Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989. 17 Nýjarplötur Paul McCartney - Flowers In The Dirt Glæsilegur blómvöndur hans, The Melody Makers, sór lítið fyrir og hirti þrenn verð- laun. Marley þessiersonur árabil héráárumáður... "SþS- Eftir nokkur mögur ár í tónlistinni kemur Paul McCartney aftm- fram á sjónarsviðið stálsleginn og fílefldur með betri plötu í farteskinu en um margra ára skeið. Vissulega er tæp- ast hægt að kalla Paul McCartney ferskan tónlistarmann; hann er bú- inn að vera að svo lengi sem elstu menn í poppinu mima en þó kveður við ferskan tón á þessari nýju plötu. Þar er um að ræða samvinnu McCartneys við Elvis nokkum Co- stello eða Declan McManus eins og hann heitir í raun og veru. Ekki verð- ur annað heyrt en að þetta samstarf þeirra tveggja lukkist vel í hvívetna og gefur tónlist McCartneys meiri vídd en áður. En það er ekki bara þetta sem lyft- ir þessari plötu upp, McCartney er líka í betra formi en oft áður í laga- smíðúnum og á plötunni er riánast hvergi veikur punktur. Hér eru lög af ýmsum toga, í hröð- um tákti og rólegum. Og eins og kannski er við að búast eru rólegu lögin það sem hæst rís, þau hafa enda verið aðalsmerki Pauls McCartney aUatíð. -SþS- Þetta sögðu þau... Þegar fréttamaðurinn spurði tenn- isleikarann Pat Cash hvers vegna honum hefði ekki gengið betur í opna ástralska tennismótinu en raun bar vitni sagði hann: „Þér kemur það ekki við. Ég vil ekki tala um það en ég hafði tíðir.“ Fatahönnuðurinn Fiorucci var einu sinni spurður hvers vegna hann hannaði einungis fót fyrir smágerðar konur svaraði hann: „Því ég er mannlegur. Stórgerðar konur eru ljótar og þær eiga ekki að ganga í fallegum fótum sem vekja á þeim athygli." Leikkonan Tracy Uflman sagði eitt sinn: „Mér finnast aðrar konur ekki skemmtflegar og virði þær lítt. Fé- lagsskapur karlmanna er mér miklu meira virði og umgengst því mest það kynið. Þeir eru ekki að þessu slúðri og kjaftagangi eins og allar konur. Þess vegna vel ég mér karlmenn sem vini og félaga.“ Rithöfundurinn Sidney Sheldon hefur sína skoðun á kvenþjóðinni: „Ég er orðin hundleið á þeirri klisju að ef kona sé fáfleg og haldi sér vel til þá sé hún væntanlega heimsk. Ég þekki ógrynni kvenna sem eru kvenlegar, faflegar, gáfaðar og klárar. Þessar konur standa sig síst síður en karlmenn í atvinnu sinni. Það er fáránlegt að halda hinu fram. Enda hef ég unun af því að skrifa um þessar konur sem leyfa sér að undirstrika kyn sitt þótt þær séu metnaðargjamar og vilji ná langt í ' sínu starfi." Leikkonan Betty White hefur sagt eftirfarandi um það að eldast: „Það hefur tekið mig langan tíma að fá allar þessar hrukkur og hnur í andlitið. Ég hef unnið mikið að því. Vinkonur mínar, sem hafa farið í andlitslyftingu, hta allar eins út; all- ar eins og þær hafi ekki gert neitt um ævina.“ Fyrrverandi forsetafrú Nancy Reagan lét eitt sinn eftirfarandi frá sér og talaði til giftra kynsystra sinna: „Verið ekki hræddar við að hafa ykkar eigin skoðanir. Þótt þið séuð giftar þurfið þið ekki að vera skoð- analausar og fara alltaf eftir öllum hugmyndum eiginmannsins." Um helgina höldum við sýningu á sérstaklega fallegu og vönduðu TGF sumarhúsi við Reiðhöllina í Víðidal. Einnig verðaþarglæsileghúsgögnfráLÍNUNNIog kynningáþjófa—ogeldvörnumfrá VARA. Við lofum engu um veðrið, en það verður heitt á könnunni og eitthvað óvænt fyrir börnin. Komiðog fáiðteikningabækling, eðahringið í síma42255/93-86995 og viðsendum bækling um hæl Verið veikomin, ókeypis aðgangur. TFG SUMARHÚSASÝNING Reiðhöllinni í Víðidal laugardag og sunnudag kl. 14.00 - 18.00. TRÉSMIÐJA GUÐMUNDAR FRIÐRIKSSONAR Orvggispjónusta STOTNSCTT 1M9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.