Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989.
A
£
*
&
£
*
*
&
£
Siegfried Held landsliðsþjálfari kom í vikunni til fundar við Ellert B. Schram, formann Knattspyrnusambands íslands, og skýrði honum frá sínum málum. Hér sjást þeir ræða saman en
Siegfried tekur við tyrkneska liðinu Galtasaray um miðjan þennan mánuð. En hann mun jafnframt stjórna íslenska landsliðinu í þeim þrem leikjum sem það á eftir í undankeppninni fyrir
heimsmeistaramótið. DV-mynd GVA
Þjálfari sættir sig ekki við
aðstæður hér til lengri tíma
- sagði Siegfried Held í viðtali við DV í vikunni
Það hefur ekki farið framhjá
neinum knattspymuunnanda
þessa lands að Siegfried Held, þjálf-
ari íslenska landsliðsins í knatt-
spymu, hyggst á næstunni segja
skilið við vini sína hér. Hann hefur
tekið tilboði tyrknesks knatt-
spymufélags, Galatassaray, um að
gerast þjálfari Uðsins. Eftir nærri
fjögurra ára starf með íslenska
landsliöinu heldur hann suður á
bóginn en hann mun flytja til Istan-
búl.
Siegfried Held, eða Sigi eins og
hann hefur verið kaUaður hér, hef-
ur gert góða hluti fyrir íslenska
landsUðið. Undir stjóm hans hefur
Uðið unnið ýmsa góða sigra og átt
stórleiki á móti nokkrum mjög
sterkum knattspymuþjóðum. ís-
lenska landsUðið hefur vakið at-
hygU á alþjóðavettvangi fyrir góða
frammistöðu og er sagt að Sigi hafi
eingöngu fengið þetta tUboö í
Tyrklandi út á þá velgengni.
Er tilboðiö frá Tyrklandi lá fyrir
kom Sigi hingað á fund EUerts B.
Schram, fprmanns Knattspymu-
sambands íslands, og gerði honum
grein fyrir sinni stöðu. Þetta mál
kemur upp á mjög óheppUegum
tíma fyrir íslenska landsliðið þar
sem undankeppni fyrir heims-
meistarakeppnina stendur sem
hæst. Eins og flestir vita féUst
Knattspymusambandið á að Sigi
tæki tilboðinu en hann mun klára
sitt verkefni héma og stjóma ís-
lenska landsUðinu í þeim þremur
M
leikjum sem Uðið á eftir að keppa
í undankeppni heimsmeistara-
mótsins.
Mjög
hlédrægur
maður
Sigi kom hingað til lcmds tU fund-
ar síðdegis á þriöjudaginn og var
hann farinn til sinna heima hálfum
sólarhring síðar. Stuttur stans í það
skiptið en blaðamaður DV hitti
hann eftir fundinn á Hótel Loftleið-
um. Eftir fimm klukkustunda fund
var hann þreyttur en gaf sér þó
tíma tíl að setjast niður og spjaUa.
Það var kominn tími tU að kynnast
manninum aðeins þar sem mjög
Utið hefur borið á honum sjálfum
á meðan hann hefur verið hér við
störf.
Þeir sem hafa kynnst honum
segja hann óvenju hlédrægan
mann sem erfitt sé að kynnast. Og
hann reyndist varkár en viðfelld-
inn.
Við byrjuðum á að ræða niöur-
stöðu þess fundar sem hann sat.
„Ég er mjög ánægður með að við
komumst að samkomulagi sem
báðir aðUar gátu sætt sig við. Þetta
er auðvitað mjög erfið staða sem
ég er í en einnig slæmur tími fyrir
íslenska landsUðið þar sem undan-
keppnin fyrir heiipsmeistaramótið
er í fuUum gangi. En það er ákveö-
&
ið að ég stjórni íslenska Uðinu fyrir
næstu þrjá leiki og svo veröur að
koma í ljós hvað gerist ef landsliðið
kemst áfram,“ segir Sigi.
Aðspurður hvort hann hafi verið
búinn að fá nóg af því að stjórna
íslenska Uðinu segir hann svo ekki
vera.
