Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 15
. -MÁMIDAGUB ÍD-Caútí 1989. Hs Eg vil vera kóngur Stundum þegar maður vaknar upp fyrir allar aldir og drattast í vinnuna; stundum þegar rigningin bylur á bílrúðunni og ekki er hundi út sigandi; stundum þegar hvers- dagsleikinn er mann liíandi að drepa, þá spyr ég sjálfan mig: Hvað er ég eiginlega að gera hér? Af hveiju er ég bara óbreyttur þegn í þessu þjóðfélagi? Af hveiju er ég ekki milljónamæringur eða stór- stimi þar sem lífið er dans á rós- um? Af hveiju er ég til dæmis ekki kóngur? Já, ég vil vera kóngur. Ykkur fiimst kannski asnalegt af mér að eiga þennan dagdraum að vera kóngur og eignast drottningu og búa í höll og hafa það gott. En hver er það sem ákveður að þessi verði kóngur en ekki hinn? Ekki eru þeir kosnir, kóngamir í Evr- ópu. Ekki hafa þeir unnið sig upp í hásætin, ekki veit ég til þess að þeir hafi neitt til brunns að bera, Jóhann Karl Spánarkonungur, Karl Gústaf Svíakonungur eða Karl prins í Bretlandi, fram yfir okkur hina sem ekki erum kóngar. Ekki nema þá að þeir eigi nafnið sameiginlegt. Það er minnsta mál í heimi að heita Karl og ég veit ekki betur en að Karlsnafnið sé í ættinni hjá mér og í rauninni hreinasta tilvfijun að ég var ekki einmitt skírður Karl. Foreldrar mínir hefðu áreiðanlega kallað mig Kalla ef þeir hefðu vitað að það mundi duga mér til konungstignar. Nei, allir þessir konungar og hin- ir sem á undan þeim vom em bæði í útliti og skapgerð rétt eins og aðr- ir. Það er meira að segja talið þeim til tekna. „Ja, héma,“ segir fólkið á götunni þegar það kemst í færi við kóngana. „Hann er svei mér þá eins og fólk er flest, þessi kóngur frá Spáni.“ Rétt eins og það hafi búist við einhveiju ofurmenni frá öðrum hnetti. Kóngafólkið er auð- vitað af holdi og blóði eins og al- múginn, með hendur og höfuð og hefur satt að segja aldrei mælst með hærri greindarvísitölu heldur en ég og þú. Soffía í Kringlunni Soffia drottning kom við í Kringl- unni í fyrradag og fólk var alveg undrandi yfir því að hún skyldi vera eðlileg í framan. Hún beit eng- an og hún var ekki með geislabaug um höfuðið og gekk þama um búð- imar eins og húsmóðir úr vestur- bænum og enginn hefði sagt neitt eða tekið eftir neinu nema vegna þess að lífverðimir spígspomðu í kringum hana. Blessuð konan lét sig meira að segja hafa það aö kaupa gæruskinn í Rammagerð- inni, án þess að hafa hugmynd um að gæruskinnið væri af sauðkind- inni sem nú er helsta umræðuefiiið í íslenskum stjómmálum. Þær em raunar báðar jafiiblá- eygðar, Sofiía og sauðkindin, um þá athygli sem þær vekja um þess- ar mundir. Soffia fyrir að láta svo lítið að ganga um í Kringlunni og sauðkindin fyrir að setja efiiahag- inn á hausinn. Soffia býður upp á þetta sjálf. Hún lét sig hafa það að giftast Spánarkonungi og það var hún sjálf sem tók upp á því að fara í Kringluna. Sem er eigjnlega alveg dæmalaust því venjulega er ekki ætlast til að konimgborið fólk taki upp á einhveiju á eigin spýtur þeg- ar það sést á almannafæri. Henni var nær að fara að hugsa sjálf- stætt. Það er einmitt það besta við að vera í konungsfj ölskyldunni og vera kóngur að maður þarf aldrei að hugsa sjálfur. Það em alltaf ein- hveijir aðrir, hirðmeistarar og kammerráð, sem hafa vit fyrir manni og gefa merki ef maður á að brosa eða snúa sér