Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989. Hann þekkir leyndarmálið á bak við vinsældimar - Geir Guðnason býr til Fanta, Fresca og Minute Maid Geir Guðnason, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu Coca Cola í Atlanta í Bandaríkjunum, spókar sig í Reykjavík er hann kom hér síöast árið 1987. Myndina tók bróðir Geirs, Sigurður Fannar. Þegar ég kom heim frá Kenýa var Coca Cola Food, sem er deild innan Coca Cola, að íhuga að hef]a jógúrt- framleiðslu. Þeir höfðu áhuga á að framleiða jógúrt en ekki fyrr en búið væri að gera allar rannsóknir á því. Á næstu fjórum til fimm árum fór ég þrisvar til Búlgaríu í jógúrtferða- lög, einnig tíi Pakistan og annarra landa. Talsverð vöruskipti fara á milli landa austantjalds og Coca Cola. T.d. kaupir Coca Cola vín frá Búlgaríu og fær í staðinn vörur þeirra.“ Vannvið sykurhreinsun Geir hefur fengið að kynnast fleiri störfum innan Coca Cola fyrirtækis- ins því um tíma starfaði hann við Geir Guðnason ásamt syni sínum, Gary. Geir hefur ekki hug á að flytja aftur til íslands enda hefur hann verið í Bandarikjunum nánast stöðugt frá árinu 1953. Það er alltaf skemmtilegt að heyra af íslendingum sem gengur vel að hasla sér völl á erlendri grundu. Geir Valberg Guðnason, dr. í mat- vælaefnafræði, er einn þeirra en hann starfar sem framkvæmdastjóri við rannsóknarstofur í aðalstöðvum Coca Cola fyrirtækisins í Atlanta. Geir hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu og fimm ár og var heiöraður fyrir stuttu vegna þessa langa starfs- aldurs. Geir er eini íslendingurinn sem starfað hefur hjá þessu stórfyrir- tæki í Bandaríkjunum og sannarlega tekist að halda heiðri landans uppi í fyrirtækinu. Reyndar segir Geir að íslendingar séu í hávegum hafðir í fyrirtækinu því geysimikii sala er hér á landi í kók og ísland því númer eitt og tvö hvað það varðar. „ísland er mikið kókland,“ segir Geir en hann er þó ekki einn þeirra fáu útvalda sem kann formúluna að þeim töfradrykk. Hins vegar er Geir yfirmaður rann- sóknardeilda sem býr til Fanta, Sprite, Minute Maid appelsínugos- drykk og fleiri drykki. Formúlur þeirra eru hans leyndarmál. En hvemig stendur á því að Geir ákvað að setjast að í Bandaríkjunum og búa til gosdrykki? Saknaði Bandaríkjanna ,,Ég fór fyrst út til Bandaríkjanna í janúar 1953. Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og fór þá að starfa á Keflavíkur- flugvelli í eitt ár. í byijun ársins 1953 hélt ég til Bandaríkjanna og ætlaöi mér í nám í tvö til þijú ár. Ég stund- aði mitt nám í Comell University og hætti ekki fyrr en ég var kominn með doktorsgráðu. Þá fór ég heim - árið 1961. Ég hafði verið ráðinn hjá atvinnudeild Háskóla íslands og starfið beið mín. Þar starfaöi ég í sex mánuði en fór þá til Svíþjóðar í svo- kallað „Postdoctoral“ á Karolinska í eitt ár. Kom aftur heim til íslands en að ári, í júní ’63, ákvað ég að snúa aftur til Bandaríkjanna. Ástæðan var aðallega sú að mig langaði alltaf aftur hingað. Mér líkaði mjög vel hér með- an á námi mínu stóð. Auk þess er erfitt að koma sér í gang eftir nám heima á íslandi. Hér úti var mun meira um að vera og betri tæki- færi,“ segir Geir. Tvögóð atvinnutilboð Hann segist hafa haldið utan án þess að hafa nokkuð, eins og hann orðar það. En þegar á staðinn var komið var hann með tvö gimileg at- vinnutilboð í höndunum, annað frá Philips Morris tóbaksframleiðand- anum og hitt frá aðalstöðvum Coca Cola. „Eg tók starfinu hjá Philips Morris en líkaði síðan ekki að vinna fyrir sígarettufyrirtæki. Eftir nokkra mánuði hringdi ég í Coca Cola og sagði að þaö væri hægt að fá mig í vinnu. í júní 1964 réð ég mig þangaö og hef verið hér síðan,“ segir Geir. „Hér er öryggi og mönnum er ekki hent út í gaddinn.“ En hann byijaði ekki að vinna í gosinu strax. Þegar Geir réð sig til Coca Cola vom þeir um það bil að fara af stað með teframleiðslu. „Sér- fræðingar fyrirtækisins töldu rétt að fara út í teframleiðslu þar sem te er drykkur númer eitt víöast hvar í heiminum á eftir vatni. Ég vann viö te frá byrjun og til ársins 1977. Ég hafði ekki unnið í fyrirtækinu nema í tvo mánuði þegar ég var sendur í frumskóga Perú. Þangað fór ég með margvíslegar græjur, flöskur og dót og vann við rannsóknir í verksmiðju sem bjó til te. Ég starfaði í Perú í fimm mánuði og það merkilega er að ég og fjölskylda mín höldum sam- bandi ennþá við flest það fólk sem viö kynntumst þar á þeim mánuðum og það hefur heimsótt okkur,“ segir Geir. Bjó í Kenýa Næst lá leið hans og fjölskyldunn- ar, en Geir er kvæntur Ásbjörgu Húnfjörð, til New York. Böm þeirra eru tvö, Gary 21 árs og Linda 19 ára. í New York er tefyrirtæki í eigu Coca Cola þar sem Geir starfaði um tveggja mánaða skeið en var þá send- ur og lánaður til Brookebond teverk- smiðjunnar í London. Þar starfaði Geir í eitt og hálft ár við terannsókn- ir en fór síðan aftur til New York. „Við bjuggum í New York í tvö ár en 1968 fluttum við til Atianta þar sem við höfum búið síðan," segir Geir. „Fyrstu árin hér hjá aðalstöðvum Coca Cola hélt ég áfram að vinna við te og á þessum áram sendu þeir mig til Kenýa. Ég fór þangað á hveiju ári, 1971, '72 og ’73, tvo mánuði í senn. Árið 1976 sendu þeir mig ásamt konu og bömum í tíu mánuði til Kenýa en þar bjuggum viö rétt hjá Lake Vikt- oria. Þá var verið að setja upp „in- stant“ teverksmiðju sem Coca Cola átti helminginn í og Brookebond hinn helminginn. Það var mikið ferðalag. Auk þess hafa þeir sent mig til Indónesíu og Hong Kong í ráð- gjafaferðir. Innanhúss á vinnustað Geirs er glæsilegt umhverfi. Þarna hefur Geir starf- að í tuttugu og fimm ár og var heiðraður vegna þess fyrir stuttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.