Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 14
á4 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Gott tilboð úr austri Sovétmenn segjast nú vera reiðubúnir að fórna yfir- burðunum, sem þeir hafa í hefðbundnum vopnabúnaði í Evrópu og greiða þannig fyrir, að Vesturlönd geti fallizt á frekari samdrátt kjarnavopnabúnaðar, til dæmis af- nám skammdrægra eldflauga, sem deilt hefur verið um. Margir Vesturlandabúar, einkum forustumenn Bandaríkjanna og Bretlands, hafa óttazt, að samningar um sífellt viðameiri samdrátt og afnám ýmissa tegunda kjarnavopna mundu gera Sovétríkjunum kleift að nýta yfirburði sína í hefbundnum vopnum á meginlandinu. Lengi hefur verið stefna Atlantshafsbandalagsins að spara sér að halda til jafns við Sovétríkin í hefðbundnum vopnum með þvi að halda uppi ógnarjafnvægi á sviði kjarnorkuvopna. Vesturlönd hafa kjarnorkuvopn að skjóh gegn hugsanlegri skriðdrekainnrás úr austri. Nú hefur Gorbatsjov enn einu sinni komið á óvart. Þar er ekki átt við tilboð hans um einhliða fækkun sovézkra kjarnaflauga gegn því, að Atlantshafsbanda- lagið hefji viðræður um afnám skammdrægra kjarna- flauga í Evrópu. Því boði hefur þegar verið hafnað. Eitt atriðanna, sem máh skiptir, er, að sovézkir samn- ingamenn féhust í síðustu viku á mikla fækkun í hefð- bundnum herjum Sovétríkjanna og Varsjárbandalags- ins í nágrenni jámtjaldsins, raunar meiri samdrátt en samningamenn Vesturlanda höfðu áður heimtað. Það skiptir líka máh, að við sama tækifæri lögðu samningamenn Sovétríkjanna til, að Atlantshafsbanda- lagið fækkaði ekki eins mikið í hefðbundnum herjum sínum í nágrenni járntjaldsins og það var sjálft búið að bjóða. Þetta efhr traust á hinum nýja friðarvilja. Annað atriði, sem skiptir miklu, er, að Sovétríkin hafa fallizt á að flytja fastaherinn, sem er að baki fram- herjanna, langt inn í Sovétríkin og fækka þar með mjög mikið í herhði og vopnabúnaði af hefðbundnu tagi á mörg hundruð kílómetra svæði í Mið- og Austur-E vrópu. Þetta er einmitt það, sem Vesturveldin þurfa. Það eykur öryggi, þegar herhð og vopnabúnaður em flutt úr árásarstöðu í varnarstöðu. Það gefur hinum aðilan- um tíma th að búast til varnar, þegar hann verður var við óeðhlega herflutninga langt að baki landamæranna. Staðreyndin er, að th skamms tíma voru samningar um kjarnavopn komnir langt fram úr samningum um önnur vopn. Nú er kominn tími th að huga að hefð- bundnum vopnum, svo að frekari samningar í afvopn- unarkapphlaupinu leiði til raunhæfara öryggis. Skyndiárás er það, sem menn óttast mest í Atlants- hafsbandalaginu. Því fjær, sem her er fluttur frá landa- mæmnum, þeim mun meiri tíma tekur að skipa liði th sóknar. Og njósnatækni gerir vamaraðha kleift að fylgj- ast sæmhega vel með slíkum liðsflutningum. Opnunin í viðræðum um samdrátt í hefðbundnum vopnabúnaði, einkum í nágrenni járntjaldsins, er annað af tveimur mikhvægustu sviðunum í friðarviðræðum austurs og vesturs. Hitt sviðið felst í viðræðum um gagn- kvæmt eftirht með því, sem málsaðhar eru að gera. Thlögur, sem varða kjarnavopn, em gjarnan í sviðs- ljósinu, enda notaðar sem áróðurstæki. Sem betur fer er fleira að gerast í viðræðum austurs og vesturs en thboð um shk vopn eingöngu. Og tihögur Sovétríkjanna frá því í síðustu viku em tímamótaskref í átt til öryggis. Með hverjum mánuðinum sem hður verður friðvæn- legra og ömggara að búa í Evrópu. Það er bjartasta hhð hðandi stundar. Vonleysi er að víkja fyrir von. