Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. JULI 1989. Kvikmyndir Great Balls Of Fire: Einstaka kvikmyndir fá mikið um- tal áður en þær koma fyrir sjónir kvikmyndahúsagesta. Oftast eru þetta kvikmyndir þekktra leik- stjóra eða kvikmyndir sem státa af vinsælustu stjömunum í Holly- wood. Great Balls Of Fire er ein slík sem á undanförnum mánuðum hefur mikið verið skrifað um en hefur enn ekki komið fyrir augu áhorf- enda. Ekki státar hún af þekktum leikstjóra eða umtöluöum kvik- myndastjömum. Það sem hefur valdið öúu umtalinu er að hún er byggð á kafla í lífi rokkstjömunnar Jerry Lee Lewis, tímabih sem hneykslaöi bandarísku þjóðina og varö nánast til að eyðileggja feril þessa einstaka söngvara. nám við New York City háskólann gerði hann sína fyrstu kvikmynd, David Holzman’s Diary árið 1967 fyrir aðeins 2500 dollara. Myndin fiallar um kvikmyndagerðarmann sem er að mynda einn dag í lífi sínu. Mynd þessi er ein af þeim sem hafa öðlast vissan standard sem klassísk „neðaifiarðarmynd". Hans næsta mynd, My Girlfriend Wedding, var í beinu framhaldi af David Holzman Diary. Þar var að- alpersónan kvikmyndatökumaður sém kvikmyndar brúðkaup fyrr- verandi unnustu sinnar. 1971 geröi hann vísindaskáldsögumyndina Glen and Randa sem kvikmynda- handbók segir ekki slæma en auð- velt að gleyma. Ekki hafði Jim McBride erindi sem erfiði með þessum þremur fyrstu kvikmyndum sínum sem þóttu í meira lagi undarlegar og á skjön við það sem hinn almenni áhorfandi vildi. Því fóru næstu ár í að. keyra leigubíl í New York ásamt því að kenna handritsgerð við New York háskólann. Árið 1974 gerir hann ódýra gam- anmynd, Hot Times, þar sem hann sjálfur lék aðalhlutverkið ásamt að skrifa handritið. Það er svo ekki fyrr en 1983 að hann leikstýrir Breathless sem er endurgerð fræ- grar myndar eftir Jean-Luc God- ard. Þrátt fyrir að Richard Gere iéki aðalhlutverkið kolféll myndin og því hðu þrjú ár þar til nafn Jim McBride birtist á hvíta tjaldinu. Það var sakamálamyndin The Big Easy. Sú mynd breytti öllu fyr- ir Jim McBride og ef eins vel geng- ur með Great Balls Of Fire er vegur Jim McBride tryggður eftir mikla baráttuítuttuguár. -HK Að búa mig undir aö leika Jerry Lee Lewis er eitt af þvi allra skemmtilegasta sem ég hef gert, segir Denis Quald sem hér er greinilega f miklum ham. Denis Quaid leikur Jerry Lee Lewis i Great Balls Of Fire. hann er hér ásamt Win- ona Ryder sem leikur þrettán ára eiginkonu hans. Innfellda myndin ertekin 1962 af Jerry Lee Lewis og hinni ungu eig- inkonu hans, Myra Gale, þegar þau voru nýbúin að fá fréttir af að ungt barn þeirra hefði dá- ið. Það er Dennis Quaid er leikur Jerry Lee Lewis. Quaid, sem sjálfur er ágætur píanóleikari og leikur í hljómsveit í frístundum, vildi í fyrstu sjálfur syngja lögin en Lewis þvertók fyrir það og sagði að ef myndin yrði gerð yrði það hann og enginn annar sem syngi lögin. Það var Quaid sem lagði til viö framleiðendur myndarinnar að Jim McBride yrði fenginn tíl að leikstýra Great Bahs Of Fire. Þeir höfðu unnið saman að The Big Easy með góðum árangri. Quaid bjó sig vel undir hlutverk- ið. Hann feröaöist um tíma með Jerry Lee og hfiómsveit ásamt því að skoða gamlar upptökur frá þeim tíma sem myndin á að gerast á. Aðspurður hvemig samkomulag þeirra hafi verið kvað hann Lewis hafa verið nfiög varkáran í sam- skiptum við sig þótt vissulega hefði stvmdum losnað um málbeinið á honum. Það kom svo á daginn þegar kvik- myndatökur hófust að Jerry Lee Lewis var ekki ahtaf sáttur við það sem gert