til hægri eða vinstri eða bara að vera til. Þetta er þægilegt líf og áreynslulaust og út úr kortinu að ráfa inni í Kringlu öllum á óvart þegar búið er að pró- grammera mann í allt aðra átt. Hún hlýtur að hafa dottið út úr rull- unni, hún Sofifia, þegar hún rakst inn í Rammagerðina. Hún ber ábyrgð á þessu frumhlaupi sjálf. Óvinir sauðkindarinnar En hvers eiga rollumar að gjalda? Ekki hafa þær beðið um að vera settar á og ekki hafa þær hug- mynd um þau örlög að vera keyrð- ar á haugana þegar engiim hefur efiii á því að éta þær. Ef íslending- ar výja endilega niðurgreiða lambakjötið og greiða útflutnings- bætur fyrir útlendinga þá er það ekki sök sauðfjárstofnsins. Það er glópska þeirra ráðamanna sem setjast á Alþingi og halda uppi mis- skildum vömum fyrir riðuveikar rollur og saklaus lömb í haga sem ekki hafa einu sinni kosningarétt. Sauðkindin má hins vegar vera stolt af því að spænska drottningjn keypti bæði gæruna í Rammagerð- inni og snæddi síðan lambahrygg á konunglega vísu síðar um kvöldið. Hvemig fer íslenska þjóðin að því að taka á móti tignum géstum þeg- ar búið verður að leggja sauðfjár- búskaphm niður? Hvað ætla óvinir sauðkindarinnar aö gera þegar innflutningur á landbúnaöarafurð- um er fijáls og lömbin em friðhelg í dýragörðum svo þau deyi ekki út? Ætla þeir kannski að bjóða erlend- um tignargestum upp á argentínskt nautakjöt eða lambalæri á lág- marksverði, alið í skosku hálönd- unum? Mér er bara spum. Þessir menn skilja ekki þjóðlegan metnað og þá stóm stund í lífi lambsins þegar það er borið fram á konung- lega vísu. Það er ekki út í bláinn að sauðkindin er tengd þjóðinni órofa ættjarðarböndum. Mestirmenn á íslandi Mér þykir lambakjöt gott og teldi það ekki eftir mér að leggja mér það til munns ef ég væri kóngur eins og Jóhann Karl. Ég lít á það sem meiri háttar forréttindi að sitja veislur kvölds og morgna með borðalögðum embættismönnum og snæða með þeim þjóðlegan mat. ímyndið ykkur ánægjuna sem spænski kóngurinn hlýtur að hafa af þessu. Fyrst borðar hann með forseta íslands, svo með borgar- stjóranum og svo aftur með forset- anum og aldrei lát á konunglegum lambahryggjum og rabarbarakök- um með skyr- og sveskjukuli. Enda þykja þessar veislur svo fínar að færri komast að en vfija og listi yfir veislugesti er birtur í blöðun- um i réttri röð mannvirðinganna. Ekki fer þar á milli mála að upp- talningin á boðsgestunum er fram- tíðarheimild um það hveijir hafi verið mestir menn á íslandi frá einni veislunni til annarrar og svo eru þeir famir að birta nöfnin á eiginkonunum sem lýsir jafnrétti kynjanna í þessu stéttlausa þjóð- félagi. Það hefur enn sannast að upphefðin kemur að utan því hver hefði gert sér grein fyrir mismun- andi tign í hinu stéttlausa landi ef ekki nyti boðslistanna við? Opin- berar heimsóknir eriendra þjóð- höfðingja eru bráðnauðsynlegar fyrir þá sem vilja fylgjast með virð- ingarstiganum, sér í lagi fyrir þá sem eru í honum sjálfir. Það eina sem mér mundi leiðast við að vera kóngur undir þessum kringumstæðum er kannski sú staðreynd að ég væri sífellt að snæða hádegisveröi og kvöldverði með sama fólkinu, enda er ljóst af boðslistanum að það er ekki nema fint fólk sem situr til borðs og þetta fina fólk er af skomum skammti, svo skomum að því er boðið aftur og aftiu- og kóngsi verður að láta