Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 33
45 LAUGARDAGUR 8. JÚU 1989. Nýja fiugvélin á flugvellinum i Holti. Flateyringar fjöimenntu til aö skoða vélina. DV-myndir Reynir Flateyri: Önfirðingum leist vel á nýju Arnarflugsvélina Reynir Tmustason, DV, Flateyii: Flateyringar fjölmenntu á flugvöll- inn í Holti nýlega til aö fagna með Amarflugsfólki komu nýrrar áætl- unarvélar af Dornier 228-202 gerö. Arnarflug er með vél þessa á leigu til að byrja með en hugmyndin er sú að félagið kaupi hana í framtíðinni. Að sögn Þórólfs Magnússonar, flugmanns hjá Arnarflugi, tekur vél- in 19 farþega í sæti og er flughraði hennar um 200 mílur á klukkustund. Vélin sameinar kosti Twin Otters og Cessnu flugvélanna, sem Amarflug á fyrir, það er mikinn flughraða og stutta lendingarbraut. Fólki hér leist almennt mjög vel á nýju flugvélina og vænta menn þess að Amarflug efli enn frekar þá góðu þjónustu sem félagið hefur veitt Ön- firðingum og nágrönnum. Amarflug flýgur nú sex sinnum í viku í Holt. Svæðisútvarp til Skagafjarðar Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Svæðisútvarpið á Akureyri er að færa út kvíarnar og mun innan fárra vikna ná til Skagafjarðar. Þá er stefnt að ráðningu'starfsmanns í hlutastarf til aö afla frétta og efnis með bæki- stöð á Sauðárkróki. Þetta kom fram á fundi Ernu Ind- riðadóttur og Kára Jónassonar, fréttastjóra útvarpsins, með bæjar- ráði Sauðárkróks nýlega. Einnig var rætt um að svæðið yrði stækkað í framtíðinni til Húnavatnssýslna og Stranda. Á fundinum með útvarps- fólkinu kvörtuðu bæjarfulltrúar um htinn fréttaflutning í útvarpi frá Skagaflrði. Húsavík: Engar flugur í sumar Jóhannes Sigurjónsson, DV, Húsavík: Einhverjir hvimleiðustu íbúar Húsavíkur em þangflugurnar sem oft gera mönnum lífið leitt á sumrin. Þær ganga reyndar hér eins og víðar undir nafninu húsflugur en draga í raun nafn sitt af þanginu þar sem þær kvikna og vaxa úr grasi, eða öllu heldur þangi, og berast síðan úr f]ör- unni með vindum yfir bæinn. En í sumar hefur svo undarlega borið við að ekki hefur sést svo mik- ið sem flugufótur á ferh og menn eru jafnvel farnir að sakna þessara sum- argesta og óttast að jafnvægi náttúr- unnar hafi eitthvað raskast. Að sögn Alfreðs Schiöth, heilbrigð- isfulltrúa á Húsavík, er líklegasta skýringin á flugnaleysinu í sumar sú að vetrarbrim hafi veriö það htil að minna sé um þang í fjörum en oft áður. Ennfremur hafi fjörur verið hreinsaðar í fyrrasumar og því minna um þang af þeim sökum. Fljótsdalshérað: Sláttur í seinna lagi Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egússtööum: Ekki er tahð að sláttur heíjist al- mennt á Héraði fyrr en undir miðjan þennan mánuð enda vorið venju fremur kalt. Þó eru einhveijir famir að bera ijá í gras. Á Mjóanesi á Vöh- um var slegin spilda 30. júní og var spretta góð. Fyrsti sláttur sumarsins hér eystra var um miðjan júní á Hafursá á VöU- um en það var grasið frá í fyrra og hittifyrra sem þá var slegið. Síðan bundið í á fjórða himdraö bagga, ekið út fyrir tún og brennt. Þá var borið á og þess að vænta að þama fáist gott gras síöar í sumar. Hafursá er í eyði og túnið nytjað af bændum í hreppnum. Iþróttapistill Einn Utríkasti landshðsþjálfar- inn í knattspymu, sem Knatt- spymusamband íslands hefur haft á sínum snærum, er á fórum. Framganga íslenska landshðsins í knattspymu undir hans stjóm hef- ur farið um heiminn eins og eldur í sinu, ekki nema von því íslenska landshðið hefur verið að gera hluti sem venjulegan mann hafði ekki órað fyrir. Árangurinn í Moskvu frábær Nærtækasta dæmið um frábæran árangur er jafnteflið gegn sovéska biminum á Lenín-leikvanginum í Moskvu í maí sl. Hægt er nefna fleiri dæmi en árangurinn í Moskvu, þar sem Sovétmenn tefldu fram sinu sterkasta hði, segir aht sem þarf í þessu sambandi. Þjálfar- inn, sem hér um ræðir, er enginn annar en Siegfried Held frá Vest- ur-Þýskalandi. Eftir fjögurra ára starf með íslenska landshðið stend- ur Siegfried Held til boða að taka að sér frægt lið í Tyrklandi. Á dög- unum fékk Held ákveðið tilboð frá tyrkneska félaginu Galatasaray. Tilboöið var það freistandi að Held sá sig knúinn að taka það til alvar- legrar athugunar. Held er samn- ingsbundinn KSÍ fram