Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Síða 35
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1989. 4t - Lífsstm sinnar tegundar á landinu og var í upphafi stærsta bókasafn á Islandi. Fyiir nokkrum árum var hafist handa viö aö gera hana upp og er því verki nú lokið. Gömlu húsin í þorpinu hafa vel flest verið gerð upp og skarta nú sínu fegursta og bera fortíðinni fagran vitnisburð. Veitingastofan í þorpinu er rekin veitingastofan Vogur í rúmlega aldargömlu húsi sem nýbúiö er að gera upp. Veitinga- stofan er afar hlýleg og úr gluggum hennar má sjá yfir Silfurgarðinn svo- nefnda sem byggöur var í Grýluvogi. Silfurgarðurinn þótti mikið mann- virki á sínum tíma en nafn sitt hlaut hann af því að verkamönnunum, , sem byggðu garðinn, voru goldin verklaunin í silfri. Hún flýgur skjótt stimdin í Flatey og áður en varir er kominn tími til að halda af stað. í bakaleiðinni er siglt meðfram þorpinu og þá er hægt að virða það fyrir sér frá sjónum. Að þvl loknu er svo haldið rakleitt til Stykkishólms. Suðureyjasigling Það er hægt að halda áfram að sigla um Breiðafiörðinn og fara í svo- nefnda Suðureyjasiglingu sem er Silfurgarðurinn er mikið mannvirki frá árinu 1830. Helga Harðardóttir bendir á 900 ára gamalt Maríulíkneski sem er að finna i Flateyjarkirkju. heilt ævintýri út af fyrir sig. Á leið- inni gefst ómetanlegt tækifæri til að skoða sérstætt fuglalíf Breiðafiarðar- ins. Það er svo makalaust að fuglam- ir virðast ekki kippa sér upp við bát- inn eða hávaðann í honum. Þeir halda áfram að una glaðir við sitt í klettunum. Á leiðinni er svo upplagt aö rifia upp þjóðsögur og munnmæli en af þeim er nóg á þessum slóðum. Það er gott í sjóinn á þessari sigling- arleið og báturinn haggast varla, það er þvi hægt að standa í stafni og virða fyrir sér dásemdir lands og sjávar. Þórishólmi Fyrsti áningarstaðurinn á leiðinni er Þórishólmi en þar er mikið fugla- líf. Þar má sjá fýl, lunda, veiðibjöliur og fleiri tegundir en hólmurinn vek- ur kannski fyrst og fremst athygli fyrir sérstæðar stuðlabergsmyndan- ir. Hólmurinn er 22 metra hár og er vel þekktur úr þjóðsögunum því að sagan segir að þar hafi maður nokk- ur dregið upp gjafvaxta mey á öngul sem krækst hafði undir belti hennar. Hún kvaðst heita Þóra og vera sæ- kona og vildi aftur í sjóinn. Maöur- inn leit stúlkuna hins vegar ástar- augum og lauk viðskiptum þeirra svo að hún ákvað að dvelja hjá honum þrjá vetur ef hann lofaði að sleppa henni aftur í sjóinn. Bæði efndu þau heit sitt en meðan sækonan dvaldi með bóndanum eignuðust þau eina dóttur. Hét hún Þórunn og þótti æöi Ferðir hjákátleg, sat gjaman í bjarghillum og spann band sitt í sjóinn. Hæstueyjar Næstu eyjar, sem siglt er til, eru Dímonarklakkar en þær eru hæstu eyjar á Breiðafirði. Eyjamar em vel þekktar úr Eiríks sögu rauða og Eyr- byggju. Sagt er að Eyjólfur Æsuson hafi leynt skipi Eiríks í Dímonar- vogi. En á þeim tíma er sagt aö skóg- ur hafi vaxið þar svo mikill aö hægt hafi verið að leyna skipinu undir lim- inu. Það er hins vegar álitið fremur Það er hægt að komast ótrúlega nálægt fuglunum í eyjunum. Flateyjarferð með Eyjaferðum kostar 1.300 krónur fyrir manninn, Suðureyjasighngin kostar 1.800 krónur, en ef keypt er á einu bretti Flateyjarferðin og Suðureyjaferöin kosta þær 2.900 krónur. BÖm, eldri en 12 ára, borga fullt gjald, böm á aldrinum 6-12 ára borga háilft gjald en böm yngri en 6 ára fá fdtt Auk áðuraefndra ferða era ferðir að óskum hvers og eins og því kjörið fyrir hópa að skipuleggia eyjasigl- ingar í samvinnu við fyrirtækið. 