sér það lynda að endurtaka sam- ræður sínar frá því kvöldinu áður, ef einhveijar samræður fara fram á annað borð. Það kann að vera leiöigjamt tD lengdar. Kóngar eru kurteisir En hvað gera menn ekki fyrir þau forréttindi að fá að mæta í kjól og hvítu og hvað leggja menn ekki á sig í þágu skyldunnar og mann- virðingarinnar? Annað hvort væri nú að kvarta síðan undan því að hafa ekkert að segja við kommg, annað en það sem maður sagði við hann í gærkvöldi. Alltaf er jú hægt að tala um veðrið því það breytist á hveijum sólarhring og svo er hægt að segja konungi frá jöklun- um og hverunum og því hvað ís- lendingar séu sjálfstæðir og stétt- lausir. Sumir geispa og gleypa vind þeg- ar þeir lenda í svona sitúasjónum en það er þá vegna þess að þeir em ekki kóngar sjálfir. Aldrei mundi ég geispa ef ég væri kóngur og ætti það í vændum að hitta bæði Stein- grím og Jón Baldvin og alla emb- ættismennina í fiórum eða fimm kvöldverðarveislum innan um aðra embættismenn og eiginkonur þeirra. Ég mundi geisla af gleði og lífsnautn yfir þessum forréttindum og teyga vínið og éta lambahrygg- inn af jafngóðri lyst í fyrstu veisl- unni sem þeirri síðustu. Ég veit að kóngar þurfa að vera kurteisir og þeir mega ekki lenda í milliríkjadeilum með því að hafa sjálfstæðar skoðanir. Þeir þurfa að vera andlit þjóðar sinnar og þeir hafa ekki efni á því að rífast og vera leiðinlegir eða detta í það. Heiður þjóðarinnar er í veði og það flokkast undir skandal að hlæja að öðm en opinberum bröndurum, hvað þá að gera hosur sínar græn- ar fyrir óbreyttum almúganum eða kaupa sér geisur'eins og höfðingj- amir í Japan. Ástin utan hjóna- bandsins leyfðist á dögum Napó- leons og Péturs mikla, sem báðir vom keisarar, en nútímakóngar komast ekki upp með framhjáhald og þeir komast ekki upp með það að vera eðlilegir, öðmvísi en fólk reki upp stór augu og segi: Mikið er hann alþýðlegur, þessi kóngur. Kóngur í ríki sínu Helsta vandamál konunganna em lífverðimir og ég tek eftir því að lífverðir era sífellt sveimandi í kringum konungshjónin og sagt er að þeir séu að gæta þess að fólkið komist ekki of nálægt þeim. Stund- um gæti maður haldið að þessu væri öfugt farið, sumsé þannig að kóngafólkið komist ekki of nærri fólkinu. Enda gætu kóngar og drottningar misst andlitið ef al- múginn færi mannavillt á kónga- fólki og öðm fólki af því engir væm lífverðimir til að skilja það að. Þess vegna er það hlutverk lífvarða aö pakka konungum inn í framlengd- an Volvo og stugga við ókunnugum sem ekki em á boðslistunum. Ég hef margt í þetta. Er bæði al- þýðlegur og eðlilegur þegar ég nenni, ek um á Volvo, sem auðvelt er að lengja, og mundi njóta mín vel að hafa lífverði sem stugga við þeim sem hæfa mér ekki. Eg yrði upplagður kóngur. Næst þegar ég arka um á galla- buxunum niðri í bæ eða fæ mér íshristing í sjoppunni eða leggst upp í með henni Gústu án þess að nokkrum komi það við þá ætla ég aö hugsa til kóngsa sem þarf aö biðja um leyfi hjá lífvörðunum til að leggjast til sængur hjá drottn- ingunni sinni. Ég ætla að klípa mig í handlegginn og segja við sjálfan mig: Skyld’ánn vilja skipta um hlutverk? Skyld’ann vilja kynnast högum þeirra hinna sem mega allt- af að vera eins og þeir eiga að sér? Skyld’ann vfija vera kóngur í ríki sínu? Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.