Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 8. JÚLl 1989. 25 Vísnaþáttur Illa brennir undan sér ómaklegur heiður Hallgrímur Pétursson gat vel glaðst með glöðum. En þegar vín var haft um hönd, skyldu menn gæta sín og dvelja ekki of lengi við brunn freistinganna: Gott er að hætta hverjúm leik, þá hæst fram fer. Nú skal hafa sig á kreik. Vel sé þeim, sem veitti mér. Vísur eftir Sigurð Breiðfjörð: Geymum tryggð, þó reynum raun og réni fundir. Sú fær dyggðin loksins laun, þá hða stundir. Ráði sá, sem ráðið hefur fyrri. Það, sem þykir bami best, bamið stundum skaðar mest. Og þetta heilræði gaf hann okkur: Vondum solh flýðu frá og forðast þá sem reiðast, elskaðu góða, en aumka þá afvega sem leiðast. Sóttágömul mið Steingrímur Thorsteinsson kvað: Sér til happs að hrella mann hefnir sín með ánun. Flý sem hehð fógnuð þann, sem fæst með annars tárum. Ef að hlotnast ofsæmd þér, af því vertu ei gleiður, því illa brennir undan sér ómaklegur heiður. Þó þú aumkvist yfir mann, sem angur sorgin vinnur, mest þú aumkva ættir þann, til engrar sem að finnur. Þessa vísu orti Jón gamli Thor- oddsen um konu, sem honum þótti hafa beðið of lengi eftir því manns- efni, er henni fannst sér sæma og varð svo að lokum að taka niður fyr- ir sig: Leiðast stundum lífið fer löngu vöxnum fljóðum, betri samt þeim biðlund er en bendlast erkislóðum. Tvær stökur eftir Guðmund Frið- jónsson: Þegar hríða og þelabönd þjökuðu gróðri folum, hafa fáein laugalönd leynst í vorum dölum. Lýðurinn kýs hin léttu spor, lóuflug og kvakið. En alltaf sýnir afl og þor amarvængjatakið. Og Guðmundur Bjömsson land- læknir, sem orti undir nafninu Gest- ur, sagði: Sár em okkar syndagjöld, seint fæst þrautaborgun. Alhr dagar eiga kvöld og allar nætur morgun. Og þessi er eftir Bólu-Hjálmar: Enginn dagur er svo seinn aö sé honum neitt til tafar, styttir hver um einn og einn áfanga til grafar. Upplýst og leiðrétt Ýmsir létu til sín heyra vegna vísu, sem ég birti síðast eftir langömmu borgarstjórans í Reykjavík. Eg vissi meir en ég sagði þá, en mundi ekki í svipinn hvar best var öruggra svara að leita. í árbók Húnvetnings 1982 er stutt grein eftir Þormóð Pálsson frá Njálsstöðum, kunnan borgara í Kópavogi, lengi gjaldkera við ríkis- stofnun í Reykjavík. Hún er rituð í Vísnaþáttur tilefni fráfalls Steingríms Davíðsson- ar, skólasfjóra á Blönduósi. Hann var fæddur 1891 og sonur hjónanna Sig- ríðar Jónsdóttur frá Gafli í Svínadal og Davíðs Jónatanssonar frá Marð- amúpi í Vatnsdai. Orðrétt segir Þor- móður: „Þeim Sigríði og Davíð er svo lýst að hann væri hæglætismaður, en þó geðríkur nokkuð, fastur fyrir og greindur vel. Hneigðari var hann talinn til bókar en búsýslu, en þó verkmaður góður. Sigríður þótti ör í lund, bráðgáfuð og fljót til svars. Ekki var hún síöur hneigð til bók- legra mennta en Davíð. Ung hafði Sigríður trúlofast efnilegmn og vel gefnum manni en upp úr shtnaði, og hef ég góðar heimildir fyrir því að ástæðan væri sú að hinn unga mann fýsti til Ameríku til búsetu, sem þá var algengt, en Sigríður var því mót- fahin. Sat hvort við sinn keip um sinn. Þar kom þó að æskuunnustinn fór sína leið vestur um haf, nokkuð skyndilega og kvaddi Sigríði með vísu þessari: Okkar þrjóta yndiskjör, í hafróti kífsins. Skilja hljótum veigavör á vegamótum lífsins.