Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989. Kennarastaða Kennara vantar í alit að hálfa stöðu við grunnskólann á Borðeyri, Hrútafirði. Aðalkennslugreinar: Hand- mennt og heimilisfræði. Umsóknarfrestur til 15. júlí. Upplýsingar veitir skóiastjóri í síma 95-11126. Útboð Vesturlandsvegur, Miklagil - Brú Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 4,6 km, fyllingar 90.000 m3 og skeringar 20.000 m3. Verkinu skal lokið 1. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins i Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 11. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 24. júlí 1989. Vegamálastjóri ________________________________________________________________J ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Isabella frá Frakklandi, Victor frá Sierra Leone, Sandra frá Costa Rica og 17 aðrir skiptinemar víðs vegar að koma til landsins í lok þessa mánað- ar til ársdvalar. Á meðan þau eru að kynnast og læra fyrstu orðin í íslensku dvelja þau í Reykja- vík. Um miðjan ágúst fara þau öll í sveitina. AUS óska eftir fjölskyldum eða sambýlum á höfuð- borgarsvæðinu sem vilja opna heimili sín fyrir skiptnemunum í þær 3 vikur sem þeir velja í Reykjavík. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstof- unni, Hverfisgötu 50, eða í síma 24617 frá kl. 13.00-17.00. 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 fk ER SMÁAUGLÝSINGA BLADID ^ SÍMINN ER áW í \J £**&* Tískuhönnuðurinn Ralph Lauren hefur allt sem innifalið er í ameríska draumnum. Hann er frægur og auðugur. Ralph Lauren - einn virtasti hönnuður í heimi: fíann er skapari kúrekatískunnar Flestir íslendingar þekkja fót merkt Ralph Lauren enda hefur hönnuður sá lengi veriö leiðandi á sviði gallabuxna, jakka, kúrekastíg- véla svo ekki sé minnst á póló- bolina. Ralph Lauren fyrirtækið er stórveldi í Bandaríkjunum. Lauren er einn af þeim sem hafa imnið sig upp í miUjónaveldi. í dag getur Ralph Lauren nánast selt þér alit frá hatti og upp í skápinn sem þú geymir hann í. Ralph Lauren hefur í raun búið til kúrekalífsstílinn. Hann hefur náð slíkum vinsældum að jafnvel íhúar Hvíta hússins leita ráða hjá honum. Það eru víst ekki allir sem geta náð ameríska draumnum en það hefur Ralph Lauren sannarlega gert. Gott auga hönnuðarins og ekki síð- ur vandaður fatnaður hans hefur gert það að verkum að hann selur vörur fyrir tvo miUjarða dollara á ári. „Af öllu sem ég geri hef ég gam- an ef ég sé að þörfm er fyrir hendi,“ segir Ralph Lauren. Og sannarlega hefur maðurinn hagnast vel. Ralph Lauren á stóran búgarð í Colorado, hús á Flórída, land í Bredford, hús á Jamaica og íbúð í miðri New York. Hann á jafnframt einkaþotu. Ralph Lauren á 125 verslanir í Bandaríkj- unum en auk þess selur hann vörur sínar um allan heim. Ralph Lauren hóf feril sinn á því að selja bindi sem hann bjó til sjálfur árið 1967, ári síðar var hann farinn Ralph Lauren ásamt eiginkonu sinni, Ricky. Þau eiga eignir í mörg- um löndum, bæði verslanir og íbúð- arhús, jafnvel heilu búgarðana. að selja herrafatnað. Dömufatnaður kom 1971, ilmvötn og drengjafót komu á markaðinn 1978, þegar sonur hans var lítill, stúlkufótin komu síð- an á markaðinn 1981 en þá var dóttir hans sjö ára, sama ár hófst fram- leiðsla á töskum. Skómir komu á markað 1982 og húsgögn árið 1983. Ralph Lauren gerði því fyrirtæki sitt að stórveldi á fáum árum. Ralph er kvæntur Ricky, sem er 44 ára, en sjálfur verður hann fimmtug- ur á þessu ári. Þau eiga þrjú börn, dóttur, 14 ára, og syni, 17 og 19 ára. Þegar dóttirin, Dylan, var ungham bjó faðir hennar til rauð kúrekastíg- vél handa henni sem vöktu mikla athygli. Ralph er mikið fyrir fiöl- skyldu sína og segist ekki hafa spillt börnum sínum. Reyndar segir hann að höm séu langskemmtilegust sem smábörn. „Nú er sonur minn orðinn stærri en ég,“ segir hann. „Það er allt í lagi en ég vildi samt óska að þau væru ennþá lítil.“ Fyrir tveimur árum fékk Ralph Lauren heilahimnubólgu og var þá skammt á milli lífs og dauða hjá hon- um. Hann gekkst undir uppskurð og segir að þá daga sem hann var á sjúkrahúsinu hafi hann mikið velt fyrir sér hve lífið getur verið mikil- vægt. „Maður á aldrei að bíða með að segja sínum nánustu hversu vænt manni þyki um þá,“ segir hann. Fólk, sem þekkir Ralph Lauren, segir að hann hafi breyst mikið eftir veikind- in og sé nú tilfinninganæmari gagn- vart öðru fólki. Auk þess hefur hann látið málefni annarra til sín taka. Til dæmis hefur hann gefið stórar pen- ingagjafir til rannsókna á brjósta- krabbameini. í daglega lífinu er Ralph Lauren mjög vinnusamur og hefur ávallt mikiö að gera. Á húgarði hans er þjónustufólk í öllum störfum. Bú- garður hans minnir á kúrekamynd og Ralph Lauren lætur sitt ekki eftir liggja í því að líta út eins og kúreki. Hann hefur skapað sér ákveðna ímynd og allt umhverfi hans endur- speglar hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.