Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 46
.58 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989. Afmæli Anna F. Bjamadóttir Anna F. Bjamadóttir hú^móðir, Hlíf n, ísafiröi, verður níræð á morgun. Anna fæddist á Norðureyri við Súgandafjörð en ólst upp í Vatnadal við Súgandafjörð til fjögurra ára aldurs hjá Stefaníu Friðbjömsdótt- ur og Guðmundi Guðmundssyni bónda. Hún fór síðan til foður síns, Bjama Jónatanssonar, og stúpu, Stefaníu Amgrímsdóttur, en þau bjuggu fyrst í Hjarðardal og síðar að Þórisstöðum í Önundafirði. Níu ára að aldri fór Anna í vist til Bergs Rósinkrans, kaupmanns á Flateyri, og konu hans, Vilhelmínu Magnús- dóttur, og var þar í tvö ár en fór þá til ísafjarðar þar sem hún var í vist á ýmsum kaupmannsheimilum til sextánáraaldurs. Anna flutti sextán ára til móður sinnar og stjúpfóður, Björns Frið- rikssonar, verkamanns á ísafirði, og starfaði hún þá við fiskvinnslu ogsaumaskap. Maður Önnu var Ólafur Jakobs- son skósmíðameistari, f. 27.10.1892, d. 5.1.1963, sonur Jakobs Jakobs- sonar skósmíðameistara og konu hans, Ingibjargar Ólafsdóttur. Anna og Ólafur hófu búskap sinn á Flateyri þar sem þau giftust 6.9. 1919 og bjuggu þau þar í tvö ár en fluttu síðan til Isafjarðar þar sem þau bjuggu síðan, lengst af á Urðar- vegi 11. Anna starfaði mikið í Kvenfélagi Alþýðuflokksins og Kvenfélagi Slysavarnafélagsins á ísafirði, auk þess sem hún hefur verið virk í Heimilissambandi Hjálpræðishers- ins. Anna og Ólafur eignuðust níu böm ogeru sjö þeirra á lífi. Afkom- endur Ónnu og Ólafs em nú sjötíu ogsjötalsins. Anna átti einn albróður, Guð- mund, f. 20.4.1898, d. 8.7.1944, verka- mann á Akranesi. Hálfsystkini Önnu, samfeðra, vom Dagrún, d. 1929; Amgrímur, d. 1906, tveggja ára; Bergljót, d. 1906; Amgrímur eldri, f. 1909, fyrrv. skrifstofumaður hjá KEA á Akureyri; Bergljót eldri, f. 1910, húsmóðir, lengst af í Hauka- dal í Dýrafirði; Una, f. 1912, ráðs- kona; Njáll, f. 1913, fyrrv. kennari á Akureyri, og Sólveig, f. 1916, lengst af húsmóðir á Flateyri. Foreldrar Önnu vom Bjarni Jón- atansson, f. 27.7.1875, d. 8.10.1921, verkamaöur á ísafirði, og Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 8.3.1871, d. 17.10. 1955, húsmóðir og ráöskona. Systir Guðbjargar var Guðfinna, móðir Kristjáns A. Kristjánssonar, útgerðarmanns á Suðureyri, afa Þorláks Jónssonar, rafvirkjameist- ara í Rvík. Bróðir Guðbjargar var Valdimar, afi Braga Einarssonar í Eden í Hveragerði. Guðbjörg var dóttir Sigurðar Þorleifssonar, b. á Suðureyri, og konu hans, Gróu Jónsdóttur. Sigurður var sonur Þor- leifs ríka, b. á Suðureyri, Þorkels- sonar og konu hans, Valdísar, syst- ur Guðrúnar, langömmu Sveins, afa Benedikts Gröndal sendiherra. Valdís var dóttir Ömólfs ríka, b. á Suðureyri, Snæbjömssonar og konu hans, Elínar Illugadóttir, b. á Laug- um í Súgandafirði, Jónssonar, bróð- ur Bárðar Illugasonar, ættfóður Amardalsættarinnar. Bróðir Bjarna var Jón Jónatans- son þingmaður. Bjami var sonur Jónatans, b. í Landakoti í Staðar- sveit, bróður Narfa, langafa Ólafs, fóður Gunnars Ragnars, forstjóra Útgerðarfélags Akureyringa. Jónat- an var sonur Þorleifs, b. í