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGTOÍ: JÚLÍ 1B89. _______ Bandaríska risaflugvélaskipið John F. Kennedy á siglingu. Sjóorrustur með kjama- vopnum úrelt hugmynd Frá því risaveldin tóku aö ná árangri í að grisja kjarnavopn sín á landi hefur kveðið við hjá frammámönnum smærri strand- ríkja við Norður-Atlantshaf að forðast beri að þetta verði til að kjamavopnin færist að sama skapi út á haf, þar sem engar umsamdar takmarkanir gilda. I vor tók utan- ríkisráðherra íslands málið upp á fúndi ráðherraráðs Norður-Atl- antshafsbandalagsins í Brussel, í þá veru að þörf væri að bandalags- ríkin settu af stað undirbúnings- starf í því skyni að átta sig á að hverju þau vildu stefna um víg- búnaðartakmarkanir og vopnaeft- irlit þar sem herflotar eiga í hlut. Vormánuðimir hafa líka fært fregnir sem minna á að ekki er háskalaust af kjamavígvæðing- rnrni á og í hafinu, þótt friður sé með þjóðum. Umferð kjamorku- knúinna herskipa með kjamavopn innanborðs mun hvergi meiri en um norðanvert Atlantshaf. Tveim sovéskum kjamorkukafbátum hef- ur hlekkst á með skömmu millibili út af Norður-Noregi. Liggur annar á sjávarbotni út af Bjarnarey með tvo kjamakljúfa og ótiltekinn fjölda kjarnavopna innanborðs. Eins og til að jafna metin milli risaveldanna varð um sömu mund- ir uppskátt að bandaríska flota- stjómin gaf villandi upplýsingar þegar kjamorkuknúinn kafbátur hennar sökk með kjamakljúfa og kjarnavopn út af japönsku eynni Okinava fyrir rúmum tveim ára- tugum. Tilkynnti hún fjarlægð slyssins frá landi miðað við vega- lengdina til strandar meginlands Kína en ekki japönsku eyjarinnar og margfaldaði þannig töluna. Jap- anska stjómin mótmælti þegar uppskátt varð um þessi vinnu- brögð. Uppljóstrunin kom frá Allen þeim, starfsmamii afvopnunar- sinnaðrar rannsóknarstofnunar vfgbúnaöarmála í Washington, sem fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að heimilanir Bandaríkjafor- seta til ráðstöfunar kjamavopna á hættutímum gerðu ráð fyrir að kjamadjúpsprengjur yrðu fluttar til íslands. Nú telur sami maður sig geta sýnt fram á að kjamavopn og kjamakljúfar, sem ekki telja minna en hálft hundrað, liggi á hafsbotni á víö og dreif um hnöttinn en aðal- lega um Atlantshaf og Kyrrahaf norðanverð. Eitt af því sem ýtt hefur við mönnum aö leiða hugann að mögu- legum vígbúnaðartakmörkunum á sjó, segir David Fairhall í breska Guardian, er grikkurinn sem Ge- orge Bush Bandaríkjafprseti gerði atvinnumönnum NATÓ í vígbún- aöartakmörkunum. Hann kom aft- an aö þeim og ónýtti mikinn og Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson flókinn málabúnaö meö því að fall- ast í ræöu sinni á fundi æðstu manna bandalagsins í Bmssel á óskir Varsjárbandalagsmanna um að taka með í afvopnunarpúkkið þrjá vandmeðfama flokka, hemað- arflúgvélar, þyrlur og fjölda í herj- um. Eftir slíka meöferð er fátt leng- ur útilokað. Fram til þessa hefur það jafnan verið Bandaríkjastjóm sem staðið hefur haröast gegn takmörkunum á vígbúnaði og umsvifum herflota. Yfirburðir bandaríska ofansjávar- flotans em ótvíræðir, engir aðrir ráöa yfir öðrum eins risaflugvéla- skipum eða fylgdarflotadeildum með þeim. Afstaða Bandaríkja- stjórnar hefur verið aö tryggja sér