Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 27
27 MÁNUDAGUR 24. APRlL 1989. Iþróttir IBR KRR Polar Cup 1 körfuknattleik á Suðumesjum: Tekst íslandi að krækja í brons? Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Polar Cup, hiö opinbera Norður- landamót í körfuknattleik, er að þessu sinni haldið hér á landi. Það fór síðast fram í Danmörku fyrir tveimur árum en á íslandi var mótið haldið síðast árið 1978. Það eru Suð- umesjamenn sem sjá um fram- kvæmd mótsins og fara leikirnir fram í Njarðvík, Keflavík og Grinda- vík. Svíar hafa borið sigur úr býtum í síðustu tvö skiptin, í bæði skiptin eftir úrshtaleik við Finna, en íslend- ingar hafa jafnan verið á bihnu þrjú til fimm. „Finnar og Svíar munu væntan- lega beijast um gulhð eins og á und- anfómum mótum og hin hðin verða að sætta sig við að þau eru ekki al- veg tilbúin til að veita þeim mót- spymu. íslendingar, Danir og Norð- menn berjast um bronsið og með góðum stuðningi áhorfenda gæti ís- lenska liðinu tekist að ná því. Við eigum mjög sterkt og gott landslið um þessar mundir og gætum þess vegna hæglega veitt Svíum og Finn- um harða keppni,“ sagði Helgi Hólm frá Keílavík, formaður undirbún- ingsnefndar mótsins, í samtali við DV. Með honum í nefndinni em Stef- án Bjarkason, Njarðvík, og Björn Birgisson, Grindavík. Tveir nýliðar Tveir nýliðar eru í íslenska lands- liðinu, þeir Jón PáU Haraldsson frá Grindavík og Falur Harðarson frá Keflavík. Liðið, sem Lazslo Nemeth landshðsþjálfari valdi fyrir mótið, er þannig skipað: Valur Ingimundarson, Tindastóli...91 fæddur 1962, hæð 1,92 m. Jón Kr. Gíslason, Keflavík....66 fæddur 1962, hæð 1,86 m. Guðni Guðnason, KR............42 fæddur 1965, hæð 1,88 m. Birgir Mikaelsson, KR.........41 fæddur 1965, hæð 1,93 m. Tómas Holton, Val.............29 fæddur 1964, hæð 1,86 m. Axel Nikulásson, Keflavík.....25 fæddur 1962, hæð 1,92 m. Guðmundur Bragason, Grindavík .23 fæddur 1967, hæð 2,01 m. Guðjón Skúlason, Keflavík..... 5 fæddur 1967, hæð 1,82 m. Magnús Guðfinnsson, Keflavík...5 fæddur 1968, hæð 1,94 m. TeiturÖrlygsson.Njarðvík.......2 fæddur 1967, hæð 1,90 m. Falur Harðarson, Keflavík......0 fæddur 1968, hæð 1,84 m. Jón Páll Haraldsson, Grindavík.0 fæddur 1970, hæð 1,90 m. Dagskrá mótsins Miðvikudagur 26. apríl: 18 - Njarðvík - Danmörk-Noregur. 20 - Grindavík - Ísland-Finnland. Fimmtudagur 27. apríl: 14 - Grindavík - Svíþjóð-Danmörk. 18 - Njarðvík - Noregur-Finnland. 20 - Keflavík - Ísland-Danmörk. Föstudagur 28. apríl: 14 - Keflavík - Svíþjóð-Noregur. 18 - Grindavík - Finnland-Danmörk. 20 - Njarðvík - Ísland-Svíþjóð. Laugardagur 29. apríl: 14 - Keflavík - Ísland-Noregur. 