10-24 manna hópar fá 5 prósent upp á klukkustundarsiglingu um afslátt en séu fieiri í hópnum er eyjarnarmeðútsýnisbátfráFlatey. veittur 10 prósent afsláttur. Það Meðal eyja sem skoöaðar era er sama gildir um ellilífeyrisþega. Hergilsey. Flóabáturinn Baldur er á sumrin Flatéyjarferð með útsýnissigl- i daglegum áætlunarferöum milli ingu kostar 2000 krónur en 1200 Stykkishólms og Btjánslækjar, krónur að sigia til Flateyjar. raeð viökomu í Flatey. Farþegar Fyrir þá sem vUja dvefia lengur sem vfija dveljast 1 Flatey meðan í Flatey skal á það bent að þar era báturinn fer til Bijánslækjar geta tjaldsvæði meö aðstöðu fyrir feröa- veriö þar í fióra tftna. Leiðsögn er menn og í Vogi eru svefnpokapláss um Flatey. og kostar hver nótt 600 krónur fyr- Baldur býöur farþegum sínum irmanninn. -J.Mar ósennilegt í dag að svo gróskumikill skógur hafi þrifist á þessum slóðum. Þá er haldið til Purkeyjar. Byggð var í eyjunni allt fram á þennan ára- tug. Eyjan er fræg fyrir mikla álfa- byggö sem þar átti að vera. Maöur að nafni Ólafur Sveinsson, sem uppi var á fyrrihluta nítjándu aldar, ritaði merkilegt rit um álfa þá er bjuggu í eyjunni og studdist Jón Ámason þjóðsagnaritari við rit þetta í þjóð- sögum sínum. Áskel Á meðan á Suðureyjasiglingunni stendur er dregið fyrir skelfisk á firð- inum. Það vekur óneitanlega mikla athygh þeirra sem era um borö. Gildran er látin síga og svo er að bíöa og sjá hvaö upp kemur. Dregið er smástund og þá er híft, og viti menn, gildran er full af alls kyns kuðung- um, öðuskel, ígulkerum, krossfisk- um, bláskel og fleim. Það er gaman að sjá hversu margar tegundir geta komið upp í einu hah. Ferðamenn- imir kasta sér yfir aflann, því ekki að smakka aðeins á honum. Skelfisk- ur bragðast aldrei eins vel og þegaF hann er nýveidduf. Sannarlega htið ævintýri sem kryddar sjóferðina. Hvítabjamarey Svo er haldið áfram og eyjamar hða hjá, ein af annarri, Brokey, stærsta eyjan í Breiðafirði og sú síö- asta sem var í byggð í Suðureyjum. En búskapur lagðist þar ekki af fyrr en 1981. Hvítabjamarey er ein af frægari eyjum á firðiiium, hún er 28 metra há. í henni miðri er gjá með stórun*"' steini og er hann úr aht öðru jarðefni en eyjan sjálf en úr sama efni og er suður í Kerlingarfialh viö þjóðvegjnn við Kerlingarskarð. Munnmæh segja að kerlingin í fiallinu hafi ætlað að grýta þessu bjargi í bát á Hrappseyjarsundi en geigað sem þessu nam. Þá er aftur haldiö til Stykkishólms. Manni getur óneitanlega orðið dáhtið kalt í eyjasiglingum, það er því ekki úr vegi að klæða sig vel áður en hald- ið er í hann og það sakar ekkert að hafa vatnsheldan fatnað í farteskinu. -J.Mar Ferðamennirnir köstuöu sér yflr aflann þegar hann var kominn um borð. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.