sem frjálsastar hendur til aö beita þessum flotastyrk til að halda uppi sambandi við bandamenn sína í Vestur-Evrópu og Austur-Asíu handan Atlantshafs og Kyrrahafs. En nú kemur óvænt rödd og kveður upp úr með að rétt séðir flotahagsmunir Bandaríkjanna séu að beita sér hið skjótasta fyrir tak- mörkunum á vopnabúnaði her- skipa. John Lehman var flotamála- ráðherra í stjóm Reagans árin 1981 til 1987. Hann kemur úr Pentagon fullur fyrirlitningar á starfsliði og starfsháttum landvamaráðuneytis Bandaríkjanna, sér í lagi fjármála- spillingunni sem þar þrífst í við- skiptum við vopnaframleiðendur. En efst er Lehman í huga í því sem hann hefur látið frá sér heyra eftir brottfor úr ráðherraembætti, að varðveita ofansjávar herskipa- flotann sem hann beitti sér til að efla. Til þess sér hann vænlegast ráð að taka hiö fyrsta upp samn- inga við Sovétmenn um gagn- kvæmar takmarkanir á vopnabún- aði á sjó. í stuttu máli sagt vill flota- málaráöherrann fyrrverandi út- rýma með öllu vígvallarkjama- vopnum úr herskipum, allt frá djúpsprengjum til flugskeyta. Allar æfingar hafa sýnt, segir hann, að Bandaríkjafloti væri best kominn í bardaga væri þar einvörðungu beitt hefðbundnum vopnum. Einkum stafar flugvélaskipunum miklu og auðfundnu hætta af Cm- ise flugskeytum sem stýra má að marki í lágflugi. Svo er mál í pott- inn búiö aö Sovétmönnum er líka umhugað að losna við þetta vopn sem mest má verða úr flugvélum og herskipum NATÓ. Lehman er síður en svo einn um sínar skoðanir meðal reyndra flotamanna í Bandaríkjunum. Henry Mustin aðmíráll, til skamms tíma aðstoðaryfirforingi flotaað- gerða, lét fyrir skömmu hafa eftir sér: „Hugmyndin um kjamorku- stríð á sjó er hugmynd sem orðin er úrelt.“ Kvað hann brýnt fyrir bandaríska hagsmuni að leggja spilin á borðið fyrir Sovétmenn og sannfæra þá um réttmæti slíkrar niðurstöðu. Og David Fairhall skýrir frá því að Bandaríkjafloti sé í rauninni að byrja einhliða fækkun kjarna- vopna í herskipum sem tekur til vigvallarvopna. Meginástæðan er að visu ekki aö sýna Sovétmönnum gott fordæmi heldur aðlögun að ríkjandi aðstæðum. Kjarnavopnin eru að ganga úr sér og Bandaríkja- þing fæst ekki til að veita fé fyrir nýjum í staðinn. Afleiðingin er að gert er ráö fyrir að bandarískir kjarnorkukafbátar og yfirborðsherskip losi sig á næstu þrem árum við á tólfta hunrað kjarnavopn án þess að önnur komi í staöinn. Þar er aðallega um aö ræöa 860 eldflaugar gegn kafbátum af gerðunum Subroc og Asroc, sem skjóta má hvort heldur úr kaf- bátum eöa yfirborðsskipum, og 300 eldflaugar gegn flugvélum af gerð- inni Terrier. Sovétstjóm hefur um skeið haft uppi tillögur sem fyrst og fremst beinast að því að takmarka umsvif herflota. Armars vegar vilja Sovét- menn setja hömlur á umfang flota- æfinga. Hins vegar óska þeir við- ræöna um að útiloka aðvífandi her- skip frá tilteknum hafsvæðum, svo sem sundum milh landa og fjöl- fómum siglingaleiðum. Aö baki býr ósk um að Sovétflotinn verði sem mest einráður á dreifðum heimahöfum sínum, svo sem Bar- entshafi, Eystrasalti, Svartahafi og Ókotskhafi. Ljóst er því að hreyfing er komin á umræöur um takmörkun á flota- umsvifum og vopnabúnaði á höf- unum. Fortnleg umíjöllun af hálfu hemaöarbandalaganna um þau mál gæti því verið nær en virtist til skamms tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.