var. Hann reifst og skammaðist við aha en gaf sig oft- ast í lokin og bárust margar sögur af samskiptum leikarans og söngv- ars út fyrir veggi kvikmyndavers- ins. Ófagrar sögur sem báðir neit- uðu að væru sannar. Leikstjóri með sérstakan feril að baki Þótt The Big Easy sé sú kvikmynd sem vaktí athygÚ á leiksfióranum Jim McBride er hann enginn ný- græðingur í bransanum og á nokk- uð sérstakan ferh að baki sem kvik- myndagerðarmaður. Hann fæddist 16. september 1941 í New York. Efir Átján mánaða tímabil kvikmyndað Kvikmyndin um Jerry Lee Lewis byrjar þegar söngvarinn og píanó- leikarinn yfirgefur heimabæ sinn í Louisiana og heldur th Memphis, hfióðritar tvö lög, Great Bahs Of Fire og Whole Lotta Shakin’ Goin’ On í hinu þekkta Sun upptökuveri og verður á einni nóttu ein skær- asta stjama rokksins. Áriö 1958 var farið að dofna yfir Elvis Presley. Mestí krafturinn var beislaður og hann hættur hljóm- leikaferðalögum. Jerry Lee Lewis virkaöi þvi með sinni óhefluðu framkomu sem vítamínsprauta á táninga og átti hann auðvelt meö að tryha lýðinn sem ekki vafbúinn að jafna sig eftír Presley-æðið. Ferhl Lewis endaði næstum því jafn-skyndhega og hann hófst þeg- ar Lewis innan við tveimur árum seinna gekk að eiga þrettán ára frænku sína, Myra Gale Brown. í fyrstu tókst að halda hjónabandinu leyndu en giftíngin komst upp þeg- ar Jerry Lee var á tónleikaferðalagi í Englandi. Pressan réðst á hann og tónleikum hans á Englandi sem og annarsstaðar var aflýst. Þessir atburðir em hápunktur Great Bahs Of Fire sem leikstýrt er af Jim McBride. Þá er myndin einnig krydduð með nokkrum af þeim fr ægu sögum sem hafa gengið um Jerry Lee Lewis ámm saman og em 90% sannar að sögn þeirra sem unnið hafa með honum. Má þar nefha atvikið þegar Jerry Lee var skipað að koma fram á undan Chuck Berry. Lewis, sem ávaht vhdi enda tónleika, varð fiúkandi vondur, hehti bensíni yfir píanóiö í lokalagi sínu og kveikti í. Gekk síðan að Chuck Berry og sagði við hann: „Reyndu að gera betur.“ Lokalagið var að sjálfsögðu Great Balls Of Fire. Þá koma einnig við sögu í mynd- inni tveir frændur Jerry Lee Lew- is, trúboðinn Jimmy Swagart, sem frægur varð vegna Úfemis síns fyr- ir stuttu, og sveitasöngvarinn Mic- key Ghley. Reyntað líta á björtu hliðarnar Jim McBride segist ekki vera með myndinni að segja ævisögu söngv- arans og píanóleikarans né sé hann viss um að alit sem kemur fram í myndinni sé heilagur sannleikur. „Við emm fyrst og fremst aö segja sögu sem er byggð á ævisögu fyrrverandi eiginkonu hans, Myra Gale Lewis. Viö tökum þau atriði sem okkur þykja bitastæðust, hvort sem um sannleika eða upp- spuna er að ræða. Spumingunum hvort Jerry Lee Lewis hafi kveikt í píanóinu, hvort hann hafi skotið á bassaleikara sinn með skamm- byssu eða hvort hann hafi verið uppdópaður eða blindfullur á flest- um hfiómleikum sínum er ekki svarað á neinn hátt, aðeins frásögn af atburðum sem eiga að hafa gerst komið á framfæri í kvikmyndinni.11 „Það var mjög erfitt að skrifa handritið," heldur McBride áfram. Það er mikið um óskemmtheg atvik í hfi Jerry Lee Lewis sem hægt er festa hendur á. Ef þessi atvik heíðu orðið ofan á við gerð handritsins heíði myndin orðið þung og dramatísk og hvergi kæmi fram hinn mikh kraftur sem einkenndi hljómleika Lewis á þessum tíma. Við reyndum því sem mest að hta Kvikmyndir Hilmar Karlsson á björtu hhðamar í lífi hans. Og ég held að við höfum fundið leiðina án þess að vera að fara meö stað- lausa stafi um hf hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.