Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 44
DRÚGUM ÚR HRAÐA! yUMFEROAR RÁÐ LEITAÐU AÐSTOÐAR FAGMANNA Áður en þú tekur ákvörðun um húsbyggingu eða íbúðar- kaup, hvetjum við þig til að not- færa þér þjónustu fasteigna- sala, hönnuða og annarra sem þekkingu hafa, við að áætla greiðslubyrðina eins nákvæm- lega og unnt er. GREIÐSLUBYRÐI OG GREIÐSLUGETA Greiðslubyrðina skaltu bera saman við greiðslugetu þína og láta þann samanburð hafa áhrif á hvaða ákvarðanir þú tekur. ' SKYLDUR OG ÁBYRGÐ FASTEIGNASALA Samkvæmt lögum um skyldur og ábyrgð fasteigna- sala, ber þeim að gera íbúðar- kaupendum grein fyrir áhvílandi lánum sem kaupendur taka við, vöxtum af þeim, hvort lán séu verðtryggð, hvenær greiðslum eigi að vera lokið og hverjar eftirstöðvar eru að viðbættum verðbótum. NÁKVÆM KOSTNAÐAR- | ÁÆTLUN HÖNNUÐAR /Etlir þú að byggja, er heppi- legt að fá hönnuð íbúðarhús- næðis til að gera nákvæma kostnaðaráætlun. Láttu fagmenn aðstoða þig við að áætla greiðslubyrði vegna húsbyggingar eða íbúðarkaupa. Þannig eru góðar líkur á að þú komist hjá skakkaföllum. HAFÐU ÞITT Á HREINU RÁÐGIAFASTÖD HÚSNÆÐISSIDFNUNAR MÁNÚdÁGUR 24. APRÍL 1989. Andlát Sólveig Þorleifsdóttir, Grýtubakka 8, andaöist í Landakotsspítala fimmtudaginn 20. apríl. Njála Eggertsdóttir, Skúlagötu 66, Reykjavík, lést í Landakotsspítala aö morgni 21. apríl. Jarðarfarir Sverrir Kristinn Sverrisson, fyrrver- andi skólastjóri Iðnskóla Ákraness, verður jarösunginn frá Dómkirkj- unni í dag, 24. apríl, kl. 13.30. Helga Larsen, bóndi á Engi, veröur jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 25. apríl kl. 14. Dagrún Erla Hauksdóttir, Blöndu- bakka 6, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 25. apríl kl. 15. Jón Thorlacius, er lést þann 13. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu í dag, 24. apríl, kl. 15. Hákon Bjarnason, fyrrv. skógrækt- arstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 28. apríl kl. 10.30. Baldvin Þórðarson, Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést í Landakotsspít- ala 14. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 24. apríl, kl. 15. Tapað fondið Hjól tapaðist Gullitaö BMX hjól tapaðist fyrir utan Miðleiti 12 13. apríl sl. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í sima 30610. Tilkyniuiigar Leiksýningar Ljóra Fimmtudagskvöldið 13. apríl frumsýndi „Ljóri", hið nýstofnaða leikfélag nem- enda í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlið, einþáttungana „Heimur án karlmanna" eftir Philip Johnson, í þýð- ingu Árna Blandon og „Saga úr dýra- garðinum" eftir Edward Albee, í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Sýningar fara fram í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlið. Þær hefjast klukkan 20.30 og verða aðeins fjórar. Lokasýning verður sunnudagskvöldið 16. apríl, önnur og þriðja sýning verða 14. og 15. apríl. Philip Johnson var breskt leikritaskáld sem sérhæfði sig í að skrifa stutt gaman- leikrit fyrir konur í áhugaleikhópum. í sýningu leikfélagsins Ljóra hefur gaman- leikur hans Heimur án karlmanna, frá górða áratug þessarar aldar, verið stað- færður og er látinn gerast í Reykjavík nútímans. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Phihp Johnson er sýnt hér á landi. Heimur án karlmanna fjallar á spaugsaman hátt um eilífðarvandamáiið mikla, togstreituna miUi kynjanna. Nokkrar konur koma saman til að ráða bót á vandanum og fjallar leikritið á lauf- léttan hátt, m.a., um götin sem ávállt virðast koma upp í útfærðri hugmynda- fræði. Leikstjóri einþáttunganna tveggja, fyrsta verkefnis leikfélagsins Ljóra, er Ami Blandon. Kvenfélag Kópavogs Spiluð verður félagsvist í Félagsheimili Kópavogs þriðjudaginn 25. apríl kl. 20.30. Hádegisverðarfundur presta verður mánudaginn 1. mai í safnaðar- heimih Bústaðakirkju Skoðanakönnun um fallegasta íslenska frímerkið 1988 Nýlega var efnt til skoðanakönnunar um fallegasta íslenska frímerkið. 