Er ævintýri
fyrir mig
„En þetta er tUboð sem er freist-
andi og Ut ég á það sem ævintýri
að flytja tíl fjarlægs lands eins og
Tyrklands. Það er einnig kostur að
geta starfað með liðinu árið um
kring. Þannig næst meiri heUd og
enn betri samvinna ætti aö geta átt
sér stað. Flestir leikmenn íslenska
landsUðsins leika erlendis og því
höfum við bara náð að hittast
nokkrum dögum fyrir leiki. Til
lengri tíma getur þjálfari varla ver-
ið fullkomlega sáttur við þess kon-
ar aðstæður. Við fáum sjaldan tæk-
ifæri til að spUa æfingaleiki. Þetta
eru auðvitað hömlur. En ég hef
reynt að gera mitt besta.“
Skoöanir viðmælenda blaðsins,
sem alUr hafa kynnst Sigi, voru
skiptar á þessari uppsögn hans og
því nýja starfi sem hann hefur tek-
ið að sér.
„Það er mikUl uppgangur í fót-
boltanum í Tyrklandi. Því er ekki
skrýtiö þótt Sigi hafi falUð fyrir
þessu tílboöi," segir AtU Eðvaids-
son, fyrirUði íslenska landsliðsins.
„Tyrkimir hafa fylgst vel með okk-
ur og nú bjóða þeir í hann. En það
er örugglega ekki til Uð sem er
auðveldara að þjálfa en íslenska
landsUðið. Sigi hefur fengið nánast
aUt upp í hendurnar. Það er mjög
sérstök stemmning í landsUös-
hópnum og mikil samheldni. Hann
hefur því alveg getaö látið okkur
sjá unj að skapa þá stemmningu
sem þarf fyrir leiki. Svo er heldur
ekki búist við miklu af Uðinu.
Sigi lært
af landsliðinu
En við höfum lært mikið af hon-
um og hann af okkur. Honum hefur
tekist að láta okkur halda uppi
100% aga í þær 90 mínútur sem
hver leikur tekur. Það er það sem
þarf. Ef við höfum ekki náð því þá
hefur eitthvaö gerst. Sigi er mjög
hlédrægur og hefur það háð hon-
um. En við höfum komist meira að
honum en Uklega flestir aðrir.
Enda hefur hann örugglega talað
meira við okkur en hann talaði á
öUum sínum ferU í Þýskalandi,“
segir Atli.
Og Eyjólfur Bergþórsson, sem er
í stjóm knattspymudeildar Fram,
tekur undir þetta. Hann kynntist
Sigi strax og hann kom hingað og
hefur haldið kunningsskap við
hann síðan.
„Hann er mjög lokaður og er það
&
ekki síst strákunum sjálfum í
landsUðinu að þakka hve vel hefur
tekist til. Þeir eru það opnir og
gerðu strax í því að ná góöu sam-
bandi við Sigi,“ segir Eyjólfur.
Einn viðmælandi blaðsins sagði
að líklega heíði Sigi náð jafngóðu
sambandi við landsUðsstrákana og
raun bæri vitni vegna þess hve
sjaldan þeir hittust. Því hentaði
þetta starf honum vel. Sumum þyk-
ir hann einnig nokkuð stífur. „Týp-
ískur Þjóðverji," eins og einn sagði.
„Það er allt annað að starfa með
sömu strákunum aUt árið um kring
og þurfa að umgangast þá daglega.
Ég hefði ekki áhuga á að starfa með
honum á hverjum degi,“ sagði einn.
Sá hinn sami efaðist stórlega um
að Sigi ætti eftir að ganga vel í
Tyrklandi þar sem Tyrkir væra svo
gjörólíkir Þjóðverium og að þar
ætti hann ekki eftir að komast upp
með ýmsa hluti sem hann hefði
komist upp með hér.
Gaf
ekki skýringar
„Hann komst upp með að þurfa
ekki að gefa strákunum neinar
skýringar," sagði þessi viðmælandi
blaðsins. „Þeir vora dálítið svekkt-
ir út í hann strákarnir sem máttu
verma varamannabekkinn leik eft-
ir leik og fengu engar skýringar á
því.“