Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. 31 ^_________________________________________Menning Ófaglegir og áhrifagjarnir? - nokkur orð um rykti íslenskra myndlistarmanna Glöggt er gests augað, segir gaxnalt máltæki. Hins vegar erum við ís- lendingar nútímans orðnir svo góðu vanir af útlendingum, ef til vill einum of, að okkur bregður í brún þegar aðvífandi maður vogar sér að láta uppi skoðanir sem eru okkur í óhag. Því kemur það landslýð eðlilega í opna skjöldu, ekki síst eftir allt talið um gtóskuna í íslensku mynd- listarlífi, þegar virtur erlendur sér- fræðingur afgreiðir íslenska mynd- listarmenn einfaldlega sem „ópró- fessjónal" eða ófagmannlega, eins og dr. Jiri Svestka frá Þuslaraþorpi í Þýskalandi gerði í viðtali í Lesbók Morgunblaðsins um daginn. Upp á síðkastið hefur um fátt verið meira rætt meöal íslenskra myndhstarmanna en þetta viðtal, sem hver og einn hefur túikað eftir eigin höfði. Enda gaf véfréttarstíll þess vissulega tilefni til margs kon- ar speglasjóna. Það sem sérstaklega bögglaðist fyrir þorra lesenda, þar á meðal undirrituðum, var að dr. Svestka skilgreindi ekki hvað hann átti við með „óprófessjónaT. Kollegi minn á Lesbók Morgun- blaðsins kaus að skilja orð hans þannig að íslenskir myndlistar- menn væru upp til hópa svo ósjálf- stæðir að þeir gerðu tæpast annað en henda á lofti útlendar tísku- stefnur, ættuðum úr tímaritinu „Flash Art“. Þetta viðkvæði er nú orðið gam- alt og lúið, enda hefur það heyrst með reglulegu millibili allt frá því Finnur Jónsson hélt afstraktsýn- ingu sína árið 1925. Heimatilbúin meðalmennska íslenskri hst hefur ævinlega stað- ið meiri hætta af heimatílbúnum málamiðlunum og meðalmennsku heldur en útlendri myndhst. Auk þess er það ekki mergurinn málsins, eins og dr. Svestka stað- festi í símasamtali við undirritað- an. „Auðvitað gætir áhrifa frá mið- evrópskri samtímahst í íslenskri hst,“ sagði doktorinn. „Kannski var ég ekki viðbúinn því er ég kom, en eftir á að hyggja er það ósköp eðhlegt." „En þegar ég sagði að íslenskir myndlistarmenn væru „óprófes- sjónal", átti ég við að þeir tækju starf sitt ekki nógu alvarlega, held- ur ynnu handahófskennt og ómarkvisst, tækju sér kannski frí um kvöld og helgar eins og venju- legt skrifstofufólk, í stað þess að vera í sköpunarstarfi öllum stund- um. Mér þótti hka sem íslenskir myndhstarmenn gerðu sér ekki far um að ná sambandi við þorra hst- unnenda, heldur sættu sig við að höfða til líths hóps vina og inn- vígðra.“ „Metnaður og vinnugleði“ Ég benti dr. Svestka á ýmsar þær aðstæður í íslensku þjóðfélagi sem MyndJist Aðalsteinn Ingólfsson reynst hafa myndhstarmönnum þungar í skauti, th áð mynda vönt- un á vinnuaðstöðu, sýningarsölum, gagnrýnni umræðu, starfsstyrkj- um og fleiru í þeim dúr, og varpaöi því fram hvort ekki bæri að taka tillit th þessa þáttar þegar gerð væri úttekt á íslenskri myndhst. Dr. Svestka var alls ekki á því. „í heimalandi mínu, Tékkósló- vakíu, er mjög htið gert fyrir nútí- mahst, en það hefur hvorki dregið úr metnaði né vinnugleði tékkne- skra hstamanna." Svo mörg voru þau orð. Nú er næsta auðvelt að gagnrýna íslenskt myndhstarlíf frá þeim sjónarhóh þar sem dr. Svestka stendur, í þýskri velmeguninni miðri. Ég tala nú ekki um þegar gagn- rýnin er byggð á skottuferðum th afmarkaðs hóps hstamanna í fjar- lægu landi. En í Þýskalandi keppast opin- berar hststofnanir jafnt sem einka- salir við að sýna verk þeirra hsta- manna sem skera sig úr aö ein- hverju eða öhu leyti. Og þar útdeha opinberir sjóðir jafnt sem einkasjóðir tugi starfs- styrkja th myndhstarmanna í hverri einustu viku. Um þessi fríð- indi keppa hstamennirnir sjálfir leynt og ljóst, og beita óspart sömu aðferðum og almenningstenglar eða sölumenn. Daglaunamenn Vísast hafa það verið viðbrigði fyrir dr. Svestka að hitta fyrir ís- lenska hstamenn sem eru svo „óprófessjónal" að vinna venjulega daglaunavinnu með hstsköpun sinni, þar eð íslenskt menningar- samfélag gerir þeim ekki kleift að iifa af henni einni saman. Og svo leyfa þeir sér að dvelja með fjölskyldunni um helgar. Það borgar sig th dæmis ekki fyr- ir íslenskan myndhstarmann að halda einkasýningu oftar en á tveggja ára fresti - markaðurinn þohr ekki meir. í Þýskalandi getur myndhstar- maður haldið tvær th þrjár einka- sýningar og tekið þátt í tylft sam- sýninga á hveiju ári. Ég get því ómögulega gúterað þá skoðun dr. Svestkas að aðstæðum- ar eigi ekki að skipta hstamanninn minnsta máh. Þar sem hann minntist á sam- landa sína er einnig rétt aö geta þess að tékkneskir hstamenn hafa lengi átt greiðan aðgang að sýning- arsölum í Vestur-Evrópu, þannig að langt er síðan þeir hættu að vera algjörlega upp á tékkneska menn- ingarstyrki komnir. Það má vissulega gagnrýna ís- lenska myndhstarmenn. En gerum það þá á réttum forsendum, ekki fyrir ónógan metnað eða vöntim á sjálfsbjargarviðleitni. -ai. Fagmaður eða fúskari? Lögreglumenn fá fagmenntun í Lögregluskólanum*. Árlega eru tugir manna klæddir í lögreglubúning án þess að fá hana. Þeir ganga í störf fagmenntaðra lögreglumanna árið um kring og þurfa oft að taka ákvarðanir á hættustundum. Er þetta þaö öryggi sem þú kýst? Viltu fagmann eða fúskara? '^andóóamband iögregtumanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.