Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 18
18 LAUGARÐAGlfFRrS: d$LÍ 1889. Dr. Jóhannes eða hvemig hann hætti að hafa áhyggjur og fór að kasta sjúklingunum út Landsspítalinn. í Dagblaðinu 26. júní var viðtal \’ið móður vímuefnasjúklings sem er ólögráða og sjálfum sér og öðr- um hættulegur. Þó er honum neit- að um vist á áfengisdeild 33 A á Landspítala. Fjöldi ungmenna er svo illa leik- inn af völdum vímuefna að heilsu þeirra er mikili háski búinn. Þau eiga aðeins í tvö hús að venda með læknishjálp. Sjúkrastöð SÁÁ að Vogi og deild 33 A á Landspítala. Þeir sjúklingar, sem vistaðir eru nauðugir, eiga þó aðeins um deild 33 A að velja. Orðbragð yfirlæknis í DV 27. júní játar Jóhannes Berg- sveinsson, yfírlæknir á deild 33 A, að hafa meinað manninum innlögn því að „við erum ekki í stakk bún- ir til að hafa hann“. En hann segir fleira: „Staðreyndin er sú að það er ákveðinn hópur sjúklinga sem hefur ekki nógu mikinn áhuga á því að nýta sér þau meðferðarúr- ræði sem boðið er upp á. Þessir aðilar taka ekki meðferð. Við verð- um að gera það upp við okkur hvort við ætlum að láta þá taka upp pláss fyrir öðrum sem vilja láta hjálpa sér... Auk þess hafa þessir ein- staklingar mjög neikvæð áhrif á aðra sem eru í meðferð á sama tíma... Það er spuming hversu mikið við getum leyft þessum nei- kvæðu einstaklingum að skemma fyrir öðrum.“ Feitletranir hefur undirritaður gert. Til allrar hamingju er það eins- dæmi að yfirlæknir tali af öðrum eins hrolm og fyrirlitningu um sjúklinga sína. En jafhframt furðu- legu skilningsleysi. Ætti hann þó að vita betur. Uppgjöf Jóhannesar Hann er að tala um þá sjúklinga sem veikastir eru. Þeir hafa iðulega ánetjast vímuefiium á unga aldri og eftir nokkur ár eru þeir algjör- lega á valdi eitursins. Oft hafa þeir ekkert innsæi í ástand sitt og litla stjóm á gerðum sínum. Það er út í hött að láta sig dreyma um að þeir séu auðveldir viðfangs. Ég tala nú ekki um þegar aðstandendur leggja þá inn nauðuga. Margir vfija þó þiggja þjálp ef rétt er að þeim farið. Það er enginn vonlaus. Þess em mörg dæmi að „vonlaus“ dóp- isti nái sér á strik. Vonleysiskenn- ing Jóhannesar er því beinlínis röng. Og skilyrðislaus uppgjöf hans er vægast sagt ólæknisleg. Flestir læknar reyna til þrautar þar til yfir líkur þótt við vonlítinn og jafh- vel banvænan sjúkdóm sé aö etja. Hvemig getur þá Jóhannes kveðið upp slíka útskúfunardóma? Hvað mundi fólk segja ef yfirlæknir krabbameinsdeildar vísaði sjúkl- ingum á götuna með þeim orðum aö þeir væm hvort eð er dauðans matur? Sjúkrasaga Náinn ættingi minn var lagður nauðugm- inn á deildina hans Jó- hannesar í fimmtán daga. Það var erfiö og sársaukafuU ákvörðun. En aðstoðarborgarlæknir taldi hann með vottorði „hættulegan sjálfum sér og jafnvel öðrum“. Og hvað má ekki gera á hálfum mánuði ef allt eh reynt sem hægt er? Eins og viö var að búast mótmælti sjúklingur- inn frelsissviptingunni en hagaði sér þó sæmilega. Hins vegar taldi hann sér alla vegi færa og heimtaði að komast út strax til að læra í skólanum! Og þeir slepptu honum á fjórða degi. - „Hættulegtn- sjálf- um sér og jafnvel öðrum.“ Og þá fór drengur heldur betur í stuð. Hann skandalíseraöi til dæmis hjá afa sínum og hjartaveikri ömmu svo hún fékk taugaáfall og læknir vildi leggja hana inn. Síðan gleypti námsmaðurinn allt að 3000 mg af fenemali, sem hefði steindrepið herra Jóhannes Bergsveinsson margsinnis og jafnvel hvaða naut sem væri. Hins vegar gleymdi læri- sveinninn óvart að hta í skólann á leið sinni í Hverfistein, en þangað Sigurður Þór Guðjónsson O var hann kominn meðvitundarlaus sólarhinrg eftir að deild 33 A lét hann lausan. Og þá gerðist undrið. Lögregluþjóni, fullkomlega ómenntuöum í geðlækningum, tókst að vinna traust hans og brjóta niður mótstöðuna á einum klukku- tíma. Allt gerðist þetta löngu áður en fimmtán daga nauöungin var úti. Og dópistinn, sem vísast hefur haft „mjög neikvæö" áhrif á aðra sjúklinga á deildinni hans Jóhann- esar og „skemmt fyrir öðrum", er nú