Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989. Veiðivon Bjarga stórlaxamir og 2 og 3 punda eldislaxar sumrinu? eða er þetta allt að koma Eitthvert einkennilegasta veiöi- sumar í manna minnum líður áfram og núna er liðinn meira en mánuður af því. Margir veiðimenn hafa ekki fengið neitt, sumir nokkra og ennþá færri marga. Veiðimenn hafa mátt þakka fyrir að fá eitthvað í mörg góðum veiðiám. i eina, tvær vikur hafa nokkrir laxar náðst á land þó veiðitíminn sé mjög góður. Veiði- menn hafa borgað veiðileyfi fyrir miUjónir og htið fengið. „Eg held að veiðin sé að byrja fyrir alvöru, laxinn er að mæta í Langá. Þetta er bara tveimur vikum á eftir, ámar hafa verið kaldar og fiskurinn tekið iUa, sá sem hefur komið snemma," sagði Ingvi Hrafn Jónsson við Langá í vikunni. „Ég held að það verði stórlaxinn sem bjargi sumrinu og 2 og 3 punda eldUaxar, sem veiðimenn munu ekki Veiðiskapurinn getur oft verið fjör- legur og veiðin þokkaleg, hér hafa þeir Hermann Jónsson og Walter Lenz haft betur í viðureiginni við laxinn í Laxá í Leirársveit. Eyjólfur Ágústsson með fallega veiði úr Miðfjaröará. bölva, betra en ekki neitt,“ sagði veiðimaðurinn í vikunni, sem ekki hefur fengið neitt, ennþá. Þó veiðin hafi verið einkennUeg hafa veiðimenn sýnt ótrúlega mikla ró, fisklausir. Það þarf nú stundum töluvert tU að halda rónni. Af einum veiðimanni fréttum við sem veiddi í Norðurá fyrir skömmu og fékk ekki neitt, hann sat í marga tíma á sama steininum og dorgaði, 'hann ætlaði að fá lax. Tíminn leið og enginn beit fiskurinn á en áfram sat vinurinn. AUt einu sér veiðimað- urinn veiðibjöUu koma upp Norður- árdalinn með smálax í kaftinum og rís vinurinn upp á steininum og nær að pota stönginni í fiskinn. FeUur laxinn oní vatnið rétt hjá og náði veiðimaðurinn honum skömmu seinna, aUsæU með fenginn. En veiði- bjallan var ekki eins hress, laxlaus. Þótti veiðimönnum í hollinu þetta hið mesta afrek að ná laxi þarna á steininum. Veiðimaðurinn var með þeim aflahærri í hoUinu, segir það ekki aUt. Eitt það nýjasta sem hefur skotið upp kollinum er leiðsögumannastarf fyr- ir útlendinga, sem nokkir íslending- ar hafa tekið að sér þó þeir séu ekki miklir veiðimenn. Af einum fréttum við sem átti að leiðbeina útlendingi í viku en þegar útlendingur kom tU landsins var Ult í efni, það hafði gleymst að panta veiðUeyfi fyrir veiðimanninn í tvo daga. Það var sama hvað leiðsögumaðurinn reyndi að bjarga veiðUeyfi fyrir útlending- inn, ekkert gekk. Varð leiðsögumað- urinn því að fara með útlenda veiði- manninn í bæjarlæk einn rétt fyrir utan bæinn og láta hann renna þar í tvo daga. Enginn fékkst fiskurinn og útlendingurinn ætlar víst ekki að koma að ári til að renna í íslenska bæjarlæki. Máltækið, gengur bara betur næst, virkaði aUs ekki á út- iendinginn. -G.Bender Veiðimenn hafa víða kíkt eftir löxum eins og þeir Snæbjörn Kristjánsson og Þórarinn Sigþórsson gera við Laxá í Kjós. Læðst að lónbúanum í Leirvogsá og skömmu seinna hafði Lúðvík Th. Haildórsson landað laxi. DV-myndir G.Bender HUSBYGG JENDUR ★ VERKTAKAR ★ HONNUÐIR NÝJUNG Á ÍSLENSKUM BYGGINGAMARKAÐI SEMKÍS S100 VATNSFÆLIN STEYPUHÚÐ SEMKÍS P100 ALKALÍÞOLIN PLASTÞEYTA SEMKIS S100 SEMKÍS S100 SEMKÍS S100 Er ætlað til húðunar á steypufleti til verndunar, holufyllingar og jöfnunar á áferð. Er ákjósanleg á undirstöður húsa (sökkla), einkum þar sem hætta er á að steypan sé nokkuð vatnsdræg. Efnið er auðvelt að hræra út og með réttu magni af vökva gefur það veiling, sem er þjáll að bera á. Efnið fest- ist vel við hreinan steypuflöt og gefur sterkt og þétt yfirborð. Er árangur langs þróunarstarfs Er þrófað af opinberum rannsóknastofnunum Er framleitt undir ströngu gæðaeftirliti Er merk íslensk nýjung, þróuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður GERIÐ VERÐ- OG GÆÐASAMANBURÐ HEILDSÖLUDREYFING: Sementsverksmiðja ríkisins Afgreiðsla Sævarhöfða S 91-83400 Afgreiðsla Akranesi S 93-11555 Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGIÐ HF. I SEMENTSVERKSMIÐJA RIKISINS || 0.f. KALMANSVELLIR 3 AKRANESI 0 93-13355 Prentvírt Akran»*s N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.