk einhverjar þakkir fyrir þessa spamaðarráðstöfun em hins ekki til neinar sögur um. Nú, áratugum seinna, hefur hins vegar komið upp sú staða að þing- maöur situr launalaust á þingi. Benedikt Bogason, þingmaður hluta Borgaraflokksins, fær ekki krónu fyrir þingsetu í heilan mán- uð af því að Albert sat einn dag á þingi í apríl og fékk heil mánaðar- laun fyrir sem annars hefðu runnið til Benedikts. Nú skal ekki dregið í efa aö Al- bert hefur þurft á þessum mánað- arlaunum þingmanns að halda því að ekki er sendiherrastaðan í París oflaunuð nema síöur væri. Enda bendir Albert réttilega á að hann hafi engin lög brotið með því að taka við þeim launum sem honum bar og það sé ekki hans mál hvort Benedikt fái laun eða ekki fyrir að taka sitt sæti á þingi. Sjálfur segir Benedikt að hann hafi ekki sest á þing launanna vegna og því ekki nein ástæða til þess að fjölyrða um það hvort þingmenn sitji á þingi án þess að þiggja laun fyrir. Alla vega er ekki annað að sjá en aö það sé réttlætismál að tveimur mönn- um sé ekki greitt fyrir að sitja sama þingsætið þótt annar sé að vísu í París en hinn vermi bekki þings- ins. Einn maður getur ekki þegið þinglaun tveggja, segir Guðrún for- seti, og undir það tekur Friðrik Ólafsson sem er flestum öðrum færari á taflborði mannlífsins. En eins og allir vita þá sitja þingmenn ekki á þingi launanna vegna heldur til aö koma fram öllum þeim góðu málum sem þeir buðu sig fram til að koma í gegnum þingið til hags- bóta fýrir land og þjóð. Þegar við skoðum þetta allt sam- an í réttu Ijósi kemur auðvitað fram aö þaö kemur engum við hvemig þingmenn vinstri eða hægri arms Borgaraflokksins skipta meö sér þeim peningum sem fylgja einum stól í þinginu. Alla vega hefur það komið fram að Guö- rúnu Helgadóttur, forseta Samein- aðs þings, kemur það ekki viö. Það er ennfremur deginum ljósara að þetta kemur skrifstofustjóra Al- þingis ekki við. Því síður kemur þaö Albert Guðmundssyni við sem segist siga Lucy á þá sem séu aö fetta fingur út í hans tekjur. Og allra síst kemur þetta honum Bene- dikt við sem segist hafa staöið í þeirri trú að hann hafi verið orðinn alþingismaður fyrsta apríl en rank- ar svo við sér að aprílgabbið var fólgið í því að hann fékk þingsætið en ekki launin sem eiga að fylgja. Þessi sérkennilega staða með launalausan þingmann veröur til að vekja ýmsar spumingar. Sá launalausi hefur til dæmis lýst því yfir að hann geti borðað næsta frítt á þingi og þess vegna geti hann lif- að mánuðinn af án þess að falla úr hor. En er ekki maðurinn að borða út á Albert sem er löngu farinn til Parísar og býr viö það böl að snæða þar stórsteikur á kostnað ríkisins meðan Benedikt nartar í kleinur og pönnukökur niðri í þingi og veit ekki hvort hann á að skrifa þetta hjá hluta Borgaraflokksins, Al- þingi ellegar sendiherranum í Par- ís? En þegar horft er á málið í heild þá er þetta náttúrlega allt einn tittl- ingaskítur því það sem skiptir máli er það að autt sæti þingmanns Borgaraflokksins hefur verið fyllt með manni sem að vísu fær engin laun nema ef vera skyldi frá Fram- kvæmdastofnun en leggur á sig það erflði sem fylgir því að redda lands- stjórninni sem nú á mjög undir högg að sækja. Karvel vill ekki styðja neitt frumvarp nema hans fmmvarp nái fram aö ganga, Jó- hanna hótar afsögn ef hennar frumvarp nær ekki fram að ganga, Hjörleifur er á móti öllum frurrf- vörpum af því hann er ekki ráð- herra í dag, Steingrímur búinn aö missa minnið... Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.