Dal, Jóns- sonar. Móðir Þorleifs var Ingibjörg Þorleifsdóttir, systir Þorleifs, lang- afa Þórarins, langafa Sigríðar, móð- ur Friðriks Ólafssonar stórmeist- ara. Móðir Bjarna var Anna, systir Bjama, fóður Þorgeirs á Hærings- stöðum, afa Magnúsar Kristjáns- sonar, lektors í sálfræði. Anna var dóttir Jóns, smiðs á Búðum, Þor- geirssonar. Móðir Jóns var Guðrún, systir Guðmundar, langafa Önnu, móður Sigfúsar Daðasonar skálds. Guðrún var dóttir Vigfúsar, b. á Bíldhóli, Einarssonar, b. á Vörðu- felli, Sæmundssonar, b. á Kjarlaks- stöðum, Þórðarsonar, prófasts á Anna F. Bjarnadóttir. Staðastað, Jónssonar, biskups á Hólum, Vigfússonar, langafa Önnu, langömmu Jónasar Hallgrímsson- ar. Anna var einnig langamma Ein- ars, afa Einars Benediktssonar. Jón var einnig langafi Sigríðar, ömmu Bjarna Thorarensen skálds. Móðir Vigfúsar var Anna Pétursdóttir, b. í Ólafsvík, Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Eiríks, langafa Þorsteins frá Hamri. Ólafur var einnig langafi Steinunnar, ömmu Ólafs Thors og langömmu Thors Vilhjálmssonar. Til hamingju með daginn, 8. júlí 85 ára 50 ára Sigurður Helgason, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Georg Jón Jónsson, Kjörseyri 2, Bæjarhreppi, Strandasýslu. Valdimar Lúðvík Gíslason, Völusteinsstræti 22, Bolungarvík. Gunnar Vilhelmsson, Hólagötu 3, Gerðahreppi, Gullbringusýslu. Ema Elíasdóttir, Garöabraut 19, Akranesi. 80 ára Þorgrímur S. Vigfússon, AmarholtL Þónrnn G. Thorlacius, Nesbala 30, Seltjamamesi. 40 ára 75 ára Steinn Pétursson, Túngötu 8, Hofsósi. Kristin Pétursdóttir, Dalbraut 27, Suðurflarðahreppi, V-Barðastrandarsýslu. Bjarni Sigurðsson, Aðallandi 13, Reykjavik. Jón G. Guðmundsson, Stafnesvegi 34, Miðneshreppi, Gullbringusýsiu. Jón Geir Lúthersson, Sólvangi, Hálsahreppi, S-Þingeyjarsýslu. Lára Sigursteinsdóttir, Heiðmörk, Selfossi. 60 ára Sighvatur Kristjánsson, Hjarðarslóð, 4C Dalvik. Kolbrún Óskarsdóttir, Keilufelli 15, Reykjavík. Sigríður Ágústsdóttir, Laugateigi 9, Reykjavík. Björgólfúr Bjömsson, Vikurbraut 18, Raufarhöfn. Stefán Ólafsson, Móabarði, Hafnarfirði. Karólina Jónsdóttir, Ærlækjarseli 1, Öxarijarðarhreppi, N-Þingeyjarsýslu. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisböm og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast 1 síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Stefán Ólafur Einarsson Stefán Ólafur Einarsson, Mið- stræti 4, Neskaupstað er níutíu ára í dag. Stefán Ólafur er fæddur í Hvannstóði í Borgarfirði eystra. Hann missti foður sinn níu ára og fór í fóstur til Stefaníu Ólafsdóttur og Jóns Stefánssonar á Gilsárvöll- um og gengu þau honum í foreldra stað. Hann vann við landbúnaðar- störf og fór á vertíðir suöur á land. Stefán var b. á Grund í Borgarfirði eystra 1933-1938 og var vinnumaður í Húsavík eystri og Loðmundarfirði, síðan á Dvergasteini við Seyðisfjörð þar sem hann var í rúm tuttugu ár hjá þeim hjónum Ólínu Jónsdóttm- og Filippusi Sigurðssyni. Hann hef- ur verið síðustu tuttugu ár hjá dótt- ur sinni og tengdasyni, Freysteini Þórarinssyni, í Neskaupstað og hef- ur unnið í frystihúsi SVN en hætti þar vinnu um síðustu áramót. Stef- án