16 - Keflavík - Svíþjóð-Finnland. Verðlaunaafhending fer fram að loknum leik Svía og Finna en síðan verður lokahóf mótsins í Glaumbergi í Keflavík á laugardagskvöldið og þar verða afhent einstakhngsverðlaun, fimm talsins. Mótið verður sett þriðjudaginn 25. apríl kl. 19 í íþróttahúsinu í Keflavík. Þá verða verðlaunahafar í körfu- knattleik af Suðurnesjum heiðraðir. • Jón Kr. Gislason frá Keflavík er einn af ungu mönnunum i landsliðinu. Hann stóð sig mjög vel með landsliðinu i sínum fyrstu landsleikjum á Möltu um siðustu áramót. Ahs hafa 18 flokkar af Suðurnesjum unnið til fyrstu verðlauna á íslands- og bikarmótum í vetur og er þeim öllum boðið til mótssetningarinnar. Kl. 19.30 leikur léttsveit Tónhstar- skóla Keflavíkur. Kl. 20 ganga hðin inn í sahnn, framkvæmdanefnd ávarpar gesti, formaður KKÍ, Kol- beinn Pálsson, setur mótið og síöan fer fram leikur milh hða sem skipuð eru drengjalandsliðsmönnum. At- höfninni lýkur kl. 21. Afreksbikar KDS Ægir Már Kárasan. DV, Suðumasjum; Afreksbikar Knattspyrnudóm- arafélags Suöurnesja fyrir árið 1988 verður afhentur í Glaum- bergi í Keflavík í kvöld kl. 20.30. Handhafi bikarsins er Kári Gunnlaugsson frá Keflavik. REYKJAVÍKURMÚT MEISTARAFLOKKUR KARLA í kvöld kl. 20.30 ÁRMANN - FYLKIR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL ÓAÞ, FISKVERKUN, GRINDAVÍK. SÍMI 92-68684 Daglega nýr fiskur á Reykjavíkursvæðið, getum bætt við 3-4 viðskiptavinum. Kynnið ykkur fiskinn frá okkur sem fæst í eftirtöldum verslunum. Sparkaupum, Hólagarði. Grundarkjöri, Kópavogi. Grundarkjöri, Stakkahlíð. * Kron, Eddufelli. Sækjöri, Kársnesbraut. Staðarkjöri, Grindavfk. Kaupfélagi Suðurnesja, Grindavík. Kaupmenn og mötuneytisstjórar, konur og börn eiga aðeins skilið það besta og því bjóðum við þeim að- eins gæðafisk frá Grindavík. Kær kveðja, ÓAÞ MEIRI ÞJÓNUSTA FYRIR BETRA VERÐ Þjónusta Tollvörugeymslunnar við innflytjendur Tollvörugeymslan býður þér sérstaka þjónustu í sambandi við innflutning. Þjónustan felst í umsjón og aðstoð, sem getur sparað þér bæði tíma og peninga. Helstu atriði þjónustunnar eru eftirfarandi: Gerð tollskýrslu Starfsfólk okkar gengur frá tollskjölum og aðstoðar þig við að koma skjölunum til réttrar afgreiðslu. Flutningur vörunnar Tollvörugeymslan scekir innflutningsvöruna og sér um heimsendingu hennar eða geymslu, eftir því sem hentar þér best. Umsjón og umstang Starfsfólk okkar sþarar þér sþorin og léttir fyrirhöfnina í sambandi við innflutninginn. Talið við starfsmenn okkar og kynnið ykkur hvemig þeir geta orðið ykkur að sem bestu liði. Hæfileg þóknun - betra verð Þjónusta okkar er œtluð öllum innflytjendum, jafnt þeim sem hafa geymslu í Tollvörugeymslunni ogþeim sem flytja inn beint. Þóknun fyrir þjónustuna er stillt i hóf. Grunngjald við tollskýrslugei'ð er t.d. aðeins kr. 635,- sem er töluvert lœgra en gengur og gerist. Kynnið ykkur sérþjónustu Tollvörugeymslunnar. Starfsfólk okkar veitir allar frekari upplýsingar í síma 83411, eða á staðnum. ■ TOLLVÖRU ^GEYMSLAN Héðinsgötu 1-3 Laugamesi S: 83411

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.