“ Þormóður hermir svarvísu Sigríð- ar svona, áður birt hér dáhtið öðm- vísi: „Veit eg beinn minn vegur er, verður neinn ei skaðinn. Kemur einn þá annar fer ungur sveinn í staðinn." Síðan segir af ætt eiginmanns Sig- ríðar og nefnd nokkur stórmenni. Ónefndur hringjari sagði að unn- ustinn myndi ekki hafa farið kven- mannslaus tii Vesturheims. Hann hafði hallað sér að annarri stúlku og hún verið barnshafandi þegar þau fóru af landi brott. Jón mun hann hafa heitið, en meira veit ég ekki. En bróðir Steingríms skólastjóra var Lúðvík læknir á Eyrarbakka og ein dætra hans móðir Davíðs Oddssonar, sem er eins og allir vita bæði geðrík- ur og skáldmæltur gáfumaður. Fleiri Húnvetningar Ég hef áður stohð visum eftir Þor- móð Pálsson í þætti mína og geri það enn. Hér eru þrjár vísur eftir hann: Þýtur gjóla, þyngist bára, þokar sólargeishnn enn. Fennir ákjólin æskuára. Okkar jólum lýkur senn. Þetta er auövitaö skammdegisvísa. Fóstrar sora, glys og gróm glöp og villukenning, auðnulaus og innantóm okkar nýja menning. Út á timans ólgustraum æskan burt er flotin. Liggja bak við gamlan glaum glösin tæmd og brotin. Hér eru og ferðavísur teknar úr „Húnvetningi" eftir Guðlaug Gísla- son. Á leið um Kjöl: Við erum að keyra Kjöl, kanna sýn til fjalla. Súld og bræla sögð er föl, senn er degi að halla. Raunasagan rakin er römm, sem um má fjalla. Einu sinni undu hér Eyvindur og Halla. Hafsteinn Halldórsson frá Selhaga í Skörðum á Kálfárdal var þátttak- andi í útvarpserindaflokki 1965, er nefndist Ámar okkar. Þar lýkur hann máh sínu með vísu, sem ætla má að sé eftir hann: Þó erindiö sé afar þunnt enn má því til svara: Mér tókst vel að vaða grunnt vök á milli skara. Óþarfa sjálfsgagnrýni. Gaman væri að fá vísur eftir hann og nokkr- ar upplýsingar. Loks vísa af sömu slóðum, en höf- undar ekki getið: Norðanmuggan næðingsköld næturskuggann vilhr. Nístir ugg ef kófi í kvöld köldu gluggann fyllir. Svo kveðjum við að sinni með vísu úr annarri átt og getum ekkert sagt um höfundinn, nema að hver má sig sjálfan sjá, eins og hann lýsir málum: Þó að ég sé þreyttur orðinn og þrengingar mig ýmsar bagi, bjóði fang sitt baugaskorðin beiti ég mínu foma lagi. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi Óska eftir umboðsaðila Leitum eftir ábyggilegum aðilum sem áhuga hefðu á að taka að sér umboð fyrir vel þekkt amerískt fyrir- tæki. Um er að ræða úrval neysluvara. Frábært tækifæri. Tilboð er greini frá nafni og síma sendist DV merkt „GOTT UMBOÐ" fyrir 15. þ.m. KNATTSPYRNUSKÓLI Síðasta námskeiðið hjá knattspyrnuskóla ÍR hefst 17. júlí og stendur í tvær vikur. Kennt verður í aldurshópunum 5-8 ára frá kl. 12-13.30 og 8-11 ára frá kl. 14-16. Nánari upplýsingar eða skráning í síma 74248 (Hlyn- ur). Hef opnað Klukkuhúsið Laugavegi 69, sími 16333 Úr, klukkur og skartgripir. Harald Sigurðsson úrsmiour SYNING A VATNSNUDDPOTTUM Sýnum í dag frá kl. 13-17 vðnduðu íslensku og amerísku nuddpottana í fullum gangi á Grensásvegi 8 og blómaskálanum Vín við Hrafnagil. MARGAR STÆRÐIR OG MARGIR LITIR. Fáanlegir fylgihlutir, hreinsitæki, dælur, neðanvatnsljóskastarar og margs konar annar búnaður. Hentar vel í garðinn, kjallarann eða garðskálann. Gerið gæða- og verðsamanburð. VERIÐ VELKOMIN í DAG MILLI KL. 13 OG 17. K. AUÐUNSSON HF. GRENSÁSVEGI 8 - SÍMI 686088

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.