lauk námskeiði sem sérhæfur fiskvinnslumaður22. apríl 1987, nær áttatíuogáttaára. Kona Stefáns var Þórlaug Einars- dóttir, ættuð úr Breiðdalnum. Dóttir Stefáns og Þórlaugar er Steinunn, gift Freysteini Þórarinssyni, og eiga þau fjögur börn og þrjú barnaböm. Systkini Stefán voru sex og eru þrjú þeirra á lífi. Systkini Stefáns eru Jón, Kristín, Einar, Magnea, María og Þórhallur. Foreldrar Stefáns voru Einar Einarsson, b. í Hvann- stóði í Borgarfirði eystra, og kona hans, Salína Jónsdóttir. Stefán tek- ur á móti gestum á heimih sínu, Miðstræti 4, eftir kl. 15.00. Stefán Olafur Einarsson. Ólafur Ingi Þórðarson Ólafur Ingi Þórðarson mjólkur- fræðingur, til heimilis að Borgar- braut 45, Borgamesi, verður áttræð- ur á morgun. Ólafur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði, var í mjólkurfræðinámi við Mjólkurbú Ölvusinga og síðan við Landbrugs og Mejereskole á Ladelund á Jót- landi. Hann öðlaðist meistarabréf í mjólkuriðn 1953. Eftir námið var hann verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík í þijú ár en réð sig síðan til Mjólkur- samlags Borgfirðinga í Borgarnesi 1940 og starfaði þar samfellt í fjöru- tíu og íjögur ár. Kona Ólafs er Guðbjörg Ásmunds- dóttir húsmóðir, f. 9.6.1924, dóttir Ásmundar Jónssonar verslunar- maims og Jónínu Kr. Eyvindsdóttur húsmóður. Ólafur var áður kvænt- ur Aðalheiði Knudsen kaupkonu. Þau áttu eina dóttur, Hólmfríöi Sól- veigu, hjúkrunarforstjóra í Vest- mannaeyjum, sem er gift Guðjóni Ólafssyni og eiga þau tvö böm. Böm Ólafs og Guðbjargar em: Jóna Sólveig, kaupmaður að Flúð- um, f. 5.2.1944, gift Sigurgeir Sig- mundssyni og eiga þau fjögur börn; Þórður, b. að Efralóni í Norður- Þingeyjarsýslu, f. 10.6.1945, kvænt- ur Grétu Maríu Dagbjartsdóttur og eiga þau íjögur börn; Ásmundur, málarameistari í Borgamesi, f. 14.6. 1950, kvæntur Ósk Ólafsdóttur og eiga þau fimm böm; Brynja, skóla- stjóri og húsfrú að Þorbjarnarstöð- um í Skagafirði, f. 27.10.1951, gift Þorleifi Ingólfssyni og eiga þau þijú böm; Einar, framkvæmdastjóri á Akureyri, f. 5.12.1952, kvæntur Svanhildi Skúladóttur og eiga þau fjögur böm; Ólafur Ingi, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2.9. 1956, kvæntur Ingibjörgu Sólveigu Bragadóttur og eiga þau eitt barn; Ragnheiður, kennari á Akranesi, f. 27.11.1960, gift Gyrði Elíassyni og eiga þau tvö böm; Guðmundur, bankastarfsmaður á Akranesi, f. 24.1.1964, kvæntur Rannveigu Sig- urjónsdóttur qg eiga þau tvö börn. Fóstursonur Ólafs og Guðbjargar er Jón Róbert Rósant, f. 5.5.1947, bú- settur í Bandaríkjunum og á hann eitt bam. Tveir synir Ólafs og Guð- bjargar létust í bamæsku, 1946 og 1957. Systkini Ólafs urðu ellefu. Olafur Ingi Þórðarson. Foreldrar Ólafs vom Þórður Ein- arsson frá Nýlendu í Garði, ljósa- vörður í Hafnarfirði og síðar bók- haldari, f. 12.1.1881, d. 1962, og kona hans, Sólveig Bjamadóttir frá Brú- arsporði á Akranesi, f. 12.8.1887, d. 1941, en þau bjuggu lengst af í Hafh- arfirði. Ólafur tekur á móti gestum í sal Mjólkursamlags Borgfirðinga sunnudaginn 9.7. frá kl. 15-19. ER SMAAUGLYSINGA BLAÐIÐ SÍMINN ER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.