Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989. Andlát Gunnar Leó Þorsteinsson málara- meistari, Jörfabakka 8, lést í Landa- kotsspítala 6. júlí. Guðmundur Jónsson frá Tröðum lést í Sjúkrahúsi Akraness 6. júlí. Gísli Kristjánsson, fyrrverandi út- gerðarmaður frá Mjóafirði, er látinn. Gyðriður Pálsdóttir, Borgarholts- braut 32, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 6. júní. Tilkynningar Nessöfnuður Sumarferð á vegum Nessóknar verður farin laugardaginn 15. júli að Nesjavöll- um, Gullfossi, Geysi og víðar. Lagt verður af stað kl. 10 frá kirkjunni. Fargjald kr. 800, matur innifalinn. Þátttaka tilkynnist í s. 16783 milli kl. 16 og 18 daglega. Stuðmenn leika í Sjallanum Hljómsveitin Stuðmenn leikur í Sjallan- um á Akureyri á sunnudagskvöldið kl. 21. Skeiðará Hinn 15. júlí, nákvæmlega 15 árum eftir að vega- og brúargerð lauk á Skeiðarár- sandi, ætla þeir sem unnu á „Sandin- um“ að hittast á fomum slóðum við Skeiðarárbrú kl. 17. Brúar- og vegagerð- armenn mæta með fjölskyldur sínar, rifja upp gamlan kunningsskap og slá á létta strengi. Tjaldað verður að Hofi í Öræfum og matur seldur í samkomuhúsinu, sem er síðan opið fyrir uppákomur og dans. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un, sunnudag. Kl. 14, fijálst spil og tafl, kl. 20, dansað. Ath: Farin verður 8 daga ferð um Vestfirði 16. og 21. júlí. Upplýs- ingar á skrifstofu félagsins. Helgarkynning á úti- vistar- og sportvörum Ferðamarkaðurinn, Bíldshöfða 12, verð- ur með sýningu á öjlum vörum fyrirtæk- isins um helgina. í sambandi við kynn- inguna veröa ýmsar óvæntar uppákomur og grillað á staðnum. í dag, laugardag, verður opið frá kl. 10-18 og á sunnudag frá kl. 13-18. Sýning - vettvangsferðir Sýningu nemenda í Grunnskólanum í Sandgerði lýkur á sunnudag, 9. júlí. Sýn- ingin í Grunnskólanum, sem verður opin frá kl. 13.30-16, er verkefhi sem nemend- ur unnu í vor. Viðfangsefhi hennar er að bregða upp mynd af náttúrufari, sögu, sögnum og mannlífi í sveitarfélaginu. I tilefiú þess að sýningunni lýkur á morg- un verður boðið upp á tvær stuttar gönguferðir (vettvangsferðir) undir leið- sögn fróðra heimamanna. Gengið verður um svæði sem sérstaklega er fiallað um á sýningunni. í fyrri ferðina fer fólk frá Grunnskólanum í bílum sínum kl. 16.15 suður að Hvalsneskirkju. Verður geng- inn lítill hringur um Hvalsneshverfi. í seirrni ferðina verður ekið frá Grunnskól- anum kl. 17.30 inn að Kirkjubóli og um Kirkjubólshverfið. Heimamenn og ferða- menn eru hvattir til að kynna sér sýning- una og koma í gönguferðimar. Ekkert þátttökugjald. Námskeid Leikja-og íþróttanámskeið á vegum íþróttafélags fatlaðra í Reykja- vik hófst mánudaginn 3. júlí og stendur yfir í hálfan mánuð. Mæting er í Félags- heimilinu, Hátúni 12, kl. 17 alla virka daga. Námskeiðið er milli kl. 17 og 19 og er öllum opið. Ferðalög Útivist Viljiröu virkilega kynnast landinu ætt- irðu að koma með í þessar ferðir: a) 13.-16. júlí (4 dagar), Kjölur-Sprengi- sandur - Drangey. Ekið norður Kjöl með viðkomu á Hvera- völlum. Gist tvær nætur aö Fagranesi í Skagafirði. Siglt með Jóni Eirikssyni „Drangeyjarjarli" út í Drangey. Skoðaðir merkisstaðir í Skagafirði o.fl. Ekið um Sprengisand heim ef færð leyfir. Gist í svefnpokaplássi. b) 22.