1988. At- kvæðaseðlar voru sendir þeim sem fá til- kynningar um nýjar útgáfur frá Fri- merkjasölu Pósts og síma, einnig lágu seðlar frammi í öhum póstafgreiðslum landsins. Dreift var rúmlega 30 þúsund seðlum. Velja skyldi þrjú fahegustu frí- merkin. Innkomnir seðlar voru 4200 (4126 gildir). Fahegasta frímerkið var vahð smáörk útgefm 9. október með mynd af Núpsstað í Fljótshverfi 1836 eftir Auguste Mayer, verðghdi 40 kr. + 20 kr. og hlaut það 1991 atkvæði. í öðru sæti var frí- merki með mynd af jaðrakan, útgefið 21. september, verðgildi 5 kr. Þriðja fah- egasta merkið var háveha, útgefið 21. september, verðgildi 30 kr. Þröstur ' Magnússon teiknaði merkin. Fyrsta Rodier-verslunin á Islandi Nýlega var opnuð ný og vistleg verslun í Kringlunni 4 sem eingöngu selur vörur frá hinu virta franska fyrirtæki, Rodier. Hérlendis hafa Rodier-vörur verið seldar í um það bil 10 ár en hin nýja verslun er fyrsta Rodier-verslunin sem er ein- göngu Rodier-kvenfataverslun. Þeir sem standa að hinni nýju verslun eru hjónin Hjördís Ágústsdóttir og Pétur Guðjóns- son, Hulda Sigurðardóttir og Ágúst Pét- ursson. Merkjasöluátak Bandalags íslenskra skáta Skátastarf á íslandi á sér langa sögu og þúsundir ungmenna taka að jafnaði virk- an þátt í störfum skátafélaganna víðs vegar um landið. Hreyfingin leggur áherslu á að þjálfa böm og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstakhngar í samfélaginu. Nú hefur Bandalag íslenskra skáta látið framleiða skemmtileg limmerki með áletruninni: Ávallt viðbúinn... og kemst heih heim. Merkin em annars vegar bílrúðumerki og^hins vegar venjuleg límmerki. Þessa dagana em skátar að gera landsátak í sölu á þessum merkjmn en þau verða seld á 200 kr. stykkið. Hagnaði af sölu merkjanna verður varið til eflingar skátastarfs fyrir fatlaða, í leiðbeinenda- þjálfun og til stofnunar nýrra skátafé- laga. Skátahreyfmgin vonar að almenn- ingur sýni þessu merkjasöluátaki góðan skilning og taki vel á móti sölufólki. Fundir ITC deildin Kvistur heldur fund að Holiday Inn í kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Gestir velkomnir. Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur fund þriðjudaginn 25. apríl kl. 20.30. Fundarefni: Árni Bergur Sigur- bjömsson segir frá Rússlandsferð og sýn- ir htskyggnur. Gestir fundarins verða úr Kvenfélagi Breiðholts. Kristileg samtök kvenna, Aglow efna th fundar mánudaginn 24. apríl í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 20 og hefst fúndurinn með kaffi og meðlæti. Hann er opinn öhum konum. Gestur fundarins verður Shirley Bradley frá Bandaríkjunum. Hún mun m.a. tala um samfélag okkar við Guð og hvert annað. Sem fyrr segir er fundurinn opinn öhum konum. Aðalfundur glímu- deildar KR verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl nk. í félagsheimilinu við Frostaskjól. Fund- urinn hefst stundvíslega kl. 20. Aðalfundur Aðalsafnaðarfundur nessóknar i Reykja- vik verður haldinn sunnudaginn 23 apríl kl. 15.00 í safnaðarheimhinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur Ljóstæknifélags Islands verður haldinn að Hótel Sögu (ráðstefnu- sal A) mánudaginn 24. aprh 1989 og hefst hann kl. 20.30. Frummælendur verða Egih Skúh Ingibergsson verkffæðingur og Guðmundur Gunnarsson arkitekt. Námskeið Námskeið í sjálfsmótun Námskeið í sjálfsmótun hefst 24. aprh nk. Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir sem gera þátttakendum kleift að móta lif sitt og stefnu á meðvitaðri hátt. Námskeiðið tekur fjögur kvöld, eitt kvöld í viku, Það samanstendur af fyrirlestrum og æfing- um, gamni og alvöru. Þátttakendur fá ítarlegt lesefni, heimaverkeíni og slökun- arsnældu. Stuðnings- og iðkunarhópar verða starfræktir meðan á námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur. Leiðbein- andi er Erling H. Ellingsen. Hann hlaut zen-búddiska hugleiðsluþjálfun í Japan og stimdaði nám í mannúðarheimspeki í Bretlandi. Auk þess hefúr hann undan- farin ár sótt fjölda námskeiða og hlotið þjálfun á sviði sjálfsmótunar. Námskeið- ið verður haldið að Laugavegi 163. Þátt- tökugjald er kr. 5.000. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í s. 624222 og 28780. Ný námskeið byrja tvisvar í mánuði fram í júh. Erling hefur einnig einkatíma í sjálfsmótun. Tónleikar Tónleikar á Kjarvalsstöðum Hinir árlegu tónleikar tónfræðidehdar Tónlistarskólans í Reykjavik verða haldnir þriðjudaginn 25. aprh að Kjar- valsstöðum kl. 20.30. Frumflutt verða tónverk nemenda, þar á meðal verk fyrir blásara, strengi, kór og slagverk. Á veg- um tónfræðidehdar verður fyrirlestur miðvikudaginn 26. aprh kl. 17-19 að Laugavegi 178. Neh B. Rolnick fjallar um eigin verk og kynnir bandaríska tölvu- tónhst. Aðgangur að tónleikunum og fyr- irlestrinum er ókeypis og allir eru vel- komnir. Gítartónleikar í Gerðubergi Miðvikudagimi 26. april nk. heldur gítar- leikarinn Kristinn H. Ámason tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Tón- leikamir heijast kl. 20.30. Kristinn tók burtfararpróf frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1983. Kennarar hans þar voru Gunnar H. Jónsson og Jóseph Fung. Árið 1987 lauk Kristinn B.M. gráðu frá Manhattan School of Music í New York. Auk þess hefur hann verið við nám m.a. hjá José Tomas í Ahc- ante á Spáni. Hann hefur tekið þátt í námskeiðum hjá Andrési Segovia og Manuel Bamueco. Á efnisskránni em verk eftir John Dowland, J.S. Bach, Benj- amin Britten, Manuel Ponce og Isaac Albeniz. DAGUR FRÍMERKISINS 9.OKTÓBER 1988-VERÐ KR 60 ChaHes McPherson á íslandi Um þessar mundir á djassklúb- bur Reykvíkinga, Heiti potturinn í Duus-húsi v/Fischersund, tveggja ára afmæli. Af því tilefni verður blásið til veglegrar afmæhshátíðar dagana 26. og 27. apríl, að sjálfsögðu í Heita pottinum. Þar mun banda- ríski saxófónieikarinn Charles McPherson spila viö undirleik þeirra Árna Scheving (víbrafón), Egils B. Hreinssonar (píanó), Tóm- asar R. Einarssonar (kontrabassa) og Birgis Baldurssonar (trommur). Charles McPherson ólst upp í Detroit á sjötta áratugnum. Þar bjó þá flölmennur hópur mikilhæfra djassmanna. Nefna má Elvin Jo- nes, Tommy Flanagan, Paul Cham- bers og Pepper Adams. Tvítugur að aldri flutti McPherson til New York og var fljótlega kominn til bassaleikarans og tónskáldsins Charles Mingusar. Með Mingus var hann frá 1959 til 1972, með nokkr- um hléum. Síðustu áratugina hefur hann spilað mikið með be-bop pían- istanum Barry Harris og ferðast víða um lönd. Á síðasta ári var Charles McPherson í sviðsljósinu vegna þátttöku sinnar í kvikmyndinni um saxófónleikarann Charlie Parker, Bird, sem Clint Eastwood leik- stýrði. Þar spilar McPherson nokk- ur laga Parkers og leikur einnig minni háttar hlutverk. Stíl sinn sækir hann mjög til Parkers, það er be-bop í sínu tærasta formi og ekki hikað við að blása af fullum krafti í stundarflórðung í hröðustu lögum án þess að depla auga. Afmælistónleikamir heflast bæði kvöldin kl. 21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.