yfir for- keppni heimsmeistarakeppninnar og án þess að ráða sínum ráðum við KSI gat hann ekki rokið til og skrifað þegjandi og hljóðalaust undir hjá tyrkneska félaginu. Tveggja ára vinna bíður Held í Tyrklandi í vikunni, sem nú er að hða, kom Held til íslands og átti viðræður við Ellert B. Schram, formann KSÍ, um umrætt mál. Þeir félagar áttu gagn- legar viðræður og að þeim loknum var ákveðið að Held stýrði landshð- hiu í þeim leikjum sem eftir eru í forkeppni heimsmeistarakeppn- innar. Held var því ekkert að van- búnaði að taka við tyrkneska hðinu og hefur nú gert tveggja ára samn- ing við félagið. Held mun hefia störf í Tyrklandi 17. júh en þá hefst und- irbúningur fyrir keppnistímabihð. Held þarf því að koma heim og undirbúa landshðið í þeim verkefn- um sem eftir eru. Svo skemmtilega vih til að íslendingar leika gegn Tyrkjum í forkeppninni í Reykja- vík í september. Nokkrir leik- manna Galatasaray eiga sæti í tyrkneska landshðinu þannig að sporin sem Held stendur í eru nokkuð óvenjuleg svo ekki sér meira sagt. Held hefur markað djúp spor í íslenska knattspyrnu Held hefur fengið mikla og góða auglýsingu í kjölfar árangurs ís- lenska landshðsins sem hefur vald- ið því að knattspymufélög um Evr- ópu hafa htið hann hýru auga. Held hefur markað djúp spor í ís- lenska knattspymusögu og hans verður sárt saknaö. Sá sem tekur við starfi hans verður ekki öfunds- verður. Að feta í fótspor Held verð- ur enginn hægðarleikur. Staða íslands erennvænleg Staða íslendinga í 3. riðh forkeppn- innar er enn vænleg þrátt fyrir jafntefhð gegn Austurríkismönn- um í Reykjavík fyrir tæpum mán- uði. íslendingar eiga eftir að leika þrjá leiki, gegn Austurríkismönn- um í Salzburg og gegn Tyrkjum og Austur-Þjóðverjum í Reykjavík. Ef íslendingum vegnar vel í viður- eignunum, sem framundan em, getur hðið hreppt sæti í úrslita- keppninni á Ítalíu. Nú stendur KSÍ hins vegar frammi fyrir þeirri stað- reynd að finna arftaka Siegfried Held. Það mun hins vegar ráðast af gengi hðsins í næstu leikjum hvort þörf er á ráðningu þjálfara í stað Held strax eftir forkeppnina. KSÍ verður að vanda valið Eitt er víst að margir þjálfarar víða um heim hafa áhuga á starfi lands- hðsþjálfara. KSÍ verður að vanda vahð ef halda á hðinu í sömu spor- um og Held hefur komið höinu í. Það verður fróðlegt að fylgjast með gengi Galatasaray í vetur undir stjórn Siegfried Held. Liðið stóð sig feikna vel í Evrópukeppni meist- araliða á sl. vetri og komst alla leið í undanúrsht. Held hefur áður fengist við þjálfun félagshða með misgóðum árangri í heimalandi sínu, Vestur-Þýskalandi. Undirrit- aður óskar honum góðs gengis í hinu nýja starfl Aðbúnaður sundmanna til háborinnar skammar íslenskir sundmenn hafa á síðustu árum sýnt gífurlegar framfarir svo að undmm sætir. Fjöldinn allur af íslandsmetum hefur htið dagsins ljós og ennfremur hafa sundmenn slegið í gegn á mótum erlendis. Á sama tíma og þessi glæsilegi árang- ur hefur náðst má segja að að- búnaður, sem sundmenn hér á landi búa við, sé vart boðlegur. í Reykjavík stunda sundmenn æf- ingar innan um sundlaugargesti í Laugardal, báðum aðilum til gremju. Laugardalslaugin engin keppnislaug Að auki er sundlaugin í Laugardal ekki gerð sem keppnislaug enda um opna laug aö raeða. Um síðustu helgi var Sundmeistaramót íslands haldið í Laugardalnum við mjög óhagstæð skilyrði, rigning, rok og kuldi gerði simdmönnum lífið leitt þá daga sem keppnin stóð yfir. Það er kominn tími til að í Reykjavík rísi æfinga- og keppnislaug í fuhri lengd þannig að sundmenn geti sinnt sinni íþrótt við bestu aðstæð- ur. Sömu sögu er að segja víðs veg- ar á landsbyggðinni en ef eitthvað er þá búa sundmenn á landsbyggð- inni við betri aðstæður en sund- menn í sjálfri höfuðborginni. Til marks um það má nefna sundlaug- ina í Vestmannaeyjum sem reist var eftir gos. Þar er um að ræða eina bestu keppnislaug hér á landi. Sundlaugin í Laugardal er glæsi- legt mannvirki til sundiðkunar fyr- ir almenning en æfinga- og keppn- islaug er hún ekki. Vonandi finna ráðamenn hið fyrsta lausn á þessu máh. Eitt er víst að sundmenn fylgjast grannt nieð og bíða skjótr- ar úrlausnar. Jón Kristján Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.