-29. júlí (8 dagar) Nýr hálendis- hringur. Ekið með suðurströndinni aust- ur i Lónssveit, síðan um firðina á Hall- ormsstað. Gist 2 nætur við Snæfell og 2 í Kverkfiöllum. Þaðan er haldið um Hvannalindir og Herðubreiðarlindir til Mývatns. Heim suður Sprengisand. Gist í góðu svefnpokaplássi ailar nætumar. Uppl. og farm á skrifstofunni, Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Pantið strax. Sjáumst! Sunnudagsferðir 9. júli 1) kl. 10.30 Orrustuhóll - Hengill. Þetta er fiórða ferðin í ferðasyrpunni „Fjalla- hringurinn." Gengið á Skeggja, hæsta tind Hengils. Verö. 1000 kr. 2) kl. 13.00 Nesjavallavegur-Skeggja- dalur - Marardalur. Ekinn verður Grafningsvegur á Nesjavelii og þaðan inn á Nesjavallaveginn að Dyrum. Þaðan er gengið um fallega hamradali vestan Hengils niður á gamla Suðurlandsveginn hjá Draugafiöm. Verð 1000 kr. 3) ki. 8.00. Dagsferð í Þórsmörk. Einnig ferð fyrir sumardvalargesti. Verð 1.500 kr. í dagsferðina. Stansað 3-4 klst. í Mörk- inni. Brottfor í ferðimar frá BSÍ, bensín- sölu. Frítt f. böm m. fullorðnum. Miðvikudagur 12. júli kl. 8 er dagsferð í Þórsmörk og ferð fyrir sumardvalar- gesti. Kl. 20 er kvöldferð með siglingu að Lundey. Hekluganga er laugardaginn 15. júlí kl. 8. Sjáumst. Ferðist innanlands í sumar: Ódýrar sumarleyfisferðir. 1) 12.-21. júlí, Hornstrandir III: Horn- vík - Reykjafjörður. Tilitölulega auðvel Homstrandabak- pokaferð. Gengið á 4 dögum til Reykja- fiarðar. Fararstjóri: Sigurður Sigurðar- son. 2. ) 14.-21. júlí, Hornstrandir IV: Strand- ir - Reykjafjörður. Dvöl í Reykjafirði er sannkölluð sælu- vist. Ejölbreyttar gönguleiðir. Farastj. Fríða Hjálmars. 3) 15.-22. júlí, Lónsöræfi Lón. Rúta, flug eða á eigin vegum austur. Tjaldað 5 nætur við Illakamb og 2 nætur að Stafa- felli. 4) 13.-17. júlí, Landmannalaugar - Þórsmörk. Gist í húsum. Örfá sæti laus. Fararstj. Egill Pétursson. 5. ) 21. - 26. júlí, Eldgjá - Þórsmörk. Til- valin ferð fyrir þá sem gengið hafa „Laugaveginn" og vilja kynnast annarri gönguleið til Þórsmerkur. Göngutjöld. fararsfi. Rannveig Ólafsdóttir. 6. ) 18.-27. ágúst, Noregsferð. Framleng- Verðlaunasamkeppni Mixbræðra Sanitas hefur nú sent frá sér MIX í hálfs lítra umbúðum. Þessar umbúðir em skreyttar með körlum sem ganga undir nafninu Mixbræður. Hér er um að ræða appelsínu og ananas þar sem Mix-drykk- urinn er blandaður úr þessum bragð- tegundum. Ekki hefur tekist að finna nöfn á þessa kátu karla og er því leitað nú til neytenda og efnt til verðlaunasam- keppni um nöfn á þessa heiðursmenn. Vegleg verðlaun em í boði. Fyrstu verð- laun em 20.000 kr. vömúttekt hjá Sanit- as, önnur verðlaun em 10.000 kr. vömút- tekt og þriðju verðlaun em 5.000 kr. vömútekt. Einnig vérður dregið úr inns- endum lausnum í beinni útsendingu á Bylgjunni. Vinningar em helgardvöl eftir eigin vali á einhveiju af 16 Eddu-hótelum víös vegar um landið. Skilafrestur fyrir tillögur er til 23. júlí. Tillögur sendist til Sanitas, Köllunarklettsvegi 4, Box 721 Reykjavík. Einnig verður sögusam- keppni í ABC bamablaðinu um þessa karla í ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að eignast plakat með Mix-bræðrum geta nálgast það hjá Sanitas hf. ið sumarið með „lúxus" gönguferð um stórkostlegt fiaUasvæði í Noregi, Jötun- heima. Upplýsingablað á skrifstofunni. Ódýrt. Frestur til að staðfesta er til 15. júlí. Uppl. og farm. á skrifstofunni, Grófinni I, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Dagsferðir Ferðaféíagsins: Sunnudagur 9. júli kl. 13.00, Armanns- fell (766 m) Ekið að Skógarhólum og gengið þaðan. Verð kr. 1.000 kr. Kl. 13.00, Eyðibýlin á Þingvöllum. Ekið inn að Sleðaási og gengið þaðan um Hrauntún, Skógarkot aö Vatnskoti. Létt gönguferð við allra hæfi. Verð kr. 1.000. Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Kynnið ykkur tilboðsverð Ferðafélagsins á dval- arkostnaði í Skagafiörðsskála í Langadal. Brottfór frá Umferðarmiöstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir böm að 15 ára aldri. Ferðafélag íslands Helgarferðir Ferðaféíagsins 14.-16. júlí: 1) Snæfellsnes - Elliðaham- ar - Berserkjahraun. Gengið þvert yfir Snæfellsnesið, skammt vestan við veginn um Kerlingarskarð. Þama er fiallgarðurinn mun lægri en viðast annars staðar. Lagt verður af stað í gönguna frá Syðra-Lágafelli. Gist í svefnpokaplássi. 2) Þórsmörk. Gist í Skagfiörðsskála í Langadal. Gönguferðir um Mörkina við allra hæfi með kunnugum fararstj órum. 3) Landmannalaugar. Gist í sæluhúsi FÍ í Laugum. Gönguferðir um nágrennið. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FI Ferðafélag íslands Sumarleyfisferðir Ferðafé- lagsins: 6.-14. júlí (9 dagar): Hornvík. Ferðin hefst 6. júlí í Reylgavík frá Umferðarmið- stöðinni og 7. júlí frá ísafirði. Gist í tjöld- um í Homvík og famar gönguferðir frá tjaldstað. Fararstjóri Gísli Hjartarson. II. -16. júli (6 dagar): Hvítámes - Þver- brekknamúli - Þjófadalir - Hveraveilir. Gönguferð milli sæluhúsa í stórbrotnu landslagi austan Langjökuls. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 12.-16. júlí (5 dagar): Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Brottför kl. 08.00 mið- vikudag - komið á laugardag til Þórs- merkur. Fararstjóri Páll Ólafsson. 12.-16. júlí (5 dagar): Snæfellsnes - Dal- ir - Húnavatnssýsla - Kjalvegur. Leiðin liggur um Ólafsvik, norðanvert Snæfells- nes, Dali, um Laxárdalsheiði í Hrúta- fiörð, um Vatnsnes að Húnavöllum. Til Reykjavíkur verður ekið um Kjöl. Gist í svefnpokaplássi. Fararsfióri Baldur Sveinsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FI, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands Safnaðarferð Fríkirkjusafnað- arins Safnaðarferð Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður að þessu sinni farin á Snæfellsnes helgina 15 - 16. júlí. Farið verður frá Fríkirkjunni kl. 9 að morgni laugardags og ekið að Búðum með viö- komu í Borgamesi. Farið veröur fyrir Jökul og höfð viðdvöl á Amarstapa og í Dritvik. Síðan verður ekið um Snæfells- nes norðanvert inn í Stykkishólm. Þar verður gist í Egilshúsi, glæsilegu, gömlu húsi, sem gert hefur verið sem nýtt, og í félagsheimili Lionsmanna, sem upphaf- lega var símstöð og pósthús bæjarins. Á sunnudaginn verður guðsþjónusta í Stykkishólmskirkju og mun þar þjóna prestur Fríkirkjusafnaðarins, séra Cecil Haraldsson. Að guðsþjónustu lokinni verður farið í útsýnisferð um suðureyjar Breiðafiarðar. Komið verður aftur til Reykjavikur á