bláedrú og finn. En hvernig stóð á því að lögreglumaður gat það sem Jóhannesi og liði hans tókst ekki? Vegna þess að hann átti til að bera auðmýkt, lítillæti og virðingu fyrir hinum sjúka og brennandi áhuga til að hjálpa. Það er leyndardómur- inn. En hefði sjúklingminn orðið sjálfum sér eða öðrum að meini á þessum hálfa mánuöi hefði hinn vel launaði yfirlæknir að sjálfsögðu verið síðasti maðurinn sem borið hefði nokkra ábyrgð. Ekki einsdæmi Aðstandendur þeirra vímuefna- sjúklinga, sem verst eru famir, hafa bundist samtökum til að beij- ast fyrir rétti þeirra til læknishjálp- ar. Þessi félagsskapur hefur hér í blaðinu lýst yfir vanþóknun á orð- um Jóhannesar Bergsveinssonar. Mér er kunnugt um aö margir fé- laga telja að deild 33 A hafi illa brugðist þeim. Sagan hér að fram- an er því miður ekkert einsdæmi. Hvað eftir annað hefur deildin sleppt fólki í fimmtán daga nauð- imgarvistun eftir örfáa daga og jafnvel sjúklingum er sviptir hafa verið lögræði. Stundum hefur yfir- læknirinn ekki einu sinni tilkynnt þaö ættingjunum er tóku ákvörðun um nauðungina. Þeir heföu þess vegna getað frétt lát barna sinna á götunni meðan þeir héldu að þau væru undir öruggri læknishendi. Þetta er ekki aðeins siðlaust, þótt það sé að vísu löglegt, heldur einn- ig gróf lítilsvirðing á ráðum full- veðja fólks. Hver er Jóhannes Bergsveinsson að hafa aöstandend- ur að fíflum sem vaðið hafa eld og brennistein til að bjarga lífi sinna nánustu? Veit hann hvílík eldraun það er að standa í slíkri baráttu? Og það segir sig sjálft að dómsmála- ráðuneytið leyfir ekki nauðungar- vistun nema líf hggi við. En Jó- hannes er náttúrlega svo snjall að geta læknað þessa fárveiku sjúkl- inga á nokkrum dögum. Og svo út með þá bara! Óþolandi ástand Jóhannes Bergsveinsson er reyndar síður en svo eini yfirlækn- irinn sem afneitar „erfiðum“ sjúkl- ingum. Það hefur viðgengist á ýms- um geðdeildum árum saman. Stundum skýra fjölmiðlar frá því, t.d. DV 25. nóvember í fyrra. Og árið 1981, er framið var óvenjulegt voðaverk í Þverholti, kom fram að geðdeildir vildu ekkert af þeim ógæfumanni vita áður en hann framdi ofbeldið. Mikil skrif urðu um það mál. Og í lesendabréfum sögöu aðstandendur ffá útskúfun geðsjúklinga sem þó voru ekki í afbrotum. Yfirlæknarnir vilja pena og prúða sjúklinga á deildunum sínum. Enga helvítis vitleysinga! Þeir geta bjargað sér sjálfir á göt- unum með skítinn í buxunum. Læknamir virðast ekkert hafa lært af harmleiknum í Þverholti. Það er helvíti hart að nokkrir óbil- gjamir smákóngar, sem eiga að vera þjónar heildarinnar, skuli komast upp með að meina fársjúku fólki læknishjálp. Eöa sleppi því úr nauðungarvistun löngu fyrir tímann svo það fari sér undireins aö voða eins og sannaðist á ætt- ingja mínum. Sjúklingamir sjálfir og aðstandendur þeirra eiga ekki að láta bjóða sér þessa mannfyrir- litningu. Þeir eiga að krefiast þess að yfirvöld skipi þessum háu herr- um að gera skyldu sína. Og virða þau lög sem ríkja í landinu. „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu, sem á hveijum tíma em tök á að veita til vemdar andlegri, lík- amlegri og félagslegri heilbrigði." Sigurður Þór Guðjónsson Finnur þú fimm breytingar? 10 © PIB COPENNACIN ©PIB COPÍKHACÍH Fyrirgeflð, en fletti ekki frökenin yfir eina siðu...? Nafn:.. Heimilisfang:. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- ara. 1. H.C.M. stereoferðatæki með tvöföldu segulbandi að verðmæti kr. 5.785,- 2. E.T.G. útvarpsklukka að verð- mæti kr. 1.400,- Verðlaunin koma frá Sjónvarp- smiðstöðinni hf„ Síðumúla 2, Reykjavík. Verðlaun fyrir áttundu getraun vom: 1. AIWA vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 5.880,- 2. AIWA vasaútvarp að verðmæti kr. 4.050,- Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 10 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir áttundu getraun reyndust vera: 1) Elvar Finnur Grétars- son, Sogavegi 76,108 Reykjavík. 2) Ásdís Vídalín, Njálsgötu 86,101 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.