sunnudagskvöld. Kostn- aðm' vegna fargjalda og gistingar er kr. 3.000 á mann. Ferðalangar era hvattir til að taka með sér nesti en einnig gefst möguleiki á að kaupa máltíðir á gististöð- um auk þess sem boðið veröur upp á hressingu á leiðinni. Farseðlar em seldir í versluninni Brynju, Laugavegi 29, en einnig má panta far hjá Bertu Kristins- dóttrn- að degi til í síma 29188, hjá Eygló Viktorsdóttur í síma 32564 á kvöldin og í síma Fríkirkjusafnaðarins, 14579, þar sem símsvari tekur við skilaboðum aUan sólarhringinn. Fréttir Iðntæknistofiiun: Við afhjúpun skúlptúrsins Hörpu eftir Hallstein Sigurðsson á Keldnaholti. F.v. Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, og dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins. í baksýn er Iðntæknistofnun íslands. Harpa aflýúpuð Á dögunum var afhjúpað nýtt lista- verk á Keldnaholti að viðstöddum starfsmönnum þeirra þriggja rann- sóknastofnana sem eru á holtinu. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkis- ins, aíhjúpaði verkið og rakti aðdrag- anda að gerð þess. Verkið vann Hall- steinn Sigurðsson úr áli og hlaut það nafnið Harpa. Tildrögin að gerð verksins voru þau að á 50 ára af- mæli rannsóknastofnana atvinnu- veganna árið 1987 ákvað samrekstur hinna þriggja rannsóknastofnana og Rannsóknaráð ríkisins að gera skúlptúr og fékk síðar aöstoð list- skreytingasjóðs. -JJ Norðurland vestra: Dauður sjór í Húna- flóa og Skagafirði ÞórhaHur Asmimdæon, DV, Nor&irL vestra: Veiði hefur verið með afbrigðum treg bæði á Skagafirði og Húnaflóa í vor. Háifur mánuður er síðan Hofs- ósbátar gáfust upp á þessari ládeyðu og fóru fimm þeirra austur á Þórs- höfii. Þangað er einnig farin Sand- víkin frá Sauðárkróki og Steindór Árna á Hörpu Sjöfn rær frá Bakka- firði. Króksbátamir eru enn á hand- færum, utan Týr sem er á dragnót, en eigendur Týs fengu framlengingu á haffærisskírteininu þangað til í haust að þeir fá afhentan nýjan bát sem verið er að smíða í Póllandi. Veiði handfærabátanna hefur verið þetta 50-100 kíló í róðri. Þrír bátar eru á snurvoð á Skaga- firði og hefur afli verið mjög tregur. Það eru Faxavík frá Hofsósi, Auð- björg frá Skagaströnd og Káraborgin frá Hvammstanga. Smábátaeigendur hafa lengi verið á móti veiðum með snurvoð og dragnót inn á fjörðum. Einar Jóhannsson, hafnarvörður á Hofsósi, segir bátana oft koma ansi nálægt landi en erfitt sé að meta ná- kvæmlega línuna sem þeir mega veiða að. Þó hafi hann í fyrra orðið að biðja skipverja á einum bátnum aö vara sig á hafnargarðinum. „Það er ekki þaö aö ég sé hræddur um að þeir skemmi botninn heldur þurrka þeir algjörlega upp þessi hefðbundnu mið hér. Það þýðir ekk- ert fyrir trillumar að veiða héma, því ef þær finna eitthvað em svo og svo margir aðkomubátar komnir með snurvoö eða dragnót," sagði Einar á Hofsósi. Leiðrétting Þau mistök uröu í DV á þriðjudag aöi Bryndís Jónsdóttir. Hlutaðeig- aö grein um ökuleikni á Blönduósi andi em beðnir velvirðingar á mis- var sögð vera eftir Baidur Daníels- tökunum. son. Hiö rétta er að greinina skrif- ULTRA GLOSS Ekkert venjulegt bón, heldur glerhörð brynja sem endist langt umfram hefðbundnar bóntegundir. Útsölustaölr ESSO stöðvarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.